Morgunblaðið - 25.10.1988, Page 27

Morgunblaðið - 25.10.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 27 Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara: Fyrstu tónleikarnir í Islensku óperunni í dag FYRSTU tónleikarnir á Tónlistar- hátið ungra norrænna einleikara verða í íslensku óperunni í kvöld kl. 20.30. Jan-Erik Gustafsson sellóleikari leikur við undirleik Arto Satukangas, pianóleikara. Anders Kilström leikur einleik á píanó. Leikin verða verk eftir Bach, Kaipainen, Shostakovitch, Englund, Beethoven og Chopin. Jan-Erik Gustafsson fæddist í Helsinki árið 1970. Hann byijaði í píanótímum fimm ára gamall en átta ára breytti hann um hljóðfæri og hóf nám í sellóleik. Jan-Erik hefur víða komið fram sem einleikari, t.d. með Útvarpshljómsveitunum í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Frumraun sína í Lundúnum þreytti hann með Sin- fóníuhljómsveit Lundúna. Jan-Erik hefur hlotið fjölmörg verðlaun í sellóleikarakeppnum, t.d. 3. verðlaun í keppni ungra einleikara sem evrópskar útvarps- og sjón- varpsstöðvar standa fyrir. Þá er Jan-Erik meðlimur í New Helsinki String Quartett sem hlaut tvenn 1. verðlaun í alþjóðlegum tónlistar- keppnum á þessu ári. Anders Kilström er fæddur 1961. Hann nam píanóleik við Tónlistar- háskólann í Stokkhólmi á árunum 1980—1986, auk þess sem hann hef- ur tekið þátt í námskeiðum hjá þekkt- um píanóleikurum. Árið 1986 lauk hann formlega námi sínu með því að leika 5. píanókonsert Beethovens með sænsku Útvarpshljómsveitinni á opinberum tónleikum í Stokkhólmi. Anders Kilström hefur farið marg- ar tónleikaferðir sem einleikari á vegum Ríkiskonserta og tekið þátt í tónlistarhátíðum, m.a. Nordic Music Festival. Hann hefur einnig haldið tónleika víða í Vestur- og Austur- Evrópu og Kanada. Jan-Erik Gustafsson Anders Kilström Morgunblaðið/Bjami Herdís Þorvaldsdóttir, Tinna Gunnlaugfsdóttir og Edda Kristjánsdóttir ræða málin í hléinu. * Iskugga hrafhsins frumsýnd KVIKMYND Hrafiis Gunn- laugssonar, í skugga hrafiis- ins, var frumsýnd í Laugar- ásbíói sl. sunnudag að við- stöddu Qölmenni. Edda Kristjánsdóttir, eigin- kona Hrafns Gunnlaugssonar, flutti gestum kveðju leikstjór- ans, sem staddur er erlendis við kynningu myndarinnar. Að lokinni sýningu fögnuðu gestir leikurum og starfsfólki myndarinnar ákaft, og færði Sól Hrafnsdóttir leikurum blóm. Sjá dóm um kvikmyndina á bls. 14. Meðal frumsýningargesta voru Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor. V erðlagsstofíiun: Heimiluð hækkun á eggjum og kjúklingum Morgunblaðið/JúKus Guðmundur Sigurðsson yfirviðskiptafræðingur og Georg Ólafsson verðlagsstjóri kynna framkvæmd verðstöðvimarinnar. ALIFUGLABÆNDUR hafa náð samkomulagi við Verðlagsstofii- un um verðhækkanir á eggjum og kjúklingum til að mæta hækk- un á innfluttu fóðri. Heildsölu- verð á eggjum hækkar um 12,3% en smásöluveroið um 10%. Kjúkl- ingar hækka um 8% í heildsölu en nokkru minna í smásölu. Á blaðamannafundi Verðlags- stofnunar í gær skýrði Georg Ólafs- son verðlagsstjóri frá samkomulagi stofnunarinnar við bændur. Vegna 40—45% hækkunar á innfluttu fóðri frá mars til október fóru eggja- bændur fram á 20% hækkun eggja- verðs. Vegna sérstakra aðstæðna í verðlagsmálum eggjabænda, en verið er að undirbúa verðskráningu í sexmannanefnd, taldi stofnunin ekki unnt að verða að fullu við ósk- um bænda. Samkomulag náðist um 12,3% hækkun heildsölkuverðs og að verðið yrði endurskoðað í lok . nóvember. Vegna áktfæða um að álagning skuli ekki hækka í krónum hækkar smásöluverðið minna, eða um 10%. Hækkun fóðurverðsins hefur einnig áhrif á verðlagningu á kjúkl- ingum og sóttu framleiðendur um 12,5% hækkun heildsöluverðs. Samkomulag varð um 8% hækkun sem þýðir nokkru minni hækkun smásöluverðs vegna óbreyttrar álagningar í krónutölu. Við upphaf verðstöðvunar lækkaði verðlagsráð verð á eggjum um 15% og kjúkling- um um 7%. Á blaðamannafundi Verðlags- stofnunar kom fram að starfsmenn stofnunarinnar hafa orðið varir við misskilning með framkvæmd verð- stöðvunarinnar sem nú stendur yfir. Af því tilefni ítrekaði Georg Óíafs- son verðlagsstjóri að vegna breyttra aðstæðna, meðal annars gengisfell- ingar, hefði ekki verið unnt að fram- lengja þá algeru 'verðstöðvun sem gilti í september. Fyrirtækjum er nú heimilt að hækka verð á vörum og þjónustu sem nemur sannanlegri hækkun á erlendu innkaupsverði. Fyrirtækin þurfa að senda Verð- lagsstofnun tilkynningar um hækk- anir og verðútreikninga með fyrir- vara og álagning skal haldast óbreytt í krónutölu. Sem dæmi um hækkanir á inn- lendri framleiðslu vegna hækkunar á erlendu kostnaðarverði nefndi verðlagsstjóri eggja- og kjúklinga- verðið en sem dæmi um innflutta vöru nefndi hann kornflögur. Er- lend innkaupsverð á komflögum hækkaði um 7% frá júní til septem- ber. Auk þess hækkaði gengi sterl- ingspundsins um tæp 4% þannig að í heild hækkaði innkaupsverðið um 11%. Innflytjandinn hefur heimilt til að taka þessa hækkun á inn- kaupsverði inn í verð vörunnar en hins vegar verður hann að skerða hlutfallslega álagningu sína þar sem hún verður að vera óbreytt í krónutölu. Heildsöluverðið hækkaði því minna en innkaupsverðið, eða á bilinu 4-7% á komflögunum. Fryst- ing álagningar í krónum byggist meðal annars á því að gert er ráð fyrir að laun verði óbreytt á verð- stöðvunartímabilinu, vextir lækki og húsaleiga hækki ekki. Við framkvæmd verðstöðvunar- innar hafa komið upp nokkur tilvik sem em utan hins almenna ramma sem settur hefur verið og er tekið á þeim með sérstökum hætti. Neftidi Georg sem dæmi verðbreyt- ingar sem bundnar em við árstíðir, eins og til dæmis jólatré, jólabækur og fleira. Vill stofnunin leysa slík mál að undangenginni ítarlegri at- hugun. Fram kom hjá starfsmönnum Verðlagsstofnunar að fjölmörg inn- flutningsfyrirtæki hefðu tilkynnt hækkanir vegna breytingar á gengi og hátt á annan tug heildverslana vegna hækkana á erlendu verði vöm. Þá hefðu á þriðja tug inn- lendra framleiðslufyrirtækja til- kynnt hækkanir á vömm vegna gengisbreytinga. Algengustu hækkanir em um 5%. Þá kom fram að nokkrar umsóknir um hækkanir bíða afgreiðslu vegna þess að þær þyrftu nánari skoðunar við. Georg sagði að almennt séð væri góð samvinna við fyrirtæki um framkvæmd verðstöðvunarinnar. Reglum stofnunarinnar væri fylgt. Guðmundur Sigurðsson yfírvið- skiptafræðingur sagði að ekki ætti að vera mikil þörf fyrir hækkanir nema sem næmi gengisbreytingum þar sem helstu kostnaðarliðir fyrir- tækjanna væm frystir. Þá væm fyrirtækin búin að búa lengi við frelsi í verðlagningu og hefðu því aðlagað sig markaðnum eftir því sem samkeppnin gæfí svigrúm til. Unnur Halldórs dóttirlátin UNNUR Halldórsdóttir, Gröf í Miklaholtshreppi, lést • í Reykjavík aðfaranótt 22. október sl. Unnur fæddist í Gröf 13. ágúst 1913, dóttir hjónanna Halldórs Bjamasonar hreppstjóra og Þór- unnar Sigurðardóttur. Unnur var ekkja Helga Péturssonar sérleyfis- hafa og bónda í Gröf. Árið 1959. fluttust þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu á Birkimel 8a. Eftir að Helgi lést árið 1969 rak Unnur sérleyfísferðir á Snæfellsnes ásamt bömum sínum. Unnur var heiðursfélagi Snæfell- ingafélagsins og var sæmd riddara- krossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1986 fyrir störf sín í þágu sam- göngumála. Unnur og Helgi eignuðust 5 börn sem öll em uppkomin. Unnur Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.