Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 12. OKTÓBER 1988 Faxalax hf.: Framleiðir lax og regn- bogasilung í sjókví- um út af Vogastapa Vogum. STOFNAÐ hefur verið í Vogxim fiskeldisfyrirtækið Faxalax hf. sem hyggst framleiða 600 tonn af laxi og 300 tonn af regnbogasilungi á ári i sjókvíum út af Vogastapa. Stofnendur fyrirtækisins eru Laxalón hf., sem er stærsti aðilinn, Vogar hf., Lýsi hf., Mjólkurfélag Reykjavík- ur og fleiri innlendir aðilar ásamt eriendum söluaðilum. Stjórnarform- aður er Sveinn Snorrason hrl. og framkvæmdastjóri er Árni M. Mathi- esen dýralæknir og fisksjúkdómafræðingur. Að sögn Árna verða notaðar Bridgestone úthafskvíar, 7.000 rúm- metrar að stærð hver. Það verður byijað með 4 kvíar í haust og síðan verður 3 kvíum væntanlega bætt við næsta vor. Það verður byijað með 300 þúsund laxaseiði, sem verða um 200 grömm að þyngd, og 200 þús- und regnbogasilungsseiði, sem eru 400 til 450 grömm að þyngd. Fyrstu seiðin munu fara f kvíamar um næstu mánaðamót. Reiknað er með að byija slátrun regnbogasilungs seinni hluta vetrar eða snemma næsta vor og að slátrun á laxi hefl- ist í desember á næsta ári. „Það er óvenjulegt við þessa stöð hvað byijað er með mikið magn og hve snemma slátrun hefst,“ sagði Ámi. „Regnbogasilungurinn gefur mikla möguleika á að byija slátmn snemma, þar sem hann verður mark- aðsvara miklum mun fyrr en laxinn. Það fæst viðunandi verð fyrir regn- bogasilung um eitt kíló, en verð fyr- ir lax er tæplega orðið viðunandi fyrr en hann er kominn yfír tvö kfló. Þannig að regnboginn á að skila okkur tekjum miklu fyrr og það hjálpar vemlega til við allan rekst- ur. Það verður að segjast eins og er að svona hröð uppbygging er nauðsynleg miðað við aðstæður í íslensku fískeldi í dag. Það er óhemju mikil seiðaframleiðsla og seiðafram- leiðendur hafa stefnt að því að fraifl- leiða fyrir hátt verð á erlendan mark- að og miðað Qárfestingu í stöðvum sínum við það. Þessi markaður hefur síðan bmgðist og því er gífurlegt magn af seiðum til í landinu í dag og verður ennþá meira þegar næsta kynslóð kemur á markað næsta vor. Þess vegna er alveg höfuðnauðsyn að matfískeldisstöðvar eins og þessi séu byggðar mjög hratt upp til þess að taka við þessu mikla magni af seiðum. Þetta hefði þurft að gera fyrir einu eða tveimur áram, en öll áherslan hefur verið lögð á seiðaeld- ið og strandkvíaeldið og sjókvíaeldið hefur setið á hakanum." Hvers vegna réðist Faxalax í sjókvíaeldi fremur en strandkvíaeldi? „Strandkvíaeldið er miklu fjár- magnsfrekara heldur en sjókvíaeldi og fjárfestingarkostnaður á hvem rúmmetra í eldisrými er tífalt meiri í strandkvíaeldi heldur en í sjókvía- eldi, u.þ.b. 11.000 á hvem rúmmetra á móti um 1.200 krónum á rúm- rnetra," svaraði Ámi. „Framleiðslu- kostnaður er einnig meiri í strand- kvíaeldi og munar þar mestu um fjármags- og orkukostnað. Þótt strandkvíaeldisstöðvar hafi ótvírætt einhveija kosti umfram sjókvíar þá höfum við sem þjóð ekki efni á því sem stendur að byggja margar slíkar stöðvar vegna þess hversu hratt við þurfum að auka eldisrýmið. Ef við ætlum að skapa eldisiými fyrir öll eða flest þau seiði sem framleidd em hér á landi er óumflýjanlegt að auka sjókvíaeldið og þá er eldi í úthafs- kvíum hér á sunnanverðu Faxaflóa- svæðinu væntegasti kosturinn." Sjá Faxalaxmenn fyrir sér einhver sérstök vandamál í næstu framtíð? „Sjókvíaeldi er enginn dans á rós- um fremur én annað fiskeldi," sagði Ámi. „Fiskeldi er álltaf áhættusam- ur rekstur. Aðstandendur Faxalax hafa hinsvegar reynslu á flestum sviðum fiskeldis og þeim sviðum sem fískeldi tengjast. Ut í þennan rekst- ur er farið að vel athuguðu máli og við eigum von á að vel takist til. Ef það gengur eftir gætu fleiri svip- aðar stöðvar risið upp á þessu svæði til þess að taka við seiðum sem selja þarf í sjó næsta vor. Faxalax á hins vegar við sama vanda að glíma og önnur íslensk fískeldisfyrirtæki, en það er skortur á rekstrarlánum vegna ónógra afurðalána. Það er von okkar að þeir sem þeim málum ráða Ieysi þau farsællega mjög bráðlega, þvi ef það gerist ekki verða fleiri matfískeldisstöðvar vart stofnaðar og þá fara seiðaeldisstöðvar á haus- inn og það fjármagn sem í þær hef- ur verið lagt glatast. Við efumst hins vegar ekki um það á tímum minnkandi sjávarafla verði þessum málum komið í það horf sem eðlilegt getur talist og íslenskt fiskeldi skili 10.000 tonnum árið 1990,“ sagði Ámi M. Mathiesen, framkvæmda- stjóri Faxalax, að lokum. - E.G. Atvinnumál: El J'LUUUUUIJI Teikning frá 1960 sem sýnir fyrirhugaða við- byggingu við Þjóðleikhúsið, séð frá Hverfisgötu. Nefnd sem Qallaði um endurbyggingu Þjóðleik- hússins leggur til að byggt verði við það austan- megin, þó að sú viðbygging þyrfti ekki að líta út eins og sú á teikningunni. Það skal tekið fram að viðbyggingin, sem er hægra megin á mynd- inni, myndi ekki sjást frá Hverfisgötu, þar sem hús Hins íslenska prentarafélags, Hverf- isgötu 21, myndi skyggja á hana. Endurbygging Þjóðleikhússins: Taka þarf ákvarðanir um framkvæmdir nú í haust - segir Árni Johnsen, formaður starfshóps um leikhúsið ÁRNI Johnsen, formaður starfshóps sem á að gera tillögur um endurbyggingu Þjóðleikhússins, segir að álit hópsins geti að öllum Hkindum legið fyrir í. nóvember, eins og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra hefúr farið fram á. Arni segir að Birgir ísleifúr Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, hafi lagt áherslu á að starfshópurinn skilaði áliti í nóvembermánuði, til að það kæmist inn í Qárlagaumræðuna. Brýnt sé að taka fyrstu ákvarðanir um framkvæmdir nú i haust svo að nauðsynlegustu þáttum endurbyggingarinnar verði lokið fyrir 40 ára afinæli Þjóð- leikhússins þann 20. aprfl 1990. Þriggja manna nefnd sem Sverrir Hermannsson skipaði, og gerði úttekt á endurbyggingaþörf Þjóðleikhússins, skilaði áliti nú fyrr í sumar. Þar var meðal ann- ars lagt til að endumýja og endur- hanna áhorfendasal og hliðar- ganga og að færa til ákveðnar deildir, svo sem smíðastofu, leik- tjaldageymslu og málarasal, úr húsinu til að lýma til fyrir annari starfsemi. Lagt var til að núver- andi smíðasalur yrði gerður að kjallarasviði og byggð yrði hliðar- bygging austan Þjóðleikhússins, samkvæmt gömlum hugmyndum. Þá lagði úttektamefíidin til að húsinu yrði lokað í eitt ár frá næsta vori að telja og opnáði síðan aftur á afmælinu. Ami sagði að hugsanlega gætu leiksýningar farið fram í Borgarleikhúsinu eða einhveiju öðm húsnæði á meðan, en slíkar hugmyndir féllu ekki undir starfssvið nefndarinnar. í framhaldi af áliti nefndarinn- ar skipaði Birgir ísleifur starfs- hópinn til að tillögur um fram- kvaemdaröð og kostnaðaráætlan- ir. í starfshópnum eiga sæti, auk Ama Johnsens, þeir Sveinbjöm Óskarsson, deildarstjóri í §ár- málaráðuneytinu, Skúli Guð- mundsson, forstöðumaður fram- kvæmdadeildar Innkaupastofnun- ar ríkisins, og Stefán Snæbjöms- son, innanhússarkitekt, tilnefndur af menntamálaráðuneytinu. „Það er mjög gott að Svavar Gestsson hefúr tekið þetta sömu tökum og fyrirrennari hans, því í tillögum nefíidarinnar er gert ráð fyrir að brýnustu þáttum endur- byggingarinnar verði lokið fyrir 40 ára afmæli Þjóðleikhússins árið 1990,“ sagði Ami Johnsen. „Þetta er knappur tími sem við höfum, en við munum freista þess að ljúka störfum fyrir 1. nóvem- ber og vonandi tekst það. Reynd- ar hefði verið nauðsynlegt að taka Þjóðleikhúsið í gegn fyrir 10-15 ámm, en sem dæmi um ástandið má nefha að gestagangar í and- dyri hafa ekki verið málaðir frá upphafí, eða í 40 ár.“ Þrengingar framundan í rekstri - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ „ÞAÐ ER ekki hægt að segja að það sé einhver almenn hreyfing í atvinnurekstrinum sem ein- hverri breiðri heild, heldur sér maður það úti í hveiju einstöku fyrirtæki að menn eru þar að beijast við að ná fram meiri hag- kvæmni í sínum rekstri. Það gera menn við núverandi skilyrði fyrst og fremst með þvi að skera niður kostnað eins og þeir lifandi geta. Það verður hins vegar að segjast eins og er að menn sjá þetta ekki með jafii glöggum hætti i opinberri þjónustu um þessar mundir,“ sagði Þórarinn V. Þór- arinsson framkvæmdasijóri Vinnuveitendasambands íslands, Atvinnumál: Býst ekki við teljandi atvinniileysi segir Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ „VIÐ SJÁUM kannski ákveðin merki sem ekki hafa verið, en ég tel ekki ástæðu til að vera mjög svartsýnn, þó að útlitið gæti verið betra. Hins vegar tala allir um það, að þurfi að draga úr þenslu og það er auðvitað ekki gert nema að það komi einhvers staðar nið- sagði Ari Skúlason hagfræðingur Alþýðusambands íslands, að- ur. spurður um horfúr í atvinnumálum á næstunni. Hann kvaðst ekki eiga von á að til atvinnuleysis komi að marki, né heldur að nein meiriháttar áföll komi yfir efiiahagslífið. Ari sagðist hafa heyrt það, að margir sæki um auglýstar stöður og að fyrirtæki ráði ekki ávallt í stöður sem losna. „Það virðist vera biðstaða, menn virðast halda að sér höndunum. Þetta er frekar dökkt, má kennski segja. Hins vegar er kannski ekki ástæða tii að vera með mikla svartsýni þó að farið sé að hægja aðeins á miðað við það sem verið hefúr," sagði Ari. „Það er ekkert sem bendir til þess að við séum að lenda í neinum meiriháttar áföllum, það er að segja þjóðarbúið. Síðustu tvö árin hefur allt verið í ijúkandi uppsveiflu. Það er náttúr- Iega stopp núna, en það er ekkert sem bendir til að við séum að fara mjög mikið niður á við. Þó að eitt- hvað kunni að halla undan fæti, þá er ekkert meiriháttar áfall fram- undan.“ Ari sagði að svo virtist sem menn væm að sjá, að ekki þýddi að æða áfram eins og undanfarin tvö ár og væm famir að sjá sig um hönd. Hann kvaðst ekki óttast atvinnu- leysi. „Það getur alltaf verið um atvinnuleysi að ræða á ákveðnum stöðum og á ákveðnum tímabilum, en ég er ekki mjög hræddur við að við fömm að upplifa neitt mikið meira atvinnuleysi heldur en verið hefur. Hér skortir í rauninni ennþá vinnuafl og í ákveðnum greinum vantar alltaf vinnuafl. Ég sé ekki teikn um að hér sé háski framund- an, fyrir þann vinnumarkað sem við þjónum fyrst og fremst," sagði Ari Skúlason hagfræðingur ASL þegar hann var spurður um horf- ur i atvinnumálum á næstunni. Þórarinn sagði augljóst að þreng- ingar væm framundan í atvinnu- rekstri og að það kæmi fram í at- vinnustiginu í vetur. Hann kvaðst þó ekki spá atvinnuleysi. „Það fer eftir því hvemig menn skilgreina hvað sé full atvinna. Sums staðar skilgreina menn það sem fulla at- vinnu þó að skráð atvinnuleysi fari upp í eitt til tvö prósent. Hér hefur vantað þúsundir manna á vinnu- markað á undangengnum misser- um, en samt höfum við verið að jaftiaði með hálft til eitt prósent atvinnuleysi. Við eram því í raun- inni ekki að tala um neitt stórkost- legt atvinnuleysi þótt við sjáum töl- ur á milli tveggja og þriggja pró- senta, en við skulum vera við því búin.“ Þórarinn sagðist ekki sjá neinar marktækar breytingar framundan hjá fyrirtækjum almennt. „Við skul- um átta okkur á því að þetta er í fyrsta sinn sem atvinnulífið hér á landi fer í gegn um samdráttar- skeið við skilyrði raunvaxta." Hann sagði að nú væm farin að sjást keðjuverkunaráhrif í samdrættin- um, gjaldþrot fyrirtækja em farin að hafa víðtækari áhrif heldur en á þá sem verða gjaldþrota, margir tapi kröfum og verði fyrir verulegu tjóni af því. Að sögn Þórarins em almennir erfiðleikar í fyrirtækjum og þau kosta mjög kapps við að skera nið- ur kostnað og þá ekki síst launa- kostnað. Hann sagði þá þróun hafa verið mjög marktæka síðari hluta sumars og á þessu hausti. „Menn em famir að sjá núna marktækan samdrátt í yfírvinnu," sagði hann. „Fyrirtæki skoða það nú af mun meiri gaumgæfni heldur en áður, hvort ráða eigi í stöður sem losna.“ Þórarinn sagði að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til aðstoðar físk- vinnslunni hjálpi nokkuð upp á sak- imar. „Með sama hætti og vel- gengni í sjávarútvegi veldur því að öll önnur hjól efnahagslífsins fara að snúast hraðar, þá mun samdrátt- ur í sjávarútveginum skila sér hægt og sígandi um allt þjóðfélagið. Ríkisstjómin hefúr gripið núna til tímabundinna ráðstafana sem fyrst og fremst fela í sér ríkisstuðning við sjávarútveginn, 800 milljóna króna framlag á 12 mánaða tíma- bili inn í verðjöfnunarsjóð fískiðnað- arins. Auðvitað léttir þetta róður þessara fyrirtækja og auðvitað rúlla þessir peningar áfram til þeirra skuldunauta og þannig koll af kolli, þannig að menn koma til með að merkja áhrif þess.“ Þórarinn kvaðst ekki geta séð, að neinar vemlegar breytingar væm í aðsigi á næst- unni, hvorki til hins betra né verra, hvað varði rekstraraðstöðu fyrir- tækja í landinu, þenslutímabilinu væri Iokið, nú væri samdráttarskeið og fyrirtækin að kljást við það með öllum ráðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.