Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 23 Dan PlClíETT Hver var Dan Pickett? ________Blús____________ Árni Matthíasson Einhvernvegínn er það svo að fortíð margra merkileg- ustu sveitablússöngvaranna er sem lokuð bók, sama hvað reynt er að leita eftir æviat- riðum þeirra. Eitt besta dæmið um þetta var Robert Johnson, en í fjölda ára var hann sem yfirnáttúruleg vera i hugum margra blús- áhugamanna áður en menn komust á slóð hans. Þó Dan Pickett sé ekki eins merki- legur tónlistarmaður og Rob- ert Johnson var er eins á komið með honum og John- son á sínum tima að ekkert er um hann vitað. Seint á síðasta ári kom út plata með tónlist Dans Pick- etts, sem á er að finna þrettán dæmi um sveitablús eins og hann gerist bestur, þar sem fetaðar eru troðnar slóðir á hugmyndaríkan og áhrifamik- inn hátt. Upptökumar eru frá árinu 1949, gerðar í Fíladelfíu, en heldur tekur að vandast málið þegar leita á frekari upp- lýsinga. Það eina sem vitað er með nokkurri vissu um Dan Pickett er að hann hét senni- lega réttu nafni James Founty og að hann var líkast til frá Alabama eða Tennessee. Þessi upplýsingaskortur gerir mönn- um eðlilega erfitt fyrir þegar meta á tónlist hans í samhengi við það sem aðrir blústónlistar- menn voru að aðhafast á þess- um árum og á plötuumslaginu eru miklar vangaveltur um mögulega áhrifavalda og upp- mna laga. Pickett samdi ekki mikið sjálfur, en hann tók lög eftir aðra og gæddi þau nýju lífi með góðum gítarleik og ein- stökum söngstíl. Söngstíllinn byggist gjaman á hraðri fram- setningu textans og á köflum verður Pickett svo óðamála að það er illmögulegt að skilja hvað hann var að segja. Kannski heyrist það best í lag- inu Number Writer, en í því lagi béitir hann rödd og gítar nánast sem ásláttarhljóðfæri. Önnur lög fela ekki síður í sér spennu í túlkuninni, s.s. gamla klámvísan Lemon Man, trúar- söngurinn 99*/2 Won’t Do, Baby Don’t You Want to Go, og skondin jarðarfararvísan Ride to a Funeral in a V-8. Eina lagið sem stendur í þeim er þetta skrifar er siðasta lag- ið, Laughing Rag, en Bruce Bastin (útgefandi) setti það þó síðast á plötuna þannig að menn geta þá lyft nálinni af þegar að því kemur. Það lag er þó kannski dæmi um muninn á áhuga hvítra og svartra blúsáheyrenda, því Bastin skýrði mér frá því að Laughing Rag hafi einmitt verið það lag sem svartir plötukaupendur hafi sýnt mestan áhuga á sínum tíma á meðan hvítir safnarar hafi alla tíð sýnt því hina mestu fyrirlitningu. Síðasta umferðin á morgun Skák Bragi Kristjánsson og Karl Þorsteins Heimsbikarmót. Stöðvar 2 tekur nú senn enda. Sautjánda og síðasta umferðin á mótinu verður tefld á morgun í Borgarleikhúsinu kl. 17 og tefla þá saman: Spassky Beljavsky Nunn Timman Kortsnoj Sax Tal Ehlvest Kasparov Nikolic Sokolov Júsúpov Hjartarson Andersson Portisch Speelman Ribli Pétursson Á heildina litið hefur mótið verið bráðskemmtilegt fyrir áhorfendur. Taflmennskan fjörug og skákir tefld- ar í botn. Þeir örfáu keppendur sem venjulega kjósa frekar að leita friðar- samninga á ótefldar skákir en að tefla í tvísýnu hafa orðið í flestum tilvikum að lúta í lægra haldi fyrir baráttufíkn andstæðinga sinna. Það er líka til mikils að vinna. Mótið hefur nefnilega verið mun jafnara en Heimsbikarmótin fyrri og færri vinningar skilja að forystusauðinn á mótinu og þá keppendur sem næstir koma. í Belfort í Frakklandi hafði heimsmeistarinn Kasparov þannig hlotið IOV2 vinning þegar þrettán umferðum var lokið á meðan efstu menn nú höfðu 8 vinninga. Ótrúlegur munur sem gerir mótið vitaskuld jafnara og meira spennandi fyrir vik- ið. Ein vinningsskák f síðustu um- ferðunum getur þannig fleytt kepp- anda sem var fyrir um miðbik móts- ins í keppnina um sigursætin. Árangur heimsmeistarans Kasp- arovs kemur auðvitað mest á óvart þegar taflmennskan á mótinu er skoðuð. Hann hefur hvergi náð að sýna sitt rétta andlit. Taflmennskan heldur hugmyndasnauð og þrátt fyr- ir baráttugleðina hefur hann mátt sætta sig við stutt jafntefli í nokkrum skákum. Til þess að halda toppsætinu á ELO-skákstigalistanum verður hann líka að taka sig á. 12 vinninga þarf kappinn nefnilega í þessu móti til þess að halda ELO-skákstigum sínum og fái hann þá ekki tapar hann stigum nema að hann sigri á mótinu. Sú klásúla er nefnilega í reglunum að sigurvegari geti ekki tapað stigum við þátttöku í því móti. Tölvuspár frá MatchMaker gera ráð fyrir því eftir 14. umferð að heims- meistarinn hljóti einungis IOV2 vinn- ing og yrði þá 15 stigum fátækari eftir mótið með 2745 ELO-stig. Þá er möguieiki að fyrrum heimsmeist- ari, Ánatoly Karpov, skjótist upp fyrir þann núverandi því líkleg stig hans við næsta útreikning eru 2755. Mikhail Tal stal senunni um mið- bik mótsins með því að sigra í þrem- ur skákum í röð. Sá árangur gerir karlinn sáttan og í síðustu skákum hefur hann gert baráttulítil jafntefli uns Beljavsky knúði heimsmeistar- ann aldna til uppgjafar í 14. umferð. Beljavsky er raunar sá keppandi sem að flestra mati hefur teflt manna best. Hefur barist í hverri skák til síðasta manns og aldrei látið deigan síga. Jaan Ehlvest er annar skemmti- legur skákmaður. Hin furðulega ár- átta hans að vinna skákir á hvítt en tapa með svörtu hefur nú tekið enda og jafntefli hefur verið niðurstaðan í síðustu skákum. Hann stendur vit- anlega ágætlega að vfgi bæði í mót- inu og ekki síst með tilliti til heildar- stiga á Heimsbikarmótunum eftir góðan árangur í Belfort nú í sumar. íslensku keppendumir mega ágætlega við una þegar þetta er rit- að. Jóhann situr skammt á eftir for- ystusauðunum á mótinu, hefur 7V2 vinning þegar þetta er skrifað eftir 14 umferðir. Óneitanlega hafa skák- ir hans vakið mesta athygli keppenda í mótinu, ekki einungis vegna þjóð- emis heldur taflmennskan einnig verið býsna fjörug og skemmtileg. Margeir lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir harðvítuga baráttu í hverri umferð. Að tefla í hverri umferð við stigahærri keppendur sem hafa hug á baráttu er ekki auð- velt verk. Sigurinn gegn Nunn gefur honum vafalaust byr undir báða vængi því hann var sannfærandi og taflmennskan sérlega skynsamleg. Aðrir keppendur hafa átt misjafna daga. Þeir keppendur sem komnir em af léttasta aldursskeiði hafa átt heldur brosuga daga á mótinu að Tal undanskildum. Tímahrakið leikið Kortsnoj grátt og Spassky verið fjarri sínu besta. Englendingamir Nunn og Speelman em báðir traustir skák- menn sem erfitt er að vinna en jafn- teflin em helst til mörg nú. Timman hafa verið mislagðar hendur á mót- inu. Teflt mjög vel hefur sá gállinn verið á honum ellegar mátt sætta sig við súra ósigra. Að endingu skulum við skoða skák hans við heimsmeistarann Kasparov, sem er líklega ein besta skák móts- ins. Hvítt: Jan Timman Svart: Gary Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 - RfB, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. f3 - 0-0, 6. Be3 - e5, 7. d5 - c6,8. Bd3 - b5!? Athyglisverð peðsfóm sem byggir á því að ráðast gegn peðamiðborði hvíts. Það var raunar Timman manna fyrstur sem rannsakaði og beitti þessari leikaðferð gegn Spassky Arið 1973. Spassky hafnaði peðsfóminni og lék 9. Rge2 — bxc4, 10. Bxc4 — c5, 11. 0-0 — Rfd7 en öðlaðist lítið fmmkvæði. Taflmennska Timmans er skarpari. 9. cxb5 — cxd5, 10. exd5 — e4! Fómar öðm peði. Eftir 10. — Bb7, 11. Re2 - Rxd5, 12. Rxd5 - Bxd5,13. Rc3 — Bb7,14. Be4 stend- ur hvítur líka betur. Að sögn heims- meistarans lék hann hinn gerða leik á gmndvelli stöðumats sem kenndi honum að staðsetja liðsmenn sína á ákjósanlegum reytum frekar en að telja peðin á borðinu. Raunar er enn ekkert nýtt undir sólinni á taflborð- inu því Timman nefndi hinn gerða leik í skýringum við skákina gegn Spassky og áleit stöðuna óljósa. Þannig hefur svartur ákjósanlegar bætur fyrir peðin eftir 11. fxe4 — Rg4, 12. Dd2 - f5, 13. Rf3 - Rxe3, 14. Dxe3 - f4, 15. Dd2 - Rd7. Annar möguleiki er 11. Bxe4 — Rxe4, 12. fxe4 — Dh4+, 13. g3 — Bxc3+, 14. bxc3 — Dxe4, 15. Df3 Það hefur ekki gerst áður að þrír heimsmeistarar í skák hafi teflt samtimis hérlendis. Kasparov og Spassky sifja að tafli en í baksýn er Tal og fylgist með tilburðum þeirra. - Bf5. Svartur þarf hér ekkert að óttast. Timman bregður á annað ráð. 11. Rxe4 — Rxd5,12. Bg5 — Da5+, 13. Dd2 - Dxd2,14. Bxd2 - Bxb2, 15. Hbl - Bg7! Þrátt fyrir að drottningamar séu horfíiar af borðinu er miðtaflið enn í fullum gangi. Liðsmenn svarts em virkari en hinir hvítu kollegar en í mótfæri hefur hvítur peð. Skoðanir keppenda vom ólíkar því báðir töldu stöður sínar þægilegri. Kannski er það einungis mismunandi smekkur? 16. Re2 - Rd7, 17. Rxd6 - Rc5, 18. Bc2 - Be6, 19. Re4?! Líklegast var betri möguleiki að leika strax 19. 0-0. Aframhaldið gæti orðið þá 19. - Hfd8, 20. Re4 - Rxe4, 21. Bxe4 - f5, 22. Bc2 - Rb6, 23. Bg5. Stöðuna er sem fyrr erfitt að meta. Hvítur er auðvitað peði yfir en góð staðsetning svarta liðsaflans vegur það fyllilega upp. Heimsmeistarinn lét raunar svo um mælt að þessari stöðu gæti 'hann ekki tapað! 19. - Hac8, 20. Re4 - Rxe4, 21. Bxe4 - f5, 22. Bd3?! - Rb6, 23. Rcl „Hvítur viðurkennir með þessum leik að staða hans er lakari," sagði Kasparov fuliur vandlætingar eftir skákina í viðtali á Stöð 2. Erfitt er raunar að benda á haldbærari leið fyrir hvítan. Staða hans er óþægileg og hann dæmdur til þess að verjast. 23. - Hfd8, 24. Bg5 - Hd7, 25. Hel - Kf7, 26. Be2 - h6!, 27. Bh4 - Rd5, 28. Bdl? Timman reynir að leysa vandamál sín á taktískan hátt. Þannig væri 28. — Rc3? svarað með 29. Bb3!. Kasparov er á hinn bóginn snjallari og nýtir galla leiksins á glæsilegan hátt. Eini möguleikinn var að reyna að virkja biskupinn með 28. b6! — axb6, 29. Ba6 28. - Bb4+! Nú strandar 29. Khl á 29. — g5, 30. Bg3 — f4 og biskupinn fellur. 29. Kfl — Re3+ væri vitaskuld skemmsta leiðin til taps svo svar hvíts er þvingað. 29. B£2 - Bxf2, 30. Kxf2 - Rc3!, 31. Bb3 - Bxb3,32. Hxb3 - Rdl+! Endalok útreikningsins sem náði frá 26. leik. Svartur vinnur skipta- mun því hvítur verður að láta hrók- inn af hendi nú til að forða riddaran- um á cl. Svarta staðan er auðvitað auðunnin og heimsmeistarinn var í áframhaldinu í engum vandræðum að innheimta sigurinn. 33. Hxdl - Hxdl, 34. Rd3 - Hd2+, 35. Ke3 - Hxg2, 36. Ha3 - He8+, 37. Kd4 - He7, 38. Re5+ - Kf6, 39. Rc6 - Hd7+, 40. Kc4 - Hc2+, 41. Kb4 - Hxh2, 42. Ha6 - g5, 43. a4 - h5, 44. Hxa7 - Hxa7, 45. Rxa7 Og Timman gafst upp um leið. Einfaldasta vinningsleið svarts er 45. - h4, 46. b6 - Hb2+, 47. Ka5 - Hxb6!, 48. Kxb6 — h3 og hvíta peð- ið verður að drottningu. Þaðgerasér ekkiaiiirgrein fyrír því, hvað þaðerþýðingar- mikiðfyrír heils- una að láta sér ekki verða kaH. íslenska ullin er mjðggóð og er betri en allt annað, sérstaklega i mikfum kulda og vosbúð. En í dag ferðumst við á milli heimilis og vinnustaðar í bilum og föaim frá hlýjum heimilum okkar á hlýja vinnustaði. Þessar stuttu ferðir geta verið ansi kaldar og jafnvel öriagarikar ef við vefjum okkur ekki fyrir kuldanum. Hér kemur silkið sem lausnin. Silkið er mjög hlýtt en aldrei óþægilega hlýtt; það bókstafiega gælir við hörundið. Silkið er örþunnt og breytir því ekki útliti ykkar. Þið verðið áfram .. TTURUL Æ KiMINGABÚfHIVI PÓSTKRÖFUSALA - SMASALA - HEILDSALA. SIMAR 10262 - 10263. LAUGAVEGI25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.