Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 33 Gjöftil Víðimýrarsafiiaðar Lars Hansen Lars Hansen dýralæknir físksjúkdóma LARS Hansen dýralæknir hefur verið settur dýralæknir Ssksjúk- dóma frá 1. september siðastlið- inn i eins árs leyfi Árna Sv. Mat- hiesen. Árni hefiir tekið til starfa sem framkvæmdastjóri nýstofii- aðs fiskeldisfyrirtækis, Faxalax hf., sem verður með sjókviaeldi við Reykjanes. Lars nam dýralækningar í Kaup- mannahöfn og lauk prófi í árslok 1984 og lærði síðar fisksjúkdóma- fræði í Skotlandi. Hann hefur starf- að við afleysingar héraðsdýralækna og sem deildarstjóri í útibúi Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins i Neskaupstað. Síðastliðið ár hefur hann starfað sem aðstoðardýra- læknir fisksjúkdóma með Áma Sv. Mathiesen. Lars er þrítugur að aldri, ókvæntur. Fyrirlestr- ar um eld- fjallafræði GEORGE Walker, prófessor í eldflallafræði við Hawaii- háskóla, heldur fyrirlestur klukkan 14 á sunnudag í Odda, stofu 101, og annan fyrirlestur á miðvikudagskvöldið 26. októ- ber klukkan 20, á sama stað. Walker verður veitt heiðurs- doktorsnafiibót við útskrift í Háskóla íslands í dag, laugar- dag. í fyrri fyrirlestrinum heldur Walker tvö erindi sem nefnast: EldQallafræði heita reitsins á Hawaii-eyjum, og Eldfjallafræði Taupo-eldstöðvarinnar á Nýja Sjál- andi. í fyrirlestrinum á miðvikudags- kvöld heldur Walker einnig tvö erindi: Nýjar athuganir á hraun- lögum, og Ráðgátan um flikru- berg. Fyrirlestramir verða haldnir á ensku. George Walker vann brautryðj- endastarf í kortlagningu og rann- sóknum á jarðfræði Austurlands á 6. og 7. áratugnum. Surtseyjargos- ið vakti áhuga hans á eldfjalla- fræði og hann er nú einn virtasti vísindamaður heims á því sviði. VÍÐIMÝRARSÖFNUÐI hefur bo- rist gjöf frá frá Þorgrími Jóns- syni frá Ytri-Húsabakka f Skaga- firði, en hann lést 2. maf 1986 og var jarðsettur f Víðimýrarkirkju- garði. Gjöfina gaf hann til minn- ingar um móður sfna, Filippíu Konráðsdóttur, sem andaðist 13. mars 1919 og hvfiir f Víðimýrar- kirkjugarði. Þorgrímur Jónsson, sem var fæddur 18. september 1914, gaf Víðimýrarsöfnuði spariskírteini ríkissjóðs að nafnverði 375 þúsund krónur. í gjafabréfí óskar hann eftir að fénu verði varið til kirkjubygging- ar í Víðimýrarsókn, en spariskírtein- in verða ekki tekin til notkunar fyrr enþaufallatilinnlausnarárið2000. I bréfi sem Morgunblaðinu hefur borist frá Gunnari Gunnarssyni, formanni Sóknamefndar Víðimýrar- sóknar, eru færðar dýrar þakkir fyr- ir gjöf þessa. o ~cr TOYOTA VETRARSKOÐUN Nú er tækifærið fyrir Toyota eigendur að láta okkur gera allt klárt fyrir frosthörkurnar! Þjónustuaðilar Toyota um allt land eru tilbúnir að taka á móti þér! Fast gjald kr. 6.082*. - Innifalið: 11 Mótorþvottur ® Skipt um kerti ® Skipt um platínur (ekki EFi - TCCS) Skipt um bensfnsíu (ekki EFi) Skipt um loftsíu ® Ath. blöndung (ekki EFi) ® Mótorstilling a ® ® Ath. viftureim ® Mæla hleöslu ® Hreinsa og smyrja rafgeymispóla ® Ath. þurrkur og rúöu- sprautur og setja á ísvara ® Ath. öll Ijós ® Ljósastilling ® Mæla frostþol kælivökva * Gildir frá 1. okt. til 20. des. ® Bætt á frostlegi ® Ath. fjaörabúnað, stýrisbúnaö, virkni hemla og púströr ® Stilla kúplingu ® Smyrja hurðarlæsingar og lamir ® Mæla og jafna loft í dekkjum ® Ath. oltu á vél, gírkassa og drifum ® Bera sílikon á þéttikanta B Reynsluakstur TOYOTA Gunnar Asgeirsson hf. . .SUÐURLANDSBRAUT 16...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.