Morgunblaðið - 25.10.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 25.10.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 35 Framsóknarnierm undir- búa flokksþing sitt Kjördæmisráð Framsóknar- flokksins í halda þing sin um þessar mundir til undirbúnings fyrir þing flokksins sem verður helgina 18-20. nóvember í Reykjavík. Fjögur kjördæmisráð halda þing helgina 4-5. nóvember, í Reykjavík, Vesturlandi, Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Vestfirðingar hafa þeg- ar haldið sitt þing. Sigurður Geirdal framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins sagði við Morgunblaðið að efnahagsmál yrðu væntanlega fyrirferðarmest á flokksþinginu. Langstærstur hluti þingfulltrúa kæmi af landsbyggðinn og þar væru margir uggandi vegna erfiðrar stöðu fyrirtækja. Mývatnssveit: Fjölmenni á slægjufundi Björk, Mývatnssveit. HINN hefðbundni slægjufúndur í Mývatnssveit var haldinn í Skjólbrekku fyrsta vetrardag, laugardaginn 22. október. Fjöl- menni var á fúndinum. Fundurinn hófst með helgistund klukkan 14.30. Séra Öm Friðriks- son prófastur á Skútustöðum flutti ræðu. Sunginn var sálmurinn „Þín náðin Drottin nóg mér er“ og á eftir var „ísland ögrum skorið" sungið. Organisti var Kristín Jónas- dóttir. Hjónin Saron Thomson og Davíð Thomson skemmtu með söng og hljóðfæraslætti. Hun er óperu- söngkona en hann er organisti á Húsavík. Aðalræðu dagsins, slægjuræðuna, flutti Hulda Finn- laugsdóttir. Þá var almennur söng- ur undir stjóm Jóns Áma Sigfús- Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að því er svörtum BMW var ekið á rauðan Daihatsu við Aust- urbæjar Apótek á mótum Há- teigsvegar og Rauðarárstigs. Þetta átti sér stað um klukkan 17.50 síðastliðinn laugardag. Bifreiðinni sem tjóninu olli var ekið af staðnum án þess að gert væri vart um tjónið. Ökumaður hennar og vitni að óhappinu em hvött til að hafa samband við lög- regluna. sonar. Hann stjómaði einnig sam- komunni. Síðan var dansleikur í Skjól- brekku um kvöldið frá klukkan 22 og frameftir nóttu. Þar var einnig fjöldi fólks. Kristján Fangi kveikti í rúmfötum UNGUR maður, gæslufangi i Síðumúlafangelsi, kveikti í rúm- fötum í klefa sínum laust fyrir klukkan hálffimm á sunnudag. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn og brenndist maðurinn ekki. Hann var fluttur á slysadeild vegna gmns um reykeitmn en var útskrifaður þaðan að lokinni skoð- un og að nýju fluttur í fangelsið. Hann hafði fyrr um helgina verið úrskurðaður í varðhald vegna fjár- munabrota. Morgunblaðið/J6n Svavarason Gæslufanginn færður í sjúkra- bifreið. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 24. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð varð (lestir) verð (kr.) Þorskur 51,00 41,00 48,25 11,275 544.002 Undirmál 31,00 31,00 31,00 1,019 31.589 Ýsa 64,00 37,00 16,10 16,163 971.266 Ýsa(ósl.) 42,00 42,00 42,00 0,431 18.102 Undirmólsýsa 28,00 28,00 28,00 0,632 17.697 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,231 3.465 Karfi 29,00 26,00 26,53 5,750 152.500 Steinbítur 42,00 29,00 35,63 0,508 18.098 Langlúra 25,00 25,00 25,00 0,100 2.500 Langa 36,00 36,00 36,00 0,302 10.872 Lúða 290,00 70,00 117,31 1,375 161.361 Koli 36,00 25,00 32,17 0,058 1.850 Keila 24,00 24,00 24,00 1,007 24.164 Blandaö 24,00 24,00 24,00 0,547 13.134 Svartfugl 38,00 38,00 38,00 0,081 3.097 Samtals 50,00 39,479 1.973.701 Selt var aðallega úr Steinunnl SH, Stakkavík ÁR og Halldóri Jónssyni SH. I dag verða meðal annars seld 30 tonn af þorskl úr Sigurðl Sveinssyni IS, 1,5 tonn af þorski úr Guörúnu Jóns- dóttur (S, 6 til 7 tonn af ýsu frá Isbliki hf. á Akranesi og 1 tonn af ýsu frá Sætúni hf. í Borgarnesi. FAXAMARKAÐUR hf. i Reykjavík Þorskur 49,00 44,00 47,58 18,681 888.807 Ýsa 67,00 30,00 48,94 8,880 434.557 Ýsa(smá) 30,00 23,00 27,10 0,288 7.805 Karfi 29,00 29,00 29,00 0,459 13.311 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,322 4.830 Skarkoli 38,00 25,00 27,26 1,950 53.157 Blólanga 34,00 34,00 34,00 0,235 7.990 Lúða 170,00 60,00 100,02 0,635 63.465 Samtals 46,87 31,450 1.473.922 Selt var úr Farsæli SH og neta- og línubátum. I dag veröa meðal annars seld 80 tonn af þorskl úr Ásgelri RE og ýsa og þorskur úr neta- og linubátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 51,50 38,50 43,46 119,668 5.201.217 Undirmál 25,50 25,50 25,50 2,641 67.359 Ýsa 56,00 21,00 38,95 20,476 808.043 Karfi 27,00 9,00 25,66 5,589 143.433 Ufsi 15,00 12,00 13,86 3,725 51.630 Steinbftur 15,00 15,00 15,00 0,040 600 Hlýri 28,00 28,00 28,00 1,272 35.636 Lúöa 150,00 65,00 111,46 0,228 25.434 Langa 32,50 15,00 30,90 0,820 25.342 Blálanga 27,00 27,00 27,00 0,551 10.077 Kella 20,00 17,50 18,86 2,778 51.535 Samtals 40,62 158,276 6.428.468 Selt var aðallega úr Bergvík KE, Hauki GK, Þorsteini Gíslasyni GK og Ólafi GK. I dag verða meöal annars seld 20 tonn af þorski og óákveöið magn af öðrum tegundum úr Hauki GK. Á morgun verða meöal annars seld 45 tonn af þorskl úr Eldeyjar- Hjalta og 10 tonn af karfa úr Gnúpi GK. Valt ofan ískurð Ökumaður missti vald á bfl sinum er hann ók um afrennsli af Grensásvegi inn á Suðurlands- braut siðdegis í gær. Bíllinn hafnaði ofan í skurði sem grafinn hafði verið vegna fram- kvæmda við breikkun Suðurlandsbrautar. Eng- inn meiddist en bUlinn fór heila veltu áður en hann staðnæmdist ofan i meira en mannhæðar- háum skurðinum. Hann er talsvert skemmdur. Skurðurinn hafði verið afgirtur með flaggalin- um og rauðgulum plaststöplum með endurskini og veittu því merkingarnar bílnum enga fyrir- stöðu. Alþjóðlega skeiðmótið í Altrip: íslenskur sigur í flór- um greinum af sex Umdeildur dómur kostaði Sigurbjörn skeiðmeistaratitilinn Frá blaðamanni Morgunblaðsins, Valdimar Kristinssyni í Altrip: Það blés heldur byrlega hjá íslendingunum sem tóku þátt i alþjóðlega skeiðmótinu i Altrip i Þýskalandi um helgina. Báru þeir sigur úr býtum í fjórum greinum af þeim sex sem þeir tóku þátt í. Alls voru ellefú ís- lendingar meðal keppenda á mótinu og var frammistaða þeirra með ágætum. Hæst bar sigur Reynis Aðal- steinssonar í svokölluðu „pass- championat", sem var án efa há- punktur mótsins. Er þar um að ræða úrslitakeppni fjögurra kepp- enda sem ná bestum tíma í 250 m skeiði fyrri dag keppninnar. Hafa þeir hestaskipti i úrslitunum þannig að hver knapi ríður öllum hestunum og eru famir fjórir sprettir. Að loknum þremur sprettum var Reynir í efsta sæti með 11 stig en Herbert „Kóki“ Ólason og Sigur- bjöm Bárðarson komu næstir með 8 og 7 stig. Var því ljóst að íslend- ingar yrðu í þremur efstu sætunum því Eva Marie Teutler, Þýskalandi, sem er komungur og bráðefnilegur skeiðknapi, hafði ekkert stig hlotið. Allir þrír áttu þeir möguleika á sigri fyrir síðasta sprett en hins vegar vom möguleikar Sigurbjöms og Kóka í því fólgnir að Reynir kæm- ist ekki ofar en í þriðja sæti í sprett- inum þannig að spennan var í há- marki. Að loknum spretti virtist flestum sem á horfðu að Sigurbjöm hefði einum tekist að láta hestinn liggja sprettinn á enda og þar á meðal ágætum þul, Johannesi Hoyos, og var hann búinn að óska Sigurbimi til hamingju með sigurinn. En held- ur kom babb í bátinn þegar aust- urríski hlaupagæslumaðurinn sem var við niðurtökuna úrskurðaði að klárinn hjá Sigurbimi hefði farið á stökki yfir 50 m llnuna. Varð af þessu mikið uppistand því flestir ef ekki allir virtust þeimar skoðunar að þetta væri rangur dómur og vom meðal annars skoðaðar mynd- bandstökur af sprettinum og virtist mönnum þær staðfesta að svo væri. Ekki vildi sá austurríski breyta dómi sínum og lét sig hverfa af staðnum hið snarasta. Niðurstaðan varð því sú að Reynir fékk fyrsta sætið og Teutler hin þýska annað sætið, því bæði Sigurbjöm og Kóki neituðu að taka við verðlaunum í mótmælaskyni við það ranglæti sem þeir töldu að væri viðhaft. Var þetta dramatískur endir á frekar slöku móti. Reynir sigraði einnig í 250 m skeiði á stóðhestinum Trausta sem fæddur er í Hollandi á 23,09 sek- úndum. Eva Marie Teutler varð önnur á Spóa frá Geirshlíð á 23,16 sekúndum og Kóki ólason varð þriðji á Þrymi frá Brimnesi, einnig á 23,16 sekúndum. í 150 m skeiði sigraði Sigurður Marínusson á góð- kunnum hesti, Feng frá Ysta- Hvammi sem á gildandi íslandsmet í 300 m brokki, auk þess sem hann gerði það gott í skeiðinu á íslandi um árabil. Tími þeirra var 15,17 sekúndur. Annar varð Christian Indermaur á Valsa frá Lambhaga á 15,5 sekúndum, þriðji Sigurbjöm á Odu, þýskfæddri hryssu á 15,55 sekúndum. Sigurbjörn sigraði svo I gæðinga- skeiði á Torfa frá Hjarðarhaga með 9,09 stig, Reynir varð annar á Trausta með 9,04 og Walter Feld- mann þriðji á Lögg frá Sauðárkróki með 9 stig. í gæðingakeppninni sigraði Johannes Hoyos, Austurríki, á góðkunnum hesti, Fjölni frá Kvía- bekk, með 8,55, Reynir varð annar á Trausta með 8,13 og Eva Marie Teutler þriðja á Spóa með 8,18. í töltkeppninni sigraði Johannes einnig á Ivani frá Skarði með 8,67 stig. Önnur varð Gundula Ziesse, Þýskalandi, á Blakk með 8,50 stig og í þriðja sæti varð Reynir á Loga, þýskfæddum hesti, einnig með 8,50 stig. Johannes Hoyos varð svo stigahæstur keppenda með 25,91 stig. Morgunblaðið/Ingibcrg J. Hannesson Unnið er af fullum krafti við lagningu nýs vegar á vestanverðum Svínadal. Talsvert um innbrot Nýr vegur á Svínadal Hvoli, Saurbæ. LAGNING nýs vegar á vegar á vestanverðum Svínadal, frá svo- ni'fndum Víði að Bersatungu, stendur nú yfir. Um er að ræða tæplega 5 km kafla. Hefur þetta verið erfiður vegar- kafli hvað vetrarfærð snertir — og tíðum lokað umferð um Svínadal er vegur teppist á þessum slóðum vegna snjóa. Verkinu á að ljúka um miðjan júlí. Er fullur hugur hjá verktakanum, Jóhanni Bjamasyni á Hellu, að ljúka lagningu vegarins frá Viði og að Njálsgili nú I haust og ljúka svo öllu verkinu næsta sumar. - IJH UNGUR piltur var handtekinn þar sem hann var að bijótast inn í söluturn við Þingholtsbraut i Kópavogi um helgina. Fjórir aðr- ir áttu þátt í innbrotinu en þeir komust undan á hlaupum. Þá var um helgina brotist inn í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnar- firði og þaðan stolið áttavita úr bát. Einnig var brotist inn í verslunina Hænco við Suðurgötu og stolið það- an leðurfatnaði, stígvélum og ör- yggishjálmum. Þá var brotist inn í bókaverslun við Garðatorg í Garðabæ. Þaðan var meðal annars stolið hljómborð- um, tölvum og klukkum. Þá var maður handtekinn í versl- un Hagkaups í Skeifunni á laugar- dag. Hann hafði reynt að selja þar falsaða ávísun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.