Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.JUDAGUR 25. OKTÓBER 1988
5
Hús Guðjóns
Samúelssonar
til Arkitekta-
félagsins
Olögleg möskvastærð:
Skipstjóri Friggjar hlaut
120 þúsund króna sekt
SKIPSTJÓRA togarans Friggjar
VE 41, sem tekinn var að ólögleg-
um veiðum á föstudag, hefur
verið gert að greiða 120 þúsund
króna sekt til ríkissjóðs og 10
þúsund krónur í málskostnað.
Varðskipið Ægir kom að Frigg
að veiðum um 10 sjómflur vest-
norð-vestur af Deild á föstudag.
Reyndist skipið með ólögleg veiðar-
færi, þar sem möskvastærðin var
undir leyfílegum mörkum, sem eru
155 mm á þessu svæði. Togarinn
var því færður til hafnar á Isafírði
og á sunnudag var gerð dómssátt
í málinu hjá embætti bæjarfógeta
þar.
Að sögn Péturs Kr. Hafstein,
bæjarfógeta á ísafírði, var í ákæru
málsins nefnt að togarinn hefði
verið að veiðum á svæði þar sem
allar togveiðar væru bannaðar.
Þetta væri hins vegar ekki rétt, því
samkvæmt reglugerð frá því í ágúst
sl. væri heimilt að veiða á þessu
svæði frá 1. október fram til ára-
móta. Skipið hefði því ekki verið
statt að veiðum á bannsvæði, en
skipstjórinn gerst brotlegur við
reglugerð um möskvastærð botn-
vörpu. Slík brot mætti afgreiða með
dómssátt og hefði sá kosturinn ver-
ið tekinn í samráði við embætti
ríkissaksóknara, sem þá afturkall-
aði ákæru í málinu. Hins vegar
væri það sjávarútvegsráðuneytisins
að ákvarða um upptöku ólöglegs
afla samkvæmt sérstökum lögum
og hefði þeim þætti málsins verið
vísað þangað.
Fyrir skömmu var báturinn Una
í Garði GK 100 staðinn að ólögleg-
um veiðum út af Vestfjörðum og
var þá hið sama upp á teningnum
og með Frigg; möskvastærðin var
of lítil. Þá var skipstjóranum gert
að greiða 282 þúsund króna sekt,
auk þess sem veiðarfæri og afli
voru gerð upptæk. Pétur sagði að
ef til vfll hefði embætti bæjarfóget-
ans á ísafirði átt að afgreiða mál
Unu í Garði á sama hátt og mál
Friggjar, þar sem um sambærilegt
brot hefði verið að ræða. Ákært
hefði verið í báðum málunum, en
við nánari skoðun á seinna málinu
hefði verið litið svo á að eingöngu
væri um að ræða brot á reglum um
veiðarfæri. Hins vegar væri hægt
að áfrýja dómi í málu Unu í Garði
ef mönnum sýndist svo.
Morgunblaðið/Bjami
Skólavörðustígur 35, hús Guð-
jóns Samúelssonar húsameistara
ríkisins.
Arkitektafélag íslands hefur nú
fengið til sin eignarhlut sinn i
húsi þvi, sem Guðjón Samúelsson
átti og bjó i. Guðjón ánafnaði
Arkitektafélaginu sinn eignar-
hluta, tvo þriðju hluta hússins, i
erfðaskrá sinni. Guðjón lést árið
1950. Margrét Einarsdóttir, átti
þriðjung húseignarinnar og sam-
kvæmt erfðaskrá Guðjóns skyldi
hún fá að búa i húsinu og nýta
fasteignina á meðan hún lifði.
Margrét lést siðastliðið vor og
hefiir því Arkitektafélagið nú
fengið þann arf, sem þvi var
ánafnaður fyrir 38 árum. Margrét
Einarsdóttir arfleiddi hins vegar
Hallgrímskirkju að sínum eignar-
hluta hússins.
Lárus M. Bjömsson hjá Arkitekta-
félagi íslands sagði í samtali við
Morgunblaðið að félagið hefði yfir-
tekið húsið með gildandi leigusamn-
ingi og þegar sá samningur rennur
út verður húsið væntanlega selt.
Lárus sagði þetta hús eiga sér merka
sögu að baki. Auk Guðjóns Samúels-
sonar, sem var húsameistari ríkisins
og arkitekt Hallgrímskirkju og fleiri
merkra bygginga, bjó þar Jónas
Jónsson frá Hriflu. Húsið, sem er
að Skólavörðustíg 35 í Reykjavík,
var einnig fyrsta aðsetur Samvinnu-
skólans.
Féll af §órðu
hæð en meidd-
ist lítið
MAÐUR féll af svölum á Qórðu
hæð fjölbýlisliúss við Völvufell í
Breiðholti skömmu fyrir kl. 8 að
morgni sunnudags. Hann lenti á
grasflöt og hlaut af óveruleg
meiðsli.
Maðurinn hafði verið í samkvæmi
í íbúð á fjórðu hæð um nóttina. Þeg-
ar hann var kominn út úr húsinu
uppgötvaði hann að jakki hans hafði
orðið eftir í íbúðinni. Ekki tókst
manninum að ná sambandi við húsr-
áðendur og komast inn aftur. Því
ákvað hann að klifra upp húshliðina
og fara inn um svaladymar til að ná
í jakkann. Ferð hans upp gekk að
óskum, að öðru leyti en því að hann
komst ekki inn til að endurheimta
jakka sinn, en þegar hann var á leið
niður aftur og var utan á svölunum
á fjórðu hæð missti hann fótfestuna
og féll til jarðar.
VIÐ HREINSUM TIL
í FYRIKIÆKJUM
á höfuðborgarsvædinu og Akureyri
Securitas hf. ræstingardeild hefur innan sinna raða
180 manns sem daglega gera hreint
í tugum fyrirtækja á stórreykjavíkursvæðinu
ogáAkureyri.
Við gerum þér tilboð án skuldbindinga!
RÆSTINGARDEILD
Sími 687600