Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 Sjálfvirkur sjósetningarbún- aður gúmíbj örgunarbáta Olsenbúnaður í 80 til 90% flotans eftir Friðrik * Asmundsson Fyrir nokkru var birt skýrsla Rannsóknameftidar sjósiysa fyrir árið 1987. Þar er í stuttu máli sagt skilmerkilega frá óhöppum og slys- um — þannig að glögg mynd fæst af atburðum, og álit nefndarinnar em stutt ogvel orðuð. Mest er samt um vert að efnið berist um borð í öll skip og þar sé það lesið og rætt. Það hlýtur að vera mikil slysavöm. Nokkrar athugasemdir ætla ég samt að gera. A bls. 29-F: Um reynslu af sjálfvirkum sleppibúnaði segir „Ef skoðuð era þau slys sem orðið hafa síðustu 15 mánuði þar sem bátar hafa sokkið, kemur í ljós að hinn sjálfvirki sleppibúnaður hefur ekki skilað þvf sem vonast er til. Slysin era: „Auðunn RE, Reynir EA, Hvítingur VE og Grímsey ST. í sambandi við sjálfvirkan sleppi- búnað Hvítings segir að upplýsingar hafi fengist hjá skoðunarmanni um að ekki hafí verið tengdur sá búnað- ur sem sjá skyldi til þess að bátur- inn blési strax upp. Hversvegna kemur það ekki fram að búnaðurinn var ekki rétt tengdur að kröfu Siglingamálastofnunar? Það mætti halda af skýrslunni að það hafí verið sök skoðunarmanns- ins. Svo er þó alls ekki. í bréfí til Sigmunds Jóhannssonar frá sigl- ingamálastjóra frá 3.11.1987 segir m.a.: „Þá hlýt ég að harma að sú ákvörðun sem tekin var á sínum tíma, líklega á árinu 1982, um að breyta tengingum í Sigmunds- búnaði í flöskulínu gúmmíbjörgun- arbáta hafí ekki verið tekin að höfðu samráði við þig og framleiðendur búnaðarins. Að lokinni nánari at- hugun, sér stofnunin ekkert því til fyrirstöðu að tekin verði upp þegar í stað sú tenging í flöskulínuna, sem hönnun þín gerir ráð fyrir.“ Þama er málið skýrt, Siglinga- málastofnun tók ákvörðunina. Og hún hefur enn ekki látið breyta þessu og af því era allir sjálfvirkir Sigmundsbúnaðir óvirkir. v Á bls. 71 kemur fram^að Hviting- ur VE hafí verið búinn gúmmfbjörg- unarbát með sjálfvirkum sleppibún- aði af Sigmundsgerð. Við lýsingu á öðram slysum, þar sem sjálfvirkur sleppibúnaður virkar ekki á fyrr- nefndum skipum var annar búnað- ur, sem aldrei er minnst á þegar óhöpp verða. Hans má alls ekki geta. Hvítingur VE er eina skipið, sem hefur farist með sjálfvirkum sleppi- búnaði Sigmunds. Gúmmíbjörgun- arbátur fannst aldrei enda búið að breyta tengilfnunni eins og áður segir. Hann hefur því sokkið með bátnum. Óhætt er að segja að með ákvörð- uninni 1982 hafí Sigmundsbúnað- urinn verið afbakaður þannig að hann kemur ekki að notum á hættu- stundu við ýmsar aðstæður. Sér- staklega er þetta ófært á minni skipunum, sem allir virðast hafa áhyggjur af. Menn sem gera þetta era ekki nokkrir sjómenn og eru öiyggi sjómanna miklir skaðvaldar. Hver leyfír þetta? Af hveiju má þetta ekki vera eins gott og það varþegar höfundurinn hannaði það? A bls. 29 og 30 er þetta: „Grímsey ST2 strandaði og sökk á Steingrímsfirði, mannbjörg, gúmmíbátur skilaði sér ekki. Þar sem báturinn náðist upp var sjálf- virki sleppibúnaðurinn tekinn til rannsóknar og kom þá í ljós mikill stirðleiki vegna smumingarleysis. Opnaðist sjálfvirki Iokinn ekki fyrr en við 78 kg þiýsting. Vora gerðar margar prófanir á iokum. Við fyrstu Sigmund Jóhannsson prófanir opnaðist lokinn við nálægt 7 kg þýsting en eftir að gripklær höfðu verið vel smurðar virkaði lok- inn innan þeirra marka sem sett hafa verið (3,8 kg).“ Hvað er þetta? í Grímsey var sjálfvirki búnaðurinn af Olsensgerð. Hingað til hefur alltaf verið talað um að hann losaði gúmmíbátinn á 3,5 til 4 m dýpi. Það væra hans mörk. Siglingamálastofnun segir reyndar 2 m. Þar á bæ er sá búnað- ur alltaf fegraður. Nú þarf allt í einu 7 kg og þegar best lætur 3,8 kg þrýsting til þess að tækið virki. Það sem meira er: Rannsóknar- nefíid sjóslysa gerir enga athuga- semd við þetta. Vita þeir ekki að 3,8 kg þrýstingur fæst fyrst niðri á 38 m dýpi og 7 kg á 70 m dýpi. Það er enginn smá munur á því og á 3,5 til 4 m dýpi. Samkvæmt at- hugunum okkar Vestmannaeyinga kemur gúmmíbátur ekki upp, sem losnar og blæs sig upp fyrir neðan 25 m dýpi. Hvað þá á 38 til 70 m. Enda hafa þeir aldrei gert það. Aldrei komið upp. Á bls. 30 er þetta. „Af framan- töldum slysum, sem orðið hafa á síðustu 15 mánuðum hefur komið fram að sjálfvirki búnaðurinn til losunar gúmmíbjörgunarbáta á neyðarstundu hefur ekki reynst eins og vonir stóðu til. Ekki er vitað um eitt einasta tilfelli þar sem sjálf- virkur losunarbúnaður hefur virkað og stuðlað að björgun manna og skiptir það ekki máli hvora hönnun- ina er um að ræða.“ Það er ekki von. Olsen opnast Friðrik Ásmundsson „Nú þarf allt í einu 7 kg og þegar best lætur 3,8 kg þrýsting til þess að tækið virki. Það sem meira er Rannsóknar- nefnd sjóslysa gerir enga athugasemd við þetta. Vita þeir ekki að 3,8 kg. Þrýstingur fæst fyrst niðri á 38 m dýpi og 7 kg á 70 m dýpi.“ svo langt niðri að hann skilar sér aldrei. Nema eitthvað hnjask verði þar. Siglingamálastofnun er búin að gera Sigmundsbúnaðinn óvirkan svo hann skilar sér ekki. Hönnun hans gerir ráð fyrir að hann opnist og blásist upp í sjóskorpunni. Það mátti alls ekki. Miklu betra að láta hann blásast upp lengst niðri, það- an, sem hann kom aldrei að notum. Svo segir Rannsóknamefnd sjó- slysa: „... skiptir þá ekki máli hvora hönnunina er um að ræða." Formaður nefndarinnar kom svo Geimstöðin „Frelsi“: AFANGIMANNSINS A LEIÐ TIL ANNARRA HNATTA Teikning af geimstöðinni, sem Bandaríkjamenn hyggjast reisa í sam- vinnu við Evrópuríki, sem standa að Geimferðastofnun Evrópu (ESA). Gert er ráð fyrir að stöðin verði tilbúin um miðjan næsta - eftirívar Guðmundsson. Vel heppnuð ferð geimfarsins Discovery hefir endurvakið áhuga manna fyrir, að sett verði saman varanleg stöð í geimnum, þar sem vísindamenn fái aðstöðu til að dveljast langdvölum i geimnum við rannsóknir sinar. Auk þess yrði stöðin notuð sem áfangi á leiðinni til annarra hnatta í framtíðinni. Þetta er nú að verða að veruleika og áætlað er að stöðin verði komin i gagnið innan næstu tiu ára. í hefðbundinni áramótaræðu Bandaríkjaforseta til þings og þjóð- ar í byijun 1984, mælti Ronald Reagan á þessa leið: „Bandaríkin hafa ávallt verið reiðubúin og þá helst þegar mest reið á. Nú getum við fylgt draumum okkar til fíarlægra stjama, lifað og unnið í geimnum í þágu vísinda og hagsældar. í kvöld hefí ég skipað svo fyrir, að NASA [geimrann- sóknastofnun Bandaríkjanna] skuli skipuleggja og koma fyrir varan- Iegri geimstöð í háloftum, þar sem menn geta búið til langdvalar og stundað sín rannsóknastörf. Þetta skal framkvæmt innan áratugar héðan í frá.“ Forsetinn bætti við: „NASA skal bjóða öðram þjóðum að taka þátt í þessu með okkur svo það megi styrkja friðinn, stuðla að efnahagslegri velmegun og auka frelsi allra, sem fylgja vilja steftiu- málum okkar í þessu efni.“ Eftir Challenger-slysið 28. jan- úar 1986, þar sem sjö manna áhöfn fórst, var hljótt um framkvæmdir í geimstöðvarmálinu, þar til á dög- unum, er geimfarinu Discoveiy var áratug. skotið út í geiminn og allt fór vel. Þá komu fyrirætlanimar um geim- stöðina aftur á dagskrá. Nú hafa samheijar Bandaríkjamanna og vinaþjóðir gert með sér samkomu- lag um samvinnu um geimstöðina og nákvæm áætlun er fyrir hendi, sem gengið verður nú í að fram- kvæma, enda er undirbúningur þeg- ar kominn allvel á veg. Meðal þeirra landa, sem hafa gerst aðilar að samkomulaginu era Kanada, Japan, Vestur-Þýskaland og nokkur önnur Vestur-Evrópulönd. Fregnir bárast um það á dögunum, að Sovétríkin hefðu boðið fjölþjóðasamvinnu í framkvæmd geimvísindamála, en ekkert hefír enn heyrst um viðbrögð vestrænna þjóða við því boði. Sovét- menn hafa sem kunnugt er unnið mörg afrek á sviði geimrannsókna og voru t.d. fyrstir til að skjóta gervihnettinum Sputnik á braut umhverfís jörðina árið 1957. Sov- étríkin reka smágeimstöð og þau eiga nú í smíðum geimskutlu, sem að útliti er næstum eins og tvíburi bandarísku geimskutlanna. Heyrst hefír að Sovétmenn hafí í hyggju að senda geimskutlu í ferð um- hverfís jörðina fyrir næstu áramót. Aætlaður kostnaður 14,6 miiyarðar dollara Talið er, að allt að 25 þúsund manns muni vinna að gerð geim- stöðvarinnar, en 35 þúsund manns í viðbót muni fá vinnu beint eða óbeint í sambandi við smiðina. NASA hóf framkvæmdir við geimstöðvarsmíðina í desember sl. Bandaríkjaþing samþykkti 900 milljóna dollara flárveitingu til geimstöðvarinnar á fjárlögum árs- ins 1989. En heildarkostnaður við stöðina er talinn munu nema að minnsta kosti 14,6 milljörðum dala (700 milljarðar ísl. kr). Verkefíii geimstöðvarinnar verða margvís- leg. Samkvæmt frásögn NASA- starfsmanna, sem eg átti tal við á dögunum í Kennedy-geimstöðinni á Canaveral-höfða i Flórída, er eftir- farandi talið mikilvægt: Tryggja, að ftjálsar þjóðir heims- ins séu fremstar í geimrannsóknum og -framkvæmdum á næsta áratug. Örva alþjóðatæknikunnáttu og t-ryggja fjölþjóðasamvinnu. Auka almenna þekkingu í geimvísindum og hagnýtt gildi þeirra. Gert er ráð fyrir, að það verði átta manns að staðaldri í geimstöð- inni, sem vinni þar í þijá mánuði í senn milli leyfa á jörðu niðri. Starfs- fólk stöðvarinnar verður flutt til og frá jörðu í geimskutlum. ! aðdráttaraflslausu umhverfi geimstöðvarinnar verður einstakt tækifæri til að rannsaka og fram- leiða lyf og íjölda annarra efna, sem erfítt er að framleiða á jörðunni. Þará meðal er ljrf, sem talið er að muni geta læknað alnæmissýkina. Þá verður geimstöðin áfangi í geimferðum í framtíðinni til næsta tungls, hnattar, plánetu, eða hvað það heitir í sólkerfínu, sem maður- inn hefir áhuga fyrir að heimsækja. Það gæti sennilega orðið Mars, sem yrði fyrst fyrir valinu. En sá hnött- ur er talinn hvað líkastur okkar eigin jörð að landslagi, ef ekki að öðra leyti. Óþarfi að hætta lífi manna I g’eimrannsóknum Eftir Challenger-slysið hafa heyrst háværar raddir um, að það sé óþarfí að hætta lífi manna í geim- rannsóknum þar sem það sé stað- reynd, að hægt sé að framkvæma nærri allar tilraunir f geimnum, sem nauðsynlegar eru, með flarstýrðum tækjum, róbótum. Bent er á að Sovétmenn noti þá aðferð við geim- rannsóknir sínar með góðum ár- angri. En þessu er svarað með því að benda á, að ekkert gervitæki Sovézka fréttastofan TASS sendi í síðustu viku frá sér ljósmynd af geimfeiju, sem Sovétmenn hyggjast skjóta senn á loft. Geim- feijan minnir ótrúlega á þá bandarísku. geti hugsað og tekið sjálfstæðar ákvarðanir sem mennskir menn þegar á liggur. Bandaríkjamenn munu aldrei gleyma Challenger- slysinu, en áhrif þess dvína eftir þvi sem stundir líða og ef geim- ferðimar heppnast vel í framtíðinni. Þróun geimferða síð- astliðin 30 ár Október 1957: Sputnik I. Sovét- menn senda fyrsta gervihnöttinn út í geiminn. Janúar 1958: Explorer I. Fyrsti gervihnöttur Bandaríkjamanna. Apríl 1961: Vostok I. Fyrsti maður í geimferð. Júrí Gagarín í Sovétríkj- unum. Febrúar 1962: Mercury 6. Fyrsta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.