Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER '1988 35 það eru þau spjöll sem unnin eru á æskufólki og raunar þeim eldri einnig, með vímuefnum og eiturlyfj- um. Því miður eru á meðal okkar samviskulausir menn, karlar og konur, sem auðgast á því að svipta aðra lífshamingjunni, svipta þá vilja og viti um skemmri eða lengri tíma, svipta þá í raun lífínu sjálfu. Það er skuld háskóla og ábyrgð að vera virkur í baráttunni fyrir betra þjóðfélagi. Það er einnig skylda þín kæri kandidat að vera virkur í þessari baráttu, baráttu fyrir betri heimi fyrir þig og þín böm. Barátta þín fyrir betri heimi nær til allra þeirra þátta sem skipta þig máli, bærinn þinn og landið þitt, heilsuvemd og menntun bama þinna, gæði þeirrar þjónustu sem þú þarft á að halda, gæði stjóm- sýslu og stjómmálaumQöllunar. Allir þessir þættir hafa áhrif á líf þitt og lífsgaeði, þú mátt og þú átt að taka þátt í baráttunni fyrir betra þjóðfélagi. Á undangengnum mánuðum höf- um við fylgst með sorglegu sjónar- spili í íslenskum stjómmálum. Slíkar deilur, sem við erum vitni að, skerða traust og virðingu stjóm- málamanna okkar. Barlómur og úrtölur djmja á okkur í flölmiðlum, hrakspár og svartsýnj draga þrótt og kjark úr fólkinu. Ástæðan fyrir því að okkur skortir kjark er ekki sú að lífíð sé erfitt, lífíð er erfítt af því að okkur skortir kjark — sagði Seneca forðum. Nú þrengir að á erlendum mörkuðum fyrir (slenskar útflutningsafurðir vegna stefnu í hvalveiðimálum. Það þarf kjark til að kyngja stolti og stefnu sem ekki reynist farsæl. Flestum landsmönnum er ljóst að hér þarf að taka mið af raunveruleikanum en ekki óskhyggju. Hvalveiðistefn- an skaðar hagsmuni okkar. Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af friðun hvala að sinni. Hvalveiðar hafa legið niðri í áratugi fyrr á þessari öld án þess að valda offjölg- un hvala eða raska jafnvægi í lífríki sjávar svo vitað sé. Deilt er einnig um arðsemi fjárfestinga til lands og sjávar, um ofbeit og landeyð- ingu, um hagkvæmni í fiskveiðum og fískvinnslu og fleira mætti telja. Kæru kandidatar, þið sjáið að verkefnin eru næg við að glíma, þið verðið einnig að taka til hendi og vinna að lausn vandans. En það er slíkt ofurvægi efnahagsmála í allri þjóðmálaumræðunni í dag að öðrum málum er vart gaumur gef- inn. Eftir sem áður eigum við feng- sæl fiskimið og gjöfult land sem geta skapað okkur góð lífsskilyrði ef hófs og hagsýni er gætt. Þið verðið að leggja hönd á plóginn, og taka þátt í uppbyggingunni með virkri þátttöku í þeim samtökum og stjómmálaflokkum þar sem ör- lög þjóðarinnar eru ráðin í raun. Verið virk og sjálfstæð, verið vel upplýst um viðfangsefnið sem við er að glíma hverju sinni. Þið eigið sjálf að móta eigið líf og umhverfi eftir því sem þið hafið afl til. Ég vil að lokum kveðja ykkur með orðum skáldsins frá Fagra- skógi en hann segir svö í Háskóla- ljóði, sem ort var í tilefni af hálfrar aldar afmæli Háskóla íslands: Úr útsæ risa Íslandsíjöll með eld í hjarta, þakin mjöll, og brim við björg og sand. Þ6 mái tíminn margra spor, þá man og elskar kynslóð vor sitt fagra fóðurland. Við tölum íslenskt tungumál. Við tignum guð og iandsins sál og foman ættaróð. þeir gjaida best sinn gamla arf, sem glaðir vinna þrotlaust starf til vaxtar vorri þjóð. Á meðan sól að morgni rís og máni silfrar jökulís og drengskapar er dyggð, skal fólkið rækta föðurtún og fáninn blakta efst við hún um alla íslands byggð. Kæru kandidatar, við höfum veitt ykkur gott veganesti út í lífið. Við erum stolt af ykkur og við væntum einnig mikils af ykkur. Skuld ykkar og skylda er að vera virk og vinna vel. Við óskum ykkur og fjölskyld- | um ykkar haminjgju. og_ heilla. .Guð véri með ykkur. SENATORAR Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráöherra veröur gestur okkar á kvöldveröarfundinum í Holiday Inn, fimmtudaginn 27. október kl. 19:00. Muniö aö tiíkynna þátttöku tímanlega. FORSETI ÍSLENSKA SENATSINS Fundurinn er aöeins opinn Senatorum. Landsráðstefiia Samtaka herstöðvaandstæðinga LANDSRÁÐSTEFNA Samtaka herstöðvaandstæðinga var nýiega hald- in í Reykjavík. í stjórnmálaályktun sem samþykkt var á ráðstefiiunni er skorað á utanríkisráðherra að halda á lofti sjálfetæðri íslenskn utanrikisstefiiu í friðar- og afi'opnunarmálum sem byggi á einarðri andstöðu við kjarnorkuvopn og vígbúnaðarhyggju. Í fréttatilkynningu frá Samtökum herstöðvarandstæðinga segir að íslensk stjómvöld verði að vera vak- andi fyrir því að stórveldin auki ekki á kjamorkuumsvif sín í Höfunum, Umferð kjamorkuknúinna herskipa og kafbáta sé ógnun við við lífríki hafsins og þar með lífshagsmuni íslensku þjóðarinnar. Samtökin minna á að skoðanakannanir hafí sýnt að 90% landsmanna styðja hug- myndir um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd, og vænta samtökin þess að stjómvöld taki upp eindregna afstöðu í málinu sem endurspegli þennan þjóðarvilja. Samtök herstöðvaandstæðinga skora á stjómvöld að setja þegar í stað reglur sem heimila almennan, greiðan og eðlilegan aðgang að öll- um skjölum utanríkisráðuneytisin%i og öðnim gögnum sem varða sam- skipti íslendinga við erlend stórveldi og hemaðaröfl. Þær eru komnar aftur ! ^ - Sífl. Jjg -jf NORDMENPE CV2201 VIDEO I FUU. AUTO a,. HQ ■ ■ 1830 ggjg HOHCWAUTt fOCUS WÖALANCt SHUTUH R£SCT MEMQRY tom piav / 0 x mwo« zoom Nordmende upptöku- og afspilunarvélamar, fyrir VHS-C spólur, sem passa í venjuleg VHS heimatæki * * * * * ★ * * * * * * * * * * Aðeins 1300 gr (með rafhlöðu) HQ myndgæði (High Qualily) Aðeins 10 lúx (kertaljós í 25 cm íjarl.) 430 línu upplausn Sjálfvirk lit-, ljós og „fókus“-stilling Dags- og tímainnsetning 14 stillingaratriði sjást í myndkíki Tekur VHS-C spólur (fyrir VHS heimatæki) Mynd- og hljóðdeyfir (fader) Sexfalt-tveggja hraða súm CCD örtölvu myndkubbur Fljótandi kristals-stjómskjár 4 lokarahraðar i/6o, 1/250, 1/500 og 1/1000 Hægt að skoða upptöku strax Ýmsir fylgihlutir o. fl. o. fl. Alm. verð: 102rt8Sr- Almenntverð: 87.000,- 'kr./stgr. NORDMENDE NYTSOM NUTIMATÆKI SKIPHOLT119 SÍMI 29800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.