Morgunblaðið - 25.10.1988, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER Í988
53
töluðust við nærri daglega og voru
oftast nefndar í sama orðinu af
okkur systkinabömum þeirra. Við
á Grenimel sendum henni, börnum
tengdabömum og öðrum afkom-
endum Jóhönnu samúðarkveðjur.
Við vitum að þau eiga eins og við
aðeins ánægjulegar minningar um
frænku mína.
Helga Kristinsdóttir
Nú er hún Jóamma dáin og er
hún búin að fá þá hvíld sem hún
þráði. Hún var búin að vera veik,
en alltaf var hún glöð og ánægð.
Hún var búin að vera rúmliggjandi
í þó nokkum tíma en var alltaf með
fullri hugsun, alveg fram á síðustu
stund.
Þegar við systkinin hugsum aftur
þá riflast margt upp. Jóamma var
búin að vera mörg ár á Hrafnistu í
Reykjavík. Naut þess að vera þar
því þar var fullt af félagslyndu fólki
eins og hún var. Hún var mikil spila-
manneskja og ef við fundum hana
ekki inni á herbergi þá vissum við
að hún var frammi að spila. Amma
var gift Kristjáni B. Sigurðssyni og
áttu þau 6 böm, þau Ríkharð, Skarp-
héðin, Sigurð, Ellert, Hrefnu og
Dúfu. Þegar yngsta bamið var tæp-
lega tveggja ára dó afi og stóð hún
ein uppi með börnin en tengdamóðir
hennar bjó hjá henni og hjálpaði.
Síðan missti amma Sigurð ungan
en hin bömin uxu upp og voru elstu
strákamir ömmu mikil stoð og
stytta.
Hún bjó á Selvogsgötu 9 í Hafnar-
firði í 30 ár en þá flutti hún til Skarp-
héðins sonar síns á Háabarð 8 og
var þar í 7 ár þar til hún fór á Hrafn-
istu. Hún missti son sinn Ellert fyr-
ir tveim árum úr sama sjúkdómi og
hún dó nú úr. Það var mikill missir
fyrir ömmu en hún var aðdáunar-
verð því hennar andlegi styrkur var
mikill. Fyrir einu ári byrjaði sjúk-
dómurinn voðalegi, en amma tók því
vel. Hún hélt sér alltaf mjög vel til,
keypti sér föt sem voru í tísku og
fannst mjög gaman að sýna sig og
sjá aðra. Það sýnir mikið hvemig
amma var þegar hún veiktist á laug-
ardeginum áður en hún dó, þá sat
mamma (Dúfa) hjá henni og þá fór
amma að tala um að stytta ermam-
ar á nýja sloppnum því hann var of
þungur svona með uppábroti,. hún
var sko ekki að gefast upp þó hún
vissi að þessu var að ljúka hjá henni.
Okkur langar að þakka henni fyrir
allar samvemstundimar sem við átt-
um, einnig þökkum við starfsfólki á
Hrafnistu og Vífilsstöðum fyrir þá
umhyggju sem það sýndi henni. Við
vitum að henni líður vel núna.
Lísa, Siguijón og Jóhanna.
t
Konan mín, móðir okkar, dóttir okkar og systir,
GUÐRÚN ÞORBJÖRG STEINDÓRSDÓTTIR,
Viatastfg16,
er lést í sjúkrahúsi í Róm 15. október, verður jarðsungin frá Hall-
grímskirkju miðvikudaginn 26. október kl. 13.30.
Þorgeir Lawrence,
Guðrún Ellen Þorgeirsdóttir, Steindór Walter Þorgeirsson,
Steindór Marteinsson, Jóhanna M. Bjarnadóttir,
systir og aðrir vandamenn.
t
Ástkœr eiginkona mín og móðir okkar,
EIRÍKA P. SIGURHANNESDÓTTIR
iðjuþjálfi,
verður jarðsungin frá Hvanneyrarkirkju laugardaginn 29. október
næstkomandi kl. 14.00.
Haukur Engilbertsson,
Bergur Jónsson,
Hafsteinn Jónsson,
Agnar Már Jónsson.
t
Þökkum inniiega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
BJARNA ÞÓRARINSSONAR
eirsmiðs,
Nesvegi 56, Reykjavfk.
Þórunn G. Kristinsdóttir,
Jónína U. Bjarnadóttir, Björgvin Jónsson,
Þórarinn Bjarnason,
Guðrún Bjarnadóttir, , Gísli Ófeigsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andiát og
útför eiginmanns míns,
ÞÓRIS GUNNARS INGVARSSONAR
Lambastaðabraut 1,
Seltjarnarnesi. i
Vlgdfs Jónsdóttir
og fjölskylda.
Erfidrykkjur í hlýju
og vinalegu
umhverfi.
Salir fyrir 20-250 manna hópa í
Veitingahöllinni og Ðomus Medica.
Veitingahöllin Húsi Verslunarinnar
S: 68501 s-SÍÍfSf^^
VETRARHJÓLBARÐAR
Mjog lágt verd.
155R12 kr. 2.370,00
135R13 kr. 2.370,00
145R13 kr. 2.480,00
155R13 kr. 2.580,00
165R13 kr. 2.670,00
175/70R13 kr. 2.950,00
185/70R13 kr. 2.990,00
175R14 kr. 3.180,00
185R14 kr. 3.570,00
185/70R14 kr. 3.480,00
195/70R14 kr. 3.850,00
165R15 kr. 2.980,00
Gerið kjarakaup.
Barðinn hf.,
Skútuvogi 2, Reykjavík,
símar: 30501 og 84844.
Nýir fólksbílahjólbarðar
HANKOOK frá Kóreu
RÉTTARHÁLSI 2
SÍMI 8 38 33
Hvít CORSICA hreinlætistæki frá
Sphinx í setti á frábæru verði.
ÞORLÁKSSON &
NORÐMANN H.F.
HREINIÆTI
ER OKKAR FAG
í finnskri hönnun. HÉIMSÞEKKT MERKI setja svip sinn ó Fínnsku
vikuna, m.a. í borðbúnaði, gjafavöru og húsgögnum.
KYNNING Á FINNSKUM VÖRÚM síendur nú yfir í verslunum um land állt.
KYNNINGARTILBOÐ í HUNDRUÐUM VERSLANA.
VÖRUSÝNING Á HOLIDAY INN.
21.-29. OKJOBER 1988
ARABIA
HACKMAN
POLARDESIGN