Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 Frakkland: Ólga og óvissa á hægri væng stj órnmálanna Tríer. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TOLUVERÐ ólga og óvissa ríkir nú á hægri væng franskra stjórnmála. Verst er ástandið innan Þjóðernisfylk- ingar hægri öfgamannsins Le Pen Reuter Jean-Marie Le Pens, en á mánu- dag var eini þingmaður flokks- ins, Yann Piat, rekinn úr flokkn- um eftir að hafa lýst yfir stuðn- ingi við stjómarfrumvarp. Kreppa Þjóðernisfylkingarinnar stafar líklega að miklu leyti af því, að hinir hófsamari hægri- flokkar era nú í stjórnarand- stöðu og vinna þar með til baka mikið af óánægjufylgi Þjóðernis- fylkingarimiar. Þjóðemisfylking Le Pens (Front National) kom öllum á óvart í fyrri umferð forsetakosninganna í aprfl á þessu ári. Milljónir Frakka, eða um 14% kjósenda, gáfu Le Pen at- kvæði sitt, en stefna hans byggðist að mestu leyti á andúð á innflytj- endum. í þingkosningunum, sem fylgdu í kjölfar forsetakosninganna, missti þó flokkurinn öll 35 þing- sæti sín að einu undanskildu. I byrjun septembermánaðar tengdi Le Pen í ræðu nafn eins ráðherra frönsku ríkisstjómarinnar, Michel Durafour við orðið „cre- matoire“, svo að úr varð „four- crematoire" eða líkbrennsluofn. Vom þessi ummæli túlkuð sem vísun í líkbrennsluofna nasista í útrýmingarherferð þeirra gegn gyð- ingum í síðari heimsstyijöldinni og vöktu þau mikla reiði og andúð í Frakklandi. Nokkrir leiðtogar Þjóð- emisfylkingarinnar tóku skýra af- stöðu gegn ummælum flokksfor- mannsins og var tveimur þeirra, þar á meðal Pascal Arrighi, fyrram þingmanni Þjóðemisfylkingarinnar í Marseille, vikið úr flokknum. Eini þingmaður flokksins, Yann Piat, gagnrýndi einnig ummæli Le Pens, en henni var ekki refsað að sinni. En þegar Piat tilkynnti á mánudag, að hún mundi styðja framvarp ríkis- stjómarinnar um lágmarkstekju- tryggingu fyrir atvinnulausa, var hún rekin úr flokknum. Þjóðemis- fylkingin hefur staðið gegn þessu frumvarpi, þar sem það mun ná til innflytjenda, en ekki bara Frakka. Yann Piat mun nú væntanlega tengjast flokknum CNI (Centre National des Indépendants), smá- flokki sem staðsetja má á milli Alsír: flokks nýgaullista, RBR, og Þjóð- emisfylkingarinnar. Að undanfömu hefur CNI í æ ríkari mæli hallað sér að RBR. En það er ekki aðeins Þjóðemis- fylkingin, sem á við innanbúðar- vandamál að stríða. Miðhægri- flokkabandalagið, UDF, hefur að undanfömu verið klofið, eftir að þingmenn Kristilega demókrata- flokksins (CDS) mynduðu sinn eigin þingflokk, Union de Centre (UDC). Stuðningsmenn Raymonds Barre, fyrram forsætisráðherra, sem flest- ir tilheyra CDS, hafa síðan myndað sín eigin samtök, CLES (Conventi- on Libérale Européenne et Sociale). Barre, sem allt síðasta kjörtímabil var andstæðingur „cohabitation", þ.e. sambúð sósíalísks forseta (Francois Mitterrands) og borgara- legs forsætisráðherra (Jacques Chiracs), hefur á síðustu dögum átt nána samvinnu við Mitterrand og forsætisráðherra hans, Michel Roc- ard. Er jafnvel talið, að Barre dreymi um að taka við stöðu forsæt- isráðherra á þessu kjörtimabili. Neyðarástandi aflétt — ERLENT Reuter Brightonbúi kippir sér ekkert upp við þyrlu sem sveimar yfir ráð- stefhusvæðinu. Lögreglan hefúr uppi miklar öryggisráðstafanir meðan á ársþingi íhaldsmanna stendur. Þmg breska Ihaldsflokksms: Miklar öryggisráðstafanir Bríghton. Reuter. Daily Telegraph. ÞING breska íhaldsflokksins var sett í gær í Brighton á Eng- landi en þar er það nú haldið að nýju eftir Qögurra ára hlé. Síðast þegar íhaldsmenn komu saman á ársþingi í Brighton, haustið 1984, stóð írski lýðveldisherinn fyrir sprengjutilræði gegn leiðtogum flokksins. Sinnuleysi frönsku ríkis- stjórnarinnar mótmælt í París Algeirsborg. Reuter. FRAKKAR af alsírskum uppruna mótmæltu sinnu- leysi franskra stjórnvalda í garð þeirrar ofbeldisöldu sem riðið hefur yfir föður- land þeirra í miðborg París- ar í gær. 500 manna hópur mótmælenda gagnrýndi af- stöðu frönsku ríkisstjórnar- innar, sem neitar að for- dæma valdbeitingu alsírska hersins, sem beitir skotvopn- um til að kveða niður mót- mælin. Franska ríkisstjórnin hefiir á hinn bóginn fordæmt harðstjórnir viða um heim þegar tilefni hefur verið til, að sögn mótmælenda. Chadli, forseti Alsírs, hét pólitískum endurbótum í landinu í sjónvarpsávarpi á mánudag en lýsti því jafnframt yfír að ekki yrði hvikað frá sparnaðarráðstöf- unum ríkisstjómarinnar. Opinber viðbrögð franskra ráða- manna við ástandinu í Alsír fólust í samúðarkveðju sem forsætisráð- herra Frakklands, Michel Rocard, sendi sendiherra Alsírs í París. Stjómmálaskýrendur segja að þrátt fyrir sáttfysi hafí Chadli ekk- ert dregið í land í sjónvarpsávarp- inu, þar sem hann sagði meðal annars að hvergi yrði slakað á spamaðarráðstöfunum sem talið er að sé’undirrótin að óróanum í landinu. Allt var'með kyrrum kjörum í Alsír í gær og síðdegis í gær sagði Chadli, forseti Alsírs, að neyðar- ástandi yrði aflétt í dag. Vestrænir stjómarerindrekar segja að allt að 500 manns hafí fallið í Alsír síðastliðna viku en alsírsk stjómvöld hafa ekki gefíð upp opinberar tölur um dauðsföll. -segir Piet Botha ZUrích. Reuter. PIET Botha, forseti Suður- Afríku, sagði í gær að fregnir frá New York um að kúbversk- ir hermenn myndu yfirgefa Angóla innan tveggja til tveggja og hálfs árs væru rang- ar. Hann sagði þó að samkomu- lag um frið t suðurhluta Afríku hefði náðst í meginatriðum. I setningarrræðu sinni í gær sagði Margaret Thatcher forsætis- ráðherra að íhaldsflokkurinn væri staðráðinn í að hopa hvergi fyrir hryðjuverkamönnum írska lýðveld- Botha sagði að enn væri allt á huldu um það hvenær 50.000 manna herlið Kúbveija yfírgæfí Angóla. „Fulltrúar Suður-Afríku fóru ekki til New York til að ganga frá samkomulagi, heldur til að kanna jarðveginn fyrir því. Ríkisstjóm Suður-Afríku tekur ákvarðanir um samkomulag," sagði Botha sem er í heimsókn í Sviss. ishersins, IRA. Thatcher var lánsöm að komast lífs af fyrir fjóram áram þegar IRA stóð fyrir sprengingu sem varð fimm manns að bana á Grand Hotel í Brighton. Gífurlegar öryggisráðstafanir setja mark sitt á ársþingið nú og aldrei hefur jafn mikið verið lagt upp úr öryggis- gæslu á pólitískri samkundu í Bret- landi. 1.5 milljónum sterlingspunda (tæpum 106 milljónum ísl. kr.) hef- ur verið varið til öryggismála. Formaður íhaldsflokksins, Peter Brooke, sagði að markmið IRA- manna um aðskilnað Norður- írlands og Bretlands hefðu ekki náðst þrátt fyrir sprengjutilræðið í Brighton fyrir fjóram áram. „Þessi rikisstjóm lætur ekki stjómast af hryðjuverkamönnum, hvorki heima fyrir né á erlendri grand," sagði hann. Ráðstefnusalurinn og hið endur- byggða Grand Hotel þar sem Thatc- her gistir enn á ný, er rammlega girt af og lögregluþyrla sveimar yfír svæðinu. Úti fyrir ströndinni lónar tundurduflaslæðari og leitað er á ráðstefnugestum áður en þeir fara inn á svæðið. Þá stöðva lög- reglumenn bfla sem ekið er eftir ströndinni og leita í þeim. Kjörorð ársþingsins er: „Leiðum Bretland inn í 20. öldina". íhaids- menn, sem sigrað hafa í þrennum kosningum frá árinu 1979, era alls ekki á þeim buxunum að sleppa valdataumunum strax og helst ekki fyrr en á nýrri öld. Caiioii Ljósritunarvélar FC-3kr. 43.600 stgr. FC-5 kr. 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 Ovíst hvenær Kúban- ir yfirgefa Angóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.