Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 Tímamótasýning rn TIL TÍ'rU'S AD ÞAD hR TIU cvAKKA ATT. ef STEFNT ek 1 SKAKKA 1861 d. l**» Jm . ^ Kristján Guðmundsson, Skúlptúr, 1970. Myndlist BragiÁsgeirsson í tilefni af 10 ára afmæli Ný- listasafnsins hefur verið efnt til sýninga í salarkynnum þess og tveim sölum Listasafns íslands. Til sanns vegar má færa, að Ný- listasafnið hafí aldrei verið neitt safn í eiginlegum skilningi, heldur frekar varðveislustofnun nýlista- verka, sem ekki eiga í önnur hús að venda eða hafa verið gefín til safnsins. Litla safnið með langa hljóm- fagra nafnið er þannig samsafn alls konar hugmynda tengdum nýlistastraumum erlendis frá, sem nokkrir forsvarsmenn þess höfðu tekið að sér að varðveita fyrir réttum áratug. Það skal tekið fram hér, að sá, er hér ritar, er talsmaður allra rannsókna á sviði myndlistar, bæði í sjálfri hugmyndafræðilegri útfærslu þeirra svo og tæknilegri, svo fremi að þær skili niðurstöðu. Þessar sýningar eru fýrst og fremst sýnishom eldri verka í eigu safnsins og þá mikið til verk, sem gerð voru áður en það var stofnað og safnið var stofnað í kringum, eða frá hinu svonefnda SUM- tímabili. Safnið mun eiga svo mik- ið af verkum, að þótt þessar tvær stofnanir leggist á eitt, rúma húsakynnin ekki nema hluta þeirra. Á „konzept"- eða hugmynda- fræðilega tímabilinu var svo til allt viðurkennt, sem hafði í sér ákveðinn hugmyndafræðilegan neista, hversu tæknilega bágborið sem það var og hversu illa sem staðið var að sýningunum. Og mikið til rataði þetta inn á söfn sem viðurkennd myndlist og þá einkum í Hollandi, enda fylltust fljótlega allar hirslur safnanna og jafnvel aðrar, sem söfnin tóku á leigu. Gáfust menn þá upp og tóku að biðja listamennina sjálfa að geyma þau myndverk, sem þeir keyptu af þeim! Auðvitað var margt stórmerki- legt gert á þessu tímabili og þá einkum í upprunalöndunum, þ.e. þar sem þau urðu fyrst til. Þann- ig skildi ég sjálfur ýmislegt ekki til fulls, fyrr en ég kom til Holl- ands og skoðaði núlistadeildir safnanna. Hugmyndafræðilegu listinni fylgdi og algjört tilfínningaleysi gagnvart málverkinu, og það var í hátízku að vera á móti því allt tímabilið. Líkja má að sumu leyti tímabil- inu við „geometríska" tímabilið, strangflatalistina, því að ein- strengingin og umburðarlyndið var jafn lítið gagnvart öðru, sem var að gerast. Og líkt og þegar strangflatatímabilið leið undir lok sem aðalstefnan, þá urðu gríðar- miklar breytingar, er „konzeptið" rann sitt skeið, þannig að lílq'a mátti því við sprengingu. Mál- verkið kom aftur og af þeim hel- jarkrafti, að menn trúðu varla sínum eigin augum í fyrstu. Und- ir nýjum og háspekilegum for- merkjum þó, þar sem gefið var næsta lítið fyrir tæknibrögðin lengi vel, en hefur svo þróast í ýmsa tæknigaldra og þarf ég ekki annað en að vísa til þeirra Sandro Chia og Anselm Kiefer (sem m.a. hefur rannsakað birtuna í Noregi) — þar er svo sannarlega hvorki klastrinu né klaufaskapnum fyrir að fara. Auðvitað rataði þessi bylgja til íslands eða réttara sagt sitthvað af henni, og þær tilraunir, sem voru gerðar í nafni hennar, voru ákaflega keimlíkar því, sem gert var ytra, við í flestum tilvikum allt aðrar aðstæður. Firring og hremmingar stór- borganna hafa ekki nema að litlu leyti náð til okkar, og þannig var ýmislegt, sem manni þótti rétt og eðlilegt ytra, að hreinum gálgahú- mor hér heima og svo var það t.d. með heysátuna margfrægu. „Konzeptið" er í flestum tilvik- um grafalvarlegar rannsóknir á lífinu og tilverunni allt um kring — því sem er að gerast næst okk- ur, en síður endurómur af því, sem er og var að gerast einhversstaðar í útlandinu.- Að því kom svo, að erlendir konzept-listamenn opn- uðu augu íslenzkra fyrir því, hve mikil hugmyndafræðileg náma ísland er, enda hafa þeir óspart fískað í landhelgi okkar og skal hér aðeins vísað til merkilegra hluta Douwe Jan Bakker, — á meðan okkar menn voru upptekn- ir af því, sem útlandið bauð upp á enda viðurkenndu þeir yfírleitt aðeins útlenzk viðhorf. Enska var t.d. aðalmáiið á flestum textum. — Þótt ýmislegt megi gott um framkvæmdina í Listasafninu og Nýlistasafninu segja, þá virka' sýningamar í uppsetningu sinni líkastar uppvakningum frá pop- og konzept-tímabilunum og skort- ir þann slagkraft, sem nauðsyn- legur er að baki viðlíka fram- kvæmdar. Það segir sig sjálft, að við lifum á öðrum tímum og hugs- unarhátturinn er annar — um- burðarlyndið er nú öllu meira og um leið yfírsýnin. Ekki veit ég fullkomlega, hvemig verkin virka á yngstu kynslóð myndlistar- manna almennt, enn sem komið er, en ég gæti ímyndað mér, að þeir, sem láta hrífast, geri það á nokkuð öðmm forsendum en í gamla daga. Auðvitað á slík list sér sterka talsmenn, og ég er þess fullviss, að margur áhangandi hennar er enn á fullu í rannsóknum sínum og bölvi málverkinu jafn hátt og áður. Málverkið var höfuðand- stæðingurinn og þar með mál- verkasöfnin, og þannig var það ósköp rökrétt, að Listasafn ís- lands yrði óvinurinn hér og tákn alls sem úrkynjað var og bar að gera sem mest til miska. En hins vegar er það naumast rétt, að forsvarsmönnum safnsins væri alfarið jafn meinilla við þá — við- komandi vom ekki nema eitt at- riði af mörgum og fleira var að gerast allt um kring. Með þá smáaura á milli hand- anna, er safnið hafði til ráðstöfun- ar, var lítið hægt að gera lengi vel, en er peningastreymið varð meira, fór það fljótlega að sinna þessum málum af meiri krafti. Hér má minna á, að safn sem á góða hluti innan veggja sinna er aldrei dautt þótt rekstur þess geti verið umdeilanlegur en fyrir þá sem ástunda naflaskoðun og hafa ekki tilfínningu fyrir því sem inn- an þeirra er, em þau ávallt dauð. Og þetta, að það þurfí að fylla í göt og glopþur safnsins, er nú einmitt það, sem alltaf var verið að gera, eftir því sem hægt var, og þótt safnið gleypti í sig allt Nylistasafnið í dag, þá væri það enn líkast gatasigti í mörgu til- liti. Þessu má ekki gleyma né al- hliða skyldum þess. Sýningin, sem hér um ræðir, er engin úttekt á tímabilinu held- ur eitt og annað í eigu safnsins frá eldri tíma — fyrir sumt fróðleg úttekt, en nokkuð íhaldsöm í heildina, þótt ótrúlega megi virð- ast — um sumt er búið að fjalla svo oft og hefur verið margsýnt heima sem erlendis, að um hrein- ar endurtekningar er að ræða, vegna þess að fæst verkanna end- umýja sig við hveija skoðun og vekja ekki upp forvitnilegar vangaveltur a.m.k. ekki um íslenzkan vettvang. Þetta er hálf sundurlaus blanda pop-áhrifa, hugmyndafræðilegrar listar og úr formsmiðju ýmissa listamanna. Sjálfu Nýlistasafninu hefur ekki tekist að ná til almennra list- unnenda og því síður almennings, fyrst og fremst vegna margra los- aralegra sýninga er fældi fólk frá og einnig vegna þess að það vant- aði tengsl við forvitnilegan íslenzkan veruleika svo og ofur- kapps við að flytja inn niðursoðn- ar skoðanir — andlegt lagmeti listaverkamarkaðarins. Sýningin gefur ekki tilefni til gaumgæfílegrar úttektar því að of margt vantar, of mikið er af sumu en of lítið af öðru og af öllu verður sjálf sýningarskráin minnisstæðust... Richard Hamilton, „I’m dreaming of a black Christmas," 1971. Skagfírðingabók Blóðið spurt um heimilisfang Békmenntir Sigurjón Björnsson Rit Sögufélags Skagfírðinga 17. árgangur 1988. 202 bls. Skagfírðingabók, en svo nefnist ársrit Sögufélags Skagfírðinga, kemur nú út í sautjánda sinni. Að venju flytur ritið skagfírskan fróð- leik frá liðinni tíð. Því var frá upp- hafi ætlað það hlutverk að vera eins konar Safn til Sögu Skaga- fjarðar og Skagfirðinga og hefur þeirri stefnu verið fylgt dyggilega. Eins og ætíð hefst ritið á ævi- sögu einhvers merks Skagfirðings. Að þessu sinni ritar Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka um Steingrím Jónsson (f. 1844, d. 1935) bónda á Silfrastöðum langa' og einkar vel samda grein. Rekur henn þar ættemi, æviferil og bú- skaparsögu Steingríms og segir margt af háttum hans og tilsvörum. Steingrímur var hinn merkasti mað- ur, en sérkennilegur allnokkuð. Þá ritar Hannes Pétursson þátt er hann nefnir „Upprifjanir um Kolbein á Skriðulandi". Eins og nafnið bendir til greinir Hannes einkum frá per- sónulegum kynnum sínum af Kol- beini, en einnig er þó rakinn ævifer- ill hans að nokkru og greint frá fræðastörfum hans. Persóna Kol- beins verður manni lifandi í frásögn Hannesar. Kolbeinn hefur alla tíð verið í miklum metum meðal Skag- fírðinga vegna fræðistarfa sinna. Hann var mjög vandaður fræðimað- ur og talaði og ritaði einkar fagurt og svipmikið mál. Öllu þessu gerir Hannes hin ágætustu skil. Þá hefur Hannes einnig tekið saman skrá um ritsmíðar Kolbeins og fer sú skrá á eftir þætti hans. Um fleiri liðna Skagfirðinga er ritað í þetta hefti. Guðmundur L. FViðfinnsson ritar um Einar í Flata- tungu og Friðfínn á Egilsá. Páll Sigurðsson frá Lundi á grein um Finnboga nokkum Jónsson er um skeið bjó á Gautastöðum. EftirÁma Sveinsson frá Kálfastöðum er þátt- ur (ritaður 1934) er nefnist „Sagn- ir af Guðmundi Ámasyni". Framlag er hér til atvinnusögu. Er þar um að ræða frásögn Sveins Magnússonar frá Ketu af hákarla- veiði og vetrarlegum í Skagafirði 1880—1890. Guðmundur Ólafsson bóndi í Ási skráði þessar frásagnir eftir Sveini endur fyrir löngu. Jón Kristvin Margeirsson á hér stutta en athyglisverða grein um mann- felli vegna hungurs í Skagafirði 1756-1757. Lengsta grein ritsins er „Há- plöntuflóra Skagafjarðarsýslu“ eft- ir Guðbrand Magnússon. Eru þar taldar upp allar háplöntur sem höf- undur hefur fundið á ferðum sínum í Skagafirði og fundarstaðir til- greindir. Telur höfundur „fremur litlar líkur til, að við þetta bætist nokkuð að ráði“. Því miður er ég ekki dómbær á þessi fræði, en seg- ir þó hugur um að framlag höfund- ar sé hið merkasta. Bersýnilega liggur mjög mikil vinna að baki. Auk þessa sem hér hefur verið greint frá er nokkuð af smálegra frásagnarefni í ritinu, en ekki síður forvitnilegu. Að öllu samanlögðu er þetta hið prýðilegasta hefti. Allt er efnið fræðandi og sumt einnig skemmti- legt aflestrar. Frágangur allur er til sóma eins og raunar ætíð er um þetta ritsafn. Greinamar eru vel skrifaðar og sumar raunar ágæt- lega. Skagfírðingabók er því orðið mikið ritsafn, náma fróðleiks og skemmtunar, sem ekki einungis Skagfírðingar, heldur og allir þeir sem gaman hafa af þjóðlegum fróð- leik ættu ekki að ganga fram hjá. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jón Egill Bergþórsson og Svein- bjöm Gröndal: MYNDIR FYRIR NORNIR OG BÖÐLA. Teikning- ar: Helga Óskarsdóttir. Bókafé- lagið Tunglið 1988. Það er gamall draumur súrreal- ista að listin eigi að vera sköpuð af öllum og í anda hans unnu súr- realistar stundum saman að gerð einstakra verka, ekki síst skáldin. Einn leikur þeirra var að yrkja ljóð í sameiningu. Hvert skáld lagði til eina ljóðlínu (aðra hveija línu þeg- ar um tvö var að ræða) án þess að vita af framlagi hinna uns ljóð- ið var ort. Árangurinn gat orðið skemmtilegur og umfram allt óvæntur. Það kom oft á daginn að ljóð ort með þessum hætti voru ótrúlega heildstæð, engu líkara en um hugsanaflutning hefði verið að ræða. Ljóðabrotin í Myndum fyrir nomir og böðla leiða hugann að fyrmefndum vinnubrögðum. Ég veit ekki hvort Jón Egill Berg- þórsson og Sveinbjörn Gröndal hafa tileinkað sér þessa aðferð súrreajista, en ekki er það ólík- legt. Ég tek sem dæmi eftirfar- andi línur: „Rakhnífurinn brestur á/ Eldgömul elding lýstur ættar- setrið/ gefur ryðfrían sjálfskeið- ung í brúðargjöf/ spyr blóðið um heimilisfang/ Græn spýjan svarar táknmáli tálknanna/ Meðal kalk- aðra frímerkjasafnaranna vex ólga/ og í kviðgrænum nátthúfum dr. Livingstone/ æja hrímaðar geðsveiflur/ Þú skerð af þér hand- legginn/ en hlaupandi dýrlingar/ þröngva ofbeldismyndum innum sljóar/ sjónhimnurnar.“ Myndir fyrir nomir og böðla lýsa ferðalagi frá fæðingu til fæð- ingar. Bókin hefst á fæðingu og Iýkur á því að lífíð líður „afturá- bak“ og allt byijar á ný. Það hef- ur verið farið í hring. Textinn er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.