Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 „Eg vaknaði einn morgnninn og ákvað að snúa blaðinu við“ Að festa rætur. Hvað er það? Að vera alla æsku hjá foreldrum sínum báðum og báðum í einu? Eða til skiptis og kynnast þá ýmsum rótum sem festast... festast... Að sjá Gyðingakonu í strætisvagni í Tel Aviv missa upp ermina og fangamarkið blasir við ...? Hvenær festist rót... rætur? happel er tvítugur og er búsettur í Reykjavík. Friðrik starfar sem þjónn á veitingahúsi hér í bæ. Við Frikki eins og við skulum kalla hann höfðum mælt okkur mót og ég byijaði á því að biðja hann að segja mér eitthvað frá uppruna sínum. Eg man fyrst eftir mér í Garða- bænum en þaðan fluttist ég ásamt flölskyldu minni til Akureyrar. Ég byijaði í gagnfræðaskóla þar en fór síðan í gagnfræðaskólann á Núpi í Dýrafirði og tók áttunda og níunda bekkinn þar. Dvaldist þar á heima- vist. Ég hef oft flust á milli staða. Foreldrar mínir skildu. Ég var hjá þeim til skiptis. En ég fór oft á milli og hafði herbergi á báðum stöðum. Það var alltaf erfitt að festa rætur. En það að festa, hlýtur það ekki að hafa margar merkingar. Ég fór á Núpsskóla í Dýrafirði. Ég man alltaf eftir fyrsta deginum á Núpi. Þá mætti ég stressaður í bleikum buxum og í bleikri skyrtu. Fyrst var ég litinn hornauga vegna þess að flestir voru í leðuijökkum hlustandi á þungarokk. Svo féll ég inni hópinn og það myndaðist vin- skapur milli mín og nokkurra þungarokkara sem voru þama. Þetta var skemmtilegt tímabil. Staðurinn einangraðist stundum vegna veðurs. Þetta var í fyrsta skipti sem maður dvaldist úti í sveit ef hægt er að kalla það svo. Hvað tók við eftir Núp? Þá fór ég til Suðureyrar við Súg- andafjörð. Dvaldist þar í verbúð og vann í fyrstihúsinu. Vann þá við flökun, uppskipun, útskipun og við löndun. Var ekkert erfitt að komast inn í móralinn? Jú það er alltaf tilhneiging á svona litlum stöðum að viss kjarni fólks hópar sig saman og vill ekk- ert kynnast utanaðkomandi aðilum. Ég er nú þannig að ef ég kem á stað sem ég hef aldrei áður komið á þá langar mig til að kynnast fólki. Það gekk nú ekki vel til að byija með. En þegar einn gamall trillukarl heyrði einhvern öskra: „Weisshappel" þá spurði hann mig hverrar ættar ég væri að kom í ljós að hann hafði þekkt afa minn. Við byijuðum að tala saman og allt fór að ganga betur. Þetta eru harðir karlar sem hafa alltaf barist fyrir lífinu. Karlar sem vita hvað þeir vilja og segja það sem þeim sýnist. Karlar í krapinu. Þetta verbúðarlíf varð ansi skrautlegt. Þegar maður hafði eign- ast vini þá fóru peningarnir aðal- lega í leigubíla milli Suðureyrar og ísaijarðar en þangað fórum við til að skemmta okkur. Á þessum aldri hugsaði maður ekki um annað en að skemmta sér. Vinnan var bara puð en nauðsynleg til að maður gæti stundað hið ljúfa líf. Fluttistu síðan til Akureyrar? Já ég fluttist síðan til Akureyrar og það var hálf innantómt lífið hjá mér á þessum tíma. Ég var hálf- gerður anarkisti. Var uppá kant við allt og alla. En ég flutti svo til Reykjavíkur og vann við ýmis þjón- ustustörf. Síðan ákvað ég að fara til Eskifjarðar á síldarvertíð og byij- aði að vinna á síldarplani hjá syni Alla ríka sem þar rekur útgerð. Þá byijaði verbúðarlífið aftur. Einn dag vantaði háseta á bát. Verkstjór- inn spurði þá hyort einhvem lang- aði á sjóinn. Ég var einn af þeim sem gáfu sig fram og ég dreif mig með í túrinn. Tók með mér Garfield bangsa sem ég hef alltaf með sem nokkurs konar lukkuhlut. Við kom- um til baka með fullfermi og fórum strax út aftur. Eitt sinn þegar ég var að vinna uppi á dekki þá gall við útum glugga brúarinnar: „Jæja Morgunblaðið/Sverrir Jón Helgi Þórarinsson eru einnig reglubundið á dag- skránni. Um daginn höfðum við til dæmis samband við Kaupmannasamtökin og vorum að velta fyrir okkur að hafa þátt um verslun og viðskipti. Ef unglingar eða aðrir vilja koma og gera eitthvað, þá stehdur það þeim opið. Þeir fá að ráða sér alveg sjálfír í þáttagerðinni og efni sem þessir krakkar gera, virðist ná mjög vel til þeirra sem hlusta. Hefiirðu á takteinum ákveðnar tölur yfir hlustun? Við vitum í sjálfu sér ekkert um það ennþá. Ég hefði nú haft eitt- hvað um það fyrir rúmum mánuði síðan, ef önnur útvarpsstöð hefði Friðrik, þú ert bara helvítis pempía." Eg vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. Þá höfðu þeir séð við mig viðtal sem birst hafði í Samúelog verið tekið eftir keppnina herra Utsýn sem ég var í. Þeir stríddu mér mikið á þessu eftir að þeir upgötvuðu þetta. En það var allt í góðu. Já þú varst herra Útsýn? Já ég var beðinn um að taka þátt í þessari keppni á sínum tíma. Þetta var mjög spennandi man ég. I þijá mánuði fyrir keppnina stundaði ég líkamsrækt og naut leiðsagnar Sig- urðar Gestssonar fyrrum íslands- meistara í vaxtarrækt. Eftir þriggja mánaða æfingaprógramm flaug ég suður og tók þátt í keppninni. Árangur erfiðis míns skilaði sér og í verðlaun fékk ég ferð til Spánar. Þetta var skemmtilegur tími og ég kynntist fólki sem ég þekki enn þann dag í dag. Hvaða álit hefurðu á svona keppnum? Mér finnst þær eiga rétt á sér. Maður lærir á þessu. En mér finnst það misskilningur þegar fólk segist vera í þessu bara til að vera með. Þetta er eins og hver önnur keppni þar sem allir stefna að sigri. En eftir þessa keppni tók við vinna. Ég vann meðal annars við það að selja skófatnað, vann í tískuverslun og sem þjónn á veitingastað. Ég hef alltaf verið haldinn ævintýra- þrá. Alltaf langað til að gera eitt- hvað sem ég hef aldrei gert áður. Einu sinni var mamma að segja mér frá strák sem hafði farið ’ á samyrkjubú í ísrael. Ég aflaði mér upplýsinga og ákvað að skella mér. Keypti mér eins árs miða fram og til baka. Flaug fyrst til London og gisti þar eina nótt. Áður en ég flaug til ísrael lenti ég í mikilli leit á flug- vellinum. Þar voru allir teknir í gegn áður en við gengum um borð í vélina. Á leiðinni út voru nokkrir heittrúaðir gyðingar sem stóðu upp á miðri leið og fóru að lesa upp úr bænakveri. Vögguðu sér fram og til baka. Allir svartklæddir, með svart alskegg og krullur niðrá herð- ar. Mér var tjáð að þeir bæðu alltaf tvisvar á dag hvar sem þeir væru staddir í heiminum. Ég dvaldist í einn mánuð í Jerúsalem og skoðaða m.a. Grátmúrinn og Getsemane- ekki farið af stað með einhvem happadrættisleik, þar sem vinning- amir vom milljónavirði. Félagsvís- indadeild Háskólans kvað ekki marktækt að gera hlustendakönnun á þessum forsendum. En við verðum með í næstu könnun, hvenær sem hún annars verður. Það er ólíkleg- asta fólk sem hlustar á stöðina reglulega. Síminn hringir allan lið- langan daginn og annað hvort em menn þá að skamma okkur eða segja hvað við séum afskaplega skemmtileg. Þeir sem hlusta á ann- að borð, fylgjast mjög vel með okk- ur og láta til sín heyra. Það góða við þennan útvarpsrekstur er ein- mitt að fólk leggur eyrum virkilega við og hlustar, enda full ástæða til. Margir em búnir að leggja óhemju mikla vinnu í þættina sína, til að fræða fólk um margvíslega hluti. Efnið sem við emm með, er ekki til þess fallið að fólk láti það fara inn um annað eyrað og út um hitt, þannig að mér finnst miklu meira virði að fá hundrað manns sem hlusta vel, heldur en þúsund sem hlusta illa. Höfðu starfsmenn stöðvarinn- ar einhverja reynslu af fiölmiðl- un áður en þið fóruð í gang? Allir þeir sem em á Rót vom hálfgerðir nýgræðingar í þessu út- varpsveseni öllu, en við höfðum mjög góðan tíma fram undir sumar- ið til að viða að okkur upplýsingum í þessum efnum. Núna emm við komin með hóp af fólki sem búið er að fá mjög góða reynslu og það besta við þetta allt saman er kannski að það aflaði sér þessarar reynslu án þess að verða fyrir svo miklum áhrifum frá öðmm fjölmiðl- um. Þess vegna höfum við gott tækifæri til að þróast út í eitthvað nýtt. Hvernig er Útvarp Rót fiár- mögnuð? iýn smsd srnojl inse fitied nnilíö UMSJON ARI GISLI BRAGASON OG STEINUNN ASMUNDSDOTTIR J ón Helgi Þór- arinsson nefnist ungur maður sem ættaður er norðan úr landi. Hann hefur tekið sér ýmislegt fyrir hend- ur í gegnum tíðina og segir það stafa af takmarkalausri forvitni sinni á lífinu. í dag gegnir hann starfi útvarpsstjóra á Útvarpi Rót inni f Reykjavík, ásamt því að fást við meginhugðarefni sitt, leiklist- ina. Við mæltum okkur mót á litlu kaffíhúsi í miðbænum og þegar Jón var búinn að troða í pípu sína, sem raunar varð fyrir því óláni að brotna í tvennt á tilþrífamikilli æfíngu hjá leikfélaginu, byrjaði ég að spyija hann aðeins út í fortíðina. Það er af skólagöngu minni að segja að ég fór í Menntaskólann á Akureyri og var síðan einn vetur í Háskóla íslands, í afskaplega þurru námi sem heitir efnafræði. Ég sá fljótlega fram á að verða þar fyrir persónulegu andláti, þannig að ég yfirgaf skólann og hélt norður á ný. Svo kom ég suður aftur síðasta haust og vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera. Fór fyrst að vinna við að setja saman húsgögn í tvo og hálfan mánuð, en hætti þegar ég fékk ekki umsamda launahækk- un þrátt fyrir ötullega unnin störf. A þessum tíma var ég aðeins byijaður að vera á kvöldin og næt- umar á Útvarpi Rót við smíða stúdíóið og tengja allt kerfið. Frá miðjum nóvember og fram í janúar bjó ég eiginlega á staðnum og lagði mig svona á milli verka, þegar færi gafst. Svo bara æxlaðist það þann- ig að ég varð fastur starfsmaður á Rótinni. En þar sem ég er ákaflega forvitinn maður að eðlisfari, hef ég unnið við allt mögulegt. Ég hef verið með múrurum, málurum og rafvirkjum, við smíðar, í vegagerð, skósmíði og á sjónum, svo eitthvað sé nefnt. Hvert var fyrsta starf þitt á Rót? Ég byijaði sem dagskrárstjóri. Ég vissi ekki baun um útvarpsmál áður en ég byijaði, en fannst þetta mjög áhugavert viðfangsefni, þann- ig að ég hellti mér bara út í útvarps- mennskuna og þótti gaman. Mér finnst raunar gaman enn og líklega verð ég í þessu á meðan svo er. Þóroddur Bjamason var útvarps- stjóri fyrstu mánuðina, en ég tók við af honum 1. júní á þessu ári. Geturðu sagt aðeins frá því hvernig Rótin varð til? Sú hugmynd að setja upp útvarp, sem væri einhverskonar grasrótar- fyrirbæri, hefur mjög oft verið til umræðu. í BSRB-verkfallinu ’84 komu upp nijög sterkar raddir um að það væri nauðsynlegt að hafa eitthvað svona fyrirbæri sem málpípu fyrir félagið. Þetta geijað- ist með mönnum í ákveðinn tíma og um mitt síðasta ár kom fólk saman og stofnaði Rót hf., með því markmiði að hleypa af stokkunum útvarpsstöð. Það var byijað að selja hlutabréf og fólk gat keypt hlut frá fimm þúsund krónum og upp í svona tuttugu þúsund. Afrakstur- inn af þeirri sölu er sá, að nú eru á milli fjögur og fimmhundruð manns sem eiga stöðina. Svo var farið af stað og gekk hálf brösug- lega að koma þessu upp, nánast allt var unnið í sjálfboðavinnu á kvöldin og nætumar, fyrir utan einn mann sem vann fram í miðjan jan- úar. Fyrst var áætlað að hefja út- sendingu 1. desember, en það tafð- ist ýmissa hluta vegna fram í jan- úaf, nánar tiltekið til 24. janúar. Við byijuðum að útvarpa eftir há- degi, en fómm fljótlega út í að bjóða upp á alvöru dagskrá, frá morgni til kvölds. Hver eru helstu markmið stöðvarinnar? Aðalhvatinn er sá, að ef gengið er yfir einhvem í öllum fjölmiðlum, geti sá hinn sami látið í sér heyra einhversstaðar. Að til dæmis hvers- konar verkalýðssamtök hafi sinn málsvara. Annars er þetta alls ekki einskorðað við þau, það geta komið þama hveijir sem vera skal og VSÍ gæti rétt eins fengið pláss hjá okk- ur eins og BSRB ef því væri að skipta. Þama fá menn að opinbera sína skoðun á hlutunum, sama hvar þeir standa. Það sem gerir þetta langsamlega mest spennandi að mínu mati, er að málfrelsi fólks er ekki á nokkum hátt heft öðruvísi en að það má náttúrulega ekki aug- lýsa brennivín eða vera með klám. Hefiir fólk notfært sér þessa nýstárlegu aðstöðu svo einhverju nemi? Já, fólk með ólíkustu skoðanir og viðhorf hefur komið inn í þetta dæmi. Eins og þú sérð á dag- skránni, þá eru þama meðal ann- arra ýmsir pólitískir flokkar, allt frá vinstri sósíalistum til yfirlýstra and- stæðinga kommúnisma, Borgara- flokksins. Trúflokkar og hags- munasamtök af margvíslegum toga .isyoiinóa: bom m fcrfíir! 6i: ioib: 3lði niu m feiíot uTrr jnrífií „ urolioi i;y 8HvD é fiwnevf £i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.