Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Ævintýri Hoffmanns Tónlist JónÁsgeirsson Það er næsta einkennileg þver- sögn, að sá maður er einna óvægi- legast gerði grín að öllu því til- standi sem tengist sögu óperunn- ar, skuli um síðir hafa átt sér þann draum að semja það sem heitið gæti alvöru ópera. Víst var það rétt hjá Offenbach að margt er það í óperunum, sem segja má að sé tilbúningur og tildur er liggi einkar vel við háðskri umfjöllun. Þó er það svo, að þegar gert er grín að því sem er auðvelt að skopstæla, þá slær háðið þann háðska, enda upplifði Offenbach það, að gamanverk hans flest gleymdust en þau sem höfðu ver- ið skotspónn hans, stóðu af sér grínið. Endir grínsins gæti verið fólg- inn í því að Offenbach náði ekki að búa til þá alvöruóperu sem til stóð, því aðeins einn þáttur þessa verks er þrunginn þeim leikræna krafti sem menn sækjast hvað mest eftir að heyra í óperuverk- um. Eftir stendur tildursleg, þó ekki óskemmtileg og í heild lífleg leiksýning. Sýning íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins á Ævintýri Hoff- manns er stórbrotið sjónarspil, þar sem leiksvið, glæsilegir búningar, ijölmennur kór, margir helstu söngvarar okkar við undirleik sin- fóníuhljómsveitarinnar, slá út sínum trompspilum. Hljómsveitarstjóri sýningarinn- ar var Anthony Hose. Auðheyrt var að vel hafði verið unnið og að hann er öruggur stjómandi, er stýrði fagmannlega ágætum leik hljómsveitarinnar og góðu samspili hennar við söngfólkið. Leikstjórinn, Þórhildur Þorleifs- dóttir, skapar þama heilsteypta sýningu, lausa við leikstjóraleik- brellur aðrar en þær sem eru hluti af sjálfu leikverkinu. Leikmynd gerð að Nicolas Dragan og búningamir eftir Alex- andre Vassiliev áttu stóran hlut í góðri heildarmynd. Húsakynni Spalanzanis og Giuliettu voru glæsileg og búningamir, sem ýmist voru hversdagslegir, eins og í kráaratriðinu og heima hjá Antoníu, eða yfírmáta glæsilegir, svo sem í fyrsta og öðram þætti, undirstrikuðu fjarstæðukenndar andstæður verksins. Garðar Cortes söng Hoffmann af glæsibrag og náði sérlega góð- um tökum á þættinum um An- toníu, sem er í raun besti hluti óperannar. Nicklausse var sungin af Rannveigu Bragadóttur, sem syngur nú í fyrsta sinn í ópera hér á landi og er þar á ferðinni efnileg söngkona. Guðjón Óskars- son söng Lindorf og enn kemur hann á óvart með glæsilegri rödd sinni. Sigurður Bjömsson var ágætur í hlutverki Spalanzanis og sérlega skemmtilegur sem þjónninn Franz. Olympía var glæsilega sungin af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Kristinn Sigmundsson er lék skúrkana í öllum sögunum var frábær, einkum í demantasöngn- um og þættinum um Antoníu. Gleðikonan Giulietta var ágætlega sungin af Signýju Sæmundsdótt- ur. Rannveig, Sigrún og Signý era að heija sinn feril sem óperasöng- konur og er það tilhlökkunarefni fyrir óperahlustendur hversu margir efnilegir söngvarar hafa komið fram nú síðustu árin. Þrátt fyrir að allt söngfólkið stæði sig með glæsibrag og ekki síst kórinn, þá var burðarás sýn- ingarinnar Garðar Cortes og i þriðja þætti, þar sem sýningin Morgunblaðið/Bjami í lok sýningar íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins á „Ævintýri Hoflmanna" í fyrrakvöld. Frá vinstri: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Anthony Hose hljómsveitarstjóri, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, Garðar Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. og Viðar Guðmundsson í hlutverki Crespel, ættu þar hlut í leik. Eins og fyrr segir var kórinn mjög góður. Aukahlutverkin öll vora vel framfærð. Þar var að hafa John Speight í hlutverki krá- areigandans, Eið Gunnarsson og Þorgeir J. Andrésson, er stóðu sig mjög vel sem drykkjufélagar Hoffmanns, Magnús Stein Lofts- son sem þjón, aðstoðarmann og elskhuga, Sieglinde Kahman í hlutverki móður Antoníu, Loft Erlendsson í hlutverki Schlemihl og Helgu Bernhard, er fór með hlutverk Stellu. Garoar Cortes Sígrún Hjálmtýsdóttir Rannveíg Fríða Bragadóttir Sigurður Björnsson Þórbildur Þorlei&dóttir Guðjón Grétar Óskarsson Signý Sæmundsdótdr Kristinn Sigmundsson Anthony Hose ÓIBr Kolbrún Harðardóttir reis hæst, var það ekki síst fyrir frábæran og leikrænt áhrifamik- inn söng Ólafar Kolbrúnar Harð- ardóttur hversu vel tókst til, þó aðrir sem einnig tóku þátt í þeirri söngveislu, Kristinn Sigmundsson Sögumar þijár era mjög and- stæðar í gerð en þrátt fyrir það var sýningin heilsteypt. Það sem heldur henni svo vel saman, er fyrst og fremst vel gerð og leik- andi létt tónlistin, mjög góður flutningur, glæsileg leikmynd sviðs og frábærlega vel gerðir búningar. Öllu þessu stefndi leik- stjórinn til þeirrar samvirkni, að útkoman var sannfærandi og góð sýning. Morgunblaðið/Þorkell Við afhendingu á vatnsböðunar- og nuddtæki Lyngásheimilisins. Frá vinstri eru Baldursfélagamir Haraldur Þórðarson, Sveinn Sæmundsson, Benedikt Antonsson, Baldur Áraason og Karl Á. Ragnars formaður, Hrefna Haraldsdóttir, forstöðukona Lyngáss, Friðrik Jörgensen úr Baldrí og Magnús Kríst- insson, formaður Styrktarfélags vangefinna. Lionsklúbburínn Baldur 35 ára Lionsklúbburinn Baldur í Reykjavík verður 35 ára 24. október nk. Á þessum 35 árum hefur klúbburínn unnið að margvíslegum líknar- og umhverfisverndarmálum. Fýrstu árin var unnið að ýmsum aðkallandi Iíknarmálum en fljótlega var farið að vinna að stærri og markvissari verkefnum. Má þar nefna stuðning um árabil við upp- eldisheimilið að Kumbaravogi við Stokkseyri. Sá stuðningur leiddi síðar til þess að keypt var notuð saumastofa og hafín framleiðsla á striga- og ofnum plastpokum, hey- ábreiðum o.fl., sem skapaði heimil- isfólki vinnu og heimilinu flárhags- grandvöll. í tilefni af 25 ára afmæli Bald- urs 1978 beitti klúbburinn sér fyrir ijársöfnun allrar Lionshreyfíngar- innar f samstarfí við Hjálparstofnun kirkjunnar utn byggingu sundlaug: ar fyrir Sjálfsbjörg í Hátúni 12. í framhaldi af því beittu sömu aðilar sér fyrir fjársöfnun til stofriunar Styrktarsjóðs Sjálfsbjargar. Undanfarin ár hefur líknarstarf Lionsklúbbsins Baldurs einkum beinst að stuðningi við dagheimilið Lyngás, sem Styrktarfélag vangef- inna rekur og við Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfírði. I sambandi við 35 ára afmæli klúbbsins var Lyngásheimilinu af- hent vatnsböðunar- og nuddtæki ásamt tilheyrandi og Hrafnistu tæki og áhöld fyrir augnlækningastofu ásamt viðbót við sjúkraþjálfunar- tæki. Auk Qáröflunar til framan- greindrar líknarstarfsemi hafa Baldursfélagar unnið mikið starf að uppgræðslu lands í Baldurshaga við Hvítárvatn á Kili. (Fréttatilkynning) Keflavík og Sauðárkrókur: Rætt um togaraskipti „ÉG TEL að eftir næstu viku verði Ijóst hvort við kaupum togarann Drangey af Útgerðarfélagi Skag- firðinga og það kaupi af okkur togarana Bergvík og Aðalvík i staðinn," sagði Ingólfur Falsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti- húss Keflavíkur, í samtali við Morgunblaðið. „Skipaverkfræð- ingur er að meta skipin og eftir helgina getum við farið að ræða um verð,“ sagði Marteinn Frið- riksson stjórnarformaður Útgerð- arfélags Skagfirðinga. „Við yrðum eingöngu með fjóra ísfisktogara ef af þessum kaupum verður," sagði Marteinn. „Við föram fram á að fá tvö skip í staðinn fyrir eitt en höfum hins vegar alltaf reikn- að með því að þurfa að greiða eitt- hvað í milli. Það var settur heilfrysti- búnaður í Drangey til að frysta karfa, grálúðu og rækju en skipið fékk ekki leyfi til að veiða rækju,“ sagði Marteinn Friðriksson. „Við setjum flökunarsamstæðu í Drangey ef við kaupum hana,“ sagði Ingólfur Falsson. „Það færi kvóti héðan ef af þessum kaupum verður og það er að sjálfsögðu hart. Við höfum hins vegar ekki getað rekið frystihúsið með fullum dampi vegna manneklu og hún hefur átt sinn þátt INNLENT í erfíðleikum okkar. Það sem við höfum ekki getað unnið sjálfír höfum við selt á Fiskmarkaði Suðumesja. Meðalframlegð frystihúsa er 16% og við þykjumst góðir ef við náum 17 til 18% framlegð en hún þyrfti að vera 25 til 30%. Hráefniskostnaður og vinnulaun era of há og það hlýtur að stjómast af rangri gengisskrán- ingu,“ sagði Ingólfur Falsson. Fyrirlestur umriftun skiprúms- samninga HIÐ íslenska sjóréttarfélag gengst fyrir fræðslufundi þriðju- daginn 25. október nk. Fundur- inn verður haldinn i Lögbergi, stofu 102, og hefst hann kl. 17.00. Amór Halldórsson lögfræðingur flytur erindi er hann nefnir „Riftun skiprúmssamninga". Að erindinu loknu er að venju gert ráð fyrir fyrirspumum og umræðum. Frammælandinn lauk embættis- prófí í lögfræði frá Háskóla íslands vorið 1988. Að prófí loknu var hann um nokkurra mánaða skeið fulltrúi sýslumanns á Sauðárkróki, en nú starfar hann í lögfræðingadeild Útvegsbanka íslands hf. Lokaprófs- ritgerð hans í lagadeild Háskólans fjallaði um vanefndir skiprúms- samninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.