Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 48
JltargtiiiÞlfifrtfe sm Tork þurrkur. Þegar hreintæti er nauðsyn. ofeasiacohf Vesturqötu 2 Pósthólf 826 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. 'T Sameinað þing: Guðrún fyrsta konan í forsætí Þijár konur stýra fundum Sameinaðs þings Guðrún Helgadóttir þingmað- ur Alþýðubandalags var í gær kjörin forseti Sameinaðs þings. Hún er fyrsta konan sem gegnir þvi embætti. Salome Þorkels- dóttir, Sjálfstæðisflokki, var kjörin fyrri varaforseti sameins þings og Valgerður Sverrisdótt- Síldarverð hækkar um 17% Á FUNDI yfirnefiidar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í gær varð samkomulag um lágmarksverð á sfld til frystingar og söltunar á vertiðinni nú í haust. Hækkun sfldarverðs nemur að jafnaði um 17%. ir, Framsóknarflokki, annar varaforseti. Það hefúr ekki gerst áður í gjörvallri sögu Alþingis að þijár konur skipti með sér forsæti í Sameinuðu þingi. Guðrún Helgadóttir var kjörin forseti Sameinaðs þings með 39 atkvæðum, Salome Þorkelsdóttir fyrri varaforseti með 55 atkvæðum og Valgerður Sverrisdóttir annar varaforseti með 52 atkvæðum. Kjartan Jóhannsson, Alþýðu- flokki, var lqorinn forseti neðri deildar og Jón Helgason, Fram- sóknarflokki, forseti efri deildar. Fjögur stjómarfrumvörp voru lögð fram á Alþingi í gæn Frum- varp til laga um efnahagsráðstafan- ir, það er til staðfestingar bráða- birgðalögum ríkisstjómarinnar, breytingar á lögum um viðskipta- banka og sparisjóði og lrumvarp um verðbréfaviðskipti og verðbréfa- sjóði og um eignarleigustarfsemi. Sjá nánar frásögn á þingsfðu. Morgunblaðið/Sverrir Guðrún Helgadóttir, nýkjörin fcrseti Sameinaðs þings, ásamt Salome Þorkelsdóttur, fyrri varaforseta, og Valgerði Sverrisdóttur, öðrum varaforseta þingsins. í fyrra var sfldin flokkuð í tvo flokka, 30 sm og stærri og sfld undir 30 sm. Þá var verð hvers kflós af stærri sfld 7 krónur, en 3,50 greiddar fyrir minni. Nú er sfld flokkuð í þrjár stærðir. Verð á kfló af sfld 33 sm og stærri er 8,90 krónur, á sfld 30-33 sm 7,50 krón- ur og á sfld 25-30 sm 4,20 krónur. Miðað við áætlun Hafrannsóknar- stofnunar á stærðardreifíngu nem- ur hækkun nú að meðaltali um 17%. Yfimefnd gerir ráð fyrir að kaup- endur og seljendur komi sér saman um álag á verð fyrir sfld, sem háfuð er úr nót og kæld í körum og þann- ig hæf til frystingar fyrir Japans- markað. Seljendur töldu sig þurfa 23% hækkun á sfldarverði til að fá sama hlutfall af söluverði og í fyrra Kristján Ragnarsson, annar fulltrúi seljenda í yfimefnd, sagði að jafn- vel þó sú hækkun hefði ekki náðst núna þá væri nú leyfilegt að veiða 25 þúsund tonnum meira og það bætti muninn upp. Ákvörðun um vaxtalækk- un á sparískírteinum í dag ÁKVÖRÐUN um lækkun vaxta hjá viðskiptabönkunum tók gildi í gær, en fimm bankar lækka þó ekki vexti af almennum skulda- bréfúm fyrr en 21. október. Tilkynning um lækkun vaxta á spari- skirteinum ríkissjóðs verður væntanlega gefin út í dag, en viðræð- ur hafa farið fram að undanförnu á milli fulltrúa Qármálaráðu- neytisins og lánastofnana um það mál. 23,5% í 19,7%, og innlánsvextir á almennum sparisjóðsbókum lækka úr 11,6% í 8,3%. Talið er að vextir af spariskír- teinum til skemmri tíma lækki Bankamir skiluðu tillögum sínum um lækkun vaxta til Seðla- banka í gær og í fyrradag og er lækkunin nú í samræmi við þær tillögur. Þeir bankar sem ekki lækka vexti af skuldabréfum fyrr en þann 21. október eru Lands- bankinn, Útvegsbankinn, Iðnaðar- bankinn, Samvinnubankinn og Alþýðubankinn. Þessi frestur var sagður óhjákvæmilegur þar sem bankamir telja sig þurfa tíu daga til að senda út gíróseðla. Sem dæmi um vaxtalækkunina má nefna að nafnvextir á almenn- um skuldabréfum lækka sam- kvæmt þessu úr 25% í 24,1% að meðaltali, forvextir af víxlum úr Landanir grænlenzkra rækjutogara hér á landi: Árleg eyðsla er nálægt 100 mílljónum kr. á ári AÆTLA má að Grænlendingar eyði hér árlega um 100 milijónum króna í tengslúm við landanir rækjutogara þeirra. 30 togarar hafa timabundið leyfi til landana hér og koma þeir tvisvar tíl þrisvar hver meðan þeir stunda veiðarnar við Austur-Grænland. Megin erindi þeirra hingað er að losa sig við frysta rækju, koma henni í áframhaldandi flutninga til Danmerkur svo þeir þurfi ekki að eyða tíma og fé í siglinguna sjálfir. Samkvæmt íslenzkum lögum eru landanir erlendra fískiskipa svo og þjónusta við þau í íslenzk- um höftium háðar leyfi yfirvalda. Landanir grænlenzku togaranna hófust árið 1981 og fengu þá ís- fírðingar tilmæli frá grænlenzkum og íslenzkum stjómvöldum um að vanda til þjónustu við togarana. Ffyrst í stað lönduðu þeir aðeins á ísafirði, en hafa síðan flutt sig í allmiklum mæli suður til Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Við komu skipanna borga þau hafnargjöld til viðkomandi hafnar, vita- og afgreiðslugjöld til ríkisins, kaupa kost, olíu og viðgerðar- þjónustu af ýmsu tagi, veiðarfæri og fleira; Þá fá fiölmennustu áhafnimar í allt greiddar út um 600.000 krónur til notkunar í landi. Loks fá íslenzk skipafélög auðvitað greitt fyrir flutning rækj- unnar úr landi. Hafnasamband sveitarfélaga hefur lagt til að landanir erlendra skipa hér á landi verði gefnar frjálsar til þess að auka tekjur hafnanna og umsvif í viðkomandi sveitarfélögum, en sjávarútvegs- ráðherra vill að landanir verði áfram leyfisbundnar svo þær megi nota í samningum við aðrar þjóð- ir, til dæmis um nýtingu loðnunn- ar. Jafnframt eru uppi hugmyndir að þessar heimildir megi nota til að ná samkomulagi um nýtingu rælgumiðanna á Dohmbanka og hugsanlega afla okkur veiðiheim- ilda innan grænlenzkar lögsögu. Sjá Af innlendum vettvangi í miðopnu. Dagur í Dublin: 120 sæti seldust uppá4 stundum „ÞESSI ferð vaktí svo mikla athygli að öll sætí í vélinni, 120 talsins, seldust upp á fiór- um stundum," sagði Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar. Ferðaskrifstofan auglýsti í Morgunblaðinu um síðustu helgi dagsferð til Dublin á írlandi. Farið er héðan kl. 7 að morgni og haldið heim að nýju kl. 22. „Ég hef oft orðið var við að íslendinga dreymir um að geta skroppið dagsferð til útlanda," sagði Helgi. „Við ákváðum að leigja flugvél og kanna hvort grundvöllur væri fyrir slíkum ferðum. Það er skemmst frá að segja að eftir að auglýsing okk- ar birtist hefur síminn ekki stoppað. Öll sæti seldust upp á fjórum stundum og við höfiim þegar ákveðið að fara aðra ferð. Ferðin kostar 9600 krónur á mann og innifalið í verðinu er fararstjóm og rútuferðir til og frá flugvelli." nokkuð, en vextir af bréfum til þriggja ára eru nú 8%, vextir af bréfum til 5 ára em 7,5% og af bréfum til 8 ára em 7%. í yfírlýs- ingu ríkisstjómarinnar um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum segir að hún muni beita sér fyrir 3% lækkun meðalraunvaxta á spari skírteinum. Breytingamar munu vera í samræmi við þær vaxta- breytingar sem þegar hafa verið ákveðnar, en samkvæmt samningi á milli fiármálaráðuneytisins og lánastofnana, sem gildir til ára- móta, átti að endurskoða vexti á spariskírteinum í ljósi markaðsað- stæðna í byrjun október. Sjá Peningamarkaðinn á bls. 26. Ávöxtun s£: Beðið um greiðslu- stöðvun FORSVARSMENN Ávöxtunar sf. Iiafa lagt frain í skiptaréttí Reykjavíkur beiðni um greiðslu- stöðvun. Úrskurðar er að vænta í dag. Að sögn Péturs Bjömssonar ann- ars eiganda Ávöxtunar er ástæða beiðninnar sú að nauðsynlegt sé að fá svigrúm til að gera mál fyrirtæk- isins upp en takmarkið sé að leggja Ávöxtun sf. niður. Pétur sagði að með greiðslustöðvun yrði tryggt að allir kröfuhafar sætu við sama borð, miklar eignir væru að baki fyrir- tækinu sem þyrfti að losa um. Að sögn hans hefur þeirri vinnu ekki miðað að óskum fram að þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.