Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 47 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Landspítali Hjúkrunarfræðingur óskast til starf á Geð- deild 33C. Móttökudeild Landspítalalóð, um er að ræða fullt starf morgun- og kvöldvaktir. Húsnæði í boði. Upplýsingar veitir Nanna Jónsdóttir hjúkr- unarframkvæmdastjóri í síma 602600. RIKISSPITALAR LANDSPÍTAÍINN Matreiðslumaður óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 641173. Selfossveitur Starfskraftur óskast á skrifstofu Starfsheiti: Fjármálafulltrúi. Starfssvið: Umsjón með tölvubókhaldi. Umsjón með innheimtu. Upplýsingar gefur veitustjóri í síma 98-21132. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist fyrir 1. nóv- ember 1988 til Selfossveitur, Eyravegi8, 800 Selfoss. Tæknifræðingur á byggingasviði með 8 ára starfsreynslu, m.a. við hönnun og byggingastjórn, óskar eftir starfi frá 1. nóvember. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyr- ir 26. okt., merkt: „T - 8404“. BORGARSPÍTALINN Lausar Stðdur Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á slysa- og sjúkravakt (slysa- deild). í boði er: 60 stunda námskeið um hjúkrun á slysa- og sjúkravakt sem hefst um miðjan nóvember og dreifist á 5 vikur. Námskeiðið er í formi fyrirlestra, umræðu- tíma og verklegra æfinga. Eftirfarandi þættir verða m.a. teknir fyrir: ★ Hlutverk hjúkrunarfræðinga á slysa- og sjúkravakt. ★ Mat á ástandi sjúklinga. ★ Endurlífgun. ★ Fjöláverkar. ★ Brunameðferð. ★ Sárameðferð. ★ Brotameðferð. Jafnframt verður boðið upp á skipulagðan aðlögunartíma á deildinni. Nánari upplýsingar veitir Herdís Storgaard hjúkrunardeildarstjóri slysa- og sjúkravaktar í síma 696650 eða á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra starfsmannaþjónustu í síma 696356. Endurskoðun Óskum að ráða viðskiptafræðinga eða við- skiptafræðinema á 4. ári til starfa á skrifstof- um okkar í Reykjavík og Keflavík. Umsóknir sendist til okkar fyrir 1. nóvember 1988. Endurskoöun Sig. Stefánsson hf., Borgartúni 1, P.O.Box5104, 125 Reykjavík. BORGARSPÍTALINN Lausar Stðdur Fulltrúi Staða fulltrúa á skrifstofu hjúkrunarforstjóra er laus til umsóknar. Áhersla er lögð á vélrit- unarkunnáttu, málakunnáttu og samstarfs- hæfni. Æskilegt er að viðkomandi hafi frum- kvæði og geti unnið sjálfstætt. Starfsreynsla við starfsmannahald og ritvinnslu er æskileg. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofur hjúkrunarforstjóra starfsmannaþjón- ustu í síma 696356. Öldrunardeildir B-5 og B-6 Hjúkrunarfræðingar óskast frá 01.11/88 á kvöld- og helgavaktir. Hjúkrunarfræðingar óskast á fastar nætur- vaktir í B-álmu. í starfinu felst skipulagning og framkvæmd hjúkrunar aldraðra á öld- runar- deildum B-5 og B-6. Vinnutími frá kl. 23.00-8.30. Vinni hjúkrunarfræðingur 60% eða meira á næturvöktum greiðast deildarstjóralaun. Jafnframt raðast hjúkruna- rfræðingar starfandi á öldrunardeild einum launaflokk ofar en ella. Sjúkraliðar óskast á hinar ýmsu vaktir frá 1. nóvember. Sjúkraliðar starfandi á öldr- unardeild raðast tveimur launaflokkum ofar en ella. Heilsuverndarstöð, hjúkrunar- og end- urhæfingardeild Sjúkraliðar óskast frá 1.11 /88. Deildin hefur 25 rúm ætluð ungum sem öldnum einstakl- ingum er búa við fjölþætta líkamlega, and- lega og félagslega fötlun. Sjúkraliðar starf- andi á deildinni raðast tveimur launafl. ofar en ella. Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöld-, nætur- og helgarvaktir nú þegar. Gagngerar endur- bætur hafa verið gerðar á húsnæði deildar- innar er bæta mjög aðstöðu sjúklinga og starfsliðs. Nánari upplýsingar um ofangreindar stöður fást hjá Önnu Birnu Jensdóttur hjúkrunar- framkvæmdastjóra í síma 696358 og á skrif- stofu hjúkrunarforstjóra starfsmannaþjón- ustu í síma 696356. Fóstrur - starfsmenn Fóstra óskast á skóladagheimilið Greniborg sem fyrst. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 696700. Fóstrur og aðstoðarfólk óskast á dagheimilið Birkiborg. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 696702. Ríkisspítalar Skrifstofu- og sendlastarf Skrifstofu- og sendlastarf er laust til um- sóknar. Um er að ræða 75% afleysingastarf í 2-3 mánuði. Umsækjandi þarf að þafa bíl til umráða. Upplýsingar veitir gjaldkeri í síma 602355. RIKISSPITALAR STARFSMANNAHALD EndurskoÓunar- mióstöóin hf. N.Manscher Höföabakki 9 Pósthólf 10094 130 REYKJAVÍK Fjármálastjóri Að beiðni umbjóðenda okkar auglýsum við eftir fjármálastjóra. Fyrirtækið er ört vaxandi iðnflutningsfyrirtæki með 25 starfsmönnum. Starfssvið fjármálastjóra er yfirumsjón fjár- mála og bókhalds, uppgjör og áætlanagerð, auk þess að vera staðgengill framkvæmda- stjóra. Leitað er að viðskiptafræðingi með reynslu á ofangreinum sviðum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst en umbjóðandi okkar er tilbúinn að bíða 2-3 mánuði eftir réttum aðila. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu okkar merktar: „Fjármála- stjóri 1988“ fyrir föstudaginn 28. október 1988. Framkvæmdastjóri Verkfræðingafélag íslands óskar að ráða framkvæmdastjóra. Starfið felst aðallega í eftirfarandi: 1) Að hafa yfirumsjón með fjármálum og rekstri skrifstofu félagsins. 2) Að sjá um ýmis verkefni fyrir fram- kvæmdastjórn félagsins. Skilyrði er að umsækjandi hafi háskólapróf, reynslu í rekstri og bókhaldi, áhuga á félags- málum og innsýn í störf tæknimanna í þjóð- félaginu. Nánari upplýsingar veitir fráfarandi fram- kvæmdastjóri félagsins í síma 688505 milli kl. 9.00 og 13.00. Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar Mbl. merktum: „F - 8405“ fyrir þriðjudaginn 8. nóvember 1988, og verður farið með þær sem trúnaðarmál. Ríkisspítalar Fóstrur, þroskaþjálfar og starfsmenn Fóstrur og þroskaþjálfar óskast til starfa á barna- og unglingadeild. Um er að ræða fullt starf alla virka daga, með 3ja til 5 ára einhverfum börnum. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, Borghildur Maack, í síma 602500. Fóstra óskast í fullt starf á skóladagheimilið Mánahlíð frá 1. janúar 1989. Starfsmaður óskast í fullt starf nú þegar á skóladagheimilið Mánahlíð. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 601592. RIKISSPITALAR STARFSMANNAHALD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.