Morgunblaðið - 25.10.1988, Page 21

Morgunblaðið - 25.10.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTOBER 1988 21 Fjöllin okkar eru óðum að verða að gróðurlausum grjóthrúgum. Sá nýgræðingur, sem reynir að festa rætur í sandskriðunum eða utan í gróðurbörðunum, er jafnóðum rifínn upp af beitarfénu. Og þegar gróðurinn er farinn taka aurskriðumar við. Gróðurinn er fljótur að taka við sér þar sem land er friðað. Úr þjóð- garðinum í Jökulsárgljúfrum. beitarlöndin. Beitt land, jafnvel í hófi eins og oft er talað um sem lausn á vandanum, er aldrei fallegt land, því að skepnurnar eru mat- vandar og eta fyrst það sem þeim þykir best, blómin og allan nýgræð- ing. Landið okkar í tötrum hrópar á vægð. Flest vandamál sem við erum að glíma við í dag, a.m.k. í efnahags- kerfinu, verða að smámálum í sam- anburði viðþetta, við hliðina á þessu stórmáli að stöðva gróðureyðingu í landinu. Við eigum ekki þetta land, enginn á land, við höfum það að láni frá almættinu og eigum að skila því aftur þegar við förum héð- an, ekki skemmdu, heldur aðeins betra en þegar við tókum við því með þökk fyrir lánið og umhyggju fyrir þeim sem við taka. Stöndum saman í sókninni til betra lífs og fegurra í framtíðinni, jafnvel þó að við verðum að taka á og kosta nokkru til, til að friða landið. Fallegt og gott umhverfi er mikil- vægt fyrir almenna vellíðan, þroska og lífshamingju okkar allra. „Og er ekki gott að eiga þess kost að orka þar nokkru í haginn", eins og Sigurður Einarsson í Holti segir í einu kvæða sinna. Ég sé fyrir mér land að gróa upp í friði með kjarri- vöxnum fjallshlíðum, birkiskógi á láglendi með blómagróðri' í skógar- botninum og grónar heiðar með víðikjarri og lyngi og mildara lofts- lagi. Látum það ekki vera bara draum lengur. Klæðum fjallkonuna að nýju svo að hún þurfi ekki grát- klökk að segja: Sjá nú, hvað ég er beinaber, bijóstin visin og fölar kinnar. Þetta orti Bólu-Hjálmar fyrir rúmum 100 árum. Er ekki kominn tími til að leggja eyrun við kvein- stöfunum? Við getum og viljum öll gera betur, annars mun framtíðin kalla okkur til ábyrgðar. Höfundur er formaður Lífs og Lands. skomum skammti, líði vel? Og þeg- ar kemur að kennararáðningum er sama sagan. Þegar verið er að ráða kennara til starfa á hausti, mætti oft ætla að það væri lítið mál. Önn- ur er samt raunin. Oft er óráðið í stöður um það leyti sem skólamir taka til starfa og eftir að skóla- starf hefst. Erfiðast er þetta í 7.-9. bekk þar sem kennarar koma og fara. Þróun mála hefur orðið sú, að allt kapp er lagt á að fá „mann- eskju" burtséð frá því, hvernig hún er undirbúin fyrir starfið. Þetta vita allir, sem fylgjast með skólamálum og láta sér annt um bömin sín. Það liggur líka í augum uppi að barn, sem á að fara í samræmdu prófin að vori og fær reynslulitla mann- eskju sem kennara að hausti, stend- ur ekki jafnfætis því bami, sem fær reyndan og áhugasaman kennara. Er ekki alltaf verið að tala um sama rétt og sömu aðstöðu öllum börnum til handa? Ég hitti mann í vor úr iitlu sjávarplássi, þar sem kennarar fást ekki til starfa. Hann nefndi 50% fall nemenda í 9. bekk. i1 GULLVERND ALMEN NÝ OG BETRI LEIÐ TILVERNDAR Með Gullvernd Almennra Trygginga er hleypt af stokkunum nýjung sem tekur til fleiri þátta en aðrar eldri vátryggingar. Gullverndin býður upp á meiri vernd og mjög hagstæð iðgjöld. í Gullverndinni er ný Fjölskyldutrygging, auk nýrrar Fasteignartryggingar. Með Gullverndinni býðst þér ný leið til verndar.fjölskyldunni og heimilinu. Fjölskyldutryggingin byggir á gömluHeimilistryggingunni en er mun víðtækari. Hún inniheldur nú endurbætta innbústryggingu og víðtækari ábyrgðartryggingu en við bætast m.a. eftirtaldar nýjungar: farangurstrygging, brots/hrunstrygging og greiðslukortatrygging. Nýja Fjölskyldutryggingin er byggð upp með hliðsjón af þörfum nútímafjölskyldu - hún er því vátrygging sem er sniðin fyrir þig og þitt fólk. Vertu gulltryggður með Gullvernd Almennra. TRYGGINGAR Síðumúla 39 • Sími 82800 fiiýír)! óoiört niiTiÍKÍ bs i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.