Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Sumir hér á landi virðast vita meira um ensku knattspymuna en PP* VIÐTAI.VIÐ BOBBYMOORE, FYRTRLIÐA ENSKA HEIMS MEISTARA- LIÐSINS1966 Yfirbrag’ðið var það sama. Hann var örlítið þéttari á velli en fyrrum en yfirvegunin, öryggið og festan í fasi hans og hreyfingum minntu svo sannarlega á fyrri daga. Það voru einmitt þessir eiginleikar sem reyndust mörgum andstæðingum hans á knattspyrnuvellinum erfiðir viðureignar þegar hann var á hátindi knattspymuferils síns á sjöunda og áttunda áratugnum. Sá er kom blaðamanni svo fyrir sjónir er enginn annar en Bobby Moore, fyrrum fyrirliði heimsmeistaraliðs Englendinga frá 1966. Morgunblaðið átti einkaviðtal við hann á Hótel Loftleiðum rétt áður en hann hélt af landi brott fyrir skömmu. Moore var hér staddur vegna uppskeruhátíðar leikmanna 1. deildar, þar sem hann afhenti knattspyrnumanni ársins og efiiilegasta knattspyrnumanni ársins vegleg verðlaun. Morgunblaðið/Bjami Bobby Moore afhendir Siguijóni Kristjánssyni, knattspyrnumanni ársins 1988, verðlaun sin á Hótel íslandi á dögunum. Á milli þeirra er Sveinn Sæmundsson, framkvæmdastjóri innanlandsdeildar Flugleiða. obby Moore er af mörgum talinn í hópi snjöllustu knattspymu- manna allra tíma. Eftir heimsmeist- arakeppnina í knattspymu sem fram fór í Mexíkó 1970 sagði sjálf- ur snillingurinn Pelé, að Bobby Moore væri besti vamarmaður heims. Hann á glæstan feril að baki með enska landsliðinu og á þar landsleikjametið; 108 leiki á ámnum 1962 til 1974. Stærsta stund mín sem knattspyrnumanns *- Það var ekki laust við að góðlát- legt bros færðist yfir andlit Moore þegar við höfðum komið okkur þægilega fyrir yfir kaffibolla í hlið- arsal Loftleiðahótelsins og hann beðinn um að rifja upp þá stóru stund þegar hann lyfti Julet Rimet- heimsmeistarastyttunni til lofts eft- ir sigur Englendinga í eftirminni- legum leik gegn Vestur-Þjóðveij- um. Hann hafði greinilega fengið að heyra þessa spumingu nokkrum sinnum áður. „Dagurinn sem við unnum Vest- ur-Þjóðveija á Wembley í júlí 1966 var stærsta og mesta stund mín sem knattspymumanns, á því er enginn vafi. Þetta var þriðja árið í röð sem ég gekk upp þrepin 37 að konungs- stúkunni á Wembley til þess að taka við sigurlaunum. Tveimur árum áður, árið 1964, tók ég á móti enska bikamum eftir að West Ham hafði sigrað Preston í úrslita- leik, 3:2, og ári seinna unnum við Evrópukeppni bikarhafa, Sigruðum þá þýska liðið 1860 Miinehen, 2:0 og síðan var það heimsmeistara- styttan enn ári síðar. Þessi þrenna Bobby Moore og unnusta hans, Stephanie. er hápunktur knattspymuferils míns.“- Tíu pund fyrir samninginn Bobby Moore sem nú er 47 ára gamall, byijaði að sparka bolta nánast strax og hann gat gengið í Leyton-hverfínu í Austur-Lundún- um þar sem hann fæddist. Þegar hann komst á skólaaldur komst hann strax í skólalið Tomhood- skólans í Leyton. íþróttakennari skólans var á mála hjá West Ham og lét félagið vita af nokkuð efnileg- um knattspymumanni sem væri í skólanum. „í þá daga var West Ham stærsta félagið í Austur-Lundúnum og þótti ekki annað koma til greina en að leika með þeim ef til efnilegs knatt- spyrnustráks var leitað. Wally St. Pier, unglingaþjálfari West Ham, bauð mér síðan að koma til félags- ins til reynslu. Eftir reynslutímann var mér boðinn samningur um að leika með unglingaliðum félagsins sem ég þáði og fékk heil tíu sterl- ingspund að launum og þótti bara harla gott í þá daga! Unglingaliðinu sem ég lék með gekk vel og við komumst í úrslit í bikarkeppni unglingaliða og töpuð- um naumlega gegn Liverpool í úr- slitaleik. í þessu sama liði léku tveir aðrir efnilegir knattspymumenn, sem hétu Geoff Hurst og Martin Peters, og í þá daga hvarflaði víst tæpast að okkur að við ættum allir þrír síðar eftir að verða heimsmeist- arar í knattspymu." Sigur í fyrsta leik Bobby Moore gerðist atvinnu- maður með West Ham árið 1958 og lék sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins gegn Manchester United þá aðeins 17 ára gamall. „Ég man nú afskaplega lítið eftir leiknum sjálfum nema hvað við sigruðum 3:2. Ég lék aðeins þijá leiki með aðalliðinu þetta keppnistímabil. Það kom öllum á óvart að ég skyldi verða valinn í liðið fyrir þennan leik. Annar miðvörður liðsins hafði meiðst og valið stóð á milli mín og Malcolm Allison um þessa stöðu, en hann var að komast aftur í liðið eftir meiðsli. Þrátt fyrir að ég hefði bolað honum úr stöðu sinni í þessum leik var hann mér stoð og stytta Og hvatti mig stöðugt til dáða ásamt mönnum eins og Noel Cantwell og Ken Brown en þeir voru allir leik- menn með West Ham á þessum árum. Þessir þrír urðu síðan þekktir framkvæmdastjórar hjá öðrum lið- um og gátu sér gott orð þar. Alli- son hjá Manchester City, Cantwell hjá Coventry og Manchester United og Ken Brown hjá Norwich og nú Plymouth. „Ég á þessum mönnum mikið að þakka,“ sagði Moore sem varð fastamaður í liði West Ham tveimur árum síðar. Var þá gerður að fyrirliða liðsins þegar Ron Green- wood tók við stjóm þess árið 1961. Greenwood olli þáttaskilum Eftir að Ron Greenwood var ráð- inn framkvæmdastjóri hjá West Ham urðu þáttaskil hjá félaginu. Greenwood lagði mikla áherslu á tækni og léttleika í knattspymunni og hvatti leikmenn sína til þess að leika eftir hjartanu og leyfa hæfi- leikum hvers og eins að njóta sín. Hann lét hefðbundin leikkerfi lönd og leið og árangurinn lét ekki á sér standa. West Ham fór að vekja athygli fyrir skemmtilega sóknar- knattspymu og hvar sem liðið lék vom áhorfendastæðin þéttskipuð. Fólk vissi að setja mátti jafnaðar- merki á milli West Ham og sóknar- knattspyrnu. Vamarleikurinn hjá liðinu var hins vegar oft á kostnað sóknarleiksins og liðið tapaði mörg- um leikjum þrátt fyrir að vekja aðdáun og hrifningu áhorfenda. En liðið átti líka sínar stóru stundir. Á ámnum um miðjan sjö- unda áratuginn var West Ham á hátindi frægðar sinnar. „Við urðum bikarmeistarar árið 1964, þegar við sigmðum Preston 3:2 í spennandi leik þar sem Ron Boyce, sem nú er þjálfari hjá West Ham, skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þess má geta, að í liði Preston í þessum leik lék Howard Kendall, þá aðeins 16 ára gamall og var yngsti leikmaður sem nokkra sinni hafði leikið úrslitaleik á Wem- bley. Þetta met stóð allt til ársins 1980 en þá var það einmitt leikmað- ur frá West Ham, Paul Allen, sem sió Jiað. Arið eftir, 1965, sigraði liðið aft- ur á Wembley, þá vestur-þýska lið- ið 1860 Miinchen, 2:0, í hreint frá- bæmm leik. Það var „Budgie“ Byme, einn vinsælasti framheiji West Ham á þessum ámm, sem skoraði bæði mörk líðsins." Val þriggja leikmanna frá West Ham í enska Iandsliðshópinn fyrir heimsmeistarakeppnina 1966 var staðfesting á því að liðið hefði á að skipa frábæmm einstaklingum. Þremenningamir komu allir mikið við sögu í úrslitaleik keppninnar, I 4:2 sigri á Vestur-Þjóðveijum. Geoff Hurst skoraði þrennu í leikn- um og Martin Peters eitt mark. Bobby Moore átti þátt í tveimur markanna og tók að lokum við sig- urlaununum. Hefði viljað enda ferilinn hjá Clougfh Bobby Moore var ekki alveg sátt- ur við endalok sín hjá West Ham eftir gifturíkan knattspymuferil hjá félaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.