Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 19 Þrjú óhöpp í hálku ÞRJÚ umferðaróhöpp urðu á Reykjanesbraut vena hálku og ísingar, að kvöldi mánudags og morgni þriðjudags. Um klukkan 1 aðfararnótt þriðjudagsins valt bíll við Kúagerði. 4 voru í bílnum og sködduðust allir. Einn var fluttur með fólksbíl á slysadeuild Bor- graspítalans en þijá flutti lögregl- an í Keflavík til meðferðar á sjúkrahúsið í bænum. Um klukkan 21.30 á mánudag missti ökumaður stjórn á bíl sínum og valt hann út af veginum. Okumað- urinn kenndi sér meins og leitaði sjálfur til læknis. Bíllinn skemmdist mikið og var tekinn af vettvangi með kranabíl. Þá varð harður árekstur þriggja bíla, eins úr Sandgerði en tveggja af Vamarsvæðinu, á Miðnesheiði um klukkan 9 á þriðjudagsmorgun. Eng- inn slasaðist en áreksturinn er rakinn til mikillar hálku á veginum. Þórarinn Eldjárn Skuggabox — ný skáldsaga eftir Þórarin Eldjárn HJÁ bókaforlaginu Gull- bringu er komin út ný skáld- saga, Skuggabox, eftir Þórar- in Eldjárn. Skuggabox er 176 blaðsíður, Prisma setti og prentaði, Arnarfell batt inn, Sigrún Eldjárn hannaði kápu. I frétt frá forlaginu segir: „Hetjan í Skuggaboxi er Kort Kjögx, fertugur málatferlis- fræðingur og uppfínningamaður af íslensku bergi brotinn, með áherslu á brotinn. Eftir langan námsferil virðist Kort hafa dag- að uppi í lokaverkefni sínu við Háskólann í Haparanda, í enda- lausri togstreitu milli skyldu og sköpunarþrár. Óvæntur arfur skilar þessari hetju heim til föð- urlandsins þar sem þráðurinn skal tekinn upp á ný. En margt annað reynist óvænt, bæði í fortíð og nútíð, og þræðir liggja víða — en þó ekki á lausu. Er leitin að munstri í óreiðunni að- eins fálm í myrkri, skuggabox?" Afgreiðslu og dreifíngu ann- ast Sigríður Olafsdóttir, Fífu- mýri 4, 210 Garðabæ. Fjöldi fólks heimsótti Borg- arspítalann og slökkviliðið í tengslum við norrænt tækniár var starfsemi slökkviliðsins í Reykjavík og Borgarspítalans kynnt almenningi á sunnudag. Jafhframt var þyrla Landhelgis- gæzlunnar, TF-SIF, til sýnis við Borgarspítalann. Fjöldi fólks notaði tækifærið og svipaðist um innan veggja þessara stofnana. Starfsfólk leiðbeindi gest- um og gangandi og sett voru á svið ýmis þau verkefni sem stofnanimar þurfa að leysa. Morgunblaðið/ÓB Yngri sem eldri skoðuðu TF-SIF, þyrlu Land- helgisgæzlunnar, Landsbankinn býr vel um hnútana í verðbréfaviðskiptum í Verðbréfaviðskiptum á Laugavegi 7 og á 43 afgreiðslustöðum um land allt býður Lands- bankinn örugg verðbréf í mörgum verðflokkum og með mismunandi gildistíma. Spari- skírteini ríkissjóðs eru þar á meðal, að ógleymdum bankabréfum Landsbankans. Banka- bréf Landsbankans eru ein traustasta fjárfesting sem nú er völ á. Ástæðan er einföld: Bankabréf eru útgefin og innleyst af bankanum sjálfum. Þau eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu, gefa háa ávöxtun og eru auk þess með endursölutryggingu, sem tryggir skjóta innlausn þegar þörf krefur. I Verðbréfaviðskiptum, Laugavegi 7, býðst viðskipta- ? j mönnum fjárvarsla, sem felur í sér ráðgjöf og umsjón með fjármunum, s.s. verðbréfum og innláns- ^ O reikningum. Þér er óhætt að treysta verðbréfaþjónustu og ráðgjöf Landsbankans. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Morgunblaðið/Sverrir Brunaverðir sýna fólki hvernig bregðast á við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.