Morgunblaðið - 25.10.1988, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988
Uppskeran betri en
bændur þorðu að vona
og regni og þegar veðurguðimir
skammta þetta ekki í réttum hlut-
föllum er ekki von til þess að upp-
skeran verði góð. Þó fínnst okkur
kartöflubændum að uppskeran sé
betri en við þorðum að vona miðað
við veðurlag sumarsins. í fyrsta
lagi var sett niður í vor í seinna
lagi vegna veðráttunnar. Júní-
mánuður var síðan afskaplega
þurr og í lok þess mánaðar brast
á hvassviðri mikið sem skemmdi
garða sums staðar. Júlímánuður
var nokkuð eðlilegur, en í ágúst-
mánuði var lítil sól og mikið regn.
Eftir því sem ég hef haft spum-
ir af hafa bændur náð kartöflunum
sínum upp og aðeins á tveimur til
þremur bæjum hafa orðið örlítil
afföll vegna næturfrosta. Flestir
sluppu fyrir hom þó menn hafi
byijað mun seinna að taka upp
en venja er. Beðið var eftir því
að jarðvegurinn þomaði um mán-
aðamótin ágúst/september eftir
rigningamar svo að menn byijuðu
ekki á kartöfluupptökunni fyrr en
í kringum 10. september,“ sagði
Sveinberg.
Kartöfluupptöku nýlokið í Eyjafírði:
- segir Sveinberg- Laxdal formaöur
Félags kartöflubænda við Eyjaflörð
Morgunblaðið/Rúnar Þ6r
Áreksturá
Skjálfandafljótsbrú
Árekstur varð á Skjálfandafljótsbrú seinnihluta sunnudags.
Tveir fólksbílar, sem komu hvor úr sinni áttinni, ætluðu báðir
yfir i einu með þeim afieiðingum að þeir skullu saman á miðri
brúnni. Ekki urðu miklar skemmdir á bílum og fólk slapp
ómeitt. Töluverð hálka var á brúnni er óhappið varð og var
önnur bifreiðin á sumardekkjum.
Kartöfluupptöku lauk í Eyjafirði um helgina, mun seinna
en venja er. Nokkrir bændur áttu kartöflur sínar í jörðu allt
þar til um síðustu helgi er þeir náðu restinni inn í hús. Afföll
munu þó ekki hafa verið veruleg vegna þeirra næturfrosta,
sem komið hafa á Norðurlandi.
Sveinberg Laxdal formaður Fé-
lags kartöflubænda við Eyjafjörð
sagði í samtali við Morgunblaðið
að uppskera væri í meðallagi og
markaðshorfur því góðar. Ekki
væri gert ráð fyrir neinum „kart-
öflufjöllum" í ár eins og í fyrra
þegar uppskeran tuttugufaldaðist
hjá bændum í Eyjafírði frá árinu
áður. Kartöflubændur þurftu að
henda töluverðu magni á haugana
nú í lok sumars til að rýma fyrir
Eining um stofnun félags um
rekstur kammerhljómsveitar
nýjum birgðum.
„Uppskera er verulega minni
en í fyrra þó tölur liggi ekki ná-
kvæmlega fyrir. Söluhorfur eru
góðar og við gerum ekki ráð fyrir
markaðsstríðum eins og í fyrra.
Erfítt reyndist að koma allri upp-
skerunni síðan í fyrra út og það
sem eftir var fór hreinlega á haug-
ana. Að hluta til fóru kartöflurnar
á markað sunnanlands þegar líða
tók á sumarið því geymsluþol kart-
aflna fyrir norðan er yfírleitt betra
en fyrir sunnan," sagði Sveinberg.
Meðaluppskera hjá bændum í
Eyjafirði er í kringum 2.500 tonn
og telur Sveinberg að uppskeran
í ár sé aðeins lakari, eða í kringum
2.000 tonn.
„Við eigum allt okkar undir sól
Stofhfúndur Félags áhugamanna um rekstur kammerhljóm-
<i sveitar Akureyrar var vel sóttur og ríkti mikill einhugur um
stofiiun félagsins sl. sunnudag. Ingólfur Armannsson skóla-
og menningarfúlltrúi Akureyrar ávarpaði fúndargesti og
minntist meðal annars á að menningar- og Iistalíf skipti miklu
máli þegar fólk veldi sér stað til búsetu. Hann lauk orðum
sínum með því að segja að hann vonaðist til að kammerhljóm-
sveitin væri komin til að vera.
Michael J. Clarke kennari við
Tónlistarskólann á Akureyri flutti
erindi er hann nefndi „Atvinnu-
kammerhljómsveit á Akureyri".
Þar rakti hann sögu hljómsveita á
Akureyri en þar voru m.a. starf-
ræktar blandaðar hljómsveitir um
1915 og síðar eftir 1930. Einnig
ræddi hann um að Tónlistarbanda-
lag Akureyrar, sem stofnaði Tón-
listarskólann á Akureyri árið
1946, hefði áformað að koma á
fót hljómsveit í bænum, en raunar
hafí Tónlistarskólinn tekið við því
hlutverki því mikil gróska hefur
verið í hljómsveitarstarfsemi í
skólanum um margra ára skeið.
Til dæmis hélt sinfóníuhljómsveit
skólans nokkra tónleika og kam-
merhljómsveit skipuð nemendum
og kennurum fór í tónleikaferð til
Danmerkur árið 1978.
Jón Hlöðver Áskelsson skóla-
stjóri Tónlistarskólans á Akureyri
talaði fyrir tillögu um stofnun fé-
lagsins og greindi frá starfí hljóm-
sveitarinnar sl. tvö ár, en hún
hefur haidið átta tónleika með 30
til 50 hljóðfæraleikurum í hvert
sinn. Fram kom í máli hans að
aðsókn hafí farið vaxandi og á sl.
vetri hafí eitt þúsund áheyrendur
sótt tónleika hennar. Á þessum
tveimur árum hafa fímmtán ein-
leikarar og einsöngvarar, bæði
heimafólk og gestir, komið fram
á tónleikum hljómsveitarinnar.
Tækifæri tónlistarunnenda til að
hlýða á hljómsveit með sinfónískri
f RAUM^SERIAN)
SJUKRAHUSSOGUR
Slysið
Deborah Davl»
nyjar
kur
sem þú getur verið viss
skipan á Akureyri hafa þegar átt-
faldast með tilkomu hljómsveitar-
innar.
Að lokinni umræðu og kaffihléi
voru tillögur um stofnun áhugafé-
lags samþykktar einróma, en í til-
lögunni segir að meginhlutverk
félagsins eigi að vera að efla starf-
semi Kammerhljómsveitar Akur-
eyrar, stuðla að því að hljómsveit-
in geti reglulega haldið tónleika
með vönduðu og fjölbreyttu verk-
efnavali og að vekja áhuga á leik
hljómsveitarinnar, málefnum
hennar og félagsins.
í bráðabirgðastjóm, sem starfar
til framhaldsstofnfundar, sitja
Einar S. Bjamason og Valgerður
Hrólfsdóttir fyrir hönd áhuga-
manna, Ólöf Jónsdóttir og Ömólf-
ur Kristjánsson frá Kammerhljóm-
sveitinni og einnig hefur verið ósk-
að eftir að bæjarstjóm Akureyrar-
bæjar skipi fulltrúa sinn í stjóm-
ina. Unnt er að skrá sig á stofnfé-
lagaskrá, sem liggur frammi í
Tónlistarskólanum á Akureyri,
Hafnarstræti 81.
um að eru góðar
ásútgáfan
Lionsklúbburínn Huginn:
Gjafir til krabbameins-
félagsins og Sólborgar
Félagar í Lionsklúbbnum
Huginn á Akureyri afhentu
tvær 200.000 króna gjafir fyrir
skömmu. Krabbameinsfélag
Akureyrar fékk 200.000 krónur
til kaupa á brjóstmyndatöku-
tæki og jafnhá upphæð var
gefin í byggingu sundlaugar
við vistheimUið Sólborg sem nú
er á lokastigi.
Þessum ijármunum hafa Lions-
félagar safnað með ljósaperusölu,
jóladagatalasölu og skósölu. Einn-
ig er um að ræða tekjur af kútt-
magakvöldi, sem er árlegur við-
burður hjá Lions. Akureyringar
mega eiga von á því að félagar
úr Huginn banki upp á þann 19.
nóvember nk., en sá dagur hefur
verið ákveðinn sem söludagur
jóladagatala. Við söluna njóta
þeir aðstoðar klúbbmeðlima í Li-
onsklúbbi Akureyrar. í staðinn fá
þeir aðstoð við blómasölu á konu-
daginn.
Morgunblaðið/Rúnar Þ6r
Halldóra Bjarnadóttir tekur við ávisun úr hendi Jóhanns Karls
Sigurðssonar formanns lionsklúbbsins. Hjá standa Jónas Franklín
formaður Krabbameinsfélagsins, Þröstur Emilsson, Þorvaldur
Nikulásson, Ólafur Stefánsson og Þorvaldur Jónsson.
Rakel Bragadóttir starfsmaður á Sólborg fékk afhenta 200.000
króna ávísun svo ljúka megi byggingu sundlaugar við Sólborg.