Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 15 Svartolíuinnflutningnr og Fé- lag ísl. fiskmjölsverksmiðja eftir Vilhjálm Jónsson Með bréfi dagsettu 29. september 1988 sótti Félag íslenskra fisk- mjölsverksmiðja um innflutnings- leyfí fyrir 2.000 tonnum af svart- olíu frá Norðvestur-Evrópu. Við athugun kom í ljós að félagið hafði fengið tilboð um sölu á 2.000 tonn- um af svartolíu sem komin til ís- lands átti að kosta kr. 4.500 tonn- ið. Á sama tíma var innkaupsverð til olíufélaganna samkvæmt samn- ingi við Sovétmenn 3.738 kr. tonn- ið. Hér var því um verulega hærra innkaupsverð að ræða hjá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Vitað var að olía sú sem FÍF vildi flytja inn var til muna lélegra að gæðum en sú olía sem olíufélögin flytja inn. Auðvitað er það skylda að hlynna að því að vörur séu keypt- ar til landsins á sem hagkvæmustu verði. Þess vegna var það eðlilegt, þó ekki væri á annað litið en verðið að þessari beiðni FÍF væri hafnað af samstarfsnefnd um gjaldeyris- mál. Síðan þetta gerðist hafa dunið í flestum íjölmiðlum yfirlýsingar frá FÍF út af óánægju þeirra með að fá ekki að kaupa inn þessa dýru olíu. Ennfremur hefur FÍF deilt mjög á olíufélögin og viðskiptaráðu- neytið fyrir að ekki skuli vera fellt niður flutningsjöfnunargjald á svartolíu. Flutningsjöfnunargjald er lagt á svartolíu til að standa undir kostnaði við flutning frá innflutn- ingshöfn til útsölustaða allt í kring um landið, flutningsjöfnunargjald er eingöngu til þess að greiða þenn- an kostnað og er undir stjóm og eftirliti verðlagsstjóra. Til þess að fella niður þetta gjald þarf laga- breytingu og það er hvorki á valdi olíufélaganna né viðskiptaráðu- neytisins að fella það niður. FÍF hefur þráfaldlega verið bent á að það er aðeins á váldi Alþingis að breyta þessu. Olíufélögin hafa byggt upp birgðastöðvar til að taka á móti stóram olíuflutningaskipum frá út- löndum. Skip þau sem flytja svart- olíu til íslands era af stærðinni 16-24.000 tonn, þetta hefur hingað til þótt hagkvæmasta stærðin af Vilhjálmur Jónsson „Það er furðulegt að vera að bera saman inn- flutningsverð á vöru annars vegar og hins vegar útsöluverð þegar kominn er allur inn- lendur kostnaður inn í verðið og kalla mismun- inn sparnað.“ skipum til flutnings á olíu til ís- lands. Ef flytja á inn í miklu minni skipum verður fraktin miklu hærri. Einnig hafa olíufélögin byggt birgðastöðvar fyrir svartolíu á ströndinni og meðal annars á öllum þeim stöðum sem svartolía er notuð fyrir fiskmjölsverksmiðjur. Verk- smiðjur, sem taka á móti loðnu til bræðslu, munu nú vera 19 og nota 500-600 tonn af olíu á sólarhring ef þær era allar í gangi. Olíufélögin eiga alla svartolíutanka við fisk- mjölsverksmiðjur, nema á einum stað, en það er við Síldarverksmiðj- ur ríkisins á Siglufirði. Þar er tank- ur sem er eign Síldarverksmiðja ríkisins. Það skal viðurkennt að þessir tankar era ekki með þeim búnaði sem þarf til að geyma mjög þykka olíu. Ef nota á í verksmiðjun- um og geyma í tönkum svartolíu, sem storknar við frá 10-35°C þarf að vera fullkominn hitunarbúnaður í tönkum og leiðslum og helst þurfa þeir þá einnig að vera einangraðir. Það hefur verið talið hagkvæmara að flytja aðeins eina tegund af svartolíu til landsins í þeim gæða- flokki að ekki þyrfti mikla upphitun við. Verðmunur er nú 15 dollarar á tonn á þeirri olíu sem flutt er til landsins og þykkustu olíu sem hugs- anlega er að verksmiðjumar gætu notað. Það er alveg ljóst að ef byggja á upp tvöfalt kerfi fyrir svartolíu á landinu og koma upp fullkomnum hitabúnaði við allar fiskmjölsverksmiðjur og allar birgðastöðvar þá kostar það stórfé. Auðvitað er það eðlilegt að athugað sé öðra hvora hvort verðmismunur á olíutegundum gæti borið uppi slíkan kostnað. Ákafi FÍF í þessu máli er lítt skiljanlegur þegar það er athugað að sú olía sem þeir vilja nú flytja inn er dýrari en sú olía sem olíufé- lögin geta flutt inn og þegar þess er gætt að þeir eiga engar birgða- stöðvar og ekkert dreifingarkerfí fyrir hvorki þessa né aðra tegund af svartolíu. Hvar ætlar FÍF að geyma þessa olíu? Það er furðulegt að vera að bera saman innflutningsverð á vöra ann- ars vegar og hins vegar útsöluverð þegar kominn er allur innlendur kostnaður inn í verðið og kalla mis- muninn spamað. Það vita allir að það kostar mikla peninga að liggja með birgðir hvort sem það er af olíu eða öðra. Oft þurfa olíufélögin að liggja með miklar birgðir af svartolíu mánuðum saman af því að loðna veiðist ekki á þeim tíma sem búið er að gera ráð fyrir. Svo er einmitt ástatt nú. Þá þarf ekki að fara mörgum orðum um jhvað bygging geyma við allar fískmjöls- verksmiðjur á landinu kostar ásamt öllum öðram tilkostnaði við flutning og meðhöndlun olíunnar innan- lands. Það er erfitt að eiga orðastað við menn sem ekki skilja þetta. Hufundur er forstjóri OUufélags■ inshf. Skýrsla háskólans í Köln: Áhrif PCB mengimarinnar víðtæk í SKÝRSLU þeirri sem háskólini. í Köln sendi Hollustuvernd ríkis- ins um PCB mengunina við Norð- fjörð og FáskrúðsQörð kemur fram að um viðtæka mengun er að ræða við þessa staði. Þess er sérstaklega getið að í sýni sem tekið var sunnan til í Fáskrúðs- firði reyndist magn PCB 50% af því sýni sem tekið var í höfninni en 2 km eru á milli þessara staða. Þá þykir það athyglisvert hvað Norðfjörð varðar að vitað er að 6-10 lítram af PCB var helit niður í frárennslið við Sfldarvinnsluna hf. 'í ársbyijun. Samt sem áður mæld- ist mun lægra magn af PCB á þeim stað en utan við byggðina þar sem PCB þéttar era grafnir. Sýnatakan við Norðfjörð og Fá- skrúðsfjörð var framkvæmd af starfsmönnum Hollustuvemdar, þeim Gunnari Steini Jónssyni og Mikael Ólafssyni. Verkið var unnið í samráði við Jón Ólafsson hjá Haf- rannsóknarstofnun og samkvæmt leiðbeiningum dr. J. C. Duinker á sjávarrannsóknarstofnun háskólans í Köln. Alls var safnað 15 kræklingasýn- um, einu setsýni úr branni frá- rennslis og einu sýni af laxi úr eld- iskví. Sex af þessum sýnum vora greind. Á Fáskrúðsfirði var safnað þremur sýnum, einu úr höfninni og tveimur sunnan megin í fírðinum. Á Norðfirði var safnað tíu sýnum, annarsvegar utan og innan við öskuhauginn þar, í höfninni og við frárennslið þar sem PCB olíunni var hellt niður. Niðurstöður úr rannsókn þessari sýna ótvírætt að mengunar gætir vegna förgunar PCB þétta á þess- um tveimur stöðum. Allt að þrettán sinnum hærri megnunar gætir við þá staði sem PCB þéttamir era grafnir heldur en þar sem beinna áhrifa þeirra gætir. Hinsvegar er mengunin ekki mikil miðað við sam- bærilegar mælingar erlendis. Sem dæmi er tekið að um helmingi minni mengun er að ræða en í sambæri- legum mælingum f Eystrasalti og Norðursjó. Ráðstefaa í Viðey: Reykjavík fundar- staður framtíðar Ferðamálanefiid Reykjavíkur efiiir til ráðstefnu úti í Viðey í dag, 12. október, undir yfir- skriftinni „Reykjavík fiindar- staður framtíðar". Farið verður frá Sundahöfn út í Viðey kl. 13.00 og frá Viðey að ráðstefnuninni lokinni kl. 18.30. Á ráðstefnunni flytja erindi: Júl- íus Hafstein, formaður ferðamála- nefndar Reykjavíkur, Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Flugleiða, Áslaug Alfreðs- dóttir, framkvæmdasljóri Upplýs- ingamiðstöðvar ferðamála, og Helgi Jóhannsson forstjóri Samvinnu- ferða/Landsýn. Þá verða panelumræður með þátttöku þeirra Kjartans Lárusson- ar, Helga Jóhannssonar, Áslaugar Alfreðsdóttur, Péturs J. Eiríkssonar og Júlíusar Hafsteins. Panelumræð- unum stýrir Jón Hákon Magnússon. Þórir Stephensen staðarhaldari mun kynna ráðstefnustaðinn Viðey og í beinu framhaldi af því verður Viðeyjaraðstaðan skoðuð. Að síðustu mun svo borgarstjór- inn í Reykjavík Davið Oddsson hafa móttöku fyrir ráðstefnugesti. Fundarstjóri á ráðstefnunni verð- ur Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjómar. Sex erlendir blaðamenn, sem skrifa um ferða og ráðstefnumál í þekkt evrópsk og bandarísk dagblöð og tímarit, munu verða á meðal ráðstefnugesta. ERTU FÓTALÚIN(N)? Hef opnaðfótaaðgerðastofu á Rauðarárstíg 27-29 2. hæð (inn af hárgreiðslust. Gresika). Tímapantanir í síma 22430. Veríð velkomin. Sólrún Ó. Sigurðardóttir, fótasérfræðingur (fotterapeut). eðaheílar samstæour Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stærðir Hentar nánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplysinga UMBOÐS OG HEILDVERSLUN Honda Civic Shuttie 4WD 116 hestöfí BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 6724 44 Verð frá 901 þúsund, miðað við staðgreiðslu á gengi 1. okt. 1988 NÝ AFBORGUNARKJÖR ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA. H) HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SlMI 689900 ÚTGERÐARMENN, SKIPSTJÓRAR! Við getum nú afgreitt með stuttum fyrir- vara splittvindur fyrir djúprækju, grálúðu eða fiskitroll. Stærðir frá 3 til 30 tonn Með togvindum okkar getum við nú einnig afgreitt mjög fullkominn sjálf- virkan togbúnað (autotroll) með lita- skjá. Vindurnar hafa sjálfvirk vírastýri, sjálfvirkar bremsur, sjálfvirka út- slökun og fjarstýringu frá brú. Hagstætt verð Hagstæðir greiðsluskilmálar Lán allt að 60% til þriggja til ffimm ára VÉLftVERKSTfEfX SIG. SVEIMBJÖRMSSOM HE SKEIÐARÁSl - 210 GARÐABÆ - SÍMAR 52850 & 52661

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.