Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Hvað á bjórínn að kosta? Söguleg fréttaskýring Hvað á bjórinn að kosta? Seint virðist verða þurrð á ágrein- ingi þegar um bjór og öl er rætt. Landsmenn hafa deilt um flest sem viðkemur þessum vökva. Hvort ætti að leyfa hann eða ekki. Hvaða reynsla yrði af honum og hvaða reynslu erlendar þjóðir hefðu af bjór. — Og nú þegar bjórinn verður leyfður, hve marg- ar tegundir verða í boði og hvernig á að haga dreifíngu og verð- lagningu á þessum miði.Ekki er ljóst hve mikils bjórinn verður metinn, skipuð hefur verið sérstök nefnd sem í eiga sæti fulltrú- ar frá heilbrigðis-, fjármála-, dómsmála- og menntamálaráðu- neyti. Nefnd þessari ber m.a. að fjalla um verðlagningu áfengis. Nefndin situr nú á rökstólum og fjallar um hvað bjórinn eigi að kosta. Hvað er „rétt verð“? Islendingar hafa alla tíð verið sögulega sinnaðir svo eflaust lítur nefndin til þess hvemig þessum máium var háttað hér áðúr fyrr. Morgunblaðsmaður afréð að kanna þessi bjórmál nánar, m.a. eldri „verð- lagsforsendur". N ú ber flestum valdsmönnum saman um að ekki sé æskilegt að bjórinn verði seldur frítt og fijálst eins og til skamms tíma hefur tíðkast um ýmsan neysluvaming almennings; nítjánda og tuttugasta öldm hafa því takmarkað fordæmisgildi. Ýmsirtelja því nærtækast fyrir nefndina og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins að athuga söguleg fordæmi frá sext- ándu og átjándu öld. Á árabilinu 1602-1787 var talið að hagsmunir ríkisvalds, kaupmanna, framleiðenda og neytenda væm best tryggðir með því að hafa nokkra stjóm á markaðinum. Verðlag var stöðugt, verðstöðvun var í gildi og vörudreifíng í föstum skorðum. FVrir- komulag verslunarinnar hefur á síðari tímum verið kallað „einokun". Þrátt fyrir að sumir hafí talið nokkra ágalla á þessu fyrirkomulagi verður ekki á móti því mælt að verslunar- taxtar og aðrar heimildir em ákaflega fróðleg lesning um íslenska verslun- arsögu. Tegundaflöldi í byijun tímabilsins um aldamót- in 1600 virðist bjór og vín vera í meiri metum en í dag og tegunda- valið þokkalegt. Oddur Einarsson Skálholtsbiskup segir í íslandslýs- ingu sinni: „Aftur á móti er enginn hörgull á margs konar bjór frá Englandi, Hamborg, Liibeck, Dan- mörku, að ekki sé minnst á innlent öl, sem búið er til úr hýddu byggi, soðnu í hinu ágæta íslenska lindar- vatni og kemur í góðar þarfir. Einn- ig eru flutt inn ýmis vín, franskt vín, Rínarvín, brennivín; reyndar verður stundum svo mikill vínskort- ur að ekki er hægt að veita altaris- sakramenti. En allt það öl sem fæst á íslandi er framar öllu notað við festar og brúðkaupsveislur og önnur heiðvirð samkvæmi og er ekki hægt að hafa neitt af því tagi út úr mönnum fyrir nokkurt gjald, því allt slíkt geyma menn handa sér og vinum sínum." Ríkisvaldið þ.e.a.s. Kristján kon- ungur hinn fíórði var sammála Oddi biskupi um ágæti bjórsins því að í konungsbréfí um versiunarein- okun á íslandi frá 16. (eða 20.) apríl 1602 til handa Kaupmanna- höfn, Málmey og Helsingjaeyri stendur: „Fyrst skulu vorir áður- skrifaðir borgarar vera pliktugir að forsorga fyrrskrifað land Island með góða og óskemmda og ófalsaða kaupmannsvöru, sérdeilis: mjöl, bjór, malt, vín, mjöð, brennivín, klæði, léreft, og annað það sem þeim er nauðsynlegt svo almúginn megi fá með mögulegu og kristilegu verði hvað sem þörf gjörist.“ Nú árið 1988 eru mjög skiptar skoðanir um hvað mörgum bjórteg- undir iandsmenn skuli hafa úr að velja. Kristján fjórði konungur ís- lendinga og Dana hafði ákveðnar skoðanir á þessu atriði; hann taldi óþarfa að íslendingar drykkju allra- handa bjórtegundir: „Og eftir því hér til dags hafa þeir framandi út- lenskir kaupmenn sem áður skrifað ísland hafa siglt, flutt til iandsins Hamborgarbjór, Leiniborgarbjór, og lýbiskan bjór og Stralsundsbjór og annars slags framandi bjór sem hver kaupmaður eftir hentugleikum flytja vildi og útvegað gat. Það vilj- um vér hér með alvarlega bannað hafa áður skrifuðum kaupmönnum nokkum framandi útlenskan bjór til landsins að flytja utan aleinasta gott danskt öl og skulu áður greind- ir kaupmenn fyrir utan það almúg- ans öl flytja sérlega gott vel smakk- andi öl sem svo er vel bruggað og til búið að það má geymast óskemmt veturinn í gegnum svo að það vildasta ríkisfólk á landinu sem efni hefur til svoddan öl að kaupa vanti ekkert í þeirri grein.“ . Af ofanrituðu er ljóst að verslun- inni var lögð sú skylda á herðar að hafa hið minnsta tvær tegundir á boðstólum; eina fyrir almenning og aðra nokkru vandaðri fyrir efna- meira fólk. En konungur leit einnig til fleiri atriða: „Ekki skulu heldur fyrrskrif- aðir danskir kaupmenn í áður greindum 3 stöðum lof eður leyfí hafa að láta fjölda sinna undir- manna vera í landinu um vetrartíma sem landsfólkið heimsæki með sinni vöru og gefí yrkisefni til diykkju- skapar og annarra ónytsamlegra útláta." í vissum skilningi má túlka þessi orð sem aðvörun gegn áfeng- isauglýsingum (sbr. „gefí yrkis- efni") og ennfremur geta þeir sem vilja takmarka opnunartíma versl- ana og/eða atvinnustarfsemi út- lendinga fundið þar sögulegt for- dæmi. Vöruvöndun Þrátt fyrir tiltrú Danakonungs á framleiðslu eigin þegna reyndist Gæði ölsins virðast fullnægjandi. danska ölið ekki sem skyldi. Árið 1605 var t.d. kaupmönnum í Hafn- arfírði veitt leyfí til að flytja 5 lest- ir (60 tunnur) af Suntöli (Stral- sundsöl, skildingsöl) og í kaupsetn- ingunni frá 1619 eru taldar upp 4 tegundir og eru tvær þeirra útlend- ar. í skrá yfír aðfluttar vörur árið 1655 er getið um 8 tegundir og allavega ein þeirra þ.e.a.s. Lybiku- bjórinn, er útlend. í kaupsetning- unni 1684 er greint frá 4 tegundum og er ein þeirra útlensk, Pryssing sem var sterkt og áfengt þýskt öl. Það hélt sér vel og lengi og var tiltölulega dýrt, kostaði 8 físka pott- urinn. Heimildir benda líka til þess að vörugæðum hafí stundum verið nokkuð ábótavant og neytendum ekki alltaf líkað lögurinn. í dómi Gísla Hákonarsonar lögmanns 24. maí 1615 er sagt að ölið sé oft og einatt „blandað spillt og fordjarfað" og sama ár segir sýslumaður ís- fírðinga, Ari Magnússon, um kaup- menn, „með engu móti líðast mega að þeir blandi sitt öl, því það hefur verið sannreynt að þeir úr einni mjaðartunnu brugga fleiri, en selja þó sem væri hann ómeingaður." Þrátt fyrir þessar umkvartanir virð- ist bjórinn ekki hafa skánað, árið 1647 kveður sýslumaður Borgfírð- inga, Þórður Hinriksson, upp úr með það að: „í áttunda máta afsegj- um vér þann mjöð að betala sem skömmu seinna verður daufur og fúll í sínu eigin íláti þegar hann hefur nokkra stund staðið því að vér meinum svoddan slags mjöður sé annaðhvort af slæmum kostum frður eða skemmilega blandaður. níunda máta viljum vér ei, að kaupmenn segi oss héðan af, að danskt öl sé lybskt, því vér viljum ekki lengur líða það apaspil, heldur að hver vara sé ófölsuð fyrir sig; annars ætlum vér að aungvu be- tala.“ E.t.v. varð þessi vandfysi íslenskra neytenda til þess að Bruggað í Brandenburg á 16. öld, kannski fyrir íslenska neytendur? brennivínsdrykkja fór vaxandi en dró úr bjórþambi. En einnig verður að hafa í huga að bjór og létt vín voru og eru á margan hátt erfíðari og dýrari en aðrir áfengari drykkir í geymslu og flutningi. Það má því færa viss rök fyrir því að neysla sterkari drykkja sé „þjóðhagslega hagkvæmari" heldur en bjór- og léttvínsdrykkja. — Nú er ekki laust við að sumir telji að þessa sjónar- miðs gæti nokkuð í verðstefnu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins. Verðlagsmál En hvað á bjórinn að kosta ef tillit er tekið til sögulegra sjónar- miða? Áður en lengra er haldið verður að hafa í huga að vöruverð getur verið nokkurt túlkunaratriði, vöru- tegundir hafa breyst og lífshættir almennings og „neyslumunstur" eru öðruvísi. Erfítt er fyrir nútíma- menn að lesa kaupsetningar kon- ungsvaldsins. Mælieiningar eru aðr- ar en nú tíðkast og ekki eftir tuga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.