Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Útgefandi tn&Uifrft Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Ut úr skugganum Nú þegar hin nýja mynd Hrafns Gunnlaugssonar, í skugga hrafnsins, er frum- sýnd er ástæða til að minna á mikilvægi innlendrar kvik- myndaframleiðslu og þá að sjálfsögðu einnig innlendra þátta, einkum listrænna þátta, í sjónvarpi. Víðtæk inn- lend kvikmyndaframleiðsla dregur mjög úr hættunni af þeim ógnvekjandi erlenda þrýstingi sem við sjáum hvar- vetna en þó einkum í sjón- varpi. Það er engan veginn víst að tunga okkar lifí af við þann þiýsting og blekking ein að halda því fram að erlendar tungur, og þá einkum enska, glymji hvem dag viðstöðu- laust á flestum íslenzkum heimilum án þess arfí okkar og tungu stafí af því hætta til langframa. Það er ekki undarlegt þó að íslenzkri tungu hraki á svo viðsjárverð- um tímum. En höfundur hinn- ar nýju kvikmyndar, í skugga hrafnsins, hefur bent á að kvikmyndin geti gegnt svip- uðu hlutverki og Hólaprent á sínum tíma, þ.e. að mynda eins konar vamargarð um menningu okkar og tungu. Oddur þýddi að vísu Nýja testamentið í Skálholti en Guðbrandur Bíblíuna alla á Hólum og gaf hana út ásamt öðmm merkum ritum sem drógu að sér athygli þjóðar- innar og áttu ekki hvað minnstan þátt í því að tunga okkar hélt velli. Að vísu hlýtur þetta vamar- starf okkar að vera marg- þætt. Ábyrgðin er mikil hjá uppalendum, bæði á heimilum og þá ekki sízt í skólum þar sem fræðslustarfíð fer að mestu fram. Ábyrgð kennara er því einna mest. íslenzkar bækur og bókmenntir eru að sjálfsögðu grundvöllur þess að við munum áfram geta talizt sérstök menningarþjóð með merkan og sérstæðan arf. Má vel rifja það upp hér að við hefðum áreiðanlega ekki fengið handritin heim ef við hefðum glatað tungu okk- ar og sumir vilja halda því fram að tvísýnt væri hvort við hefðum fengið þann byr sem raun ber vitni í baráttu okkar fyrir aukinni fískveiðilögsögu ef ekki hefði komið til einstæð saga okkar og sá arfur sem við höfum ávallt getað lagt fram sem tryggingu fyrir sér- kennum okkar og sjálfstæðis- vilja. Þessi arfur, ásamt landinu sjálfu, hefur aukið okkur virðingu og opnað okk- ur margar dyr í samskipta- miklum nútímaheimi. Heiður okkar er í veði að við ávöxtum arf okkar og verndum tunguna einsog unnt er. í þeirri baráttu verður inn- lend kvikmyndaframleiðsla ómetanleg og við eigum að leggja áherzlu á hana, bæði af þjóðlegum metnaði og svo einnig — og ekki síður — vegna þeirrar listrænu áskor- unar sem leiklist er, hvort sem við upplifum hana á sviði, í sjónvarpi, kvikmyndahúsum eða með öðrum hætti. Og þá er ekki sízt mikilvægt að ávallt sé fyrir hendi á mynd- bandaleigum gott úrval inn- lendrar framleiðslu sem freist- ar ungs fólks í harðri sam- keppni við yfírgnæfandi inn- flutning. Allt þetta leitar á hugann þegar ný íslenzk kvikmynd er frumsýnd. Það er mikið í húfí og næstu áratugir munu ráða úrslitum um það hvort við höldum velli sem íslenzk þjóð eða ekki. Vonandi verður gæfan okkur hliðholl en sjálf þurfum við að taka til hendi á öllum vígstöðvum og veita þá viðspymu sem nauðsynleg er. Það vinnur enginn stríð með því að hlaupa af vígvellin- um. Við vemdum engan arf með þeirri blekkingu að unnt sé að banna útlönd á íslandi. Tæknin sér um það að útlönd koma til íslands hvað sem hver segir. En við vinnum þetta stríð með því að efla innra þrek okkar sjálfra og leggja áherzlu á þann arf sem við beztan eigum og hvemig við ávöxtum hann. Kvikmynd einsog í skugga hrafnsins er slík ávöxtun. Hún er sérstæð og persónuleg fyrir leikstjór- ann, hún fjallar um íslenzkt efni og minnir á arf okkar og sögu og 'nún hvetur okkur til baráttu gegn þeim öflum sem geta orðið okkur skeinuhætt- ust. Svartur galdur myndar- innar leiðir til mikilla átaka, harmleiks. En hún endar í þeim hvíta galdri sem er í tengslum við vonina. Rúmar tvœr vikur eru þangað til Bandaríkja- menn ganga að kjör- borðinu og velja sér for- seta til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng en ekki þótt að sama skapi spennandi. George Bush, vara- forseti og frambjóðandi repúblíkana, hefur unnið á jafnt og þétt og þykir nú hafa svo öruggt forskot fram yfir keppinaut sinn, Michael Dukakis, ríkisstjóra í Massachu- setts og frambjóðanda demókrata, að stuðningsmenn Bush hafa nú orðið helst áhyggjur af velgengninni. Með hliðsjón af því að í vor og um mitt sumar var Dukak- is spáð sigri er óhætt að slá því föstu, að kosningabarátta Bush hafi verið vel skipu- lögð og skilað árangri. í maímánuði síðastliðnum hitti sá sem þetta skrifar mikilsvirtan stjómmálamann úr röðum demókrata og tók þátt í óform- legum samræðum við hann um stöðuna í forsetakosningunum á þeim tíma, en þá var orðið ljóst, að þeir Bush og Dukakis myndu keppa til úrslita. Voru menn að óska demókratanum til hamingju með það, hve hans manni gengi vel samkvæmt könnunum og þá sýndist helst að demó- kratar fengju að nýju forseta eftir átta ár undir repúblíkananum Ronald Reagan. Demókratinn tók þessu öllu með stillingu og sagði, að þetta sýndi því miður helst það, hve Bush væri ómögulegur, því að fáir hefðu trúað því fyrirfram að Dukakis myndi njóta slíkra vinsælda. Hefur hugurinn oft leitað til þessara orða þegar fréttir af framvindu kosninga- baráttunnar hafa borist. Virðist hafa kom- ið í ljós að því meira sem Bandaríkjamenn sjá til pukakis þeim mun minna fylgi fær hann. í síðari kappræðum þeirra frambjóð- endanna varð Dukakis að svara spuming- um um það, hvers vegna hann væri svona durtslegur. Ótrúlegt öryggisleysi heijaði oft á Bush þegar hann stóð í sviðsljósi fjölmiðlanna og honum er gjamt að mis- mæla sig og sýnist þá eins og annars hugar. Hann hefur unnið bug á þessu í kosningaslagnum og þykir hafa sýnt meiri slagkraft í málflutningi en Dukakis. Ann- ars vegar hefur Bush gripið til hugmynda- fræðilegra röksemda í baráttunni við Duk- akis og hins vegar hefur málflutningur hans einkennst af beinskeyttum árásum á andstæðinginn vegna einfaldra mála, sem mörgum finnst raunar að ekki eigi heima í baráttu sem þessari og nefna þá gjaman fyrst deilumar um hyllingu bandaríska fánans í skólum. Er Bush meðmæltur fána- hyllingu en Dukakis ekki. Margir eiga eftir að gera úttekt á þess- ari kosningabaráttu í Bandarfkjunum eins og öðrum. Ástæðumar fyrir sveiflunni Bush í hag era margar. Mestu skiptir auðvitað að bandarískir kjósendur telja afkomu sina almennt góða og treysta því að Bush haldi áfram á sömu braut og Reagan. Gorbatsjov verður forseti Kosningabaráttan um völdin í Hvíta húsinu tekur í raun og vera mörg ár í Bandaríkjunum. Hún kostar mikla Qár- muni, óendanlega fundi, ferðalög, umræð- ur og mannamót. Allir fíölmiðlar era á þönum í kringum þá sem gefa kost á sér og hvert einasta smáatvik í lífi þeirra er grandskoðað. Margir taka ekki þá áhættu að fara þannig undir smásjána og aðrir falla úr leik eftir að henni er beint að þeim. Baráttan um völdin í Kreml er háð með öðram hætti eins og best kom í ljós undir lok septembers, þegar menn urðu fyrst varir við að eitthvað óvenjulegt væri á seyði í æðstu stjóm Sovétríkjanna vegna þess að Edúard Shevardnadse, utanríkis- ráðherra þeirra, sem var í New York og hafði skipulagt þar fundi með fulltrúum erlendra ríkja var allt í einu kallaður heim í skyndi vegna óvænts fundar í miðstjóm flokksins. Vestrænir fíölmiðlar hófu strax að geta sér til um það, hvað kynni að vera að gerast, því að þrátt fyrir glasnost eða aukna upplýsingamiðlun var sovéskum þegnum auðvitað ekkert skýrt frá þvf hvað höfðingjamir hefðust að. Hefur raunar verið á það bent af sérfræðingum að Gorb- atsjov hafí beitt samskonar aðferðum við hreinsanir sínar og forverar hans, þótt blóðstraumurinn hafí ekki legið frá Kreml eins og á tímum Stalíns. Miðstjómarfundurinn stóð í klukku- stund föstudaginn 30. september og þar var ákveðið að sefja forseta landsins Andrej Gromyko út úr stjómmálaráðinu og skipa nýjan hugmyndafræðing flokks- ins, Vadim Medvedev, og setja forvera hans, Jegor Lígatsjov, sem talinn hefur verið helsti keppinautur Gorbatsjovs, yfír landbúnaðarmál f stjómmálaráðinu, æðstu valdastofnun flokks og þjóðar. Daginn eft- ir, 1. október, var síðan haldinn skyndi- fundur í löggjafarsamkundu Sovétríkjanna og stóð hann í innan við klukkustund. Þar var Míkhaíl Gorbatsjov, aðalritari flokks- ins, kjörinn forseti Sovétríkjanna. Þrátt fyrir fyrirheit Gorbatsjovs um að þegnar Sovétríkjanna fengju innan tíðar að velja á milli fleiri en eins frambjóðanda í ábyrgð- arstöður, var aðeins stungið upp á honum einum í forsetaembættið. Samþykktu æðstaráðsmennimir 1.500 kjör hans einum rómi og var atkvæðagreiðslan ekki leyni- leg. I tilefiii af kjöri Gorbatsjovs og ræð- unni sem hann flutti yfir Æðsta ráðinu komst Moskvufréttaritari New York Times þannig að orði: „Á milli línanna virtist megja skilja þann boðskap, að sjálfstætt þjóðþing sem endurspeglaði í raun vilja fólksins — lykil- atriði í áformum Gorbatsjov um að endur- skipuleggja Æðsta ráðið — kæmi auðveld- legast til sögunnar ef hann tæki sjálfur við foiystu í löggjafarstarfínu. Viðleitni Gorbatsjovs til að breyta kerf- inu hefur frá upphafí verið bylting sem hófst á toppnum og er stjómað þaðan.“ Með því að taka forsetaembættið f sínar hendur hefur Gorbatsjov ekki stuðlað að valddreifíngu heldur fest sjálfan sig enn í sessi. Yfírlýst markmið hans er að breyta sovéska forsetaembættinu á þann veg, að það verði valdameira en til þessa. Þegar Leonid Brezhnev, aðalritari, lét fyrstur slíkra manna gera sig að forseta Sovétrílq- anna vora andstæðingar hans innan og utan Sovétríkjanna þeirrar skoðunar, að hann væri að gera þetta vegna tildursins sem forsetaembættinu fylgir. Hann sæti þá jafnfætis erlendum þjóðhöfðingjum. Raunar var fljótlega farið að tala um það eftir að Gorbatsjov hafði fetað í fótspor Brezhnevs, að Bretadrottning kynni að heimsækja Sovétríkin, en Kremlveijar hafa dálæti á konungbomu fólki og fínnst ekk- ert ánægjulegra að sýna heima fyrir en minjar frá keisaratímunum, gull og ger- semar. Hin langvinna kosningabarátta í Banda- rílgunum og þær þrautir sem þeir verða að standast fyrir opnum tjöldum, sem vilja komast til valda f Hvfta húsinu, era f hróp- legri andstöðu við laumuspilið í Kreml. Gorbatsjov kallar menn saman að óvöram og gefur þeim ekki færi á að velja aðra en sig til forsetaembættis, þrátt fyrir fog- ur fyrirheit um breytta og lýðráeðislega stjómarhætti. Síðan ganga talsmenn Sov- étstjómarinnar fram fyrir skjöldu til að lýsa því, að enginn gangi í raun næstur Gorbatsjov að völdum f Kreml, hann sé sem einn á hefðartindinum og allir aðrir jafnir í skugga hans. Átti persónudýrkun ekki að hverfa úr sögunni? Breytingar hjá KGB Þegar Æðsta ráðið kaus Gorbatsjov forseta var einnig skipaður nýr yfírmaður yfír KGB, leyni- og öryggislögregluna, helstu valdastofnun Sovétríkjanna, Vlad- imir Kijútsjkov, sem í áratug hefur stjóm- að erlendri starfsemi KGB og var um tfma stöðvarstjóri njósnamiðstöðvarinnar í New York. Hann var í fylgd með Gorbatsjov á fundinn með Reagan í Washington í fyrra. Að sögn fréttaritara Daily Telgraph er hann á sovéskan mælikvarða vel kunnugur á Vesturlöndum. Skipar hann að því leyti sama sess og Alexander Jakovlev, félagi Gorbatsjovs og fyrram sendiherra í Kanada, sem nú fer með stjóm alþjóða- mála á vegum flokksins. Var Jakovlev með Gorbatsjov hér á landi 1986. Fréttaritari Daily Telegraph segir að þekking nýja pr OQ y " _______MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988_31 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 22. október Morgunblaðið/RAX KGB-forstjórans á Vesturlöndum segi ekk- ert til um-afstöðu hans til þeirra. Viktor Tsjebrikov, fráfarandi KGB-forstjóri, var settur yfír laganefnd í stjómmálaráðinu en nýi forstjórinn á ekki í sæti I því valda- mikla ráði. Hafa margir síðan velt fyrir sér, hvemig stöðu og völdum KGB sé nú háttað. í franska blaðinu Liberation er því hald- ið fram að með því að velja mann með jafn mikla reynslu f störfum KGB erlendis og Kijútsjkov sé verið að beina starfsem- inni meira inn á þær brautir að afla upplýs- inga um menn og málefni utan Sovétríkj- anna. Kijútsjkov hafí ekki einungis starfað í New York heldur hafí hann á sfnum tíma verið með Júrí Andropov, þáverandi sendi- herra Sovétríkjanna í Ungveijalandi, en þar var Andropov 1956 þegar sovéski her- inn braut uppreisn Ungveija á bak aftur. Andropov varð síðar yfírmaður KGB og loks aðalritari og forseti Sovétríkjanna og er talinn hafa ýtt Gorbatsjov í fremstu röð. Þá er sagt að Kijútsjkov hafí gegnt miklu hlutverki í Póllandi 1980 þegar snú- ist var gegn Samstöðu og komið á her- stjóm í landinu. Nýlega birtist hér í blaðinu viðtal við háttsettan landflótta Sovétmann, Stanislav Levtsjenko, sem á sínum tíma starfaði í þágu KGB. Hann var meðal annars spurð- ur um afstöðu KGB gagnvart Gorbatsjov og sagði að án stuðnings KGB hefði orðið erfítt fyrir hann að komast til valda. „Með stuðningi við glasnost er KGB að reyna að bjarga kerfínu. Lögreglan getur ekki barist gegn spillingu því að hún er á kafí í henni sjálf. Gorbatsjov notar þvf KGB til þess að rannsaka öll spillingarmálin. KGB framkvæmir sem sé mikið af hug- myndum hans. Spumingin er hve langt KGB leyfír honum að fara. KGB getur ekki steypt honum af stóli en ef þeir snúa við honum baki verður erfitt fyrir hann að framkvæma stefnu sína og þá er hann búinn að vera hvort eð er.“ Uppstokkunin í Kreml á dögunum hefur vakið venjubundnar spumingar á Vestur- löndum um valdahlutföllin á milli flokksins annars vegar og KGB hins vegar. Við fyrstu sýn var talið að KGB hefði frekar sett niður en sfðan hefur verið sýnt fram á það meðal annars af Mary Dejevsky í grein í The Times, að líklega sé það tölu- verð einföldun að túlka atburðarásina á þennan veg. Hún segir, að f nýja sijóm- málaráðinu hafí KGB og fulltrúar öryggis- aflanna í landinu sterkari stöðu en í því gamla. Til dæmis verði að líta þannig á að Viktor Tsjebrikov, fyrram KGB-for- stjóri, hafí styrkt stöðu sína innan stjóm- málaráðsins. Hann sé sá félaganna þar sem hafi hæsta tign f hemum og í raun kunni honum að hafa verið falin umsjón með hemum og lögreglunni auk KGB. Sé svo fari hann óneitanlega með mikil völd. Grein sinni um styrka stöðu KGB í stjóm- málaráðinu lýkur Maiy Dejevsky með þessum orðum: „Þetta [hin sterka staða] gæti táknað annað af tvennu: Annaðhvort nýtur Gorbatsjov fulls stuðnings KGB og öryggisaflanna í viðleitni sinni við að breyta Sovétrílqunum, eða hann á óþægi- lega mikið undir stuðningi þeirra. Sé síðari tilgátan rétt standa völd hans jafnvel á veikari granni nú en nokkra sinni fyrr.“ Matarskortur Þegar Gorbatsjov kallaði saman skyndi- fundina í æðstu sovésku valdastofnunum vora ýmsir þeirrar skoðunar, að hann ætl- aði að boða breytingar vegna þeirrar gagn- rýni sem hann varð fyrir þegar hann sneri til starfa úr sumarleyfí og hitti almenning í Síberíu. Þar vora gerð hróp að honum vegna skorts á öllum sviðum. Ekkert slíkt vakti þó fyrir Gorbatsjov eins og að fram- an er rakið, hann var aðeins að feta í fót- spor fyrirrennara sinna og treysta völd sín með því að koma andstæðingum sfnum á óvart; Lfgatsjov var til dæmis í sumarleyfí þegar fundimir vora boðaðir. I fyrrgreindu samtali við Levtsjenko er rætt um stöðu Gorbatsjovs heima fyrir og hann segin „Hann á ekki einungis S vandræðum með gamlingjana, spillinguna, skrifræðið og Lígatsjov, sem er helsti andstæðingur hans innan kerfísins. 80% kerfískallanna reyna líka leynt og ljóst að skemma fyrir stefiiu hans. Þetta era þó vandamál sem hann ræður við. Helsta vandamál hans er verkalýðurinn. í þau þijú ár sem Gorbatsjov hefur ver- ið aðalritari hafa lífslqör versnað í Sov- étríkjunum. Þeir sem ég hef talað við, og era nýkomnir frá Sovétríkjunum, segja mér að jafnvel í borgum á borð við Odessu sé skortur á matvælum. Það ríkir vissulega engin hungursneyð en úrvalið af matvæl- um er takmarkað og fábreytt. Það er þó bamalegt að álykta sem svo að stór hluti íbúa Sovétríkjanna sé að fara að snúast gegn kerfinu. Það er enginn félagslegur óstöðugleiki, einungis félagsleg óánægja. Sovétmenn era flestir mjög íhaldssamir og vilja föðurlegan og sterkan leiðtoga, sem vissulega getur stungið þeim inn en sér líka til þess að skriffinnamir séu ekki afætur á kerfínu. Af þeim ástæðum sakna furðulega margir Stalíns. í þeirra augum er Gorbatsjov bara enn eitt fíflið, sem lof- ar gulli og grænum skógum líkt og Khrústsjov og Brezhnev." Annar landflótta Sovétmaður, skáksnill- ingurinn Boris Spasskíj, tekur í sama streng í nýlegu Morgunblaðsviðtali. Hann segir, þegar hann er spurður, hvort hann hafí farið til Sovétríkjanna eftir að hann fluttist vestur fyrir jámtjald: „Fyrir sex áram já. Ég hef ekki hug á því núna. Það er svo sársaukafullt fyrir mig að sjá hið mikla ríki eins og Rússland var fyrir byltinguna sokkið í smánarlegt tóm. Ég treysti Gorbatsjov ekki. Hann er dæmigerður stjómmálamaður. Sovétríkin eru enn byggð á hræðilegri ógnun. Grand- völlur ríkisins er rangur, því má ekki gleyma. Mikilvægasta verkefnið hlýtur að vera að fæða þjóðina. Gorbatsjov talar Ijálglega en ennþá er matarskortur í Sov- étríkjunum. Himn uppfyllir ekki loforð sín. Maturinn er mikilvægastur, síðan má fara að ræða frelsið." Lokaorðin hjá Spasskíj falla saman við það sem Levtsjenko sagði, þegar hann benti á þrá Sovétmanna eftir hinum sterka leiðtoga sem gæti brauðfætt þá og veitt þeim frelsi frá matarskorti í öllu ófrelsinu. Af þessum orðum verður það helst ráðið, að þeir hafí rétt fyrir sér sem segja, að til þessa hafí perestrojkan látið meira að sér kveða utan Sovétrflqanna en innan. Enn hefur Gorbatsjov aðeins talað um frelsi og nauðsyn breytinga. Á hinn bóginn notar hann sömu aðferðir og forverar hans til að tryggja völd sín og stöðu. Hínlangvinna kosningabarátta I Bandaríkjunum og þær þrautir sem þeir verða að standast fyrir opnum tjöldum, sem vilja komast til valda í Hvita húsinu, eru í hróplegri and- stöðu við laumu- spilið í Kreml. Gorbatsjov kallar menn saman að óvörum og gefur þeim ekki færi á að velja aðra en sig til forseta- embættis, þrátt fyrir fögur fyrir- heit um breytta og lýðræðislega stjórnarhætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.