Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 11 STOFNAÐ 1913 233. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 12. OKTOBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Stórbanki ákærður fyrir viðskipti við eiturlyflasmyglara Tampa, Florida. Reuter. Bandarísk dómsyfirvöld birtu í gær ákæru á hendur stórum alþjóðlegum banka og 81 ein- staklingi fyrir að hafa „hreins- að“ eiturlyQagróða kólumbísks eiturlyfjahrings og er talið að fjárhæðin nemi 32 milljónum dala, eða tæpum einum og hálf- um milljarði ísl. kr. Fulltrúar bandarískra dómsyfir- valda í sex bandariskum borgum, auk Lundúna og Parísar, söfnuðu hinum ákærðu saman og hófu leit í skrifstofum Bank of Credit and Commerce Intemational, sem er alþjóðlegur banki með höfuðstöðvar í Lúxemborg. Noregnr: Alnæmi eng- inástæðafyr- ir brottrekstri Ósló. Fri Runé Timberlid, fréttaritara HorgunbUdsins. Alnæmissjúklinga má ekki reka úr starfi í Noregi vegna sjúkdómsins, að þvi er hæsti- réttur Noregs hefiir úrskurð- að. Þrítugum barþjóni var sagt upp í Fredrikstad fyrir þremur árum eftir að hafa sagt vinnufé- lögum sínum að hann hefði smitast af alnæmi. Hann kærði brottreksturinn og borgardómur úrskurðaði að hann hefði verið rekinn að ófyrirsynju. Hann fékk 50.000 norskar krónur (um 350.000 ísl. kr.) í bætur en ekki starfið aftur. Hæstirétturinn úrskurðaði síðan að hann gæti krafist starfsins á ný og það hyggst barþjónninn gera. „Þetta er í fyrsta sinn sem slík ákæra er birt á hendur alþjóðlegri gármálastofnun ásamt forstöðu- mönnum hennar," sagði William von Raab, talsmaður bandaríska tolleftirlitsins á blaðamannafundi. Bandarískir saksóknarar sögðu að 81 einstaklingur hefði verið ákærður fyrir að færa eiturlyfja- gróða kólumbíska eiturlyfjasmygl- hringsins Medellin í lögleg við- skipti. Talið er að frá hringnum komi um 80 prósent af öllu því kókaíni sem flutt er til Banda- ríkjanna. Meðal hinna ákærðu eru átta framkvæmdastjórar bankans, sem rekur útibú { 72 löndum og er tal- inn sjöundi stærsti einkabanki í heiminum. Ian Paisley veitistað páfa Reuter Ian Paisley, leiðtogi mótmælenda á Norður- írlandi, var dreginn út af Evrópuþinginu i Strass- borg í gær eftir að hafa hrópað „andkristur" þegar Jóhannes Páll páfi II. ávarpaði þingið. Paisley, sem á sæti á þinginu, hélt einnig á spjaldi þar sem á stóð: „Jóhannes Páll páfi II. andkristur.“ Henry Plumb, forseti þingsins, bað Paisley tvisvar um að hætta og skipaði síðan svo fyrir að hann yrði Qarlægður. Atvikið virtist lítið fá á páfa, sem hélt áfram ræðunni og ræddi um sameinaða, kristna Evrópu. Fjögurra daga heimsókn páfa í Anstur-Frakklandi lauk í gær. Ríkisstjórn Tékkóslóvakíu segir af sér: Uppstokkunin sögð mikið áfall fyrir umbótasinna Png. Reuter. MIKIL uppstokkun átti sér stað í gær meðal valdamanna í Tékkóslóvakíu og te(ja vestrænir stjórnarerindrekar hana hnekki fyrir umbótasinna í landinu. Eftir tveggja daga fund miðstjómar kommúnistaflokksins sagði öll ríkisstjóm landsins af sér og ný stjóm var í burðarliðnum. skorta pólitísk áhrif. Nýi utanríkis- ráðherrann, Johanés, er reyndur stjómarerindreki en einnig talinn áhrifalítill innan flokksins. Sjá „Kameljónið sem vissi á bls. 20. Lubomir Strougal lét af emb- ætti forsætisráðherra á mánudag og Jan Fojtik, talsmaður kommún- Reuter Krefjast lyfja gegn alnæmi Lögregiumenn stilltu sér upp fyrir framan byggingu lyQaeftirlits Bandaríkjanna í Rockville i gær þegar mótmælendur, sem sjást liggj- andi á götunni, kröfðust þess að lyQnm yrði beitt i ríkara mæli gegn alnæmi. istaflokksins, sagði að Ladislav Adamec myndi veita nýrri stjóm forystu og Jaromir Johanes yrði utanríkisráðherra í stað Bohuslavs Chnoupeks. Eftirtektarvert þykir að á meðan tveir af helstu umbóta- sinnum Júgóslavíu, Strougal og Colotka, fyrrum aðstoðarforsætis- ráðherra, draga sig í hlé heldur Vasil Bilak, sem telst til hinna afturhaldssamari í flokknum, áfram sem hugmyndafræðingur. „Engin tilraun er gerð til að bæta upp afsagnir Stougals og Co- lotka," sagði vestrænn stjómarer- indreki í samtali við fréttaritara Reuters. „Þetta virðist mikið áfall fyrir umbótastefnuna," bætti hann við. Forusta kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu hefur fagnað um- bótastefnu Míkhafls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga en lítt orðið ágengt í að koma henni í framkvæmd. Fimm nýir menn fá sæti í stjóm- málaráði Tékkóslóvakíu í stað Strougals og Colotka, allir fremur ungir. Talið er að Milos Jakes, leið- togi kommúnistaflokksins, hafí viljað treysta stöðu sína með þess- um mannaskiptum. Stjómarerindrekar sögðu að Adamec forsætisráðherra, 62 ára að aldri, hafi talist til umbótasinna meðan hann var forsætisráðherra Bæheims og Mæris en töldu hann Júgóslavía: Spáir kommúnisman- um falli innan tíu ára Belgrad. TTie Daily Telegraph. MILOVAN Djil- as, júgóslavn- eskur andófs- maður og fyrr- verandi sam- starfemaður Títós, fyrrum leiðtoga Júgó- slavíu, sagði i Reuter samtali við Milovan Dijas fréttaritara The Daily Te- legrapb & mánudag að hann væri sannfærður um að Júgó- slavar myndu hverfa frá kommúnisma innan tiu ára. „Ég tel að það sem nú er að gerast sé upphafið að endalokum kommúnismans. Kommúnista- flokkur Júgóslavíu er að sundrast og hefur misst tökin á mörgum sviðum," sagði Djilas. „Ég er sannfærður um að kommúnism- inn um heim allan er á sínu síðasta stigi og að Júgóslavar verði fyrsta evrópska þjóðin sem losar sig við hann. Ekki aðeins vegna efna- hagsins, heldur einnig vegna stjómmálaástandsins í landinu en stjómleysi ríkir meðal alþýðunnar. Hér er kreppa vegna athafna- leysis. Enginn veit hvað beri að gera. Júgóslavar hegða sér eins og að bylting sé hafin en óvissa ríkir jaftivel um það vegna þess að okkur skortir leiðtoga." Djilas, 77 ára að aldri, vísaði þeirri hugmynd á bug að Slobodan Milosevic, leiðtogi kommúnista- flokksins í Serbíu sem hefur verið sérlega áberandi síðan þjóðemis- sinnar hófu að láta í sér heyra, gæti fetað í fótspor Títós sem leið- togi Júgóslavíu. „Hann gæti aldr- ei stjómað allri Júgóslavíu. Yrði hann leiðtogi kommúnistaflokks Júgóslavíu leiddi það ( besta falli til klofnings meðal Júgóslava, í versta falli til borgarastyij aldar. “ Djilas sagði að lokum að breyta þyrfti stjómarskrá Júgóslavíu, þvi sú sem nú er í gildi væri orðin úreld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.