Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988
VINNUB ÞU
á laugardogum.
BÓNUSTALA: 6
Að ég væri... orðinn
að hlébarðakonunni?
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Alþýðuleikhúsið frumsýndi í
kjallara Hlaðvarpans: Koss
Kóngulóarkonunnar eftir Manu-
el Puig
Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir
Tónlist: Lárus H. Grímsson
Lýsing: Arni Baldvinsson
Leikmynd og búningar: Gerla
Leiksfjóri: Sigrún Valbergsdóttir
Tveir menn sitja í fangaklefa í
landi í Suður-Ameríku. Ástæðurnar
fyrir frelsissviptingu þeirra virðast
ekki geta verið ólíkari; annar hefur
hlotið dóm fyrir að afvegaleiða unga
drengi kynferðislega, hinn er eld-
heitur hugsjónamaður, sem berst
gegn stjómvöldum, dreymir um
betri heim og sá heimur verður
ekki til, fyrr en hann og félagar
hans hafa náð völdum. Hommann
dreymir ekki um betri heim í þeim
skilningi — hans löngun tengist
aðeins honum sjálfum og þeim sem
næstir honum standa. Hann er
áhugalaus um pólitík og sú barátta
sem klefafélaginn vill heyja er hon-
um óskiljanleg.
En það myndast tengsl á milli
þeirra, þeir fara báðir yfir þröskuld-
inn sem manneslqan hikar við í
samskiptum við svokallaðar eðlileg-
ar kringumstæður. Þar af leiðandi
hefur hvorugur neitt að fela lengur
og þeir geta nálgast hvor annan,
ekki þrautalaust en án blygðunar
þó að það hafi krafist mikils af
þeim að ná að þeim púnkti.
Þetta leikrit snýst auðvitað um
frelsissviptingu og sýnir mannrétt-
indi fótum troðin; hún ijallar um
fordómana og sjálfsvirðinguna eða
sjálfsblygðunina. En umfram annað
um mannleg samskipti tveggja and-
stæðra manna sem hefðu aldrei náð
saman og skilið hvom annan við
hinar svokölluðu eðlilegu aðstæður.
Það ijallar um vináttu og trúnað í
sinni hugnanlegustu mynd.
Sýning Alþýðuleikhússins er
vönduð og fallega gerð, því víst
má tala um fegurð, þótt efni verks-
ins virðist myrkt. Sigrún Valbergs-
dóttir, leikstjóri, hefur að mínu viti
náð réttum áherslum, staðsetningar
í þrengslum kjallara Hlaðvarpans
óþvingaðar og sannfærandi. Hún á
mikið lof skilið fyrir skilning sinn
á verkinu. Gerla hefur búið því
umgjörð við hæfí og ágæt hugmynd
að „loka“ áhorfendur inni í klefan-
um með föngunum tveimur. Tónlist-
in var dramatísk og vel útfærð.
Guðmundur Ólafsson leikur bylt-
ingarmanninn sem vill breyta heim-
inum og fara eftir fræðunum, mann
sem berst gegn tilfinningunum, því
að baráttan hlýtur að vera númer
eitt. Samt dregur að því að hann
verður að gangast við „veikleika"
sínum og kannski er hugsjónin far-
in að þverra líka, kannski mann-
eskjan í sinni sönnustu mynd sé það
sem skiptir meira en klisjur um
breytta heimsmynd. Guðmundur
gerði Valentin áhrifamikil skil og
sýndi hugarangur og sveiflur hans
af innsæi snjalls leikara. Ámi Pétur
Guðjónsson er í hlutverki homm-
ans, sem hefur að sönnu setið inni
um hríð, en var síðan látinn í klefa
með byltingarmanninum til að
reyna að vinna trúnað hans og fá
hann til að koma upp um félaga
sína. Ámi Pétur hefur Molina á
valdi sínu frá byijun, blæbrigðin
oft afar fínlega unnin og af nostur-
semi og listfengi. í meðförum hans
verður homminn sem slíkur ekki
aðalatriðið, heldur manneskjan.
Þótt homminn eigi margar skopleg-
ar „replikkur“ féll leikarinn ekki í
þá freistni að gera hann spaugileg-
an — einlægnin og samúðin sat í
fyrirrúmi.
Ég sá ekki fræga kvikmynd sem
gerð var eftir þessu leikriti, en mér
hefði fundist að lokakaflanum um
örlög þeirra félaga eftir að Molina
losnar úr prísundinni hefði mátt
sleppa. Það er auðvitað smekksat-
riði, hvenær á að segja allt; ég hefði
Vinningstölurnar 22. okt. 1988.
Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.040.345,-
Fimm tölur réttar kr. 1.859.575,- Aðeins einn þátttakandi var
með 5 réttar tölur.
BÓNUSTALA + 4 tölur réttar kr. 323.262,- skiptast á 6 vinn-
ingshafa, kr. 53.877,- á mann.
Fjórar tölur réttar kr. 557.550,- skiptast á 126 vinningshafa
kr. 4.425,- á mann.
Þrjár tölur réttar kr. 1.299.958,- skiptast á 3.194 vinnings-
hafa, kr. 407,- á mann.
Sölustaðirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
°g loka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
TÖLVUSKÓLI GJJ
Námskeið í 60 klst.
TÖL VUÞJÁLFUN
fyrír byrjendur
7.-25. nóv., kl. 8.30-12.30
Skráning og upplýsingar í síma 641222
GÍSLI J. JOHNSEN
n
Nýbýlavegi 16, Kópavogi Simi 641222
SalmiaKKi
INNSK
/21.-29. OKJC
SK VIl<A
OKTÓBER1988
Leikbún-
ingar
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í grafíkdeild Galleríis Borgar í
Austurstræti hefur verið komið fyr-
ir 24 myndum búningahönnuðarins
Alexanders Vassilievs. Listamað-
urinn er, eins og nafnið ber með
sér, rússneskur og lauk námi við
Moskvuleikhúsið, sem Stainslavski
stofnaði 1898, árið 1980 (the Art
Theatre Studio of Moscow — til-
raunaleikhúsið í Moskvu) og var
þá tekinn inn í sjálft opinbera
Moskvuleikhúsið og listaháskólann.
Vassiliev kom til Parísar árið
1982 og hefur haft aðsetur þar
síðan en starfað víða í Evrópu við
hönnun fyrir óperur, leikverk, kvik-
myndir og ballett. Þá er hann
þekktur sem kennari í fagi sínu og
mun hafa stofnað skóla í París, þar
sem m.a. nokkrir íslendingar hafa
numið. Hann hefur verið staddur
hérlendis undanfarið og hannað
Icelandic Horse
International:
Nýr rit-
stjóri ráðinn
ANDERS Hansen blaðamaður
hefúr verið ráðinn ritstjóri að
timaritinu Iceland Horse, í stað
Guðmundar Birkis Þorkelssonar,
sem tekið hefúr við skólastjórn
í Fjölbrautaskóla Húsavíkur.
9 Það er Uppruni hf. sem gefur
tímaritið út og kemur það nú út
bæði á ensku og þýsku. Á ensku
nefnist ritið Iceland Horse Inter-
national og á þýsku Island Pferd
Intemational. Ætlunin er að fjölga
nú tölublöðum og til athugunar er
að gefa ritið einnig út á dönsku.
Tímaritið er nú selt í áskrift til
eigenda og áhugamanna um is-
lenska hestinn víða um heim, svo
sem í Vestur-Evrópu, Bandaríkjun-