Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 33 HEIMSBIKARMOTIÐ I SKAK Tal heldur forystu eftir 7. umferð: Grófur afleik- ur Kasparovs gegn Sokolov Skákþreytu gætir hjá heims- meistaranum, segir Spasskíj SÖGULEGIR atburðir gerðust í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi þegar heimsmeistarinn Garrí Kasparov tapaði fyrir landa sínum Andrei Sokolov í 7. umferð heimsbikarmótsins í skák. Tæp tvö ár eru síðan Kasparov tapaði síðast I kappskák gegn öðrum skákmanni en Karpov. Sigurinn hefur eflaust verið sætur fyrir Sokolov sem settur hefur verið út úr Ólympíuliði Sovétmanna, að sögn að tilstuðlan heimsmeist- arans. Kasparov lék gróflega af sér undir lok fyrri setunnar og hafði hann þá yfirspilað and- stæðing sinn. Þegar Kasparov sá hvert stefndi grúfði hann andlit- ið lengi i höndum sér miður sín vegna afleiksins. Þegar skákinni var lokið kom Boris SpasskQ, heimsmeistarinn fyrrverandi, með vatnsglas og færði Kasparov honum til hressingar og áhorf- endum til mikillar skemmtunar. Fyrir umferðina i gær hafði Spasskíj iátið þau orð falla að hann efaðist um að Kasparov ynni mótið; hann væri búinn að tefla allt of mikið að undanförnu. Sú skák sem vakti mesta athygli við upphaf umferðarinnar í gær var viðureign Jóhanns Hjartarsonar og Míkhaíls Tals. Tal hafði gengið af- burðavel í mótinu, var einn í efeta sæti en Jóhann hafði átt undir högg að sækja. Tal beitti Meran-vörn gegn drottningarpeðsbyrjun Jó- hanns. Jóhann stefndi mönnum sínum að svörtu kóngsstöðunni og hafði frumkvæðið tiyggilega í sínum höndum. Hann notaði þó mikinn tíma á byijunina eins og fyrr í mótinu og þráléku kappamir skömmu eftir tuttugasta leik. Að sögn Jóhanns átti hann allvænlega leið skömmu áður en jafntefli var samið en ákvað að tefla ekki í tvísýnu. Upp kom enski leikurinn hjá Ehlvest og Margeiri Péturssyni. Morgunbladið/RAX Mikha.il Tal og Jóhann Hjartarson við upphaf skákarinnar í gær. Jóhann fékk ívið betri stöðu út úr byrjuninni en tók þann kost að þráleika þegar saxast tók á timann. Snemma var skipt upp á drottning- um og fékk Margeir lakari stöðu í endatafli. Hann var tveimur peðum undir í hróksendatafli og tapaði skákinni. Portisch og Kortsnoj, aldursfor- seti mótsins, tefldu hörkuskák eins og við var að búast. Byijunin var Grunfeldsvöm, afbrigði sem oft var upp á teningnum í einvígi Kasp- arovs og Karpovs í Sevilla. „Teoríu- hesturinn" Portisch mátti sín þó ekki mikijs gegn baráttuglöðum Kortsnoj. í biðstöðunni er Kortsnoj með hartnær unnið. Andersson og Beljavskíj gerðu jafntefli í skemmtilegri skák þar sem hinn síðamefndi fómaði hrók án þess að uppskera meira en hálf- an vinning. Speelman og Spasskíj gerðu stutt jafntefli, ekki furða því vel hafði farið á með þeim í Bláa lóninu daginn áður. Sömu sögu er að segja af Nikolic og Sax, þ.e.a.s. þeir gerðu. John Nunn, stærðfræðisnilling- urinn og doktorinn f grannfrasði (tópólógíu), sem helgað hefur sig skákinni, hafði lengst af undirtökin í viðureign við Ribli en skömmu eftir fyrri tímamörkin sættust þeir á skiptan hlut. Júsúpov hafði lengst af betri stöðu í skákinni við Timman. Sovét- maðurínn var peði yfir í endatafli en Timman átti jafnteflismöguleika þegar skákin fór í bið. Eftir sjö umferðir heldur Tal enn forystunni með fimm vinninga. í 2.-3. sæti em Beljavskíj og Sokolov með 4V2 vinning. Júsúpov er í 4. sæti með 4 vinninga og biðskák. I 5.-7. sæti era Sax, Ehlvest og Ka- sparov með 4 vinninga. í dag er útlit fyrir æsispennandi umferð. Jóhann Hjartarson hefur svart gegn Kortsnoj og er öraggt að sýður i gamla manninum að jafna metin frá því í Saint John. Margeir Pétursson teflir með hvítu við Garrí Kasparov. Aðrar skákir era Tal og Sokolov, Nunn og Port- isch, Spasskíj og Ribli, Be)javskíj og Speelman, Timman og Anders*^ son, Sax og Júsúpov, Ehlvest og Nikolic. Ljótur fingurbrj ótur hjá heimsmeistaranum sem Sokolov hefur undirbúið 33. — Hxc2 var nægilega gott auðvitað. 34. Hdl - b3, 35. cxb3 - Be2, 36. Hd2 - Dxg57? Kasparov það til ráðs að láta drottn- inguna af hendi fyrir hrók en mót- færin era auðvitað hvergi næg. 37. - Bh5, 38. Hf8+ - Hxf8, 39. Dxg5 - Rg4, 40. Rc3 - Be5, 41. h3 - Bf4, 42. De7 - Hce8, 43. Dd7 - Re3, 44. Hf2 Bragi Krístjánsson og Kari Þorsteins Stórtíðindin gerast enn! Heimsmeistarinn Garrí Kasp- arov mátti í gær játa ósigur i viðureign sinni gegn Andrei Sok- olov eftir einn grófasta afleik sem um getur á skákferli heims- meistarans. Það var fátt sem benti til óvæntra úrslita framan af skákinni. Sikileyj- arvöm kom upp á skákborðinu og afbrigði sem báðir keppendur hafa víðfeðma reynslu af. Sokolov hafði sóknartilburði á kóngsvæng og ýtti peðum sínum fram þeim megin. Kasparov varðist af öryggi, kom mönnum sínum fyrir á ákjósanleg- um reitum og náði öflugu fram- kvæði f miðtaflinu. Á meðan liðs- menn hvíts vora kyrfilega bundnir við sóknartilburði á kóngsvæng kom gagnárás frá heimsmeistaran- um á drottningarvæng. Dómur áhorfenda var á eina leið um vænt- anlegan sigur Kasparovs en Sok- olov er snjallastur í vafasömum stöðum. Bjó haganlega gildra fyrir heimsmeistarann þegar tíminn var tekinn að styttast. Grandalaus hirti Kasparov peð á g5 og setti á hrók um leið en yfirsást illilega millileik- ur andstæðingsins og biskup hlaut að falla. Svipbrigði heimsmeistar- ans bentu til þess að leikurinn kæmi honum ekki síður á óvart en áhorf- endum sem varla komu upp orði. í framhaldinu kom vonleysið vel f Ijós og eftir 44 leiki gaf Kasparov taflið. Hvítt: Andrei Sokolov Svart: Garri Kasparov Sikileyjarvöm 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. f4 — e6, 7. Be2 — Be7, 8. 0-0 - 0-0, 9. Khl - Dc7, 10. a4 - Rc6, 11. Be3 - He8 Ekkert er nýtt undir sólinni. Báðir keppendur hafa viðamikla reynslu við að meðhöndla þessa stöðu. Minningin er öragglega ljúf í huga heimsmeistarans því staðan á skákborðinu nú er einmitt hin sama og í úrslitaskákinni í einvíginu við Karpov 1985 þar sem Kasparov öðlaðist heimsmeistaratignina. 12. Bgl - Hb8, 13. Bf3 - Bd7, ' 14. Rb3 - b6, 15. g4 Hvítur blæs til sóknar á einkar hefðbundinn hátt á kóngsvæng en svarta staðan er traust. Tímanotk- unin var á hinn bóginn undarleg því báðir kependur höfðu þegar hér var komið sögu eytt rúmum fjör- utíu mínútum. Aframhaldið krefst markvissrar taflmennsku. 15. - Bc8, 16. g5— Rd7, 17. Bg2 - BfiS, 18. Df3 - Ra5!, 19. Rd2 - Bb7, 20. Dh5 - g6, 21. Dh3- Hbc8, 22. f5! Hvöss taflmennska. f téðri ein- vígisskák áræddi Karpov ekki að ýta peðinu í tæka tíð. Sokolov er á hinn bóginn hvergi banginn. 22. - Re5, 23. £xe6 - fice6, 24. Hf4 - De7, 25. Hafl - Bg7, 26. Hh4 - Bh8 Kasparov hefur varist af ná- kvæmni og framkvæðið er kyrfilega komið í hans hendur. Sókn hvíts hefur verið hrandið og eftir standa einungis veik peð og svörtu riddar- amir verða ekki hraktir af ákjósan- legum reitum á miðborðinu. Nú gengur ekki 27. Bxb6 — Rac4, 28. Rxc4 — Rxc4 og peðið á b2 fellur. 27. Bd4 - Rac4, 28. Rxc4 - Hxc4, 29. Be3 — Hcc8, 30. Bcl — b5! Hvítu liðsmennimir eru rígbundnir á kóngsvæng og Kasp- arov notar tækifærið og sækir fram á drottningarvæng. Svartur hefur mun betri stöðu. 31. axb5 - axb5,32. Hhf4 - b3? Undanfarinn að óföranum. Kasp- arov kemur ekki auga á gildrana Ótrúlegur afleikur af heimsmeistarans. Hann hreinlega af sér manni. 37. De3! Svona einfalt var það. Hvítur hótar bæði að drepa biskupinn á e2 og einnig 38. Hf8+. í stað þess að láta manninn af hendi tekur og Kasparov gafst upp því frekara liðstap er fyrirsjáanlegt. Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 II 12 13 14 15 16 17 1» Alls Röð I Alexandcr Bcliavskv Vi '/i 1 1 0 Vi 1 4V4 2-3 2 Jaíi Timmun Vi 'Á 0 1 Vi I 3V4tB 8 3 Gvula Sax 'A '/i 1 '/» Vi Vi Vi 4 5-7 4 Jaan Ehlvcst 0 1 0 Vi Vi 1 1 4 5-7 5 Prcdrac Nikolic 0 0 '/2 Vi 1 Vi Vi 3 12 6 Arlur Júsúnov 1 Vi Vi Vi Vi 1 4+B 4 7 Ulf Andcrsson V4 1 0 Vi Vi Vi Vi 3V4 9-11 » Jonalhan SDcdman Vi Vi Vi 0 1 Vi Vi 3V4 9-11 9 Zollun Ribli Vi Vi Vi Vi 0 0 Vi 2V4 15-17 10 Laios Porlisch Vi 1 Vi Vi 0 0 2Vi+ B 13-14 11 Jóhunn Hiarlarson Vi Vi 0 0 0 Vi I 2Vi 15-17 12 Andrci Sokolov 0 Vi Vi Vi ll 1 1 4V4 2-3 13 Garrv Kasnarov Vi 1 Vi Vi Vi 1 0 ' 4 5-7 14 Mikhail Tal Vi Vi Vi 1 1 1 Vi 5 1 15 Viklor Korlsnoi 'A 0 Vi Vi 0 1 2V4+B 13-14 16 John Nunn Vi Vi Vi Vi Vi Vi Vi 3Vi 9-11 17 Boris Snasskv Vi Vi 0 Vi 0 Vi Vi 2V4 15-17 18 Marucir Pclursson 0 0 Vi 0 1 0 0 1 lVi 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.