Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988
Birgir Isleifiir reyndi að leysa námsstjóramálið:
Sturlu var boðin
námsdvöl erlendis
ÁÐUR en Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrum menntamálaráðherra,
vék úr ráðherrastóli, gerði hann Sturlu Kristjánssyni, fyrrverandi
fræðslustjóra i Norðurlandsumdæmi eystra, tilboð um að hann vinni
að sérverkefiii á vegum ráðuneytisins að minnsta kosti næstu tvö ár.
í bréfi ráðherra var tekið fram að ráðuneytið hefði ekki við það að
athuga að verkefiiið yrði í formi námsdvalar við erlendan háskóla, að
sögn Guðmundar Magnússonar, fyrrum aðstoðarmanns menntamála-
ráðherra. Sturla segir að sér hafi verið gert ákveðið tilboð, en það
hafi ekki verið komið á samningastig áður en ríkisstjóm Þorsteins
Pálssonar féll. Hinn nýi menntamálaráðherra hafi ekki enn haldið
áfram þar sem forveri hans hvarf frá.
Að sögn Guðmundar Magnússonar
gerði Birgir sérstakan trúnaðarmann
sinn, Þorstein Júlíusson lögmann, út
af örkinni fljótlega eftir að hann
settist á ráðherrastól á síðasta ári.
Átti Þorsteinn að freista þess að ná
samkomulagi við Sturlu sem verða
mætti til þess að koma á betra sam-
starfi fræðsluráðs Norðurlandsum-
dæmis eystra og menntamálaráðu-
neytis. Það hafði verið afar stirt frá
því að Sverrir Hermannsson, fyrrum
menntamálaráðherra, vék Sturlu úr
embætti.
Síðastliðið haust var gerður s^mn-
ingur við Sturlu um að hann yrði
ráðinn til Kennaraháskólans sem
sérfræðingur. Sturlu var fengið það
verkefni að athuga möguleika á
kennaramenntun í dreifbýli, og þá
sérstaklega á Norðurlandi eystra.
Að sögn Guðmundar var í upphafí
ætlað að Sturla skilaði skýrslu sinni
1. október síðastliðinn, en áður var
verkefnið framlengt til næstu ára-
móta. Einnig var ákveðið að bjóða
Sturlu að minnsta kosti tveggja ára
framlengingu verkefnisins á vegum
ráðuneytisins, þar sem Birgir ísleifur
hafði mikinn áhuga á að halda áfram
athugunum á möguleikum kennara
að afla sér menntunar í dreifbýli.
„Við töldum að Sturla væri rétti
maðurinn í þetta verkefni," sagði
Guðmundur Magnússon. „Auk þess
töldum við að þessi niðurstaða myndi
eiga þátt í að eðlileg samskipti ráðu-
neytis og fræðsluráðs á Norðurlandi
eystra kæmust á aftur. Það reyndist
ekki unnt að ljúka samningum við
Sturlu, en ég á ekki von á öðru en
að það verði gert."
Svavar Gestsson, menntamálaráð-
herra, sagði í samtali við blaðið að
sér hefði verið kunnugt um að Birg-
ir ísleifur hefði viljað semja við
Sturlu. „Ég hef reiknað með því að
líta á þetta mál. Ég veit að Birgir
var að reyna að laga til eftir Sverri
og kann vel að meta það. Það var á
döfinni einhver samningur við Sturlu
og ég hef ekki hugsað mér að breyta
honum neitt én ég hef ekki tekið
neina nýja ákvörðun í málinu. Ég fer
í ferðalag norður á land síðar í mán-
uðinum og ætla þá að sinna þessu
máli,“ sagði Svavar.
Sturla Kristjánsson sagði að sér
hefði verið gert ákveðið tilboð af
hálfu fyrrum menntamálaráðherra.
„Það voru uppi einhveijir tilburðir í
þessa átt,“ sagði Sturla. „Nokkru
áður en stjómin lagðist banaleguna
voru mér gerð viss tilboð. Þau voru
varla komin á samningastig þegar
stjómin sprakk. Birgir skildi eftir sig
ummerki þess að þetta hefði verið í
gangi." Sturla sagði að núverandi
menntamálaráðherra hefði ekki haft
samband við sig síðan út af þessu
máli.
Ríkí og bankar standa
við staðgreiðsluna
- segir landbúnaðarráðherra
„ÉG vonast til að hægt verði að leysa þetta mál með ekki verri hætti
en undanfarin ár þannig að bændur £ái að fiillu uppgert um miðjan
desember," sagði Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra þegar
rætt var við hann um staðgreiðslu sauðfjárafurða í haust. Sláturleyfis-
hafar virðast almennt greiða bændum 36—50% nú um miðjan október
en undanfarin ár hefiir verið við það miðað að þeir greiddu 76% á
þessum tíma. Lokauppgjör á sfðan að fera fram fyrir 16. desember
samkvæmt staðgreiðsluákvæðum búvörulaganna.
Landbúnaðarráðherra sagði að og bjóst við að bankamir myndu
ríkið myndi standa við sinn hluta af
fjármögnuninni með svokölluðu stað-
greiðsluláni. Þá hefði hann óskað
eftir því við fulltrúa viðskiptaban-
kanna að þeir veittu sambærileg af-
urðalán og áður og ætti von á yfírlýs-
ingu frá þeim um málið.
Stefán Pálsson formaður Sam-
bands viðskiptabankanna sagðist i
samtali við Morgunblaðið búast við
að bankamir veiti sláturleyfishöfum
svipuð afurðalán og undanfarin ár.
Stefán sagði að beðið væri eftir upp-
lýsingum um framleiðsluna í haust
veita sláturleyfishöfum 70,2% afurð-
alán þegar hún væri alveg ljós en
það hefur verið hlutfall afiirðalána
undanfarin ár.
Framkvæmd svokallaðrar stað-
greiðslu samkvæmt búvörulögum
hefur verið vaxandi vandamál undan-
farin haust. Meðal annars hefur upp-
gjör afurðalána á eldri birgðum flækt
málið. Landbúnaðarráðherra sagði
að á vegum landbúnaðarráðuneytis-
ins væri unnið að því máli og vonað-
ist hann til að það leystist.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Borholan við Efri Reyki þegar hún var látin gjósa í sumar. Á efri innfelldu myndinni er Björn
Sigurðsson í Úthlíð og Gunnar Ingvarsson á Efri Reykjum á þeirri neðri.
Biskupstungur:
Ein stærsta hitaveita í
dreiflbýli í undirbúningi
Nær til 58 lögbýla og 300 sumarbústaða í uppsveitum Ámessýslu
Selfossi.
UNNIÐ er að forhönnun og undirbúningi hitaveitu fyrir 58 lögfoýli
og 300 sumarbústaði í efsta hluta Biskupstungnahrepps, Laugar-
dals- og Hrunamannahrepps. Veitan fær vatn úr nýrri og öflugri
borholu við Efri Reyki I Biskupstungum og er talin þurfe um 32
sekúndulítra af 100 stiga heitu vatni. Lengd lagna verður um 72
kflómetrar og heildarkostnaður áætlaður um 88 miHjónir króna.
Stefht er að því að bjóða út efiii til veitunnar um áramót. Viðræð-
ur eru einnig hafiiar við aðila í fiskeldi um aðstöðu til slíkrar starf-
semi.
Mjög góður árangur náðist í
sumar við borun eftir heitu vatni
í landi Efri Reykja. Það var Bisk-
upstungnahreppur og bændumir
Bjöm Sigurðson í Úthlíð og Gunn-
ar Ingvarsson á Efri Reylgum sem
stóðu fyrir boruninni. Holan gefur
50 sekúndulítra af 100 stiga heitu
vatni sem kemur upp með miklum
þrýstingi.
Boðað var til fundar í Aratungu
2. október síðastliðinn með öllum
lögbýliseigendum sem talið var
mögulegt að gætu fengið vatn úr
holunni. Á fundinum var kynnt
frumáætlun um lagningu hitaveitu
frá Efri Reykjum til efstu bæja í
Laugardalshreppi, 5 efstu bæja í
Hrunamannahreppi og til allra lög-
býla í Biskupstungnahreppi sem
ekki hafa hitaveitu nú þegar. í
áætluninni er eirtnig gert ráð fyrir
að 300 sumarbústaðir hafi mögu-
leika á að tengjast veitunni. Heild-
arlengd lagna veitunnar er 72 kíló-
metrar og er gert ráð fyrir að hún
fari í tveimur stofnum frá Efri
Reykjum. Yfír ýmsar torfæmr er
að fara svo sém um Tungufljót en
ráðgert er að grafa lögnina á kafla
niður í botn fljótsins. Þá verður
farið með lögnina yfir Hvítá í loft-
línu þar sem áin fellur í gljúfri
milli Biskupstungnahrepps og
Hrunamannahrepps.
Á kynningarfundinum kom fram
mikill einhugur um að hrinda þessu
máli í framkvæmd en áætlanir
byggjast á því að allir séu með.
íbúar hreppanna telja það mikinn
styrk fyrir þessa jaðarbyggð að
eiga kost á hitaveitu, ekki síst fyr-
ir þá sök að byggðimar eiga mjög
í vök að veijast í atvinnulegu tilliti
vegna samdráttar í sauðfjárbúskap
af völdum riðuveikiniðurskurðar og
framleiðsluhafta. En I Biskupst-
ungum er nú aðeins eftir um helm-
ingur þess fjár sem var þar fyrir
10 ámm og Laugardalurinn er
nánast fjárlaus.
Á kynningarfundinum var kosin
undirbúningsnefnd sem mun meðal
annars kynna málið fyrir sumarbú-
staðaeigendum á svæðinu. Óskir
eigenda lögbýla um vatnsmagn
verða og kannaðar en i frumáætlun
er gert ráð fyrir að hvert lögbýli
fái 20 mínútulítra af 80 stiga heitu
vatni sem talið er samsvara um
70 kílóvattstundum í hitaraforku.
5-10 mínútulítrar em ráðgerðir til,
minni býla og 2-3 mínútulítrar til
sumarbústaða. Gert er ráð fyrir að
könnuninni ljúki 10 nóvember. Þá
verður verkið boðið út til hönnunar
og stefnt er að því að bjóða út efni
til veitunnar um næstu áramót.
í fmmáætlun er gert ráð fyrir
að heildarkostnaður verði nálægt
88 milljónum króna. Kostnaður á
hvert lögbýli er áætlaður um 800
þúsund krónur, á hvert smábýli um
500 þúsund og um 150 þúsund til
sumarbústaða.
„Tilkoma veitunnar styrkir þessa
jaðarbyggð héma mjög vemlega.
Byggðalega má jafna þessu við
lagningu varanlegs vegar. Þetta
verður lyftistöng fyrir ferðaþjón-
ustuna hér, svæðið verður mun
eftirsóknarverðara en það hefur
verið og fólk mun dvelja á svæðinu
um lengri tíma á ári sem er þýðing-
armikið fyrir alla þjónustuaðila,"
sagði Bjöm Sigurðsson bóndi í
Úthlíð.
Tilkoma orkustöðvarinnar á Efri
Reykjum opnar möguleika á fisk-
eldi á svæðinu þar sem vatnasvæði
Brúarár býður upp á mikið og gott
ferskvatn. Gunnar Ingvarsson á
Efri Reykjum sagði að þetta hlyti
að vera einhver hagstæðákta að-
staða til fiskeldis sem í boði væri.
Fiskeldisfyrirtæki hafa sýnt þessu
áhuga og viðræður standa yfír um
þessi efni.
- Sig. Jóns.
Eltingaleikur við ökumann:
Ok á nær 200 km hraða og
skemmdi tvo lögreglubíla
LÖGREGLAN elti uppi ökumann
aðfaranótt laugardags, en hann
hafði ekið hátt á öðru hundraðinu
um Reykjavík. Ekki tókst að
stöðva fór hans fyrr en hann hafði
ekið á tvo lögreglubfla.
Lögreglan mældi bíl mannsins á
ofsahraða á Sætúni um kl. hálf eitt
um nóttina. Maðurinn sinnti engum
stöðvunarmerkjum og jók heldur
hraðann, svo hann nálgaðist 200 km
á klukkustund. Lögreglan elti mann-
inn og barst leikurinn inn í Voga-
hverfi. í Dugguvogi hafði lögreglubíl
verið lagt þvert yfir götuna til að
stöðva för mannsins, en hann stöðv-
aði ekki að heldur, heldur ók utan í
lögreglubílinn. Nokkru frá stöðvaði
maðurinn bíl sinn og ætlaði að snúa
við. Þá kom lögreglubíll að og bakk-
aði maðurinn bíl sínum á hann. Þar
lauk loks ökuferðinni og maðurinn
var settur í jám. Hann var ekki ölvað-
ur, en í miklu uppnámi.
Morgunblaðið/Sverrir
Ökuferðinni lauk f Dugguvogi, þar sem lögreglunni tókst að króa
bílinnaf. -----J .......................,.i