Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Hátindi knattspyrnuferils síns náði Bobby Moore þegar hann tók við sigurlaununum í Héimsmeistarakeppninni í Englandi 1966. Með honum á myndinni er þáverandi þjálfari enska landsliðsins, Sir Alf Ramsey. Gerbreyting Alf Ramsey Alf Ramsey gjörbreytti enska landsliðinu á næstu árum og gerði það að heimsmeisturum þegar keppnin fór fram á Englandi 1966. En trúði Bobby Moore því að Eng- lendingar gætu virkilega orðið heimsmeistarar áður en keppnin hófst? „Fyrir keppnina vissum við að við værum í hópi þeirra liða sem álitin voru sigurstranglegust og sérstaklega vegna þess að við vor- um á heimavelli. En í byrjun gekk okkur ekkert sérstaklega vel og okkur tókst með naumindum að komast áfram úr riðlakeppninni. En eftir leikinn í átta liða úrslitun- um gegn Argentínumönnum, sem við unnum 1:0 með marki Geoff Hurst, skynjuðum við það fyrir al- vöru að við ættum möguleika." Bobby Moore vildi lítið gera úr því þegar enska pressan kallaði Argentínumennina óargadýr eftir leikinn vegna þess hversu gróft þeir léku í leiknum og var fyrirliði þeirra, Rattin, meðal annars rekinn af leikvelli. Moore sagði að þeir hefðu einungis leikið mjög fast og hvergi gefið eftir í miklum baráttu- leik. I undanúrslitum léku Englend- ingar gegn Portúgölum. „Leikurinn gegn Portúgal var tvímælalaust besti leikurinn í heimsmeistára- keppninni 1966. Þar léku tvö frá- bær lið í undanúrslitum og átti hvorugt þeirra skilið að tapa. Við sigruðum 2:1 með mörkum Bobby Charlton, en harðjaxlinn Nobby Stiles tók að sér að gæta snillings- ins Eusébio og sást hann lítið í þeim leik. Eftir úrslitaleikinn gegn Vestur-Þjóðveijum ljrftum við síðan heimsmeistarástyttunni, sem er stærsta stund í sögu enskrar knatt- spymu." Enska landsliðið enn betra 1970 Margir hafa haldið því fram, að enska landsliðið í knattspymu sem lék í úrslitum heimsmeistarakeppn- innar í Mexíkó 1970 hafi verið enn betra en liðið frá 1966. Er Moore sama sinnis? „Liðið okkar sem tók þátt í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó var að mestu leyti skipað sömu leik- mönnum og ijórum árum áður og var því orðið mjög reynslumikið og til alls líklegt. Við komumst átaka- lítið upp úr okkar keppnisriðli, töp- 4 uðum aðeins gegn Brasilíumönnum í hörkuleik. En í átta liða úrslitunum lékum við gegn Vestur-Þjóðveijum og höfðum yfir, 2:0, þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og örugg- ur sigur okkar virtist í höfn. Við höfðum Þjóðveijana algerlega í vas- anum og tel ég að enska landsliðið hafi þama leikið einn sinn albesta leik í langan tíma. Þegar hér var komið sögu gerði Ramsey breyting- ar á liðinu. Hann tók Bobby Charl- ton útaf til þess eins að hvfla hann fyrir undanúrslitin og setti Colin Bell inná í hans stað. Hvað sem um þessa ráðstöfun Ramsey hefur verið rætt og ritað er ég enn í dag sömu skoðunnar og hann var þá; „taktískt" séð var þetta það eina rétta. Hifinn þama í Guadalajara, þar sem leikurinn fór fram, var óbærilegur og því erfitt að leika. En það þarf ekkert að Qöl- yrða um úrslitin. Beckenbauer tókst að minnka muninn skömmu síðar og Þjóðveijar sigruðu í framleng- ingu. Það var því afar sárt fyrir okkur að þurfa að fara heim frá Mexíkó án verðlauna með jafngott lið og við vomm með þá.“ Hræðileg martröð I Bogotá A leið sinni á heimsmeistaramót- ið í Mexíkó hafði enska landsliðið viðdvöl í Kólombíu og lék þar æf- ingaleik við landslið heimamanna. Daginn eftir leikinn vom ensku landsliðsmennimir í verslunarferð í miðborg Bogotá og eftir að nokkrir leikmanna liðsins höfðu haft viðdvöl í skartgripaverslun ásakaði eigandi verslunarinnar Bobby Moore um að hafa stungið á sig skartgripum úr versluninni og eftir mikinn skrípa- leik var Moore kyrrsettur í Bogotá meðan að mál hans var tekið fyrir. Heimspressan gekk bókstaflega af göflunum meðan á þessu stóð. „Enn þann dag í dag er mér óskiljanlegt hvers vegna þetta gerðist og hvað fyrir þeim vakti sem bám mig þess- ari sök,“ sagði Moore. Af blaðaskrifum frá þessum tíma að dæma var tvennt sem helst kom til greina. Annars vegar að kaup- maðurinn hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér til þess að koma sér í sviðsljósið og hins vegar að þetta hafi verið samsæri til þess að bijóta Moore og enska landsliðið niður andlega fyrir heimsmeistarakeppn- ina. Mál þetta var síðan látið niður falla eftir diplómatískum leiðum og töldu þá flestir að þessi skrípaleikur væri á enda, en öðm nær. „Þegar enska landsliðið var kom- ið út á flugvöllinn í Bogotá,“ sagði Moore, „og við vomm að leggja af stað til Mexíkó kom lögreglan aft- ur. Þá hafði lítill drengur verið dreg- inn fram í sviðsljósið og hann átti að hafa séð mig taka skartgripina ófijálsri hendi. Eg var því kyrrsett- ur f Kolombíu, en félögum mínum leyft að halda ferð sinni áfram. Ég var í fimm daggrí Bogotá og dvald- ist á heimili formiánns knattspymu- sambands landsins, en hússins var gætt af vopnuðum vörðum. Enn var málið leyst eftir diplómatískum leið- um og ég losnaði úr stofufangelsinu og þeirri stund var ég fegnastur er ég kom aftur til félaga minna í enska landsliðinu. Þessi reynsla mín var skelfileg. En mér tókst samt að ýta þessum döpru dögum til hlið- ar og ná mér ágætlega á strik í heimsmeistarakeppninni sj álfri. “ Leikurinn gegn Brasilíu ætíð minnisstæður Þegar rætt er við knattspyrnu- mann sem á að baki 108 landsleiki og á sjöunda hundrað leiki með West Ham og Fulham er vart hægt að láta hjá líða að spyija hann um minnisstæðustu leikina á ferlinum. „Eftirminnilegustu leikimir með landsliðinu voru í fyrsta lagi leikur- inn gegn Brasilíumönnum í Mexíkó 1970, en af mörgum er sá leikur talinn einn besti knattspymuleikur sem leikinn hefur verið í heims- meistarakeppni. Þá er það leikurinn gegn Portúgölum í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar 1966 og að sjálfsögðu úrslitaleikurinn sjálf- ur gegn V-Þjóðveijum í þeirri sömu keppni. Með West Ham em það tveir leik- ir sem em mér efstir í huga og báðir gegn Manchester United. Sá fyrri var fyrsti leikur minn með West Ham eins og áður er getið. Hinn síðari fór fram á Hillsbor- ough, heimavelli Sheffíeld Wednes- day, í undanúrslitum ensku bikar- keppninnar árið 1964. West Ham hafði ekki komist í úrslit á Wem- bley síðan 1940 og var því til mik- ils að vinna fyrir okkur. Fyrir leik- inn vomm við ekki taldir mjög sig- urstranglegir, þar sem Manchester United hafði á skipa frábæm liði á þessum tíma og léku með liðinu ekki ófrægari menn en Bobby Charlton, Dennis Law, Nobby Stiles og George Best. En við náðum frá- bæmm leik og sigmðum 3:1 og komumst á Wembley. Það var stór stund fyrir okkur að leggja stjömu- lið United að velli þetta kvöld í Sheffield." Bobby Moore hefur þó nokkur afskipti af knattspymu enn í dag. „Ég á sæti í stjóm 3. deildar liðsins Southend United og reyni að sjá sem flesta leiki með því félagi og þá er ég lausamaður' í blaða- mennsku hjá vikublaðinu Sunday Sport og er þar með fasta þætti um knattspyrnu." Þegar talið barst að ensku knatt- spymunni í dag sagði Moore að bilið á milli sterkustu liðanna og hinna í 1. deildinni væri sífellt að breikka. Þau sex stóm eins og hann orðaði það; Liverpool, Everton, Manchester United, Nottingham Forest og Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham, væm orðin það sterk fjárhagslega að þau gætu keypt alla bestu knattspyrnumenn Bret- landseyja frá öðmm liðum þegar þeir væm falir og að leikmenn ann- arra liða ættu þá ósk heitasta að fá að leika með þessum liðum. Nýjasta dæmið væri sala Tony Cottee frá West Ham til Everton. Lét Cottee þau orð falla að hann vildi komast til liðs sem gæti unnið til verðlauna. Þrátt fyrir að West Bobby Moore í leik með félagi sínu West Ham fyrir u.þ.b. tveimur áratugum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.