Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 18

Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ í næstu viku hefjast ný grunnnámskeið á vegum Ættfræðiþjónustunnar. Leiðbeint verður um ættfræðileg vinnubrögð, heimildir, gildi þeirra og meðferð, gerð ættartölu og niðjatals, uppsetningu o.fl. Unnið verður úr frumheimildum um ættir þátttakenda sjálfra. Einnig verður boðið upp á fjögurra vikna framhaldsnámskeið. Ættfræðiþjónustan, sími 27101 (einnig á kvöldin). Hver á að greiða auð- lindaskatt í sjávarútvegi? efitir Svein Hjört Hjartarson Hann er einkennilegur þessi linnulausi áróður ýmissa fræði- manna Háskólans fyrir því að hér á landi verði tekinn upp auðlinda- skattur. Almenningi er talin trú um að með auðlindaskatti megi afla fleiri milljarða króna tekna í ríkis- Stjórnunarfélag islðnds TÖLVUSKOLI í-Ánanaustum 15 • Simi: 6210 66 • wnisw Töfíureiknir, gagnasöfnun, gagnavinnsia Framsetning í töluröðum og myndræn framsetning. Það er LOTUS 1-2-3. Breytirðu einu atriði færðu nýja heildarmynd. Breytirðu öðru færðu aðra. Lotus 1 -2-3 er vinsælasti töflu- reiknirinn í Bandaríkjunum. Efni: • Uppsetning reiknilíkana • Myndræn framsetning • Tenging við önnur kerfi Leiðbeinandi: Bjarni Júlíusson, tölvunar- og rekstrar- hagfræðingur. Tími og staður: 31. okt.-3. nóv. kl. 13.30-17.30 í Ánanaustum 15. Athugið! VR og starfsmenntunarsjóður BSRB styrkja félagsmenn sína til þátttöku í námskeiðum SFÍ. J J Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið: • Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. • Rafstofan Bæ, Borgarfirði. • Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. • Verslunin Blómsturvellir, Hellissandi. • Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal • Póllinn hf., Isafirði. • Rafsjá hf., Sauðárkróki. • Sir hf., Akureyri. • Grímur & Árni, Húsavík. • Raftækjaverslun Sveins Guðmundssonar, Egilsstöðum. • Rafvöruverslun Stefáns N. Stefánssonar, Breiðdalsvík. • Kristall, Höfn í Hornafirði. • Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli. • Árvirkinn hf., Selfossi. • Raftækjaverslun Sigurðar Ingvarssonar, Garði. • Ljósboginn, Keflavík. NÓATÚNI 4 • SfMI 28300 sjóð. Með sölu aflakvóta til útlend- inga sé helstu hindrun okkar fyrir inngöngu í Efnahagsbandalagið rutt úr veginum. Að mati þeirra háskólamanna eru flestir hagfræð- ingar sammála um að skattleggja beri aflakvóta og því sé í raun ekk- ert léngur því til fyrirstöðu að ráð- ast í þetta mál. Þessi málflutningur um auðlindaskatt er studdur af starfsmönnum fjölmiðla eins og Morgunblaðsins og Ríkissjónvarps- ins. Takmarkaður vilji virðist vera hjá þessum fjölmiðlum að gera gagnrökum jafn hátt undir höfði í umfjöllun um þetta málefni. Ef afkomureikningar sjávarút- vegsins eru skoðaðir er erfitt að sjá hvaða fjármagn ætti að nota til að greiða skatt af aflakvótanum. Ára- tuga barátta atvinnugreinarinnar fyrir eðlilegum rekstrarskilyrðum hefur ekki borið árangur. Stefna þjóðfélagsins hefur verið sú að flytja fjármagn frá greininni út í samfélagið jafnskjótt og verða má. Erfitt er að trúa því að með nýjum skattaálögum yrði breytt frá stefnu ríkisvaldsins um áratuga skeið að halda greininni við núllið. Til þess að greiða skatt af afla- kvótum þyrfti afurðaverð að hækka umtalsvert. Gallinn er bara sá að við ráðum ekki fískverði á mörkuð- um erlendis. Við verðum að aðlaga okkur að því verði, sem fæst á hveijum tíma, án tillits til innlendra kostnaðarhækkana. Þetta virðast ýmsir talsmenn auðlindaskattsins eiga erfitt með að gera sér grein fyrir. Það er viðtekin venja hér 'inn- anlands að varpa auknum tilkostn- aði fyrirtækja út í verðlagið sbr. nýjustu hækkun Pósts og síma. Þetta er svo almennt hjá meirihluta fyrirtækja hér á landi og því í raun fáir aðilar fyrir utan sjávarútvegs- fyrirtæki, sem virðast hafa skilning á þessari staðreynd. Hvergi í heiminum er auðlinda- skatti beitt til að stjóma meiri hátt- ar fískveiðum. Sömuleiðis er alls- staðar það viðhorf ríkjandi að nauð- synlegt sé að íþyngja ekki útflutn- ingsgreinum með skattaálögum, svo að samkeppnisstöðu þeirra sé ekki stefnt í voða. Með þetta í huga er erfítt að gera sér grein fyrir því hvers vegna menn eru tilbúnir að stefna sam- keppnisstöðu sjávarútvegs í voða með því að skattleggja atvinnu- greinina og veikja hana í sam- keppni við aðrar þjóðir, sem nota ýmsar auðlindir sínar til að styrkja sjávarútveginn. Hveijir borga kenningarnar Hér skal ekki kasta rýrð á gildi þeirra kenninga hagfræðinnar, sem lúta að fiskveiðum. Grundvöllurinn fyrir núverandi fískveiðistefnu á sér m.a. stoð í kenningum fískveiðihag- fræðinnar. En kenningar og raun- veruleiki eru ekki alltaf eitt og hið sama. Háskólamenn njóta þeirra forréttinda að geta stundað hug- arsmíð og sett fram allskonar hug- myndir án þess að því fylgi eigin efnahagsleg ábyrgð. Þessi forrétt- indi nýta þeir, en það er ekki þar með sagt að alltaf beri að fram- fylgja þeim hugmyndum, ef þær stangast verulega á við raunveru- leikann. Afleiðingarnar verða þá þess eðlis að gróflega er brotið á réttindum hópa í þjóðfélaginu og farið í hættulegan leik með fjöregg þjóðarinnar. Sömuleiðis geta frétta- menn haldið á lofti ýmsum hugðar- efnum sínum og stýrt þannig upp- lýsingum að einhliða mynd fáist af raunveruleikanum. Þetta getur leitt til þess að þeir sem eiga að taka ákvarðanir fyrir þjóðfélagið fái ekki rétta mynd af honum. Áhrif fjöl- miðla hafa aldrei verið meiri á skoðanamyndun fólks. Þetta vita fáir betur en ijölmiðlamenn. Því miður eiga fréttamenn oft á tíðum erfitt með að láta hlutlægni ráða en ekki hlutdrægni, þegar málefni sjávarútvegs eru til umræðu. Þrátt Sveinn Hjörtur Hjartarson „Hverg-i í heiminum er auðlindaskatti beitt til að stjórna meiri háttar fiskveiðum. Sömuleiðis er allsstaðar það við- horf ríkjandi að nauð- synlegt sé að íþyngja ekki útflutningsgrein- um með skattaálögum, svo að samkeppnisstöðu þeirra sé ekki stefiit í voða.“ fyrir mikil áhrif fræðimanna og fréttamanna dettur fáum í hug að kalla þá til ábyrgðar þótt kenningar þeirra og fjölmiðlun reynist ekki í samræmi við fyrirheit. Hvað kosta eigandaskipti að atvinnuréttindum? Fyrsta skrefíð sem taka þarf ef auðlindaskattur verður innleiddur er að taka atvinnuréttindin af þeim mönnum, sem stunda fiskveiðar. Næsta skref yrði svo að bjóða þeim fyrri réttindi aftur til sölu og þá væntanlega í samkeppni við erlenda aðila. Þeir sem ekki hefðu fjár- hagslegt bolmagn til að kaupa kvóta yrðu þar með atvinnulausir og væntanlega gjaldþrota með verð- laus skip sín. Það yrðu yngri mennimir innan greinarinnar, sem gæfust upp fyrst, enda eru þeir viðkvæmastir gagn- vart fjárhagslegum búsifjum. Hinir fjársterku og þeir sem hafa eigin skömmtunarstjóra í bankakerfínu myndu væntanlega beijast við er- lenda aðila um veiðiheimildir. Til þess að fínna samlíkingu við slík bolabrögð þarf að leita austur fyrir jámtjald. Einmitt þar hafa menn búið til kenningar, sem réttlæta eignaupptöku og nauðungarflutn- inga. Síðasta dæmi þess er þegar ákveðið var í Rúmeníu nú fyrir skömmu að eyða 7.000 litlum sveitaþorpum og þröngva fólkinu inn í stærri blokkarsamfélög. Allt var þetta gert í nafni hagræðingar og hagkvæmni. Sem sagt taka at- vinnuréttindi af smábændum og deila þeim svo aftur til ríkisbúa. Þeir í Rúmeníu gætu eins kallað það kvótasölu, en þeir réðu því bara hveijir gætu keypt. Höfundur er hagfræðingur LÍÚ. Ekið á Hondu LÖGREGLAN lýsir eftir vitn- um að ákeyrslu á Seltjarnar- nesi mánudaginn 10. október. Þennan dag, milli kl. 18.15 og 19, var ekið á hvíta Honda- bifreið við Unnarbraut 5. Þeir, sem kynnu að búa yfír upplýs- ingum um málið, eru beðnir um að snúa sér til slysarannsókna- deildar lögreglunnar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.