Morgunblaðið - 23.10.1988, Page 57

Morgunblaðið - 23.10.1988, Page 57
dð MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER Í988 /S BYGGINGAVÖRUVERSUJN WSAMBANDSINS :;: KRÓKHÁLSI 7 SfMI 8 2033 Snarl Haust táknar fleira en árstíð- ina. Haust er einnig vörumerki hollenzkrar kexgerðar sem selur vörur sínar hér á landi. Ég býst við að stðru hafrakexkökumar þeirra séu einna bezt þekktar hér heima, en það eru litlu sporöskju- löguðu og stökku kexkökumar sem mig langaði til að vekja at- hygli ykkar á. Mér er tjáð að þær séu lengi búnar að vera til hér í búðum, en þær hafa alveg farið framhjá mér. Ég sá nokkrar kon- ur vera að kaupa svona pakka úti í búð og varð forvitin. Tók ég því eina þeirra tali og sagðist hún oft kaupa þetta kex. Ég skellti mér því á pakka og bauð heimilis- fólkinu upp á fullan bakka af gimilegum litlum kex„bollum“ með allskonar góðgæti á, svo sem rækjusalati, lifrarkæfu með anan- askurli á, sardínum með söxuðum lauk, sýrðum ijóma með kavíar- skreytingu og fleiru og fleiru. ! stuttu máli sagt þá féll þetta í mjög góðan jarðveg, og nú passa ég að eiga alltaf pakka í búrihu sem grípa má til. „Haust“-kexið er einnig sérlega gott sem snarl með glasi af léttu hvítvíni ef óvæntan gest ber að garði, í saumaklúbbnum og fyrir framan sjónvarpið á laugardags- kvöldum svo eitthvað sé nefnt. Það em líka til fleiri tegundir af „Haust" kexi, til dæmis litlu „ristuðu" munnbitamir sem einn- ig eru einkar bragðgóðir. Ber ég þá helzt fram með t.d. reyktum laxi eða sfld, gráðosti, gaffalbitum og harðsoðnum eggjum eða ýms- um ávöxtum og grænmeti. Þið sem hafíð ekki smakkað þetta kex ættuð bara að prófa. Það kemur skemmtilega á óvart! Með kveðju, Jórunn. ELDHÚSKRÓKURINN Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, SIGURÐAR ÓSKARS STEINDÓRSSONAR verkstjóra, Flókagötu 6. Elín Guðmundsdóttir, Andrea Þórdfs Sigurðardóttlr, ErllngurThoroddsen, Guðmundur Sigurðsson, Súsanna Slgurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerdir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjiif _____ um gerð og val legsteina. \ ÍS S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA n .... SKÉMMUÆGI 48 SIMI76677 Minning: LAMELLA PARKET 10% afsláttur Bjóðum viðskiptavinum okkar 10% afslátt af LAMELLA PARKETI í tilefni finnskrar viku JÓRUNN KARLSDÓTTIR Ásgerður Hinríka Guðjónsdóttir Fædd 6. ágúst 1913 Dáin 17. október 1988 Mér barst sú óvænta sorgarfrétt erlendis sl. mánudag að tengdamóð- ir mín væri látin en hún verður jarð- sett frá Fossvogskirkju á morgun kl. 13.30. Ásgerður fæddist á ísafírði 6. ágúst 1913 dóttir hjónanna Þor- bjargar Guðmundsdóttur er dó 1970 og Guðjóns Ásgeirssonar skip- stjóra er drukknaði með m.b. Gunn- ari 6. júnf 1914 þegar Ásgerður var tíu mánaða gömul. Ásgerður átti eina alsystur, Sigríði, og tvö hálf- systkin, Helgu og Guðjón, er lést í skotárás á ms. Súðina 21 árs gam- all. Ásgerður ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Ásgeiri Kristjánssyni og Hinriku Sigurðardóttur í Am'ardal, til 8 ára aldurs en flutti þá til móð- ur sinnar. Snemma þurfti Ásgerður að fara að vinna og sjá fyrir sér og með dugnaði tókst henni að safna fýrir skólakostnaði til að komast í Hús- mæðraskólann Ósk, sem á þeim tíma var draumur margra ungra kvenna. Árið 1932, 19 ára gömul, giftist hún eftirlifandi manni sínum, Viggó Bergsveinssyni vélvirkja, og bjuggu þau fyrst á ísafírði en fluttu til Reykjavíkur 1949 á Grenimel 23. Ásgerður og Viggó eignuðust tvö böm, Ingveldi Þorbjörgu, gift Gísla Ólafsson, forstjóra, og Þráin Eirík, Blómastofa Friöfinm Suöurfandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til ki. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. vélstjóra, giftur Margréti Björg- vinsdóttur, og bamaböm og bama- bamaböm þeirra era tíu. Fjölskylduböndin hafa verið mik- il og sterk og átti Ásgerður sinn mikla þátt í þeim enda var hún fyrirmyndar húsmóðir eins og heim- ili þeirra Viggós ber gleggst vitni. Eg þakka tengdamóður minni góð og náin tengsl og tengdaföður mínum votta ég innilegustu samúð með ósk um styrk. Blessuð sé minning Ásgerðar H. Guðjónsdóttur. Gísli Ólafson Mánudaginn 24. október verður mín ástkæra amma borin til graf- ar. Hún andaðist í Landspítalanum 17. október sl., eftir stutta legu. Veikindi hennar voru samt mikil, en hún bar þau ekki utan á sér. Amma var lítið fyrir að láta stjana í kringum sig, hún reyndi, þó veik væri, að gera alla hluti sjáíf fram á síðustu stundu. Hún var sterkur persónuleiki, og það verður erfítt fyrir mig, að feta í hennar fótspor. Ég og mamma bjuggum hjá ömmu minni mín fyrstu sjö æviár. Þessi ár og alla hennar tíð mótaði hún mikið minn persónuleika. Hún reyndi að kenna mér, að maðurinn ætti að fara vel með alla hluti, og eyða ekki um efni fram. Þar sem afí var vélstjóri til sjós, og oft að heiman, dvaldi ég nótt og nótt hjá ömmu á mínum yngri árum. Ég spurði ömmu oft, hvort hún væri aldrei hrædd að sofa ein, þegar afi væri á sjónum. Hún sagð- ist aldrei vera hrædd, henni liði svo vel á Grenimelnum. Amma var mikil húsmóðir. Ég veit, að ég kemst aldrei í hálfkvisti við hana, hvað það snertir. Hún var mikil hannyrða- og saumakona. Það vora ófáar flíkumar sem hún saum- aði á okkur bamabömin. Einnig setti hún upp púða fyrir annað fólk. Hún hugsaði vel um heimilið og afa, sem nú á um sárt að binda. Hjá mér og mínum bömum verð- ur mikill söknuður, að sjá ekki ömmu meira, því samband okkar var gott og mikið. Maður fór aldrei svo í bæinn að maður kæmi ekki við á Grenimelnum, _ og fengi sér kaffí og kleinur. Eða eins og Gísli sonur minn sagði alltaf: Amma Ása býr til bestu kleinumar. Ég mun sakna ömmu minnar alla mfna ævi, því við voram svo samrýmdar. Ég gat alltaf leitað til hennar með öll mín vandamál. Eft- ir að ég eignaðist bömin, sagði amma oft við mig: „Ása mín, farðu þér hægt og njóttu þess sem þú hefur.“ ^ Ég vil þakka ömmu minni allar þær ánægjulegu stundir sem ég og fyílskylda min höfum átt með henni. Nafina Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför, SIGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR Sleltustöðum. Fyrir hönd atdraðs föður, Sigurðar Þorvaldssonar, og annarra vandamanna, Arndís G. Óskarsdóttlr, Broddl S. Björnsson, Þorvaldur G. Óskarsson, Slgurlfna Elrfksdóttir, böm og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4“— Síml 681960 Sölustjóri LAMELLA PARKET frá Finnlandi verður viðskiptavinum okkar til aðstoðar í versluninni miðvikudag 26. okt. frá kl. 13.30 til 15.30. 25 HAUST

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.