Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 28
28 . 'TmOHGUNBLMíIÐ, MIBVIKUDAGUR 12. QKTOBER 1988 Útvarpshlustun: Bæjarbúar hlusta ofltast á Rás tvö í KÖNNUN á útvarpshlustun, sem Skáís, (Skoðanakannanir á Ljósritunar- vélar kynnt- ar á KE A GÍSLI J. Johnsen og bókabúðin Edda á Akureyri kynna þessa dagana Rank Xerox ljósritunar- vélar á Hótel KEA auk ýmiss skrifstofúbúnaðar svo sem ritvél- ar, reiknivélar, telefaxtæki, farsima, tölvur, prentara og hug- búnað. Reynir Guðmundsson deildar- ? stjóri tæknideildar Gísla J. Johnsen sagði í samtali við Morgunblaðið að Rank Xerox ljósritunarvélar væru bandarísk framleiðsla og hefði fyrsta vélin verið sett á markað fyrir um 50 árum. Síðan hefði margt breyst og í dag væru komn- ar á markaðinn vélar af öllum gerð- um og stærðum sem hentuðu ýmist smáum sem stórum fyrirtækjum og stofnunum. Kostnaður væri allt frá 59.000 krónum og upp í tvær millj. kr. Nýjustu ljósritunarvélamar • hefta sjálfar saman blöðin, leggja kápur beggja vegna þess bunka sem Ijósrita á, þær ljósrita báðum megin blaðs og ljósrita einnig samhang- andi tölvupappír svo dæmi séu tek- in. Þá fylgja sumum þeirra sérstök notendanúmer, sem gera öðrum en þeim sem þau hafa, ókleift að nota vélina. íslandi) vann fyrir útvarpsstöð- ina Hljóðbylgjuna á Akureyri fyrir nokkni, kemur fram að Akureyringar 49 ára og yngri hlustuðu mest á Rás 2, en minnst á Rás 1, þann dag sem könnunin fór fram. Könnunin fór fram með þeim hætti að hringt var í úrtak síma- númera á Akureyri, sem unnið var eftir skrá Landssímans yfir heima- síma. Skráin var unnin af Skýrslu- vélum ríkisins og Reykjavíkurborg- ar og með heimild tölvunefndar. Heildarfjöldi þeirra sem tóku þátt í könnuninni var 350. Hringt var í fólk milli kl. 9 og 21 fimmtudaginn 15. september síðastliðinn. A tímabilinu frá 9-12 hlustuðu langflestir, eða um 17%, á Rás 2. Þar á eftir fylgdi Bylgjan með um 10%, Stjaman með um 8%, Hljóðbylgjan með um 6% og Rás 1 með um 3%. Á tímabilinu frá kl. 13-15 breyttist þessi mynd nokkuð. Þá voru Rás 2, Bylgjan, Stjaman og Hljóðbylgjan með svipaðan hlust- endahóp, um eða yfir 8%. Rás 1 var hins vegar með 5%. Síðasta tímabilið var frá kl. 15-18. Þá hafði Rás 2 aftur vinn- inginn, en um 15% hlustenda voru með stillt á hana. Næst komu Stjaman og Hljóðbylgjan með um 10%, Bylgjan með um 7% og Rás 1 rak lestina með 5%. Athafnasvæði ístess hf. er í Krossanesi við Akureyri. Á innfelldu myndinni er Geir Zoega framkvæmdasljóri Krossanesverksmiðjunn- ar og stjórnarmaður í ístess hf. Fóðurverksmiðjan Istess hf.: Uppbyggingar þörf ef anna á markaði - segir Geir Zoega stjórnarmaður Morgunblaðið/Rúnar Þór BÚAST má við því að þeir mark- aðir, sem fóðurverksmiðjan ístess hf. hefúr greiðan aðgang að nú, muni stækka verulega á næstu árum. Framleiðsla eldisfisks í Færeyjum var nálægt 4.000 tonn í fyrra og er áætluð 4.500 tonn i ár. Á íslandi hefúr þróunin verið heldur hægari og nam framleiðsla eldisfisks um 750 tonnum i fyrra og stefiiir hátt í 2.000 tonn í ár. Geir Zoega framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar og stjóm- armaður í ístess hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að erfíðleikar í seiðasölu hefðu þvingað menn til þess að fjárfesta í sjóeldi hér á landi. Því mætti búast við verulegri aukn- ingu á framleiðslu eldisfísks á næstu árum þannig að framleiðslan yrði fljótlega komin upp í 10.000 til 12.000 tonn. Geir sagði að starfs- mönnum hefði fjölgað mikið í kjölfar mikillar söluaukningar og þess að hafin hefði verið framleiðsla fóðurs vorið 1987. í Færeyjum hefur verið starfræktur lager á vegum fstess síðan vorið 1987. Sámal J. Joensen hefur verið starfsmaður verksmiðj- unnar þar og haft tvo menn sér til aðstoðar. Starfsmenn á Akureyri hafa verið frá 23 til 31, þar af hafa sex starfað við skrifstofíi- og sölu- störf. Stjóm ístess hf. skipa, auk Geirs Zoéga, þeir Valur Amþórsson og Finn Hallingstad frá Noregi. Vona að merkilegur kafli sé að byrja í samgöngusögu Islendinga - segir Steingrímur J. Sigfusson samgönguráðherra er hann sprengdi fyrir jarðgöngum 1 gegnum Olafsflarðarmúla Morgunblaðið/Rúnar Þór Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra sprengdi fyrir jarð- göngum í Múlanum um kl. 17.30 í gær. Notað er dýnamít við spreng- ingarnar. GERÐ jarðganga i gegnum Ólafsfjarðarmúla hófst formlega síðdegis í gær við hátíðlegt tæki- færi. Nýi samgönguráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, sprengdi fyrstu sprengjuhleðsl- una að viðstöddum vegamála- stjóra, starfsmönnum við jarð- gangagerðina, núverandi og fyrrverandi bæjarstjórum Olafsfjarðar, þeim Bjarna Grímssyni og Valtý Sigurbjarn- arsyni, og Halldóri Blöndal al- þingismanni. Auk þeirra höfðu nokkrir Ólafsfirðingar safiiast saman við Múlann. Gestir voru allir staddir um 70 metra fyrir ofan'það . svæði sem göngin eiga að koma og snéri ráð- herra sveif í um það bil mínútu þar til gall við mikil sprenging við munnann. Ráðherra sagði m.a. við tækifærið að stór stund væri runn- in upp. „Ég vil leyfa mér að vona að hér sé að heijast merkilegur kafli í samgöngusögu íslendinga þar sem er jarðgangagerð af nýrri stærðargráðu sem ég vona að verði framhald á og eigi eftir að bæta samgöngur víða um land.“ Bjöm A. Harðarson staðarverkfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkrar tafir hefðu orðið á verk- inu, aðallega vegna aurskriðanna sem féllu á bæinn fyrir skömmu, og mætti áætla að raunverulegar tafir næmu um hálfum mánuði. Gamall draumur í samgöngumál- um Ólafsfirðinga og annarra veg- farenda á norðanverðum Trölla- skaga rætist með gerð jarðganga í gegnum ÓlafsQarðarmúla. Vegur- inn um Múlann hefur löngum þótt erfiður og varasamur vegna snjó- þyngsla og ofanfalla. Með jarð- göngunum er þessum farartálma rutt úr vegi auk þess sem vega- lengdin um Múlann styttist um 1 km. Jarðgöngin í gegnum Múlann verða lengstu jarðgöng landsins, 3.130 metrar. Göngin verða tæpir sex metrar á hsgð og fimm metrar á breidd. Munni Ólafsfjarðarmegin við Kúhagagil er í 70 metra hæð yfir sjó en munni Dalvíkurmegin við Hraunslæk í 125 metra hæð yfir sjó þannig að göngunum hallar niður til Ólafsfjarðar um 2%. Göngin verða með einni akrein með útskotum á um 150 metra fresti. Akrein verður 3,5 metrar á breidd og lögð bundnu slitlagi. Göngin verða upplýst og með hurð- um við báða enda. Við gangamunna verða steyptir forskálar með tveim- ur akreinum, 165 metrar að lengd Ólafsfjarðarmegin og 100 metrar Dalvíkurmegin. Nýir vegkaflar verða byggðir, að báðum ganga- munnum, alls 2,8 km. Framkvæmd- ir hófust í september 1988 og áætl- að er að þeim verði lokið í nóvem- ber 1990. Yfírstjóm verksins er í höndum Vegagerðar ríkisins. Verktaki við jarðgangagerðina er Krafttak sf., sem er sameignarfélag norska verk- takafyrirtækisins Aker Contractors CM og Ellerts Skúlasonar hf. Kraft- tak sf. var stofnað 1984 er fyrir- tækin Jembeton, sem síðar varð hluti Aker Contractors CM, og Ell- ert Skúlason hf. undirrituðu samn- ing um gerð allra neðanjarðar- mannvirkja Blönduvirkjunar og uppsteypu stöðvarhússins. Krafttak sf. hefur því unnið samfellt við jarð- gangagerð frá því 1984. 300% hlutaijáraukning Árið 1987 var heildarsala físk- fóðurs tæp 7.000 tonn sem er aukn- ing um 110% frá árinu áður. Salan skiptist þannig að um 2.000 tonn voru seld á íslandi og um 5.000 tonn voru flutt út til Noregs og Færeyja. Heildartelq'ur urðu 274 milljónir króna og áætlaðar rekstrartekjur fyrir yfírstandandi ár eru um 500 milljónir króna. Geir sagði ljóst að huga þyrfti að frekari uppbyggingu fyrirtækisins ef anna ætti þeim mörkuðum, sem fyrir lægju. Hlutafé hefur verið aukið á árinu um 300%, úr 20 milljónum kr. í 80 miiljónir kr. ístess hf. er í 26% eigu Krossa- nesverksmiðjunnar, 26% eigu Kaup- félags Eyfírðinga og 48% eigu Skretting í Noregi óg eru eigna- skipti þau sömu fyrir og eftir hluta- fjáraukningu. „Við reiknum með verulega auknu fískeldi á markaðs- svæðum ístess hf. í framtíðinni. Hinsvegar skyggir bág fjárhags- staða íslenskra fiskeldisfyrirtælqa og þar með greiðslugeta þeirra mjög á framtíðarmyndina," sagði Geir. Samtök um jafiirétti og félagshyggju: Almennur fundur í Vín SAMTÖK um jafiirétti og félags- hyggju halda almennan fiind kl. 21 annað kvöld, fímmtudags- kvöld, í blómaskálanum Vín. Þar gerir Stefán Valgeirsson grein fyrir atburðum siðustu daga og vikna í sambandi við stjórnar- myndunina. Þá verður m.a. fjallað um stofnun vinnuhópa, þar sem áhugafólk get- ur komið með ábendingar og tillög- ur um frumvörp á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.