Morgunblaðið - 25.10.1988, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988
49
MYNDAMÓT HF
Hlaðin kostum og spennandi fylgihlutum:
• 20 x meiri þrýstingur en úr garðslöngu
• hraðari og betri hreingerning
• 85% minni vatnsþörf
• sápa sem mengar ekki umhverfið
• þvottabursti, hentugur fyrir bílinn
• snúningsskaft með handhægu gripi
• 10m háþrýstislanga
• sápuskammtari
Aukahlutir:
• snúningsstútur sem gefur 30% aukningu á þrýstingi
og 7x meiri vinnuhraða
• sandblástur, garðúðari,
undirvagnsþvottaskaft ofl.
SNUNINGSSKAFT
SKEIFUNNI3E, SÍMAR 82415 & 82117
Afinæliskveðja:
Guðmundur S. Karls-
son - sj ötugur
Guðmundur Stefán Karlsson
verslunarmaður er 70 ára um þess-
ar mundir og langar mig í tilefni
þeirra tímamóta að rita um hann
nokkrar línur.
Það eru liðin 27 ár síðan fundum
okkar Guðmundar bar fyrst saman.
Ég kom þá inn á heimih hans sem
tilvonandi tengdadóttir. Ég man vel
að það var ekki laust við að mér
væri órótt innanbrjósts, þegar ég
var kynnt fyrir tilvonandi tengda-
flölskyldu. Én við fyrstu kynni af
tengdaforeldrum mínum hvarf sá
óróleiki, því elskulegra og þægi-
legra fólk er vart hægt að hugsa
sér.
Guðmundur er fæddur í
Reykjavík, þann 18. október 1918,
sonur hjónanna Guðlaugar Péturs-
dóttur og Karls Guðmundssonar.
Hann ólst upp á Baldursgötu 26 í
Reykjavík, þar sem hann hefur átt
heima alla tíð. Hann er kvæntur
Margréti Sveinsdóttur frá Kambi í
Flóa og eiga þau fjóra syni sem
allir eru kvæntir og eru bamaböm-
in þegar orðin 10.
Það er mínum kæra tengdaföður
sjálfsagt lítt að skapi að skrifaðar
séu um hann lofmllur, þótt tilefnið
sé ærið, en ég vona að hann fyrir-
gefi mér tiltækið.
Guðmundur er skapfestumaður,
heillyndur, hæverskur og drengur
góður. Yfir svip hans leikur fersk-
leiki og hlýja og oft bregður fyrir
glettni í augum, enda er honum
einkar lagið að segja frá ýmsu skop-
legu úr hinu daglega lífi. Það ber
skapfestu og trúmennsku hans
glöggt vitni, að allt sitt líf hefur
hann búið við Baldursgötuna í
Reykjavík. Ifyrst í „litla húsinu" nr.
26B húsi foreldra sinna, og frá ár-
inu 1955 í „stóra húsinu“ nr. 26,
sem hann byggði sjálfur ásamt
systkinum sínum Pétri og Guðrúnu.
Annað dæmi ekki síður umtalsvert
er það að hann hefur nú í nærfelld
50 ár unnið hjá sama fyrirtækinu,
Fálkanum hf. í Reykjavík. Einstök
trúmennska myndi margur segja-
með réttu, en það er ekki bara af
trúmennsku sem Guðmundur hefur
reynst starfi sínu og æskustöðvum
svo trúr. Hér hefur hann fundið
lífsfyllingu og hér hefur hann fund-
ið lífinu tilgang og það er það sem
skiptir máli.
Guðmundur og Margrét eru eink-
ar samhent hjón og það hefur í
senn verið ánægjulegt og ómetan-
legt að fá að „alast upp“ með þeim.
Þau eru víðlesin og margfróð um
menn og málefni og þeim leikur
einkar vel að segja frá. Það er sama
hvort umræðuefnið er fólk og at-
burðir eða náttúrulýsing, þau hafa
einstakan hæfileika til að hrífa fólk
með sér í frásögninni. Guðmundur
er mikill náttúruunnandi og deilir
þeim áhuga með konu sinni. Á
sumrum eru famar lengri og
skemmri ferðir á vit íslenskrar nátt-
úm og á vetmm famar styttri ferð-
ir og þá gjaman á gönguskíðum
ef veður leyfir. Ferðimar em svo
sannarlega ekki famar til þess að
geta sagst hafa komið á staðinn.
Nei, hver staður er vandlega skoð-
aður og staðhættir kannaðir og
þegar heim er komið er aflað við-
bótarfróðleiks ef slíkt er fyrir hendi.
Það fer fátt framhjá þessum glöggu
og fróðleiksfúsu hjónum, og fyrir
GOÐAR FREGNIR
AF RYDFRIU STALI!
Markvisst samstarf við Damstahl A/S eykur styrk
okkar í birgðahaldi á ryðfríu stáli. Með stærsta lager-
fyrirtæki Norðurlanda að bakhjarli tryggir Sindra Stál
viðskiptavinum sínum örugga þjónustu.
Skjót afgreiðsla á sérpöntunum vegna ýmissa
verkefna.
ZJIDamstahl
Ryðfrítt stál er okkar mál!
SINDRA/vlfySTALHF
BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684
okkur bömin em þau eins og visku-
bmnnur fróðleiks um land og þjóð.
Þrátt fyrir nokkur alvarleg veik-
indaáföll sem Guðmundur hefur
orðið fyrir á seinni áram hefur hann
ætíð með skapfestu, ótrúlegum
dugnaði og dyggum stuðningi konu
sinnar, náð aftur fullri heilsu og
mér liggur við að segja, eflst við
hveija raun. Það er áreiðanlega
mikið að þakka því hversu jákvæð-
ur og þrautseigur hann er, en um
leið hógvær og lítillátur. Slík blanda
hlýtur að leiða til hins besta sem
völ er á hveiju sinni.
Sem sannur Reykvíkingur hefur
Guðmundur ætíð haft mikinn áhuga
á fótbolta og fylgst grannt með því
sem gerst hefur á vellinum í gegn-
um árin, enda að vonum mikill
KR-aðdáandi. Þeir vora ekkert
síður iðnir við knöttinn strákamir
í þá daga og þeir styðja án efa
dyggilega við sína menn enn þann
dag í dag, þótt aldurinn sé aðeins
farinn að segja til sín. Nú er setið
fyrir framan sjónvarpið þegar góðir
leikir em sýndir og sparkað með
og hrópuð hvatningarorð. Það er
víst þannig sem sannir KR-ingar
gera!
Ég sendi Guðmundi og Margréti
ámaðaróskir í tilefni afmælisins og
óska okkur öllum til hamingju með
afmælisbamið.
Tengdadóttir
KARCHER 570 HÁÞRÝSriDÆLAN
Skmandi hreint-leikandi/étt
TÚLVUSKEYTING
MEÐ
CR0SFIELD