Morgunblaðið - 25.10.1988, Síða 63

Morgunblaðið - 25.10.1988, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTOBER 1988 63 Spasskíj hristi af sér slenið og réð úrslitum ALDREI hefur slíkt Qölmenni veríð samankomlð í Borgarleik- húsinu sem í gær þegar tefld var 17. og síðasta umferð Heims- bikarmóts Stöðvar 2. Þrir menn áttu möguleika á að lenda í efsta sætinu, Tal að vísu einungis fræðilegan möguleika þ.e.a.s ef bæði Kasparov og Beljavskíj töp- uðu sínum skákum. Kasparov sem var jafn Beljavskíj í efsta sætinu með IOV2 vinning tefldi djarflega gegn Nikolic. Júgóslav- inn varðist vel og Kasparov fylgdist nú grannt með stöðu Beljavskíjs til að vita hvort óhætt værí að sættast á skiptan hlut. Þegar halla tók á Beljavskíj í viðureigninni við Spasskíj, tók Úrslit í 17. Umfrrö Zoltun Rihli - Margeii Pélursson 1-0 Lajos Porlisch - Jonathan Speelman 'A-'A Jóhann Hjarfarson - Ull Andersson 'A-'A Andrei Sokolov - Artur Júsúpov 'A-'A CJarry Kasparov - Predrag Nikolic Vx-Vi Mikhail Tai - Jaan Ehlvest Vi-'A Viku>r Kortsnoj - (iyula Sax 0-1 John Nunn - Jan Timman 'A-'A Boris Spassky Alexander Beljavsky 1-0 Kasparov ekki frekari áhættu og samdi um jaflitefli. Það nægði heimsmeistaranum til sigurs á mótinu því Spasskíj vann glæsi- lega sína fyrstu skák í mótinu og réð þar með óbeint úrslitum. Tal samdi fljótlega um jafntefli við Ehlvest enda veiktist Tal skyndi- lega á sunnudag og sá Ehlvest að sjálfsögðu ekki ástæðu til að reyna að vinna skákina. Sokolov og Jú- súpov gerðu stutt jafntefli og sömu- leiðis Jóhann Hjartarson og Anders- son og Portisch og Speelman. Mar- geir Pétursson tefldi djarflega gegn Ribli og forðaðist jafinteflisleiðir en lenti í erfíðri stöðu og tapaði skák- inni. Kortsnoj og Sax tefldu þekkt jafnteflisafbrigði í Griinfelds-vöm en Kortsnoj reyndi engu síður að vinna, „sprengdi sig“ á þeim til- raunum og tapaði skákinni. Nunn stóð lengi vel betur í skák- inni við Timman en iék af sér í endatafli og samið var um jafntefli. JaftitefLið tryggði sigursætið Skák Bragi Kristjánsson og Kari Þorsteins Heimsmeistarínn Garri Kasp- arov var f vígahug f upphafí skákarinnar gegn Nikolic í gær. Það var líka til mikils að vinna. Sigur á mótinu gæti einvörðungu verið tryggður með sigrí. Byijunin var slavnesk vöm og fylgdi hefðbundnum slóðum framan af. Kasparov seildist í peð sem flest- ir hefðu látið ógert. Drottningin var nefnilega staðsett í áframhaldinu innan vamarmúra svarta liðsaflans. Að auki var hvíta liðskipanin í óreiðu. Nikolic lagðist í þunga þanka í áframhaldinu. Eyddi mikl- um tíma og fann snjalla leið sem þvingaði heimsmeistarann til þess að sætta sig við jafntefli með þrá- skák. Kasparov var heldur súr á svip fyrst í stað uns hann leit á kollega sína við næsta borð þar sem Spasskíj stóð yfír rústum stöðu Beljavskíjs. Bauð þá jafntefli enda gangandi þrátefli í stöðunni og fyrr- um heimsmeistari brást hvergi von- um hans. Hvftt: Garrí Kasparov Svart: Predrag Nikolic Slavnesk vöm 1. d4 - d5, 2. Rf3 — Rf6, 3. c4 — dxc4, 4. Rc3 - c6,5. a4 - Bf5,6. e3 6. Re5 hefur verið vinsælla upp á síðkastið. í skák gegn Tal fyrr í mótinu lék Kasparov 6. Rh4!? Bc8 7. e3 e5 8. Bxc4. Nú breytir hann útaf og fer inn á hefðbundnar slóðir. 6. - e6 7. Bxc4 - Bb4, 8. 0-0 - Rbd7, 9. Db3 - a5, 10. Ra2 Kasparov hefur víðfeðma reynslu af stöðum sem þessum. 10.- Be7,11. Rh4 - Be4,12. Rc3 - Rb6, 13. Be2 - 0-0 14. Rxe4 - Rxe415. Rf3 - Rd5,16. Dxb7!? Heimsmeistarinn tekur hér nokkra áhættu. Hirðir peð en drottningin hvfta er yfirgefin innan vamarmúra svarts. í framhaldinu er ætíð hætta að drottningin lokast þar inni. 16. - Rb4, 17. Re5 - Hc8! 17. — Hb8 er svarað með 18. Dd7 - Rc2 19. Dxd8 - Hfxd8 20. Ha2 og bætur svarts fyrir peðið em hvergi nægar. Hvítur á í nokkmm erfiðleikum að þróa liðsaflann og möguieikamir vega því nokkuð jafnt. 18. Bf3 Kannski var eini möguleiki hvíts til að sigra fólginn í Dd7. Nikolic tefl- ir áframhaidið mjög vel. 18. - Rg5, 19. Bd2 - Rxf3! Nikolic notaði mikinn tíma til umhugsunar fyrir sinn 18. leik. Áframhaldið hefur hann auðsján- lega reiknað mjög nákvæmlega. 19. - f6 20. Bxb4 - Bxb4 21. Rxc6 - Rxf3+ 22. gxf3 — Dd5 23. Hfcl var lakara. 20. gxf3 - Bd6! Best. Þvingar hvítan til að taka jafntefli. 21. Bxb4 - Dg5+, 22. Khl - Bxe5, 23. dxeö 23. Bxf8 — Dh5 leiddi til sömu niðurstöðu. 23. - Dh5! 24. Bxf8 - Dxf3+ Kasparov bauð jafntefli sem Ni- kolic þáði. Svartur þráskákar og við því er ekkert að gera. Beljavskíj átti aldrei möguleika Hvitt: Borís Spasskíj. Svart: Alexander Beyavskíj. Spænskur leikur. 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. Rc3 - Veqjulegast er að leika 5. 0-0, en Beljavskjj teflir þær stöður mjög vel, svo að Spasskíj velur sjaldgæft framhald. 5. - b5, 6. Bb3 - Be7, 7. d3 - d6, 8. Rd5 - Rxd5 Ef til vill er ömggara að leika 8. - Be6. 9. Bxd5 - Bd7, 10. c3 0-0, 11. d4 — De8 tJppbygging Beljavskíjs virðist nokkuð þröng. Eðlilegt er að leika 11. — Bf6, 12. a4 — Hb8 o.s.frv. 12. 0-0 - Hd8, 13. dxe5 - dxe5, 14. De2 - Bd6, 15. Rh4 - Re7, 16. Bb3 - c5, 17. Be3 - c4, 18. Bc2 - Bc8?, 19. Bb6 - Hd7, 20. Hfdl - g6, 21. b3! - Spasskíj kemur biskupi sínum í spilið og skyndilega hefur hann sterka sóknarstöðu. 21. - cxb3, 22. Bxb3 - Ba3, 23. De3 - Hxdl, 24. Hxdl - Rc6 Beljavskíj hefur komið mönnum sínum á sérlega klúðurslega reiti og fær nú á sig fallega mannsfóm. 25. Rxg6! - hxg6,26. Dh6 - Re7 Eftir 26. — Be6, 27. Hd3 virðist lítið að gera við hótuninni Bxe6 og Hh3. 27. Bc7! - Rf5 Hvítur hótar 28. Bxe5 og riddar- inn getur ekki farið annað en til f5 vegna hótunarinnar Dxg6-. 28. exf5 — Bxf5, 29. g4 — Be4, 30. Hel - Bcl Beljavskíj hefði getað gefist upp með góðri samvisku, en kýs að halda áfiram með manni minna. Ef biskupinn á e4 hreyfir sig, kemur 31. Bxe5 og vinnur. 31. Dxcl - Dc6, 32. De3 - Bhl, 33. Dh3 - Dxc7, 34. Kxhl - He8, 35. Dh6 - Dc6+, 86. Kgl - DfB Beljavskíj á erfitt með að sætta sig við tapið. 37. Hdl - Dc6, 38. Hd3 - De4, 39. Hh3 - Del+, 40. Kg2 - De4+, 41. Kg3 og svartur gafst loks upp, enda lítið við hótuninni Dh8 mát að gera annað en 41. — Df4+, sem leiðir til gjörtapaðrar stöðu eftir 42. Dxf4 — exf4+, 43. Kxf4 o.s.frv. Nafn 1 2 3 4 5 6 7 3 9 10 11 12 13 14 15 16 17 13 Alls Röð S-B l (iarrv Kasnarov M '/2 '/2 1 1 '/2 1 1 Zz '/2 1 0 Zz 'A '/2 '/2 1 '/2 11 t 93.(8) 2 Alexandcr Béliavskv '/2 a 1 Zz 1 0 Zz Zz 1 'A Zz '/2 t '/2 1 0 Zz 1 to'/i 2 87.75 .1 Mikhail Tal Zz 0 t Zi '/2 'A '/2 1 '/2 1 '/2 ‘/2 Zz 1 1 '/2 '/2 '/2 10 3 82.25 4 Jóliann Hiarlarson 0 '/2 Zz c '/2 Zz '/2 1 '/2 '/2 '/2 0 1 Zz 0 1 1 I 9'/2 4-5 77,00 5 Jaan Ehlvesl 0 0 '/2 Zz h Vz t) 1 Zz 1 '/2 Zz 1 Zz Zz 1 '/2 1 9'/2 4-5 75.75 6 Artur Júsúikiv '/2 1 '/2 '/2 '/2 M '/2 '/2 Zz '/2 '/2 Zz 0 Zz '/2 I Zz '/2 9 6-8 76.75 7 (ivula Sux 0 '/2 Zl Zz 1 Zz a Zz Zz Zz Zz 1 Zz Zz t) Zz l Zz 9 6-8 75,00 8 Jan Timman 0 '/2 0 0 0 Zz Zz k Zz '/2 | 1 1 '/2 Zz Zz 1 1 9 6-8 70.50 9 John Nunn '/2 0 '/2 '/2 '/2 ■4 Zz ’/z e '/2 Zz Vz Vz Vz 1 Zz 1 0 8'/2 9-11 70.75 1» Jonalhan Sncclman '/2 Zi 0 Zz () Zz Zz Zz Zz r Vz Zz Zz 1 '/2 '/2 1 '/2 8'/i 9-11 69.50 II lllf Andcrsson 0 Zi 'A Zz Zz Zz Zz 0 Zz Zz 1 Zz Zz Zz Zz Zz 1 8*/2 9-11 69.25 12 Andrci Sokolov 1 Zi '/2 1 '/2 'Á () () Zz '/2 0 ítl 0 Zz Zz Zz '/2 1 8 12-13 68.50 13 Prcdrau Nikolic '/2 0 '/2 0 0 1 '/2 0 Zz Zz '/2 1 r Zz Zz 'A 1 Zz 8 12-13 65.(8) 14 Zollan Ribli '/2 Zi 0 Zz '/2 '/2 '/2 '/2 Zz 0 '/2 '/2 Zz á '/2 Zz 0 1 l'/z 14 63.25 15 Laios Portisch '/2 0 0 1 '/2 '/2 1 Zz 0 '/2 '/2 Zz Zz Zz Zz 0 0 7 15-16 61.50 16 Boris Spasskv '/2 1 Zi 0 0 0 Zz 'A Zz Zz Zz Zz Zz 'h Zz V V, 0 7 15-16 61.25 17 Viklor Korlsnoi 0 '/2 '/2 0 '/2 '/2 0 I) 0 0 Zz Vz 0 1 1 Zz K 1 6'/2 17 51.75 13 Marucir Pctursson '/2 0 '/2 0 0 '/2 '/2 0 I Vz 0 0 '/2 0 1 1 0 s 6 18 50,25 f þúsundum lita, úti og inni, blandað eftir hinu vinsæla TINTORAMA-litakerfi, sem farið hef ur sigurför um alla Evrópu. Gæðin þekkja allir þeir sem notað haf a NORDSJÖ-málningarvömr. Útsölustaðir: Reykjavík Málarameistarinn Síðumúla 8, sími 689045 Hafnarfjörður Lækjarkot sf. • Lækjargötu 32, sími 50449 Grindavík Haukur Guðjónsson málarameistari Blómsturvöllum 10, 92-68200 Keflavík BirgirGuðnason málarameistari Grófinni 7, sími 92- 11950 Höfnf Hornafirði Kaupfélag Austur- Skaftfellinga sími 97-81206 Borgarnes Einar Ingimundarson málarameistari Kveldúlfsgötu 27, sími 93- 71159 Akranes Málningarbúðin Kirkjubraut 40, sími 93-12457 Sauðárkrókur Verslunin Hegri Aðalgötu 14, sími 95-5132 Selfoss Fossval Eyrarvegi 5 sími 99-1800/1015 Einkaumboð fyrir ísland: Þorsteinn Gfslason heildverslun Síðumúla 8, sími 689045

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.