Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 25 Ung- að árum í sínu fínasta pússi. Þarna situr Inga fyrir hjá ljósmynd- ara ásamt Ólafí bróður sinum. gerst í gær, enda hefur þetta allt gengið mjög vel hjá okkur,“ segir hún. — Þú hefur ekkert verið að tvínóna við hlutina? „Nei, það má nú segja. En ég var ung og köld og ævintýraþráin var sterk. Eg veit ekki hvort ég myndi gera svona lagað núna.“ — Hvemig var svo að koma til Bandaríkjanna „Það getur enginn ímyndað sér hvað viðbrigðin voru mikil. Við ís- lendingar héldum að við_ hefðum haft það slæmt hér á Islandi á stríðsárunum, en þama var allt svo ömurlegt. Ekkert til, húsnæðisskort- ur og maturinn var skammtaður. En þetta lagaðist smám saman. — Ameríka var þá kannski ekki eins glæsileg og þú hafðir búist við? „Nei, svo sannarlega ekki. Eg hafði engin kynni haft af Banda- ríkjunum nema úr bíómyndum og þar var allt í blóma, falle'gum litum og Betty Grable," segir Inga og hlær. „Fjölskylda Johns, eða hans Jóns míns eins og ég kalla hann, var al- veg hissa þegar hún frétti að hann væri að koma með konu frá ísla,ndi. En þau tók mér strax mjög vel. Pljót- lega fengu þau meira að segja mikla trú á mér og sögðu ef eitthvað bját- aði á: „Farðu til Ingu, hún getur allt.“ — Varstu nokkuð kvíðin í byrjun? „Nei. Mér fannst ég geta gert hvað sem var á þessum árum. Þetta var ævintýraferð og þegar ég fer í ferðalag þá tek ég því sem fyrir augu ber eins og það er. Þetta var erfitt í byrjun vegna þess að það var erfitt að fá vinnu. Við vorum upp á foreldra hans komin og þau voru ekki efnuð." Inga og John bjuggu í áratug í Amarillo og fluttu síðan aftur til íslands með fjögur böm, það yngsta um það bil árs gamalt. John starfaði hjá Vamarliðinu á Keflavíkurflug- velli en þau bjuggu í Keflavík. Inga segir að þeim hafi líkað vel að vera hér, en eftir sex ára dvöl fluttu þau aftur til Texas. Líður best við sjó og í nálægð fjalla Fyrir tólf árum fluttu þau enn áa ný og þá til eyjarinnar Adak. Hún tilheyrir Alaska og er ein af syðstu eyjunum í Aleutia-eyjaklasanum sem liggur á milli Alaska og Sov- étríkjanna. „Mér fannst ég vera aftur komin til íslands þegar ég kom þangað fyrst. Við mér blasti fögur sýn. Fjöll, sjór og hraun. Þama vaxa villt blóm sem minna mig á íslensku villi- jurtimar, krækiber og svolítið af blábeijum. Mér fannst gott að búa þama því mér líður best við sjó og í nálægð fjalla. Adak og ísland hafa þá sérstöðu að þar starfa hermenn úr sjóhemum. Á þessum eyjum gefst þeim kostur á að hafa fjölskyldumar hjá sér á meðan þeir gegna skyldustörfum. Annars þurfa þeir að dvelja lang- dvölum úti á sjó, fjarri ástvinum. Það er því frekar vinsælt að vera á þessum stöðum og margir fluttu fram og til baka milli Islands og Adak.“ — Hvemig er mannlífið þama? „Á þessum stað hafa margir tengst traustum vinaböndum. Þetta er eins og lítið sveitaþorp að stærð með 4.500 íbúum sem allir era á vegum sjóhersins. Margir þoldu ekki að búa í þessari einangran til lengd- ar, en við kusum aftur á móti að vera þama þangað til John fór á eftirlaun um síðustu áramót, eða í ellefu ár. Þarna er mjög gott að ala upp böm. Engar hættur og góðir skólar. En þegar fólk er átján ára verður það að hverfa á brott frá eyjunni nema það stundi atvinnu eða skóla- nám.“ Á Adak er útibú frá Alaska- háskóla og menntaskóli sem Inga tók þátt í að setja á stofn. Þar er mikið félagslíf, kvöldnámskeið og fleira. „Ég reyndi að taka þátt í þessu öllu, eins mikið og ég gat. Eg sá meðal annars um kosningar fyrir Alaskaríki og skráði nýtt fólk þegar það kom til Adak. Ég hafði gaman að því en það gat verið erfitt að þurfa að telja atkvæði í sólarhring eftir að kosningu lauk. Um tíma bjuggu fjórar íslenskar konur á Adak. Við höfðum mikið samband. Við fengum okkur lax og reyktum og marineraðum síld. Á jólunum var reykt lambakjöt svo við fengum hangikjöt eins og góðum Islendingi sæmir. Við reyndum að hafa eins mikla íslenska stemmningu eins og við gátum." — Hvemig ferðuðust þið á milli? „Staðurinn var vissulega einangr- aður og það tók þijá og hálfan tíma að fljúga til Anchorage í Alaska. Til að spara okkur peninga fengum við stundum ókeypis far með her- flugvélunum sem fluttu vaming frá Alaska. Ég hafði gaman af þessum ferðum. Oft gat verið anski kalt ef maður lenti á vélum sem fluttu matvæli. Þá var hitastigið inni í vél- unum um frostmark til þess að mat- urinn skemmdist ekki. Þegar við lentum á þessum vélum tókum við ullarfatnað með okkur. Við fóram inn á salerni þegar tækifæri gafst eftir flugtak og klæddum okkur í ullarboli, buxur, sokka, vettlinga, lopapeysur og settum svo trefil um hálsinn. Þá kom íslenska ullin sér vel. Frá Alaska til Flórída Mér líkaði vel að búa þarna þótt vetumir gætu verið mjög harðir. Stundum þurfti maður að leita að bílnum sem var á kafi í snjóskafli og grafa hann upp. Oftast var snjó- þungt, en snjórinn kom ekki fyrr en eftir jól síðustu tvö árin sem ég dvaldi þama. Ég varð mjög vonsvik- in yfir því að hafa ekki hvít jól. Ég er alveg viss um að ég á eftir að sakna staðarins," segir Inga, en þau hjónin fluttu til Flórída fyrr á þessu ári þegar John fór á eftirlaun hjá hemum. Þau ætla að kanna hvernig þeim líkar að búa þar. „Stærsti kosturinn við nýja stað- inn er sá að það tekur klukkutíma að keyra til Orlando og þaðan er beint flug til íslands. Ég hugsa því gott til glóðarinnar því nú verður auðveldara að komast heim til ís- lands. Það munaði ellefu klukku- stundum á tímanum í Adak og á íslandi og það eitt gerði erfítt um vik að ferðast á milli. Það tók mig stundum nokkra daga að komast til dóttur minnar þegar hún bjó í Ida- ho. Nú býr hún aftur á móti í Oreg- on og þá tekur langan tíma að heim- sækja hana frá Flórída." Inga á fjögur böm, Gloriu, John, Arthur Guðjón, sem skírður er eftir báðum öfum sínum, og Steven. Bamabömin era fímm. Yngsti son- urinn er sá eini sem slapp við her- skyldu. Sá elsti var í tvö ár í Víet- nam og sagði Inga að það hefði verið erfiður tími. Það var mikill léttir þegar hann kom heim heill á húfi. Fyrir tólf áram slasaðist Arthur, næst yngsti sonurinn, mjög illa í bílslysi. Hann lá meðvitundarlaus í þijá mánuði og var honum vart hug- að líf. Einn daginn vaknaði hann upp og kom þá í ljós að hann var lamaður vinstra megin. Hann þurfti að læra að tala, lesa, skrifa og ganga upp á nýtt. Nú gengur hann með staf. „Það er skrítið hvemig líkamann skiptist í tvo helminga," segir- Inga.„Öðrum megin er hann alveg lamaður, en vinstra megin er hann alveg eins og þegar hann lenti í slys- inu. Honum hefur farið ótrúlega mikið fram og ég held því fram að það sé að mörgu leyti því að þakka að Ste- ven, litli bróðir.hans, neitaði að gef- ast upp. Hann sat yfir honum tímun- um saman þegar hann var meðvit- undarlaus og gafst aldrei upp. Sly- sið gerðist rétt fyrir jól og Steven leit ekki af honum á meðan við vor- um að komast frá Adak. Það tók okkur þijá daga. Þessi jól vora erf- ið. Við biðum á spítalanum milli vonar og ótta. En við komumst yfir þetta með guðs hjálp. Sem betur fer hefur hann aldrei spurt hvers vegna þetta kom fyrir hann. Hann er alltaf brosandi. Stundum er ég leið yfír þessu fyrir hans hönd, en þá er það hann sem telur í mig kjark. Arthur býr hjá okkur, en þrátt fyrir að hin bömin búi sitt í hveiju ríkinu höfum við mikið samband. Við tölum saman í síma og stundum koma þau og gista. Þegar ég lít yfir farinn veg fínnst mér allt hafa gengið mjög vel. Það fóru sva margar íslenskar stúlkur út á þessum áram. Sem betur fer hafa margar þeirra haft það gott. Ég álít að mitt líf hafi verið gott og bömin mín heppnast vel. Þau hafa ekki leiðst út í neina vitleysu. Yngsti sonur minn sagði einu sinni við mig þegar þetta barst í tal:„Ég þorði aldrei að gera neitt slíkt af því að ég var _svo hræddur um að þú yrðir reið. Ég vildi aldrei verða þér til skammar.“ Þegar ég heyrði þetta fannst mér gott að þau bára svo mikla virðingu fyrir móður sinni. Ég var líka ánægð með hvemig uppeldið hefði tekist." — Ertu alltaf jákvæð? „Sennilega. Ég er bjartsýn og hef gaman af að starfa með fólki og vil hafa fólk í kringum mig. Við höfðum aldrei komið til Flórída áður en við fluttum þangað og höfum verið mik- ið á ferðinni og skoðað okkur um. . Ég hef því ekki haft tíma til að kynna mér hvaða sjálfboðavinna býðst. Ég hef hugsað mér að hella mér út í hana. En ef okkur líkar ekki á Flórída eram við tilbúin til að reyna eitthvað nýtt. Okkur dreymir alltaf um að dvelja eitthvað hér á íslandi, þó ekki væri nema um tíma að sumri til, og þá helst öll fjölskyldan saman.“ Viðtal: Ásdís Haraldsdóttir. 1111 Sjá næstu síðu iM'iTi'n'iiitMmi,tmi|imtk||tt|||i|||Mi*M||||||||iiiii|i,i,,,iiiiii,iiiiiiiii,iiiiiiiii,i,iiiii,iiiiMi111111111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.