Morgunblaðið - 23.10.1988, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.10.1988, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Minning: Sigiirður Bjarna- son, Innri-Lambadal Fæddur 27. ágúst 1909 Dáinn 13. október 1988 Sigurður var fæddur að Minna- Garði í Dýrafírði. Hann fluttist með foreldrum sínum að Fjalla-Skaga í fardögum 1912. Þar ólst hann upp í stórum systkinahópi næstu 14 árin, en þá flytja foreldrar hans, Bjami Sigurðsson og Sigríður Gunnjóna Vigfúsdóttir, að Innri- Lambadal í sömu sveit. Þau voru síðustu ábúendur á Fjalla-Skaga. Átta ára gömlum mun Sigurði hafa verið lofað í róður á Skaga að vori til. Þar sem hann reyndist sjóhraustur og fískinn var það upp- haf sjómennsku hans sem stóð næstu 20 árin. Strax á fermingaraldri var Sig- urður farinn að stunda sjóinn á þil- skipum (skútum), fyrst á Biminum frá ísafírði og síðar á skútum frá Flateyri og fleiri stöðum. Úthaldið á skútunum byijaði snemma vors og stóð til höfuðdags. Veitt var á handfæri og hver maður markaði sinn físk á sporði eða uggum. Sig- urður var ákaflega kappsfullur við fiskidráttinn enda alltaf barist um að vera hæstur. Um tvítugt fer Sigurður að fara suður á vetrarvertíðir, fyrst til Vest- mannaeyja, svo á Akranes og víðar. Eftir að Þorsteinn Eyfirðingur kom með línuveiðarann Fróða til Þing- eyrar var Sigurður skipveiji hjá Þorsteini, bæði í vetrarvertfðum og síldveiðum. Veturinn 1931—32 var Sigurður vetrarmaður á bænum Litla-Sandi á Hvalfl arðarströnd. Bóndinn þar var að láta byggja íbúðarhús á jörð- inni Miðsandi, þar sem olíustöðin : ' ■ . VORUSYNINGAR SÉRFAG OKKAR Dusseldorf HOGATEC - alþjóðleg hótel- og veitingasýning. Frankfurt DLG Foodtec - alþjóðleg sýning á vélum og tækjum til vinnslu á mjólkurafurðum og geymslu á matvælum Múnchen ELECTRONICA - alþjóðleg sýning varðandi raf- eindatækni. 26. nóv-4. des Munchen HEIM & HANDWERK - sýning á vörum og áhöldum til heimilisiðnaðar. MS^WISflhirt'ifilBIIW.... Köln ARTCOLOGNE - alþjóðleg listsýning. 8.-12. nóv Essen BLECH - alþjóðleg sýning varðandi málmiðnað FERÐA Ct+dtcd MIÐSTOÐIN Tcaud AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVlK - S. 2 8 1 3 3 er nú, en tún þessara jarða lágu saman. Sigurður var aðstoðarmaður smiðsins Beinteins frá Grafardal við húsbygginguna. Var það Sigurði góður skóli, því með sanni má segja að hann hafí verið fæddur smiður og gætti mikillar nákvæmni og vandvirkni í verkum hans. í bam- æsku tálgaði hann litla báta og útbjó skútur með hvítum seglum, en það var dagleg sjón sem blasti við augum okkar bamanna af skemmuhólnum á Skaga. Sigurður tók við búskap af for- eldrum sínum í Lambadal um miðj- an §órða áratuginn. Jafnframt bú- skapnum stundaði hann sjó og ýmsar smíðar í ígripum, byggði íbúðarhús á bæjunum Hólakoti og Fremsthúsum í Mýrahreppi og þótt- ist það farast vel úr hendi. Hann kvæntist Karitas Hinriks- dóttur frá Reykjavfk, fædd 25. maí 1921. Þau eignuðust þijú böm; Bjama f. 28.6 1945, Steinunni Björgu f. 21.6. 1948 og Ingibjörgu f. 29.5. 1950. Sigurður og Karitas bjuggu f Lambadal til ársins 1954, þá veiktist Karitas og dó. Hann varð þá að bregða búi og fluttist til Reykjavíkur með bömin. Eftir að Sigurður fluttist suður keypti hann íbúð á Skúlagötu 52 sem hann bjó í til æviloka. Fyrsta sumarið sem Sigurður bjó í Reykjavík vann hann að byggingu sumarbústaðar fyrir Bjama Bjama- son lækni. Um 20 ára skeið vann Sigurður í Trésmiðjunni Víði, hjá Guðmundi Guðmundssyni og þá aðallega við ýmis nákvæmnisverk. Ég heyrði seinna vitnað í það að fslenskur bóndi, á miðjum aldri og að mestu án allrar skóiagöngu, hefði gengið beint að rennibekkn- um. Þar hafí þessi sami bóndi, þeg- ar hann hvarf frá búskapnum, smíðað húsgögn fyrir borgarbúann. Sigurður Bjamason var gæddur fádæma þreki, bæði andlega og lfkamlega. Kom það best í ljós við umönnun og fyrirhyggju hans við sína nánustu í þeirra langvarandi veikindum. Þar var staðið meðan stætt var. Við hjónin þökkum samfylgdina og biðjum bömum hans og bama- bömum allrar Guðs blessunar. Guðmundur Bjarnason Sigurður er fæddur á Litla-Garði í Dýrafirði 27. ágúst 1909. Hann var þriðja elsta bam af 14 systkin- um. Foreldrar hans vom Bjami Sig- urðsson frá Botni í Dýrafírði og Sigríður Gunnjóna Sigfúsdóttir Al- viðm í Dýrafírði. Dugnaðar hjón og samrýmd. Sigurður kynnist strax þröngum kjömm og mikilli vinnu. Um fermingu segist hann hafa þurft að skila heilsdagsvinnu eins og fulltíða maður. Frá mörgum bæjum í Dýrafírði var stundaður sjóróður. Sigurður byijaði mjög ungur að vera með í róðrum og gera að. Seinna þegar hann eltist fór hann víðsvegar um landið á vertíðar sem hann hafði gaman af að ræða um þau ótrúlegu atvik sem hentu hann í þessum ferðum. Sig- urður tók við búi af foreldmm sínum um 1938 í Lambadal. Sýndi hann þá snilld sína og dirfsku við að byggja upp ný hús á þeirri jörð. Ekki komst hann til þess að læra til smiðs eða nokkurs annars en samt byggði hann hús og fleira jafnt fyrir sig og fleiri. Sköpunargleðinn- ar fengu margir að njóta. Árið 1944 giftist Sigurður Karítas Hinriks- dóttur frá Reylq'avík. Foreldrar hennar vom: Hinrik Jónsson úr Kjós og Sigríður Gumundsdóttir úr Reykjavík. Bjuggu þau í Lambadal. Eignuðust þau þijú böm: Bjama 1945, Steinunni 1948 oglngibjörgu 1950 (sem er konan mín). Karítas var heilsulaus á seinni búskaparár- unum og fór það versnandi. Til Reykjavíkur þurfti hún að leita til lækninga. 1953 varð hún að flytja suður vegna veikinda sinna. Endaði hún fljótlega á spítala með ólæknandi krabbamein og dó 18. janúar 1954. Urðu þetta mikii umskipti hjá fjöl- skyldunni. Ósáttur tekur Sigurður þá ákvörðun að flytja alfarið til Reykjavíkur. Seldi hann allt sem hann átti fyrir vestan; hús, skepnur og bát sem hann sá mikið eftir. Það hvarflaði oft að honum að snúa aftur heim í sína sveit sem hann saknaði mikið. Stundum sat ég með tengdaföður mínum í skemmtileg- um samræðum um alla þá dýrð sem Dýrafjörður hefur að geyma. Allur hans hugur beindist að svo mikilli frásagnargleði og ánægju á þessum stundum. Margt annað var rætt því að ekki var komið að tómum kofun- um um flest sem var að gerast í kringum okkur. Hann fylgdist ótrú- lega vel með því sem var að gerast jaftit í fjölskyldumálum eða lands- málum. Margar skemmtilegar stundir áttum við með honum. Hjá Trésmiðju Víðis vann Sigurður við smíðar nær allan sinn starfsferil eftir að hann fluttist suður. Lag- hentur og sérlega útsjónarsamur við öll störf, voru það hans ein- kenni. Rólegur en samt ótrúlega dijúgur í störfum. Við Skúlagötu 52 keypti Sigurður íbúð fljótlega eftir að hann fluttist að vestan og var hans heimili alla tíð síðan. Frá fyrstu kynnum mínum af tengda- föður mínum hefur mér alltaf fund- ist þar vera sterk persóna sem er- fítt er að lýsa. Miklir erfiðleikar voru hjá honum með þijú böm á framfæri. Réði hann nokkrar ráðs- konur á heimilið sem oft urðu meira vandræði en hitt. Reyndist oft er- fítt að halda fjölskyldunni saman en samt gerði hann sitt besta. Því er nú verr að ekki fór allt sem skyldi með uppvaxtaráform með öll bömin. Átti hann það ekki skilið, þótt hann reyndi sitt besta. Sigurður naut alls staðar mikillar virðingar enda alltaf tilbúin að hjálpa hveijum sem leitaði til hans. Hann kom öllum á óvart þegar 62 ára gamall fór í bflpróf í fyrsta sinn og með sinni þrautseigju lauk hann því og keyrði fram á síðasta dag. Oft kom Sigurður færandi hendi á ótrúlega réttum tíma á mitt heimili og fengu bömin okkar Ingibjargar að njóta þess og gleymdi hann síst þeim. Margt má um Sigurð skrifa en ekki verður hér upptalið. Viljum við hjónin og böm okkar þakka honum fyrir þau góðu kynni og hlýju sem hann skilur eftir sig á okkar heimili. Guðmundur Kr. Ólafsson Það var kyrrt og fallegt veður hér á Akureyri fímmtudaginn 13. október síðastliðinn. Sólin var að hníga til viðar og ylurinn frá síðustu geilsum hennar var óvenju mikill svona að haustlagi. Þessi dagur verður mér minnisstæður vegna þess að hann er einkennilega tákn- rænn fyrir persónu frænda míns, Sigurðar Bjamasonar, en hann lést í Borgarspítalanum þennan sama dag eftir stutta legu. Andlát hans kom ekki á óvart, hann hafði lengi haft betur í baráttunni við dauð- ann, en hlaut að játa sig sigraðan að lokum. Þó nokkuð aldurhniginn væri, átti hann margt ógert að hon- um fannst, og barðist til síðustu stundar við að koma málum í höfn. Sigurður Bjamason var í mínum huga einstakur maður. Ég kynntist honum ekki fyrr en fyrir u.þ.b. 5 áram, þrátt fyrir að hann væri elsti bróðir móður minnar. Hann fæddist að Litla-Garði í Dýrafírði 27. ágáut 1909 og var þriðja bam afa míns og ömmu, þeirra Bjama Sigurðs- sonar, f. 1868 d. 1951, og Sigríðar Gunnjónu Vigfúsdóttur, f. 1881 d. 1964. Þau afi og amma áttu 14 böm og að auki átti afí dóttur áð- ur, en fyrri kona hans, Rannveig Sveinsdóttir, lést af bamsföram árið 1901. Dóttir afa var Rannveig Sigríður, f. 1901 d. 1987, og böm afa og cmmu þau; Sigríður f. 1907, Jónasina f. 1908, Sigurður f. 1909 d. 1988, Guðmundur f. 1910, Ólöf f. 1911, Sæmundurf. 1913 d. 1944, Vigdís f. 1914, Jóhannes f. 1915 d. 1972, Sigurlaugur f. 1916 d. 1978, Jón f. 1917, Vigfúsína (Sína) f. 1918, Ingibjartur f. 1921 d. 1981, Ámý f. 1923 d. 1957 og yngst er móðir mín Ingibjörg f. 1926. Þegar Sigurður er þriggja ára (1912) fluttu afí og amma að Fjalla- skaga sem var ysta byggða ból í Dýrafírði norðanverðum og er í dag taiið utan við mörk hins byggilega heims. Þar mun ekki hafa dropið smjör af hveiju strái í veraldlegum skilningi á búskaparáram afa og ömmu þar, en ég held hinsvegar að svo hafí verið í andlegum skiln- Kynnum um helgina okkar glæsilega úrval af H8iMiusvakjum <m immÉnmmm rslun okkar aö Lækjargötu 22, Hafnarfirði er opin tavgoráL W -1® «9 IwwwdL W«W Nýlagaö kaffi á könnunni og kók og hraun fyrir börnin. VERIÐ VELKOMIN - SJÁUMST! LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIROI SÍMI 50022 ■___

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.