Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 37 Minning: Eyþór Þórðarson frá Torfabæ Fæddur 20. mars 1898 Dáinn 6. október 1988 í dag, þegar Eyþór Þórðarson er borinn til moldar, er okkur sam- býlingum hans að Hraunbæ 56-58 efst í huga þakklæti fyrir samfylgd- ina og störf hans fyrir húsfélagið í rúm tuttugu ár. Þau Bergljót, kona hans, voru í þeim hópi, sem upphaflega flutti inn í þetta hús, þegar það var reist. Nu hefur sá hópur tvístrast, svo fáir eru eftir, og konu sína missti Eyþór fyrir nokkrum árum. Hann hélt þó tryggð við staðinn og annaðist hús- varðarstörfín fram til hins síðasta, þrátt fyrir háan aldur. Níræður varð Eyþór á síðastliðnu vori og bar aldurinn vel, þótt nokkuð væri hann farinn að mæðast síðasta árið. Handtök Eyþórs í þágu húsfé- lagsins eru orðin æði mörg. Aldrei hirti hann um, þótt ekki væri greitt fyrir svo sem vert var, heldur gerði það, sem hann taldi við þurfa. Sísýslandi var hann eða að rísla sér eins og hann var vanur að orða það. Hann hafði lifað tímana tvenna og hélt til haga hveijum hlut, sem hugsanlega mætti að einhveiju gagni verða. Kom þetta sér oft vel, þegar leita þurfti til hans um ýmis- legt smálegt. Heyið, sem hann hirti af blettunum, fór hann með út í holt til að rækta landið, breyta mel í völl. Fráleitt þótti honum að fleygja fóðrinu í tunnur. Grunnt var þannig á bóndanum úr Selvognum. Ekki verður svo við Eyþór skil- ist, að ekki sé minnst á snjómokst- ur hans. Sá hann ávallt til þess að halda gangstéttum auðum og er nær að ætla, að margir fleiri en í þessu húsfélagi hafi notið góðs af. Nú er kveðjustundin komin. Eg veit, að ég mæli fyrir munn fyrri sambýlinga jafnt sem okkur, sem enn höldum tryggð við staðinn, þegar ég þakka Eyþóri störfin, við- kynninguna og sambýlið og óska honum góðrar ferðar. Jafnframt viljum við Valgerður færa honum alúðarþakkir og votta ættingjum hins látna samúð okkar. Björn Eyþór Þórðarson frá Torfabæ í Selvogi verður jarðsunginn í dag. Eyþór var aldraður maður, er hann lést. Hann kenndi sér einskis meins, þar til skyndilega að hann veiktist og lagðist banaleguna. Eftir Eyþór iiggur mikið ævi- starf, enda var hann maður sístarf- andi allt til hinsta dags. Hann var lengst af bóndi í Torfabæ og minn- ast menn hans sem brautryðjanda í sveitinni um marga hluti, einkum eftir að tæknin hélt innreið sína. í þá daga var mikil vinna lögð af mörkum í sveitinni, enda var hand- aflið ráðandi. Ófá handtök liggja í hinum haglega hlaðna gijótgarði í kringum Torfabæjartúnið. Hann verður óbrotgjam minnisvarði um Eyþór. Eyþór var maður hógvær og af hjarta lítiliátur. Margs konar hóg- værð fyrirfinnst. Sumir eru hóg- værir af ótta og kvíða einum sam- an. Enn aðrir af kurteisi eða af því þeir ásetja sér það. Rekast má á þá, sem jafnvel eru stoltir af hóg- værð sinni. Sú hógværð hjartans, sem Páll postuli talar um, er sú eina hógværð, sem rís undir nafni. Hógværð Eyþórs var í ætt við þessa sjaldgæfu hógværð. Hann barst ekki mikið á, var vinur vina sinna og heiðarlegur og hreinskiptinn í öllum viðskiptum. Eyþór var vinsæll maður og hvers manns hugljúfi, enda léttur í skapi og þægilegur í umgengni. Hann var fróðleiksfús og margfróður um hagi lands og lýðs og ræddi gjaman þjóð- mál. Óráðsía eða velmegun á fölsk- um forsendum var honum ekki að skapi, svo sem hallarekstur ríkis- sjóðs eða stórfelld skuldasöfnun við útlönd á góðæristímum. Mest var þó vert um þekkingu hans á náttúr- unni og dýmnum, sem var honum eðlislæg og hjartfólgin. Hann var hafsjór af slíkum fróðleik. Ófáar athuganir hafði hann gert sjálfur, sem leitt höfðu til sjálfstæðrar nið- urstöðu. Eyþór var góður maður í orðsins fyllstu merkingu. Öllum og öllu í kringum sig sýndi hann umhyggju- semi og nærfæmi. Mönnum leið vel í návist hans. Þeir eru hamingju- menn, sem ljúka ævistarfí sínu með slíkri farsæld. Ég sendi öllum að- standendum samúðarkveðjur Jón L. Arnalds Eyþór Þórðarson frá Torfabæ í Selvogi er látinn, níræður að aldri. Hann lést í Landspítalanum 6. þ.m. Genginn er einn af máttarstólpum íslenskrar bændamenningar og full- trúi aldamótakynslóðarinnar svo- kölluðu sem þekkti af eigin raun byltingarkenndar framfarir í bú- skapar- og atvinnuháttum þjóðar- innar. Sjálfur var hann þátttakandi í mörgu ævintýrinu sem tuttugasta öldin ber í skauti sér. Mínar fyrstu bemskuminningar eru tengdar Eyþóri og Bergljótu konu hans en ég ólst upp hjá þeim hjónum fyrstu ár ævi minnar og leit á mig sem eina af bamahópnum í Torfabæ. Bergljót lést árið 1980. Við fráfall Eyþórs rifjast upp margt frá þeim ámm er ég dvaldist í Selvogi og fínnst mér alltaf Torfa- bær baðaður dýrðarljóma og raunar öll sveitin. Þegar ég lít til baka fínnst mér að alltaf hafí verið sól- skin og stafalogn í Selvogi. En stað- reyndin er sú að þar gat orðið æði vinda- og brimasamt. En í mínum huga hljómar brimhljóðið sem ljúft undirspil við minningar æskuár- anna í leik og starfí. Þegar Eyþór kaupir Torfabæ á kreppuárunum voru búskaparhættir mjög fmm- stæðir en í kjölfar síðari heimsstyij- aldarinnar komu fram á sjónarsvið- ið ýmsar tækninýjungar sem auð- velduðu störf og juku afköst, ekki síst í sveitum. Eyþór var fmmkvöð- ull í sinni sveit hvað varðar að til- einka sér tækninýjungar. Um miðj- an íjórða áratuginn réðust þau hjón í að byggja reisulegt íbúðarhús sem var rúmgott á þeirra tíma mæli- kvarða enda tóku þau hjón að sér að hýsa bókasafn sveitarinnar og sjá um skólahald um nokkurra ára skeið, auk þess sem kennari skólans bjó í Torfabæ meðan skólinn starf- aði. Bergljót annaðist bókasafnið á meðan hennar naut við í Torfabæ og síðustu árin sem þau bjuggu í Torfabæ var hún kennari skólans. Nokkmm ámm eftir að ibúðar- húsið reis af gmnni kom Eyþór fyrir í kjallara hússins mótor sem framleiddi rafmagn til lýsingar en áður höfðu verið notaðir til lýsingar olíulampar og er mér ógleymanleg skær birta rafmagnsljósanna sem lýsti upp hvern krók og kima. Það var venjan á bæjunum í Selvogi að allt vatn var sótt í bmnna og borið heim í fötum. í Torfabæ hafði Ey- þór komið fyrir handdælu sem not- uð var til að dæla vatni inn í íbúðar- húsið og vom það ekki lítil þægindi auk þess öryggis sem fólst í því að vita af byrgðum bmnni á svo barn- mörgu heimili. Ein af minningum æskuáranna er þegar Eyþór fékk traktorinn, sem hann hafði pantað sér og kom gripurinn allur í pörtum. Ekki leið á löngu áður en hann hafði komið honum saman og tekið hann í notkun við bústörfín, rétt eins og fagmaður væri þar að verki. Oft var Eyþór að störfum langt fram á nætur við túnslátt með traktomum, ýmist fyrir sjálfan sig eða sveitunga sína. Enda höfðu bændur með sér nokkra samvinnu og er kúareksturinn gott dæmi um það. En bændur komu sér saman um að skipta með sér rekstri kúa sinna í beitilönd og kom það gjam- an í hlut okkar bamanna að reka kýr til heiða að morgni og heim aftur til mjalta að kvöldi. Það sem einkenndi bóndann Eyþór Þórðar- son var verklagni hans og iðju- sémi. Vinnudagurinn var langur hjá einyrkjanum í Torfabæ. Hann gekk venjulega síðastur til náða. Hann lagði mikla alúð við jörðina og vann að jarðarbótum með því að siétta og rækta upp túnin. En hafrótið átti það til að gera mönnum gramt í geði þegar hann hvessti að sunn- an. Skildi það eftir sig gijóthnull- unga á túnum Selvogsinga. Eyþór sá við því. Hann hlóð háan og breið- an gijótgárð ofan við sjávarkamb- inn sem síðan hefur varið Torfabæj- artúnið fyrir ágangi brims. Gijót- garðurinn hans Eyþórs ber vitni um mikla hæfíleika og þolgæði. Hann er og verður minnisvarði um lífsstarf hans um ókomin ár. Eyþór var vel greindur, en dulur og hlédrægur. Hann vann verk sín í kyrrþey og af einstakri samvisku- semi. í vinahópi átti Eyþór til að ræða þjóðmál en þau vom honum hugstæð og hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á þeim málum sem byggðar voru á reynslu, þekk- ingu og rökhugsun. Ríkasti þáttur- inn í fari Eyþórs var ósérhlífni og óeigingimi og man ég aldrei eftir því að hann hafí veitt sjálfum sér neitt til einkanota. Allar hans fjár- festingar voru gerðar með það eitt í huga að sjá vel fyrir heimili sínu og fjölskyldu. Böm Eyþórs og Bergljótar em fjögur: Ingibjörg, Eydís, Sigríður og Þórður, auk þess átti Bergljót soninn Guðmund Pétursson sem fór með móður sinni að Torfabæ og ólst þar upp. Bamabömin em tfu talsins og bamabamabömin fjögur. Afkomendur Eyþórs og Bergljótar em öll mikilhæft efnisfólk, hvert á sínu sviði. Ég hef engan veginn gert lífsstarfí Eyþórs skil svo sem vert væri. Aðeins dregið fram nokk- ur atriði sem hæst ber í huganum þegar ég lít til æskuáranna í Torfabæ. Bömum, tengdabömum, bama- bömum og bamabarnabömum sendi ég samúðarkveðjur svo og öðmm aðstandendum. Far þú í friði. Lillý Eyþór Þórðarson fyrmrn bóndi í Torfabæ, Selvogi, lést í Landspítal- anum 6. þ.m. eftir skamma legu. Eyþór fæddist 20. mars 1898 að Torfabæ. Foreldrar hans vora Þórð- ur Erlendsson Símonarsonar er kenndur mun hafa verið við land- námsjörðina Hlíð í Selvogi og Eydís Þorsteinsdóttir frá Hala í Amarbæl- ishverfí í Ölfusi. Eydís var af Bergs- ætt. Erlendur bjó með Húnbjörgu Hannesdóttur en þau slitu sam- vistum og fór Erlendur þá til móður sinnar Þóreyjar að Torfabæ. Var hann þar til dauðadags. Þórður og Eydís tóku við búi í Torfabæ, en þar vom einnig fleiri ættmenni. Böm þeirra vora: Guðrún, fædd 8. mars 1885, dáin 18. júlí 1968. Var hún húsfreyja að Ertu í Selvogi, síðar búsett á Selvogsgötu 14 í Hafnarfirði. Símon, fæddur 10. júní 1895, dáinn 2. desember 1896. Eyþór, fæddur 20. mars 1898. Guð- björg fædd 3. október 1899, hús- freyja að Bjargi í Selvogi, en dvelur nú á Hrafnistu, Hafnarfírði. Eyþór dvaldi með foreldmm sínum í Torfabæ uns þau létust. Eydís 1928 og Þórður 1934. Tók Eyþór þá við jörðinni go kaupir, hana af eigandanum, Jóni Ög- myndssyni í Vorsabæ, Ölfusi. Sel- vogur er ein afskekktasta sveit Ámessýslu og fáir ábúendur. Þó munu hafa verið þar um þetta leyti 20 búendur. En eftir manntalinu 1703 em þar 42 býli. í dag em 3 jarðir byggðar í Selvogi. Landnáms- jörðin Hlíð fór í eyði 1908 og mun Nikulás Erlendsson, bróðir Þórðar, vera síðasti bóndinn þar. Þegar Eyþór Þórðarson tók við Torfabæ 1934, var búið lítið og hús komin að falli. En fljótt var ráðist í fram- kvæmdir, því bóndinn var bæði þrekmaður og vinnusamur sem varla sleppti verki úr hendi. Jörðin tók miklum stakkaskiptum, ný hús vora reist og túnið stækkaði, einnig var raflýst og vatni dælt í bæinn með handdælu. Túnið liggur alveg niður að sjó og því opið fyrir brimi og hafróti. Eyþór vildi veija túnið fyrir stórsjóum og hafrótinu og hlóð mikinn tvöfaldan sjógarð við tún- mörkin. Mun garðurinn nálgast mannhæð þar sem hann er hæstur. Þetta verk vann Eyþór á vetrar- kvöldum og oft við tunglsljós. Gijót- ið var sótt í stórgrýtta fjörana og í undirstöðunni em engir smástein- ar, þeir vom notaðir í fyllinguna. Garðurinn er listaverk og mun hafa verið verðlaunaður síðar. Vorið 1935 fluttist Bergljót Guð- mundsdóttir, frá Nesi, að Torfabæ með son sinn Guðmund Pétursson, þriggja ára og ólst hann þar upp. Bergljót og Eyþór gengu í hjóna- band 24. október 1936 og bjuggu óslitið í Torfabæ til ársins 1962 en þá seldu þau jörðina. Dagsverkið í Torfabæ var orðið langt. Búið var Fæddur 9. júlí 1895 Dáinn I. október 1988 Okkur langar í örfáum línum að minnast tengdaföðurs okkar, sem lést laugardaginn 1. október, Ólafs Bjarna Þorkelssonar. Ólafur var fæddur 9. júlí 1895 að Nesi á Kjalarnesi. Foreldrar hans vom Þorkell Ásmundsson bóndi á Vallá á Kjalamesi og Guðrún Jóns- dóttir frá Reykjavík. Hann var fimmti í röðinni af 8 systkinum. Óli fór ungur úr foreldrahúsum vegna mjólkurleysis og var orðinn matvinnungur 11 ára gamall. Það sem okkur fannst alltaf sár- ast í huga Óla er hann talaði um uppvaxtarár sín var hve litla skóla- göngu hann fékk en ekki var það að heyra á honum að svo væri. Því að í skóla lífsins er oft hægt að læra mikið, og Óli varð að ganga í gegnum margt á sinni löngu lífsgöngu. Alltaf var gott að koma heim í Langagerði og spalla við Óla því hann gat miðlað okkur af svo mörgu. Oft var gripið í spil eða tefldar nokkrar skákir við strákana. Svo ekki sé minnst á ýmsar gamlar sögur og allar vísumar sem Oli átti í fómm sínum, því þær em ófáar sem hann lét eftir sig. Ekki vomm við svo fróðar að skilja öll þau orð sem þar komu fram og alltaf sá Óli á okkur er við vomm uppiskroppa með skilning á vísum hans sem höfðu að geyma orð sem okkur skorti skilning á. Þá var ekki ekkla á orðaforða gamla mannsins, að fræða okkur og láta okkur skilja það sem um að vísu ekki stórt en vel sinnt um gripina, því bám þeir góðan arð. Þau vom samhent um það hjónin að annast vel menn og málleys- ingja. Oft var gestkvæmt í Torfabæ. Nágrannamir litu inn og fengu ýmsa fyrirgreiðslu, kennarar sveit- arinnar bjuggu þar og stundum annaðist Bergljót bamakennsluna. Sumardvalarböm vora þar oft og nutu sömu umhyggju og þeirra eig- in böm. Eyþór var maður athugull, prúð- ur og orðvar sem öllum vildi vel. Ég fluttist að Torfabæ í septem- ber 1941 með Lillý, dóttur mína á öðm ári, og vomm við þar ýmist báðar eða önnur næstu árin. Þau hjón vora okkur sannar hjálpar- hellur og vinir frá fyrsta degi til hins síðasta. Bergljót og Eyþór eignuðust þijár dætur og einn son. Elsta dótt- irin er Ingibjörg, fædd 14. maí 1936, þá Eydís, fædd 2. október 1937, yngst af systranum er Sigríð- ur, fædd 21. ágúst 1940, og svo Þórður, fæddur 24. ágúst 1942. Uppeldi og menntun bamanna var þeirra æðsta takmark. Eftir að Bergljót og Eyþór bmgðu búi og fluttu til Reykjavíkur, bjuggu þau lengst af í Hraunbæ 56 með Eydísi dóttur sinni. Bergljót lést 19. júní 1980. En Eydís og Eyþór bjuggu þar áfram eða þar til hann lagði í hinstu förina. Eyþór starfaði nokkur ár hjá Vitamálastofnuninni, hafði áður séð um Selvogsvita. Öll böm þeirra hjóna hafa stofn- að heimili, tengdabömin vom af hjarta boðin velkomin, bamaböm- unum fagnað. Sama var að segja um langömmu- og langafabömin. Þau vom gleðigjafar. Ég kveð öðl- ingsmann í virðingu og þökk og minnist hans er ég heyri góðs manns getið. Bömum hans, stjúpsyni og fjöl- skyldum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur svo og háaldraðri systur og öðmm aðstandendum. Vilborg Björnsdóttir var að ræða. Aldrei fannst okkur nokkur afmælisveisla mega vera nema að fengnar væm vísur í vega- nesti því ætíð var Óli óspar á gott og göfugt ferðanesti og fallegar ráðleggingar á lífsins götum og ógengnum til okkar allra. Það vom óskir frá góðu og göf- ugu hjarta sem hann vildi öllu sínu fólki. Við þökkum Guði fyrir þau ár sem við áttum með þessum góða manni og fyrir þá góðu gjöf að vera samvistum við hann á lífs- tíðinni. Didda og Hildur Olafur Bjarni Þor- kelsson - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.