Morgunblaðið - 25.10.1988, Page 14
14
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Slátrað var í síðasta sinn á Fag-
urhólsmýri í haust.
Slátrað á Fag-
urhólsmýri
í síðasta sinn
Hnappavöllum, Öræfiim.
SLÁTRUN er lokið í sláturhúsi
Kaupfélags Austur-Skaftfellinga
á Fagurhólsmýri í síðasta sinn.
Ekki verður slátrað þar oftar þar
sem héraðsdýralæknirinn leyfir
ekki áframhaldandi slátrun
nema með töluverðum endurbót-
um á húsinu, en hvergi fæst flár-
magn til þeirra. Einsýnt er því
að Oræfingar verða eftirleiðis
að flytja sláturfé sitt á Kirkjubæ-
jarklaustur eða Höfii og er það
um 100 kílómetra leið.
Telja margir Öræfíngar að þetta
bjóði þeirri hættu heim að fjárstofn
sveitarinnar smitist af einhveijum
pestum en vegna langvarandi ein-
angrunar er fé í Öræfum eitt hið
heilbrigðasta á öllu landinu. Því
hafa oft verið flutt héðan líflömb
til þeirra sem skera hafa þurft nið-
ur vegna riðu.
Slátrað hefur verið í Öræfum frá
1928. Var kjötið fyrst saltað á
staðnum og síðan skipað út í strand-
ferðabát við hafnlausa ströndina.
Um allmörg ár var kjötið flutt flug-
leiðis milli Fagurhólsmýrar og
Reykjavíkur en eftir að hringvegur-
inn opnaðist hefur það alltaf verið
flutt ferskt með bílum, fyrst til
Reykjavíkur en síðan til Hafnar.
Sláturhúsið á Fagurhólsmýri var
reist 1958 en hefur verið endur-
bætt verulega síðan. Hafa Öræfing-
ar alltaf séð um slátrun sjálfír og
er þetta því nokkur atvinnumissir
fyrir fólkið, en til að bæta það upp
að nokkru er fyrirhugað að nota
húsið til vinnslu einhverskonar sjáv-
arfangs á vetrum.
- S.G.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988
ISKUGGA
HRAFNSINS
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
í skugga hrafiisins. Sýnd í Laug-
arásbíói.
íslensk-sænsk. Leikstjóri og höf-
undur handrits: Hrafii Gunn-
laugsson. Framleiðandi: Christer
Abrahamsen, framleidd af Cin-
ema Art og FILM með aðstoð
Sænsku kvikmyndastofhunar-
innar og Kvikmyndasjóðs ís-
lands. Kvikmyndataka: Esa Vu-
orinen. Kvikmyndatónlist: Hans-
Erik Philip. Tónlist i brúðkaupi:
Egill Ólafsson. Leikmynd, útlit
og búningar: Karl Júlíusson.
Hljóð: Gunnar Smári Helgason.
Klipping: Edda Kristjánsdóttir.
Aðstoðarleikstjóri: Daniel Berg-
man. Framkvæmdastjóri: Krist-
ján Þórður Hrafiisson.
Helstu hlutverk: Reine Bryn-
olfsson, Tinna Gunnlaugsdóttir,
Egill Ólafsson, Sune Mangs,
Kristbjörg Kjeld, Klara íris Vig-
fúsdóttir, Helgi Skúlason, Jo-
hann Neumann, Helga Bach-
mann, Sigurður Siguijónsson,
Sveinn M. Eiðsson, Flosi Ólafs-
son, Guðmunda Elíasdóttir og
Rúrik Haraldsson.
Stórskomar persónur teiknaðar
í grófum og hrjúfum dráttum, goð-
umlíkir menn í eilífri baráttu,
höggnir úr gíjóti, gyðjur eða nomir
úr fomum og hörðum heimi heiðn-
innar. Þannig eru persónumar í
nýjustu mynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar, í skugga hrafnsins. Þær eru
svorfnar úr hijóstmgu íslensku
landslagi, úr veðmðu berginu, köld-
um ísnum, svörtum sandinum, veð-
urbarðar, skítugar og grimmar,
dæmdar til að lifa og deyja í hefnd-
inni. Þær em óijúfanlegur partur
af þessu harðbýla landi, þær em
harðar og miskunnarlausar eins og
landið sem geymir þær.
Hrafn er orðinn sérfræðingur í
að stilla þeim upp og fílma í stór-
brotnu landslaginu svo þær renna
í eitt saman við landið. Maður fær
það aldrei á tilfínninguna að persón-
ur Hrafns komi úr upptökuveri.
í skugga hrafnsins er ekki beint
framhald af Hrafninn flýgur, og
þó. Þar em skírskotanir í fyrri
myndina en hvort sem er, em þetta
sömu persónumar, sama landslag-
ið. En nýja myndin vegur mun
þyngra, í henni er miklu stærri
saga, stærri örlög, stærri tilfínning-
ar, stærri persónur. Hún er meiri
mynd. í henni sekkur Hrafn sér
dýpra í bmnn fomsagnanna og
kemur upp með ástarsögu sem
sækir víða fanga; Tristan og Isold,
Sturlunga, íslendingasögumar. Það
er hægt að rekja minnin eins og
djúp spor í snjónum; hér em sterk-
ar kvenpersónur sem ráða örlögum
manna, hér vísa hrafnar leiðina til
íslands, hér em brennur og sým-
ker, hér er hestaat (margumtalað)
Helgi Skúlason í hlutverki Grims vinnumanns fagnar hvalrekanum.
Rene Brynolfsson og Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverkum Trausta
og ísoldar.
og hefndarskylda, fjölskyldueijur,
göróttur drykkur og göfugar ástir
svo fátt eitt sé nefnt.
Og hér rekast saman heiðnin og
kristnin. Sagan gerist árið 1077
þegar enn ríkir sambland af þessu
tvennu á íslandi og önnur aðalper-
sónan, Trausti (Reine Brynolfsson),
kemur heim til Íslands úr guð-
fræðinámi en með honum í för er
ítalskur helgimyndamálari, Leon-
ardo (Johann Neumann), sem ætlar
að mála altaristöflu á bæ Trausta,
Krossi. Trausti er ekki fyrr stiginn
á land en barátta hefst milli fjöl-
skyldu Eddu (Helga Bachmann)
móður hans og höfðingjans Eiríks
(Flosi Ólafsson) um hvalreka sem
endar með því að Edda særist og
Grímur (Helgi Skúlason), verkstjóri
hennar, vegur Eirík. Það gerir hann
í óþökk Trausta en þeir fara með
dóttur Eiríks, ísold (Tinna Gunn-
laugsdóttir), heim að Krossi. Hún
brennur í fyrstu af hefndarþorsta
sem fljótlega breytist í ást og þegar
Hjörleifur biskupssonur (Egill
Helgason), sem ísold á að giftast,
kemur á bæinn að sækja ísold ver
hún Trausta. En þriðji kvenskör-
ungurinn, Sigríður (Kristbjörg
Kjeld) móðir Hjörleifs, er langt í frá
sátt við þessa skipan mála og innan
stundar er friðurinn úti.
Þannig er inngangurinn í mjög
stuttu máli að þessari sögu um ást-
ir og hatur, hefndir og fyrirgefn-
ingu sannarlega. En hún er líka um
breytt viðhorf með tilkomu kristn-
innar, sem Trausti er fulltrúi fyrir
og hún er saga um konur sem ráða
lífi og örlögum í heimi karlaveldis.
Edda, Sigriður og ísold eru vold-
ugri kvenpersónur en við eigum að
venjast í okkar bíómyndum jafnvel
okkar listum yfírleitt. Þær hafa
fullkomna stjórn á karlmönnunum
í kringum sig í krafti valds og
eigna, þær eru ýmist slóttugar og
fláráðar eins og Sigríður, ráðgef-
andi og vitrar eins og Edda eða
tilfinningaríkar, ástkærar og vilja-
sterkar eins og ísold. Allar eru þær
fíma sterkar manngerðir og ráð-
andi. Karlmennimir eru að sama
skapi heldur aumkunarverðir ef frá
eru taldir Trausti og Grímur: Hjör-
leifur biskupssonur er undir ofur-
valdi móður sinnar, sjálfur biskup-
inn er aðeins feitur og heimskuleg-
ur fulltrúi hins nýja kirkjuvalds og
til fárra hluta nytsamur, helgi-
myndamálarinn er hálfgert hirðfífl
og virkar aðeins sem kómísk af-
þreying (Neumann er mjög fyndinn
í hlutverkinu) og aðrar minniháttar
persónur eins og Egill (Sigurður
Siguijónsson í skemmtilegu gerfí
sem minnir helst á munkana í Nafni
rósarinnar) eru dáðlausar með öllu.
Hrafn hefur alltaf verið séður í
því að fínna leikara sem henta vel
manngerðunum sem hann vill skapa
og í skugga hrafnsins, sem sýnd er
í Laugarásbíói, er gott dæmi um
það. Fjöldi leikara kemur við sögu
sem ómögulegt er að telja upp hér.
Kvenskörungar myndarinnar eru
ekki leiknir af minni skörungum
leiklistarinnar; Kristbjörg Kjeld
gefur einstaklega sannfærandi og
eftirminnilega mynd af biskups-
frúnni og hefur einmitt þann mynd-
TÖLVUSKÓLI GJJ
Námskeið
XEROX VENTURA PUBLISHER
7. - ll.nóv., kl. 13.00-17.00
Skráning og upplýsingar í síma 641222
GÍSLI J. JOHNSEN LLL-lll
Nýbýlavegi 16, Kópavogi Sími 641222
Leiðarljós reynslunnar
__________BÓK______________
Erlendur Jonsson
Ólöf Ketilbjarnar: GULL-
REGN. Ljóð. 88 bls. Reykjavik
1988.
í formála fyrir Gullregni er þess
getið að Ólöf Ketilbjamar sé í heim-
inn borin 1901. Hún erþannigjafn-
aldra Tómasi Guðmundssyni, tveim
árum yngri en Jóhannes úr Kötlum,
sjö árum yngri en Steinn Steinarr
svo dæmi séu tekin. Aldursins
vegna gæti hún verið búin að yrkja
og senda frá sér bækur í sextíu til
sjötíu ár. En í formálanum er upp-
lýst að ljóðin í bók þessari séu »öll
frá síðari árum, það elsta frá 1980«.
Hér er því á ferð skáldkona sem
ekki hefur rasað um ráð fram í
útgáfu en getur nú, þegar hún loks
birtir ljóð á prenti, miðlað af lífs-
reynslu langri.
Eins og geta má nærri yrkir Ólöf
vfða með rími; einnig með ljóðstöf-
um, en með þá fer hún nokkuð
frjálslega. Ljóðin í bókinni eru flest
örstutt, og nafnlaus nema vlsur
tvær sem Olöf yrkir í minning for-
eldra sinna. Þetta er íhugunarkveð-
skapur, lífsspeki hins aldurhnigna
sem horfír yfír farinn veg og fellir
í ljóðlínur þau sannindi sem lífið
kennir á langri ævi:
Hvert aupablik verður að ári
Hvert andartak verður að und
Hver taug verður að tári
Og tilveran lokuð sund
Svona yrkir Ólöf um lífíð og tím-
ann. í raun tengist kveðskapur
hennar hvorki kynslóð hennar
sjálfrar sem orti sín bestu ljóð á
fjórða áratugnum né þvl sem verið
er að yrkja nú á dögum heldur fer
hún sínar eigin leiðir, óháð tíðar-