Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 Fiskiþing haldið í 47. sinn: Skiptar skoðanir um hvalveiðistefiiuna HVALVEIÐAR, útflutningur á ísuðum fiski, Evrópubandalag- ið og fiskveiðistefan voru með- al þeirra þátta, sem hæst bar á Fiskiþingi í gær. Tillögur hinna einstöku fiskideilda voru kynntar og bar þar nokkuð í mUli. Snæfellingar vilja að hvalveiðistefiian verði endur- skoðuð, en Reykvikingar að rétt sé að ljúka núverandi rann- sóknaráætlun um hvalveiðar, en sú breyting skuli þó gerð að á næsta ári verði færri dýr veidd en ráð var fyrir gert. Guðjón A. Kristjánsson mælti með áframhaldandi hvalveiðum. Hann benti á að sjávarspendýr við landið væru ærið þurftarfrek og við hefðum ekki efni á því að leggja til milljónir tonna árlega til að ala í sjónum dýr, sem ekki væru í útrýmingarhættu. Tillögur um stjómun á útflutn- ingi á ísfíski gengu einnig á skjön. Austfírðingar vilja að LÍU sjái um stjómina, en Vestfírðingar að ákveðið verði að leyfílegt verði hveijum og einum að flytja utan ákveðið og þá sama hlutfall afla- kvóta síns. Jafnframt verði þá heimilt að selja útflutningskvóta. Um þetta voru sem sagt skiptar skoðanir, en menn vom þó sam- mála um að markaðurinn sjálfur hlyti að ráða mestu um það hve mikið færi utan hverju sinni. Stef- án Runólfsson kynnti tillögur er vörðuðu markaðsmál á ísfíski og sagðist sammála því að stjóma ætti útflutningnum, en samtök útgerðarmanna væru ekki rétti aðilinn til þess. Þá gæti orðið lítið eftir handa fískvinnslunni í landinu. Stefán benti einnig á þá þróun, sem fælist mikilli fjölgun frystitogara. Með henni færðist atvinna í miklum mæli út á sjó. Menn yrðu að gæta þess að nægi- legt hráefni bæist á land til vinnslu. Sá háttur er hafður á á Fiski- þingi, að fyrst eru tillögur físki- deildanna lagðar fram og ræddar auk annarra, sem fram kunna að koma. Þeim er síðan vísað til nefnda, sem móta tillögumar að nýju áður en þeir eru ræddar að lokum og bornar undir atkvæði. Störfum Fiskiþings lýkur sam- kvæmt venju í vikulokin. Frá Fiskiþingi. Morgunblaðið/Þorkell Ríkisstjórnir hafa allar eyðslustefiiu að leiðarljósi - við verðum að stöðva eyðsluna, segir Einar Oddur Kristjánsson „í GEGNUM tiðina hafa stjórnvöld og stjórnmálamenn reynt að styrkja veikar byggðir með ýmsu móti. En eins og í svo mörgum öðrum málum, hefiir viðleitnin í þessa átt fyrst og fremst beinzt að afleiðingunum en ekki orsökunum. Við eigum marga góða stjómmálamenn og sveitarstjómarmenn og ýmsa aðra duglega forystumenn, sem sannarlega leggja sig alla fram til að afla fjár og Qárveitinga til hinna ýmsu þörfú mála, skóla, sjúkrahúsa, vega, brúa og hvaðeina sem til hagsbóta má telja fýrri byggð víðsvegar um landið. En þótt öll þessi viðleitni sé virðingarverð og gerð af góðum hug, þá stoðar það lítt, þegar á sama tíma er sýknt og heilagt verið að grafa undan sjávarútveginum,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson frá Flateyri í erindi sínu, Sjávarútveg- ur og byggðastefna, sem hann flutti á Fiskiþingi. „Á meðan þessu heldur áfram mun þeim stjómmálamönnum, sem beijast fyrir hagsmunum dreifbýlisins, hversu góðir og gegnir sem þeir kunna nú að vera, aldrei auðnast að vinna nokkra sigra, í hæsta máta kannski ein- hveija vamasigra, sem tefja þró- unina en breyta henni ekki,“ sagði Einar Oddur meðal annars og hélt áfram: „Á sama hátt hafa í gegnum tíðina verið gerðar ótal efnahags- ráðstafanir í nafni þess að verið væri að bjarga íslenzkum sjávar- útvegi. En menn hafa ekki haft erindi sem erfíði á þeim vettvangi heldur, allra sízt þeir sem trúa því að vanda útflutningsatvinnu- veganna megi leysa með nýjum erlendum lánum svo menn geti haldið áfram að tapa. Rekstrar- vandi sjávarútvegsins verður aldr- ei leystur fyrr en mönnum verður ljós sú augljósa staðreynd, að það er ekki hægt að búa við þá verð- bólgu sem hér hefur ríkt. Ber því allt að sama bmnni, baráttan gegn verðbólgunni og efnahag- söngþveitinu skipta íslenzkan sjávarútveg öllu, það er um leið eina byggðastefnan, sem réttlæt- anleg er. Eitthvert ákveðið byggða- mynstur í þessu landi getur aldrei verið markmið í sjálfu sér. Hvorki það að sérhver dalur og vík þurfi endilega að vera byggð fólki, ekki heldur að nauðsyn sé á að sam- þjappa allri þjóðinni á ákveðið landshom eins og nú stefnir allt í að verði. Heldur hitt að tryggt sé að þokkalegt jafnvægi sé ætíð á milli atvinnugreina, þannig að sérhvert landssvæði njóti náttúm- kosta sinna. þá þurfa menn heldur ekki að hafa af því áhyggjur hvar hver einstaklingur velur sér bú- setu. Ríkisstjómir koma og fara, en því miður virðast þær allar hafa sömu eyðslustefnuna að leiðar- ljósi. Á haustmánuðum, nánartil- tekið á þessari stundu, er lagt fram nýtt fjárlagafrumvarp og þá hefst þetta árlega samsæri þjóð- arinnar gegn sjálfri sér, það er að segja hin árlega aðför að gal- tómum ríkissjóði. Þessa dagana er fátt mikilvægara en snúast til vamar fyrir þann aumingja sjóð og þá er nauðsyn að horfast í augu við það, að á íslandi er ekk- ert svo nauðsynlegt að ekki megi fresta því. Gildir þá einu hvort um framkvæmdir í þéttbýli eða dreifbýli er að ræða. En umfram allt verður að lækka þjónustustig hins opinbera, bæði ríkis og sveit- arfélaga, hvort heldur em fagrar listir eða tannréttingar eða allt þar á milli. Við verðum að draga stórlega úr opinberri þjónustu, hvað sem það kostar. Þetta á ekki síður við atvinnulífíð sjálft, flestum hlutum má nú fresta þar líka án þess að mikið tjón hljótist af. Af því gætum við stuðlað og að því ber okkur að vinna. Við megum ekki láta okkur yfírsjást samhengi hlutanna og því verða bæði atvinnurekendur, sveitar- stjómarmenn og raunar allir að vinna að því að minnka eyðsluna, því ef við gemm það ekki, er eins víst að við gröfum okkar eigin gröf,“ sagði Einar Oddur. Ánægja með Rússasamninga á Eskifírði: Fleira fólk þarf í stöðvamar Forsætisráðu- neytið: Jón Sveins- son ráðinn aðstoðar- maður JÓN Sveinsson lögfræðingur hefúr verið ráðinn aðstoðarmað- ur Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra. Hann tekur við starfinu af Helgu Jónsdóttur. Jon Sveinsson er fæddur 7. júlí Vinningstil- lögur í As- mundarsal SÝNING á vinningstillögum úr samkeppni um viðbyggingu Amtsbókasafnsins á Akureyri verður opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu 4. nóvember kl. 20.00 og verða þá tillögurnar kynntar. Sýningin verður opin kl. 10—17 alla virka daga og kl. 14—17 um helgar frá 4.—14. nóvember. (Fréttatilkynning) Jón Sveinsson 1950. Hann lauk lögfræðiprófi við Háskóla íslands 1976. Eftir námið starfaði hann sem dómarafulltrúi við embætti bæjarfótgetans á Akra- nesi. Frá árinu 1980 hefur hann rekið lögfræðiskrifstofu á Akra- nesi. Jón varð héraðsdómslögmaður 1979. Jón hefur átt sæti í bæjarstjórn og bæjarráði Akraness auk ýmissa nefnda og stjóma á vegum kaup- staðarins. Hann hefur einnig gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, m.a. var hann varaþingmaður flokksins í Vestur- landskjördæmi 1979-1987. Jón er giftur Guðrúnu Magnús- dóttur kennara og eiga þau íjögur böm. Eskifirði. ALMENN ánægja ríkir meðal síldarsaltenda í framhaldi af ný- gerðum sölusamningum á salt- síld til Rússlands. Þó skapar nokkra erfiðleika að saltendur höfðu almennt búið sig undir að „rúnnsalta“ síldina en samningar kveða á um að síldin skuli haus- skorin og slógdregin. Af því leið- ir að söltunarstöðvar sem komið höfðu sér upp búnaði til að vél- salta síld án þess þó að vera með hausskurðarvélar sitja uppi með val á milli þess að Qárfesta i slíkum vélum og halda fúllum afköstum eða að handskera alla sildina og vera þá með minni afköst en ella. Þá er þess að geta að ekki er fúllreynt hvort tekst að manna allar stöðvar miðað við þessar breyttu for- sendur. Að sögn Unnars Björgólfssonar á söltunarstöðinni Friðþjófi þá hugðust þeir ekki auka við mann- skap á þeirri stöð en framleiða með sama mannijölda og hefur starfað hjá þeim við söltun upp í Svíþjóða- samningana. Þá sagði Unnar að þeir hygðust áfram flaka síld t)g salta svo sem þeir hefðu gert til- raun með í haust og hefði gengið allvel. Hefðu þeir þegar sent um 590 tunnur af þeirri framleiðslu til Svíþjóðar og ættu. annað eins til- búið til afskipunar. Búi Birgisson í söltunarstöð Hraðfrystihúss Eskifjarðar sagði að þeir myndu ekkert nota vélar þær er þar voru settar upp til söltunar á sl. ári þar sem í þeirri vélasam- stæðu væru ekki hausskurðarvélar. Hins vegar sagði Búi að vel hefði gengið að manna stöðina af söltun- TVÍTUGUR maður hefúr verið dæmdur í sakadómi Reykjavík- ur í átta mánaða fangelsi fyrir að vera valdur að dauða 23 ára stúlku. Maðurinn ók á stúlkuna á Hverfisgötu að kvöldi 20. apríl. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið eftir Hverfisgötu á 90 kíló- metra hraða, en leyfílegur há- markshraði þar er 50 km á klukku- stund. Skammt austan Klapp- arstígs kom maðurinn skyndilega auga á hóp fólks, sem var að ganga arstúlkum en þar vinna nú 26 slíkar, þar af 6 erlendar. í söltunarstöðinni Eljunni var unnið að því að setja upp haus- skurðarvélar en aðrar söltunar- stöðvar á Eskifírði munu salta upp á gamla mátann og notast við mannshöndina til að hausskera og slógdraga síldina. — Ingólfúr yfir götuna. Konan var aftast í hópnum og varð fyrir bifreiðinni. Hún var látin þegar á sjúkrahús kom. Dómarinn, Pétur Guðgeirsson, taldi sannað að maðurinn hafi með þessum akstri orðið valdur að slys- inu, þannig að konan hlaut bana af. Taldi hann refsingu hæfilega átta mánaða fangelsi. Þar af eru fimm mánuðir skilorðsbundnir. Að auki var maðurinn sviptur ökuleyfi í fjögur ár. Ók á konu sem lést: Átta mánaða fangelsi og ökuleyfissvipting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.