Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTOBER 1988 fclk í fréttum COSPER \U. COSPERI0S05 J.R. með söfíiunaræði Lany Hagman er þekktur um allan heim sem J.R. í „Dallas." Einkalíf hans er eins ólíkt lífi skúrksins í þáttunum og hugsast getur. Larry er haldinn söfnuna- ræði. Hann safnar ekki konum eins og J.R. heldur dregur hann heim til sín alls kyns furðulega hluti og þá sérstaklega undarlegan höfuð- búnað. Nýverið hefur hann verið að safna öllu sem viðkemur jap- önskum íþróttum, júdó, íjöl- bragðaglímu osfrv. Hann stundar þó ekki neinar iþróttir sjálfur, held- ur stillir sér upp fyrir framan myndavélar í mismunandi búning- um, og stellingum. Það er ekkert lát á þessu æði hans, og hann seg- ir sjálfur „Þetta er eini stóri gall- inn, ég get ekki haldið aftur af mér ef ég rek augun í eitthvað sem mig langar f. Konu minni líkar þetta hinsvegar engan veginn, enda er það hún sem sér um hreingemingar á heimilinu." Norsk fegnrð á Islandi Nýlega var fegurðardrottning Noregs, hin 21 árs gamla Rita Pauls- en stödd hér á landi. í norska vikublaðinu „Se og hör" var sagt frá ferðalagi Ritu um ísland og tekið fram að hún hefði séð eldfjöll og heita hveri og kynnst íslenskri náttúrufegurð. í Reykjavík hitti Rita Hólmfríði Karlsdóttur sem gaf henni góð ráð fyrir Miss World keppnina sem fer fram í London þann 17. nóvember en allt útlit virðist benda til þess að Ritu gangi vel í þeirri keppni. Larry Hagman með eitt af höfuðfötunum sem hann féll fyrir. Saniye og Ali Bayer eru bæði dvergvaxin en þau hafa eignast dóttur sem hefur fengið eðlilegan vöxt. Móðirin er aðeins 118 sentímetrar og faðirinn er 128 sentímetrar á hæð. Dóttirin er aðeins 3ja mánaða gömul og þegar orðin 62 sentímerar að lengd. „Þegar hún grætur" segir móðirin „óska ég þess að ég geti lyft henni upp ogtekið hana í fangið. En það kostar mig mikla áreynslu.“ Sjálf vegur hún aðeins 24 kíló og þess er ekki langt að bíða að bamið vaxi henni yfir höfuð. Þau höfðu ekki ætlað sér að eignast bamið, enda er meðganga og fæðing talin lífshættuleg áhætta fyrir dvergvaxnar konur. Peter Gabriel, Tracy Chapman, Brace Springsteen og Sting era nú ásamt afríkönskum þjóðlagasöngvara á viðamiklu hljómleikaferðalagi til styrktar Amnesty Intemational. Með í för er fyrrum samviskufangi. Hér er hann vígalegurað sjá, klæddur á japanskan máta. Rita Po- ulsen baðaði sig í Bláa lóninu. Á inn- felldu mynd- inni er Hófí að gefa Ritugóð ráð fyr- ir Miss World- keppn- ina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.