Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 t Móðir okkar, EMILÍA LÁRUSDÓTTIR, Austurbrún 6, andaðist í Borgarspítalanum 10. október. Fyrir hönd aðstandenda, Esther Guðmarsdóttir, Sigurður Einarsson, Lára Einarsdóttir. t Eiginkona mín, dóttir mín og móðir okkar, ÁSDÍS SVAVARSDÓTTIR, Laugavegi 132, lést 29. september. Útförin hennar fór fram 7. október. Þökkum auðsýnda samúð. Gunnlaugur Sigurgeirsson, Sigurbjrög Ögmundsdóttir, Svavar Egilsson, Sigurbjörg Egilsdóttir, Egill Halldór Egilsson, Anna Marfa Egilsdóttir, Guðjón Egilsson. t Maðurinn minn, GUNNBJÖRN GUNNARSSON, Sœviðarsundi 29, er látinn. Elínborg Guðjónsdóttir. t Minningarathöfn um eiginmann minn, SIGURÐ ÞORBJARNARSON, fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 14. október 1988 kl. 13.30. Karen Margrethe Kongshaug. t SIGURÐUR ÓSKAR STEINDÓRSSON verkstjóri, Flókagötu S, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 13. október kl. 10.30. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinns látna er bent á Hjartavernd. Elfn Ása Guðmundsóttir, Andrea Þórdfs Sigurðardóttir, Eriingur B. Thoroddsen, Guðmundur H. Sigurðsson, Susanne Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, MAGNÚS RAGNAR G. JÓNSSON, Laxagötu 3b, Akureyri, sem lóst 8. október, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 14. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Jóhanna Kristfn Kristjánsdóttir, Jón H. Grfmsson, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hlns látna. t Maðurinn minn, sonur, stjúpfaðir og afi, GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON frá Arnarnúpi við Dýrafjörð, Kleppsvegl 32, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. október kl. 13.30. Blóm afbeöin en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknar- stofnanir. Ásmunda Ólafsdóttlr, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Erna Eirfksdóttir, Bragi Kristjánsson og barnabörn. ' Hjartans þakkir til ykkar allra t sem auðsýnduð okkur samúð og vinarhug við andlát ot útför sonar okkar, bróður og mágs, HAUKS LEIFSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Hervarsdóttir, Leifur Ásgrfmsson, Linda H. Leifsdóttlr, Óskar Sigvaldason, Rúnar J. Garðarsson, Rochelle Garðarsson. Minning: Greipur Kjartan Krist- jánsson aðalvarðstjóri Fæddur 31. mars 1914 Dáinn 4. október 1988 í dag fer fram útför Greips Kjart- ans Kristjánssonar, aðalvarðstjóra frá Fossvogskirkju. Greipur Kjartan Kristjánsson fæddist 31. mars 1914 í Haukadal í Biskupstungum, Ámessýslu, son- ur hjónanna Kristjáns Loftssonar og Guðbjargar Greipsdóttur. Ólst Greipur upp í foreldrahúsum og vann við almenn bústörf. Stundaði hann nám við íþróttaskólann í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni og við Laugarvatnsskólann. Þar lagði Greipur meðal annars rækt við tungumálanámið sem kom sér vel síðar á lífsleiðinni. Árið 1936 flyst Greipur til Reykjavíkur og sest þar að. Hann vann hjá verksmiðjunni Framtíðinni um tíma og var tvær vertíðir í Grindavík hjá Magnúsi Hafliðasyni, útgerðarmanni, og eina vertíð hjá Katli Ólafssyni, útgerðarmanni í Höfnum. Síðan var hann á togaran- um Hafsteini frá Flatey hjá skip- stjóranum Alexander Jóhannssyni. Árið 1938 kvæntist Greipur eftir- lifandi konu sinni, Guðleifu Helga- dóttur. Þau eignuðust þijú böm og gekk Greipur tveimur bömum Guð- leifar í föðurstað. Þann 1. mars 1939 hóf Greipur störf í lögregluliði Reylq'avíkur. Var hann skipaður þriðji varðsijóri 6. mars 1953 á vakt Pálma Jónssonar og annar varðstjóri 1958 á vakt Hallgríms Jónssonar og varðstjóri 1963 á sömu vakt. Aðalvarðstjóri varð Greipur 1. febrúar 1966 og stjómaði þá þeirri vakt sem bar nafn hans þar til hann lét af störf- um vegna aldurs að eigin ósk 1. janúar 1984. Á starfsferli sínum í lögreglulið- inu hlotnuðust Greipi ýmsar viður- kenningar, meðal annars heiðurs- peningar frá Margréti Danadrottn- ingu, Ólafi Noregskonungi, Karli Gústaf Svíakonungi og Kekkonen Finnlandsforseta. Það var í janúar 1958 að ég kynntist heiðursmanninum Greipi Kristjánssyni þegar ég hóf störf sem lögregluþjónn í Reykjavík. Þá var Greipur einn af varðstjórunum í lögregluliðinu, traustur og sterkur hlekkur í þeirri keðju sem þá mynd- aði kjölfestu lögreglunnar. Þeir menn sem þá vora við störf og í blóma lífsins vora sem björg úr hafinu. Þótt á þeim brotnuðu margs konar erfíðleikar við úrlausnir flók- inna verkefna, æðraðust þeir ekki. Unnu verkin þegar þau bar að eins og þeir vora þjálfaðir til af sam- viskusemi og kostgæfni. Með þess- um mönnum þjálfuðumst við yngri mennimir upp. Það var góður skóli. Þegar umferðardeildin er stofnuð árið 1960 skilja leiðir okkar Greips um tíma, er ég tek til starfa í þeirri deild. Það er síðan árið 1971 að atvikin haga því þannig að ég hef t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR EBENEZARDÓTTUR, Hjarðarholti 13, Akranesl. Magnús Ásmundsson, Ebba Magnúsdóttir, Högni Ingimundarson, Gylfi Magnússon, Haraldur Jóhannsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR JÓNASDÓTTUR, Eskihlfð 12a. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Landakotsspítala fyrir frá- bæra umönnun. Marinó Jóhannsson, Gertie Jóhannsson, Jónas Jóhannsson, Guðmunda Þorlelfsdóttir, Sverrir Matthfasson, Ásdfs Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hluttekningu vegna andláts og útfarar SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Mánastfg 2, Hafnarfirði. Brynjólfur Þorbjarnarson, Sigurður K. Brynjólfsson, Unnur Einarsdóttlr, Þorbjörn Brynjólfsson, Stefán H. Brynjólfsson, Svava Þorsteinsdóttir, Jón Brynjólfsson, Gréta Have, Magnús B. Brynjólfsson, Sigrún Karlsdóttir, Guðmundur Brynjólfsson. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS STEINDÓRSSONAR bifreiðastjóra, Dalbraut 25. Sérstakar þakkir til starfsmannafélags Bæjarleiða. Krlstfn Alexandersdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. % störf í varðsveit Greips sem varð- stjóri en hann er þá aðalvarðstjóri vaktarinnar. Samstarf okkar varð með þeim ágætum að ég tel að á betra hafi ekki verið kosið. Greipur hafði lag á því að fá menn til að starfa án þess að hafa um það mörg orð, laða fram hjá mönnum þann metnað sem nauðsynlegur er til að fáguð og öguð vinnubrögð fáist og menn hafí sjónlínu á þeirri þraut sem þarf að leysa hveiju sinni. Þó Greipur hafi ekki flíkað því á vaktinni þá vissi ég að hann hafði mikinn metnað til að bera, ekki aðeins að hann sjálfur stæði sig sem best heldur að hans menn gerðu það einnig. Þetta kom vel fram þegar vaktimar háðu hina árlegu keppni í sundi og skotfimi. Þá hvatti Greipur sína menn og gladd- ist mjög þegar vel gekk en talaði um að nú væri að standa sig betur næst þá ver gekk. Þegar litið er yfir liðna tíð er gott að geta sagt að kynni mín af Greip vora þau að þar kynntist ég góðum og vammlausum dreng sem vildi öðram vel og mér leið vel í návist við. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Magnús Einarsson aðstoðar- yfírlögregluþjónn. Mig iangar til að minnast frænda míns, Greips Kristjánssonar, nokkr- um orðum. Við lát hans leita á hugann margar minningar og allar góðar. Þegar ég sem bam og ungl- ingur fékk að fara til höfuðborgar- innar hélt ég ævinlega til í Sigtúni 57, hjá Greipi og Guðleifu, hans góðu konu. Mér þótti sjálfsagt að búa hjá þeim og það fannst líka öilum hinum frænkunum og frænd- unum sem úti á landi bjuggu, en gistu í Sigtúninu þegar farið var í bæjarferð. Heimili þeirra hjóna var því nokkurs konar miðstöð fjöl- skyldunnar í Reykjavík. Það stóð öllum opið og öllum var þar vel tekið. Eitt sinn sem oftar var ég stödd hjá þeim, tíu til tólf ára göm- ul. Greipur var að fara á vaktina og ég fékk að vera honum sam- ferða í bæinn. Ég fylgdist með hon- um inn á „stöð“ og litaðist um. Eftir stutta stund segir hann mér að koma með sér. Við fóram inn í stórt herbergi þar sem fyrir vora ótal lögreglumenn. Allt í einu skipa þeir sér í raðir og stillir Greipur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.