Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 23 Engisprettufarald- ur yfir allri Afríku / fOT 1 m u ^ • Róm. Reuter. AÐ sögn Matvælastofnunar Sam- einuðu þjóðanna (FAO) sveimar ný kynslóð engispretta nú yfir löndum Norður-Afríku þrátt fyr- ir aukið varnarstarf landanna. Forstjóri stofnunarinnar, Edou- ard Saouma, sagði að stöðugar rigningar hefðu skapað ákjósan- leg uppvaxtarskilyrði engisprett- anna en fram að þessu hefði tek- ist að koma í veg fyrir alvarleg spjöll á ökrum. Burma: Herinn hefiiir sín á andófsmönnum Ríkisstarfsmenn reknir úr starfi eða handteknir Baugkok. Reuter. YFIRVÖLD í Burma, sem hafa nú um stundarsakir að minnsta kosti náð að treysta tökin á þegn- unum, hafa rekið eða látið hand- taka hundruð rikisstarfsmanna. Þá hafa hermenn þjarmað að starfsmönnum þeirra stjórnar- andstöðuflokka, sem ætla að bjóða fram í boðuðum kosning- um, og reynt að fæla fólk frá að ganga í þá. Er þetta haft eft- ir vestrænum stjórnarerindrek- um og talsmönnum stjórnarand- stöðunnar i landinu. Heimildamennimir, sem rætt var við í síma, segja, að hreinsanirnar taki helst til háttsettra ríkisstarfs- manna, sem sakaðir em um að hafa stutt andófið gegn herstjóm- inni og verkföllin í landinu. „í síðustu viku vom rúmlega 1.000 manns handteknir eða reknir úr starfi í Rangoon, þar á meðal margir skrifstofustjórar og ráðu- neytisstjórar,“ sagði vestrænn sendimaður. Herinn í Burma tók völdin eftir að andófið og verkföllin höfðu stað- ið í sex vikur samfleytt en allir þykjast vita, að á bak við valdarán- ið hafi staðið Ne Win hershöfðingi, sem ráðið hefur ríkjum í aldarfjórð- Honda Accord Sedan 2,0 EX Verð frá 1033 þúsund, miðað við staðgreiðslu á gengi 1. okt. 1988 NÝ AFBORGUNARKJÖR ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA. (H) VATNAGÖRÐUM 24, RVlK., SÍMi 689900 ung og eyðilagt efnahag lands- manna á þeim tíma. Leiðtogar stjómarandstöðunnar segja, að það sé borin von, að fyrirhugaðar kosn- ingar fari heiðarlega fram verði þá nokkuð af þeim. Smærri engisprettuplágnr hafa gengið yfír Alsír en straumurinn virðist liggja suður eftir álfunni og ógna engisprettur löndum eins og Nígeríu, Burkina Faso, Chad og Malí. Engisprettur hafa þegar náð til Gambíu og í Senegal hafa alvarleg spjöll orðið á hrísgijónaökrum. Mik- ið klak hefur átt sér stað í norður Eþíópíu og engisprettuplága hefur náð til Djibouti og Sómalíu í norðri þar sem lýst var yfír neyðarástandi í síðustu viku. I síðustu viku vom sérfræðingar í Súdan sem börðust gegn engi- sprettufaraldri kallaðir heim og flugvélum sem úðuðu eitri yfir akra var lagt í kjölfar árása eþíópíska flughersins. Að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar er engisprettufaraldurinn núna sá stærsti í 30 ár og niðurlög hans verða ekki ráðin í næstu framtíð. í 1 i St Sjö þroskastig eyðimerkurengisprettunnar. ÞÚ FÆRÐ EKKIBETRA SJÓN VA RPS TÆKI EN TATUNG QUARTZ COLOUR l ■H |BB| mmM lÍNiii.iiiinNrmlOumNi.inliiii.il , . > \ 14" -20“ -22“ og 22“ stereo tæki. 15“ -21“ -25“ og 28“ tæki með FST, flöt- um skerm. Tatung tækin eru framleidd í nýjustu og fullkomnustu sjón- varpstækja verk- smiöju í Evrópu. Hún er í Telford í Englandi. í október bjóðum við sérstök kjör. 7.000 Úty eftirstöðvar á 8 mánuðum. 10%staðgr. afsl. Tatungframtíðartækimeðótrúlegummöguleikum. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐF UAGGLUNDS DENISON VÖKVADÆLUR ☆ Ollumagn frá 19-318 l/mín. ☆ Þrýstingur allt að 240 bar. ☆ Öxul-flans staðall sá sami og á öðrum skófludælum. ☆ Hljóðlátar, endingargóðar. ☆ Einnig fjölbreytt úrval af stimpildælum, mótorum og ventlum. ☆ Hagstætt verð. ☆ Ýmsar gerðir á lager. ☆ Varahlutaþjónusta. ☆ Hönnum og byggjum upp vökvakerfi. SIC. SVEINBJÖRNSSON HF. Skelöarási, Garðabæ Símar 52850 - 52661 Ríkísstofnanir og skólar 3. og síðasta afgreiðsla á Apple Macintosh- tölvum samkvæmt samningi Innkaupastofnun- ar ríkisins og menntamálaráðuneytisins við Radíóbúðina verði í byrjun desembermánaðar. Pantanir þurfa á berast skrifstofu vorri fyrir 20. október nk. Upplýsingar veitir Kári Halldórsson í síma 26844. Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.