Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.10.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1988 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Atli til Diisseldorf Verðurekki samferða landsliðs- hópnum til V-Berlínar á morgun ATLI Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun ekki verða samferða iandsliðs- hópnum alla leiötil V-Berlínar á morgun, þegar landsliðið fer frá Tyrklandi. Atli fer til Diis- seldorf, þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin ár - eða meðan hann hefur leikið með Fortuna Dússeldorf og Bayer Uerdingen. Atli hefur mikinn hug á að leika í V-Þýskalandi í vetur og mun hann ræða við ýmsa aðila í Diisseld- orf áður en hann heldur til V- Berlfnar, þar sem landsliðið verður í æfingabúðum fram á mánudag. Þá heldur landsliðshópurinn til A- Beriínar til að leika gegn A-Þjóð- veijum. Það er mikill hugur í herbúðum íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Tyrkjum í dag. „Það er gott hljóð í strákunum, en við gerum okkur . fyllilega grein fyrir því að leikurinn gegn Tyrkjum verður erfiður," sagði Guðni Kjartansson, aðstoðar- maður Siegfried Held, landsliðs- þjálfara, í gærkvöldi. MLEIKUR A-Þýskalands og ís- lands í undankeppni heimsmeist- arakeppninnar í knattspymu, verð- ur leikinn á heimavelli meistaraliðs- ins Dynamo Berlín f Berlín á mið- vikudaginn í næstu viku. Leikurinn hefst kl. 16 að íslenskum tíma og verður honum sjónvarpað beint til Islands. MFARARSTJÓRAR íslenska landsliðsins þurftu að bregða sér í verslunarferð í gær. Þeir þurftu að versla inn legghlífar fyrir nokkra leikmenn landsliðsins, sem höfðu gleymt að koma með hlífar með sér. Reglur FIFA segja svo um að allir leikmenn sem keppa í heims- meistarakeppninni verði að leika með legghlífar. Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem leikur gegn Tyrklandi í dag kl. 12.30. Gunnar Gíslason hafnaði freistandi tilboði frá Moss og hefur ákveðið að leika með Gautaborgarliðinu Heken. Gunnar Gíslason f9NjósnararM frá A-Þýskalandi Bemd Stange, landsliðsþjálfari A-Þýskalands og aðstoðarmaður hans mættu til Istanbul í gær. Stange kom til að „njósna" um leik íslenska liðsins, en A-Þjóðveijar fá íslendinga í heimsókn 19. oktober. Þá kortleggur hann einnig leik Tyrkja, þar sem A- Þjóðvetjar mæta þeim í Tyrklandi 30. nóvember. Josep Hickersberger, þjálfari Austurríkismanna, er einnig mætt- ur til Istanbul. Austurríki og Tyrkland leika í Vín 2. nóvember. Hickersberger og Sigi Held, landsliðsþjálfari íslands, era góðir félag- ar, en þeir léku saman í V-Þýskalandi á áram áður. Sovétmenn era einnig með menn á staðnum. Simonian og Morozov vora mættir til Istanbul í gær. Þannig að allar þær þjóð- ir sem leika í riðlinum vora mættar með fulltrúa sína í Istanbul. til Gautaborgar Gunnar mun gera tveggja ára samning við Heken GUNN AR Gíslason hefur ákveðið að skrifa undir tveggja ára samning við sænska 1. deildarliðið Heken frá Gauta- borg. Gunnar mun fara til Gautaborgar eftir áramót, eða eftir jólafrí hér á íslandi. Gunn- ar er ekki eini maðurinn sem fer frá Mosstil Heken, því að þjálfari Moss, Stefan Lundin, hefur verið ráðinn þjálfari He- ken. Forráðarmnn Moss vilja ólmir halda Gunnari Gíslasyni hjá félaginu. Eftir að ljóst var að Gunn- ar hafði áhuga á að fara til Hac- ken, buðu forráðamenn Moss Gunn- ari betri samning ef hann yrði áfram hjá félaginu. Einnig var Gunnari boðið þjálfarastarf hjá Moss - að hann yrði þjálfari Moss- liðsins við annan mann. Gunnar hafnaði tilboði Moss þar sem hann vildi breyta til og reyna sig á nýjum slóðum. Það er mikill hugur í herbúðum Heken að endur- heimta sæti sitt í „Allsvenskan" á afmælisári félagsins, en það verður fimmtíu ára á næsta ári. Hecken varð í þriðja sæti í 1. deildarkeppn- inni sl. keppnistímabil. Gunnar lék tvö keppnistímabil með Moss og var hann einn af lykil- mönnum liðsins. Gunnar átti stóran þátt í því að Moss varð norskur meistari í fyrra. Amór og Guðmundur Torfason verða í fremstu víglínu Sigi Held tilkynnti byrjunarlið sitt í gærmorgun og gaf svo leikmönnum frí „BELGÍUMENNIRNIR" Amór Guðjohnsen og Guðmundur Torfason, sem leika með Anderlecht og Genk, verða í fremstu viglínu þegar íslend- ingar mæta Tyrkjum f Istan- bul í dag. Siegfried Held, landsliðsþjálf- ari fslands, breytti út af van- anum í gær og tilkynnti byrjunar- lið sitt strax í gærmorgun eftir að landsliðið hafði æft á vellinum sem leikið var á. Eftir að hann var búinn að tilkynna liðið, sagði hann landsliðsmönnunum að þeir ættu frí eftir hádegi og gætu skot- ist til að skoða mannlffið í Istan- bul. Landsliðið hefur því aðeins æft þrisvar sinnum fyrir leikinn gegn Tyrkjum og þess má geta að Friðrik Friðriksson, sem kom til Istanbul í gær kl. 16, æfði ekkert með liðinu fyrir leikinn. Friðrik mun veija mark ís- lands. Guðni Bergsson verður aft- asti vamarleikmaður og fyrir framan hann verða þeir Atli Eð- valdsson og Sævar Jónsson. Ólaf- ur Þórðarsson og Gunnar Gíslason leika á vængjunum og á miðjunni yerða þeir Pétur Amþórsson, Ómar Torfason og Ragnar Mar- geirsson. Amór og Guðmundur Torfason verða í fremstu víglinu. Landsleikurinn hefst kl. 12.30 að íslenskum tíma og verður leikn- um sjónvarpað beint i Sjónvarp- inu. Utsending hefst kl. 12.16. SPÁNN Ellert B. í Sevilla ELLERT B. Schram, formaður Knattspymusambands íslands og nefndarmaður Knattspymusam- bands Evrópu, UEFA, er nú stadd- ur í Sevilla á Spáni. Ellert er þar í boði spænska knattspymusambandið, sem heldur nú upp á 75 ára afmæli sitt. EUert mun horfa á afmælisleik sam- bandsins, sem fer fram í Sevilla í kvöld. Spánveijar leika þá gegn heimsmeisturanum frá Argentína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.