Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 KEX Þegar ég var að alast upp bökuðu allar myndarlegar húsmæður heima og það oftast í hverri viku. Það var hámark ómyndarskapar að „eiga ekkert með kaffinu". Þetta kaffibrauð var ekki alltaf gott en ef það var sætt var það fullgott. En nú er öldin önnur. Fáar húsmæður baka í hverri viku og flestar eigum við „aldrei neitt til með kaffinu“ og það er líka allt í lagi. Við kaupum sætabrauð og kex þótt það sé stundum nokkuð dýrt og kexpakkinn sé fljótur að hverfa þegar búið er að opna hann. En myndarlegar húsmæður í mínu ungdæmi áttu tii fleira heimabakað en kökur. Þær bökuðu líka oft kex og nýbakað hafrakex með smjöri eða marmelaði þótti mér allra best. Þótt ég hafi vaxið upp úr því að baka kökur að staðaldri baka ég stundum kex og ef einhver húsmóðirin eða húsfaðirinn eða þá eitthvert barnanna hefiir hug á að fara að mínu fordæmi, er ég hér með nokkrar uppskriftir af kexi. Tvær þeirra eru fengnar að láni úr bók sem móðir mín átti. Sú bók er frá árinu 1933 og heitir Brauð og kökur og er eftir Karl O. Björnsson, bakara, en hann gaf út fleiri merkilegar bækur en þessa, t.d. Sultu-cocktailbókina og Sælgæti, sultur og saftir. Karl O. Björnsson var bakari í Vestmannaeyjum og eru uppskriftir hans nokkuð stórar, enda að öllum líkindum sniðnar fyrir bakaríið. Heldur finnst mér Karl spara vætuna í kexuppskriftum sínum og reyndar fleiru í þessari bók, svo sem laufabrauðsuppskrift, sem ég nota alltaf. Eg bæti þar bara úr og nota meiri vökva í mitt bakkelsi. Næstu tvær uppskriftir eru úr bókinni Brauð og kökur. Ég breytti þeim örlítið, eða lagaði þær til „í takt við tímann“ og birti ég hér báðár útgáfumar. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON „Hrökk-kökur i (knækbröd) 1 kg rúgmjöl 150 g smjör 10 g salt 20 g ger V2 lítri af vatni Þessu er jafnað saman í deig sem er elt og hnoðað heldur ræki- lega. Deigið er flatt út með kefli og haft frekar þunnt; það er skor- ið í kökur sem lagðar eru á hreina og fítaða pönnu. Kökurnar eru stungnar þétt yfír með gaffli eða pijón og bakaðar ljósar í vel heit- um ofni.“ Hrökkbrauð (mitt) 1 kg rúgmjöl V2 dl matarolía 1 tsk..salt 2 tsk. þurrger 6 dl vatn 1. Setjið rúgmjöl, salt, þurrger og matarolíu í skál. 2. Takið 35oC heitt vatn úr krananum. Stingið hendinni undir bununa. Ef hvorki fínnst hiti né kuldi er þetta mátulegt. 3. Setjið vatnið í mjölskálina og hnoðið vel saman, helst í hræri- vél. 4. Fletjið þunnt út á milli 2 arka af bökunarpappír. Þetta verða 4 plötur. 5. Mótið aflangar kökur með kleinuhjóli. Notið reglustiku. 'Pikkið síðan með gaffli og dragið bökunarpappírinn með kökunum yfír á bökunarplötu. 6. Setjið heitt vatn í eldhús- vaskinn. Leggið plötumar milli barmanna á vaskinum og látið lyfta sér í 30 mínútur. 7. Hitið bakarofn í 200°C, blástursofn í I8O0C. Setjið í miðj- an ofninn og bakið í 15—20 mínút- ur. Athugið: Þetta má lyfta sér lengur en 30 mínútur. „Sykur-kex 500 g hveiti 185 g jarðeplamjöl 2 egg 185 g smjör 185 g sykur IV2 dl vatn 12 g lyftiduft 6 g hjartarsalt vanilludropar Þetta er unnið saman í deig, en hnoðað sem allra minnst. Deig- ið er flatt út með kefli og haft heldur þykkt. Síðan eru stungnar úr því kökur með vatnsglasi eða blikkmóti. Þær em síðan bakaðar ljósbrúnar við vægan hita. Eftir bökunina em kökumar smurðar yfír með sprautusykri, sjá nr. 334, síðan látnar augnablik í ofn- inn aftur til að þoma. 334 Sprautusykur (glassúr) 300 g flórsýkur 2 eggjahvítur 1 tsk. edik fáeinir sítrónudropar Sykurinn er hrærður með eggjahvítum afar vandlega. Edik er hrært í síðast ásamt dropunum. Sykurinn má ekki vera of þunn- ur. Þennan sykur má einnig lita á ýmsan hátt.“ Jarðeplamjöl er kartöflumjöl. Ég notaði smjörlíki í kexið, 1 tsk. lyftiduft og V2 tsk. hjartarsalt og V2 tsk. vanilludropa. Einnig setti ég örlítið meira vatn en er í upp- skriftinni. Hafrakex 500 g haframjöl 100 g hveiti 60 g sykur 3 tsk. hjartarsalt 125 g smjörlíki 3V2 dl mjólk 1. Hitið mjólkina, hellið yfír haframjölið og látið standa í 12 tíma. 2. Setjið mjúkt smjörlíki, hveiti, sykur og hjartarsalt út í. Hnoðið vel saman. 3. Setjið á kaldan stað og geym- ið í 2—3 klst. 4. Hnoðið hveiti upp í ef þetta er of lint. 5. Fletjið deigið út í 2—3 sm þykkt. Stingið út kökur undan glasi eða skerið í ferkantaðar kök- ur á plötunni. Notið bökunar- pappír. Gott er að fletja deigið út á honum og hafa aðra örk yfír. 6. Pikkið kökumar með gaffli. 7. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C, setjið kök- umar ofarlega í ofninn og bakið í u.þ.b. 10 mínútur. Kex með sesamfræi 500 g hveiti 100 g hveitiklíð 100 g brætt smjör 3 tsk. salt 4 tsk. sykur 4 dl vatn 1 msk. þurrger V2 dl sesamfræ 1. Setjið hveiti, hveitiklíð, salt, sykur og ger í skál. 2. Setjið vatnið í aðra skál. Bræðið smjörið og setjið saman við vatnið. Hrærið vel saman en smjörið á að hita vatnið. 3. Setjið vökvann í skálina með þurrefnunum. Hnoðið vel saman. 4. Fletjið deigið þunnt út. Ske- rið í kringlóttar kökur undan glasi. 5. Penslið kökurnar með volgu vatni og stráið sesamfræi yfir. 6. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C. Setjið neðar- lega í ofninn og bakið í 10 mínút- ur. Kex með salthnetum (peanuts, jarðhnetum) 200 g hveiti 2 tsk. lyftiduft V2 msk. sykur 75 g smjör eða smjörlíki 100 g salthnetur 1 stórt egg 3A dl rjómi 1. Setjið hveiti, lyftiduft og sykur í skál. 2. Skerið smjörið smátt og myljið út í. 3. Malið hneturnar mjög fínt og setjið út í. 4. Blandið saman eggi og ijóma og setjið út í. 5. Hnoðið vel saman. Setjið í kæliskáp í 2 klst. 6. Fletjið út eins þunnt og þið getið. Stingið síðan kringlóttar kökur undan glasi eða búið til aflangt mjótt kex. 7. Pikkið kökumar með gaffli. 8. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C, setjið í miðj- an ofninn ogbakið í 10 mínútur. Súkkulaðikex 150 g hveiti 2 msk. kakó 100 g smjörlíki 100 g flórsykur 2 eggjarauður V2 tsk. vanilludropar ef til vill örlítið vatn 100 g suðusúkkulaði skrautsykur 1. Hrærið saraan smjörlíki og flórsykur, setjið eggjarauðumar út í, eina í senn, setjið vanillu- dropa út í. 2. Bætið í vatni ef þetta er of þurrt. Hnoðið vel saman. 3. Fletjið þunnt út á hveitistr- áðu borði. Skerið síðan út undan glasi eða búið til aflangar, fer- kantaðar kökur. 4. Setjið kökurnar á bökunar- pappír. 5. Hitið bakaraofn í 180°C, blástursofn í 160°C, setjið í miðj- an ofninn og bakið í 10 mínútur. 6. Kælið kökumar. 7. Minnkið hitann á ofninum í 70°C, setjið súkkulaðið á eld- fastan disk inn í ofninn. Það bráðnar á 7 mínútum. 8. Smyrjið súkkulaðinu yfir kökumar, stráið skrautsykri yfir. IltlSXXilifliEUlSI — /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.