Morgunblaðið - 25.10.1988, Page 25

Morgunblaðið - 25.10.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 25 Eru konur o g karlar and- stæður í íslenskri pólitík? eftir Kristínu Einarsdóttur Þegar talað er um stjómmál er átt við öll félagsleg og efnahagsleg samskipti í þjóðfélaginu. Allt sem tengist samfélaginu er því pólitískt. Samfélagsuppbyggingin hefur hingað til tekið allt of mikið mið af þörfum karla en þarfir kvenna og þarfir fjölskyldunnar lenda þar aftarlega á blaði. Þegar staða kvenna í íslenskri pólitík í dag er skoðuð, er eðlilegt að líta aðeins til baka og spyija hvort staða íslenskra kvenna hafi breyst í gegnum árin. Hefiir eitthvað breyst? í Kvennablaðinu frá 1911 segir Bríet m.a: „Hingað til hafa karlar einir verið einvaldir í allri löggjöf, enda hafa þeir þar gert sig að mið- depli, sem allt snýst um. Sérstak- legt tillit til vor kvenna er þar hvergi; þar sem hagsmunir karl- manna eru annarsvegar, þá megum vér lúta í lægra haldinu ...“ En hafa orðið einhveijar breyt- ingar frá því þessi orð vom skrifuð? Já, svo sannarlega hafa orðið breyt- ingar. Konur fengu kosningarétt árið 1915 og bundu margar vonir við að með því væri stigið stórt skref í átt til jafnréttis. En 60 ámm síðar var talin nauðsyn á að setja lög um jafnrétti kynjanna. Enn birti yfir konum. En hefur staða kvenna eitthvað batnað frá setningu jafn- réttislaga? Því miður blasa stað- reyndirnar við í könnunum og skýrslum. Nú hafa konur og karlar sama lagalega rétt til að hafa áhrif á þjóðfélagið, hafa sama rétt til náms, vinnu, launa, o.fl. sem þegn- um þjóðfélagsins stendur til boða. En hvernig stendur þá á því að enn þurfum við konur að hafa svo mik- ið fyrir að reyna að ná sjálfsögðum réttindum okkar? Hvers vegna mið- ar okkur svo hægt sem raun ber vitni? Ótrúlega lítið áunnist Margir halda því reyndar fram að konur hafí jafna stöðu á við karla og að það sé konum einum að kenna að þær hafi ekki náð lengra. Þeir hinir sömu telja að ekkert frekar þurfí að gera varð- andi kvenréttindi. Nú sé nóg kom- ið. Við höfum kvenforseta, meira að segja eina konu í ráðherrastóli og nú er kona orðin forseti samein- aðs þings. Hvað viljið þið meira? Aðrir telja að mikið hafi áunnist en markmiðinu sé enn ekki náð. Ef ég á að reyna að meta stöð- una fínnst mér ótrúlega lítið hafa áunnist. Staða kvenna hefur mikið breyst en ég efast um að hún hafí breyst neitt verulega umfram þær heildarbreytingar sem hafa orðið í þjóðfélaginu. Stundum hvarflar jafnvel að manni hvort daglegt líf nútímakonunnar sé nokkuð betra en þa’ð var hér áður fyrr þrátt fyrir öll lög. Enn eru konur með lægstu laun- in. Enn bera konur ábyrgð á börnum og ijölskyldu. Og enn hafa karlar ekki tekið á sig þann hluta ábyrgðarinnar sem ætti að leggjast á þeirra herðar vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna. Það er jafnvel svo að í nafni jafn- réttis hafa konur þurft að fórna hluta af sínum réttindum til karla án þess að karlar hafi þurft að láta nokkuð í staðinn. Sami hugsunarháttur gengur aftur Ekki alls fyrir löngu sagði einn samstarfsmaður okkar á Alþingi af karlkyni að hann gæti alveg hugsað sér að taka þátt í kvenna- byltingu, en fyrst þyrfti að gera landsbyggðarbyltingu. Þarna birtist nákvæmlega sami hugsunarháttur og þegar Lenin sagði við Klöru Kristín Einarsdóttir „Markmið okkar með sérstökum kvennalista er að gera viðhorf, reynslu og menningu kvenna að stefiiumót- andi afli í samfélaginu ekki síður en reynslu, menningu og viðhorf karla. Við viljum varð- veita og þróa það já- kvæða í lífssýn kvenna og nýta það í þágu sam- félagsins alls.“ Zetkin fyrir meira en 60 árum síðan — að fyrst þyrfti að hugsa um bylt- inguna svo gæti komið að konunum. Það er eins og blessaðir karlamir geri sér ekki grein fyrir því að kon- ur em helmingur samfélagsins og að ekkert gengur upp ef þær em ekki með. Bríet sagði í Kvennablaðinu árið 1907: „En enginn er öðmm sjálfur. Einmitt reynslan sýnir að karl- mennimir hafa aldrei hingað til, tekið eins mikið tillit til hagsmuna, hæfileika og óska vor kvennanna, eins og sjálfra sín. Og það er af þeirri einföldu ástæðu, að sá veit best hvar skórinn kreppir, sem ber hann. Þeir hafa hvorki þekkt hæfí- leika vora, né tilfinningar. Þeir hafa afmarkað oss verksvið, sem vér höfum ekki mátt fara út fyrir, og sagt, að þetta eitt gætum vér unn- ið, til þessa eins hefðum vér hæfí- leika." Þetta var sagt í byijun aldar- innar, en gæti svo sem átt við enn í dag. Konum stillt upp sem andstæðum Karlarnir hafa verið allsráðandi allt of lengi þar sem ráðum er ráð- ið. Það em þeir sem hafa stillt kon- um upp sem andstæðum. Sérfram- boð kvenna skerpir á vissan hátt þessar andstæður. Við höfum hafn- að því jafnrétti sem felst í því að konur fái að vera eins og karlar. Við leggjum í stað þess áherslu á það sem mótar konur og setjum á oddinn hugmyndir um kvenfrelsi sem fela í sér rétt kvenna til að vera metnar á sínum eigin forsend- um til jafns á við karla. í upphafi þessarar aldar fóm fram mjög líflegar umræður á Al- þingi um kosningarétt kvenna. I þeim umræðum komu viðhorf karla á þeim tíma mjög skýrt í ljós. Einn þáverandi þingmaður lýsti sig hlynntan því að konur fengju jafn- rétti á við karlmenn þótt gáfnafari og lundarfari væri ólíkt farið og konur skorti oftast dómgreind á við karlmenn. En Bjarni frá Vogi taldi að konur mundu halda áfram að vera mæður og hugsa um heimili sín þótt þær tækju þátt í stjóm- málum. Þær yrðu einmitt færari að veita bömum sínum gott uppeldi ef þær hefðu sjálfar tekið þátt í opinbemm málum með fullu jafn- rétti á við karlmenn. Ekki efaðist Bjami heldur um stefnufestu kvennanna, viturleika og kurteisi. Enn í dag em viðhorfin mjög mismunandi. Þannig sagði t.d. einn ráðherra í dagblaði fyrir stuttu um eina stjómmálakonu, um leið og hann hrósaði henni fyrir dugnað, að hún væri meira en karlmannsí- gildi. En hvað er karlmannsígildi? Hvert er viðmiðið? Er það e.t.v. lausnin fyrir konur að vera metnar sem karlmannsígildi? Nægir það til að ná svokölluðu jafnrétti? Ég vona að allar konur svari þessu neitandi. Konur hljóta að vilja láta meta sig á eigin forsendum. Sérframboð kvenna nauðsyn Kvennalistinn valdi nýja en um leið gamla leið til að ná því marki. Sumir efast enn um að sú leið sé vænleg til árangurs þegar til lengri tlma er litið. Sagan ein getur skor- ið úr um það. Ég er ekki í vafa um að sérframboð kvenna hefur nú þegar skilað árangri. En er þá æski- legt að skerpa og leggja áherslu á að konur og karlar séu andstæður í pólitík? Ég held að svo geti verið þangað til að karlarnir em tilbúnir að viðurkenna sérstöðu kveiina og tilbúnir að taka á sig hluta þeirrar ábyrgðar sem konur hafa með höndum. Konur axla ábyrgð á hom- steinum þjóðfélagsins. Ér ekki kom- inn tími til að karlar axli ábyrgð? Markmið okkar með sérstökum kvennalista er að gera viðhorf, reynslu og menningu kvenna að stefnumótandi afli í samfélaginu ekki síður en reynslu, menningu og viðhorf karla. Við viljum varðveita og þróa það jákvæða í lífssýn kvenna og nýta það í þágu sam- félagsins alls. Konur vilja taka þátt í stjómun samfélagsins. Þær hafa ekki verið ánægðar með vinnubrögðin, for- gangsröðina og áherslumar. Konur hafa í gegnum tíðina annast upp- eldi, fræðslu og umönnun bama og þær hafa borið ábyrgð á öldmðum og sjúkum. Þess vegna miðast for- gangsröðun kvenna ekki eingöngu við þarfír þeirra sjálfra. Við hljótum að stefna að því að andstæðumar konur — karlar sam- einist í því að skapa samféíag þar sem allir, konur, karlar og börn em jafnvirtir og jafnréttháir. Þá getum við e.t.v. sagt að konur og karlar séu ekki andstæður í íslenskri pólitík. Mismunandi lífssýn kynjanna Þetta getur því aðeins gerst að karlar og konur setji sig inn í og viðurkenni mismunandi lífssýn kynjanna sem fyrst og fremst má rekja til þeirrar mótunar og þess undirbúnings undir lífíð sem strákar og stelpur fá. Það er samfélaginu til tjóns að viðhorf kvenna skuli svo lítt koma við sögu þar sem ákvarð- anir em teknar. Því verðum við að breyta. Byija á sjálfum okkur og nánasta umhverfi — aðeins á þann hátt og með gagnkvæmum skilningi getum við máð út þessar andstæð- ur. Ef ekki fer að örla á þeirri hugar- farsbyltingu sem ég tel nauðsyn- lega til þess að breyta því mati sem hefur verið á framlagi kvenna til samfélagsins og þar með á þeim sjálfum tel ég ástæðu til að óttast að enn eigi þessar andstæður eftir að skerpast. Höfundur er þingmaður fyrir Kvennalistann íReyhjavík. Grein- in erbyggðá erindi, sem höfund- urflutti & 17. lands/nndi Kvenrétt- indafelags íslands. HITAMÆLAR ©cq) Vesturgötu 16, sími 13280. ÉÍMDNSÍft farsímar við allar aðstæður Viðurkenndur fyrir gæði og einstakt notagildi. Verð aðeins frá kr: 99.000.- í burðar- eða bílaútgáfu. BENCO hf. Lágmúla 7, sími 84077. maconde formen MAOE IN PpRTUGAL Glæsileg herraföt Vörumerkiðtryggir gæði og bestu snið Macondeverksmiðjurnar eru meðal stærstu karlmannafataverksmiðja í Evrópu og stærstar í Portúgal. Við bjóðum lægsta Evrópu-markaðsverð. Karlmannaföt kr. 3.995,- til kr. 9.900,- jakkar kr. 4.995,- Terylenefrakkar kuldafóðraðir kr. 4.760,- úlpur kr. 2.240,- og 3.400,- terlynebuxur kr. 1.195,- 1.595,- 1.695,- 1.795,- og 1.995,- AndréSf Skólavörðustíg 22, síml 18250. Brautarholt 20, Sími 29098 Spennandi veitingastaður í hlýlegu umhveríí Stjörimseðill vikunnar Laxa-, lúðu- og kryddjurtakæfa með lágperusósu og kavíar - ★ - Hvítlauks- og engiferkryddað kjúklingaseyði með fersku grænmeti. - ★ - Kiwikrapís - ★ - Léttsteikt aliandarbringa með græn- og rósapiparsósu - ★ - Steikt bjúgaldin með möndluísog súkkulaðisósu. — ★ — Stjörnustél vikunnar ★ Snjókoma ★ 3cl. Kahlúa ★ 3cl. Jameson whisky ★ Coca-cola, skreyttur með ávöjttum og flórsykri. Minnumeinnigáglæsilegan sérréttaseðil og skemmtilegan léttvínsseðil. — ★ —. Opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 19.00. Vetrarbrautin, Brautarholti 20. Símar: 29098 og 29099.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.