Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 Bhutan: Konungurinn kvæntist flórum systrum á laun Nýju Delhi. Reuter. Daily Teleg^aph. Konungurinn af Bhutan, sem kvæntíst fjórum systrum á laun fyrir níu árum, gerði hjónabandið opinbert á mánudag og var þá efiit tíl nýrrar vígsluathafiiar að kröfu búddistamunkanna í landinu. Útnefiidi konungurinn þá um leið þann, sem taka á við af honum í fyllingu tímans. Reuter Sprengju var kastað inn í þessa ísraelsku langferðabifreið á sunnudag og biðu 26 ára gömul ísraelsk kona og þijú ungabörn hennar bana. Sjö Palestínumenn hafa verið handteknir, grunaðir um aðild að tilræðinu. Fréttaskýrendur spáðu því að atvikið yrði vatn á myllu hægriflokkanna í kosningunum í ísrael, sem fram fóru í gær. Jigme Singye Wangchuck, 32 ára gamall konungur í „Landi þrumu- drekans" í Himalajafjöllum, hefur lengi verið talinn til álitlegri pipar- sveina þótt landar hans margir hafi vitað, að hann var kvæntur á laun. Utanríkisráðherra Bhutans, Dawa Tsering, kom á sunnudag til Nýju Delhi á Indlandi til að skýra frá opinberu vígslunni og sagði, að konungurinn, sem kallaður er með- Kosningarnar í ísrael: Sigur Likud-flokksins myndi liafa hörmulegar afleiðingar - segir Zeid al-Rifa’i, forsætisráðherra Jórdaníu Amman. Reuter. ZEID al-Rifa’i, forsætisráðherra Jórdaníu, sagði í gær að bæri Likud-flokkurinn sigur úr býtum í kosningunum í ísrael, sem fram fóru í gær, myndi það hafa hörmulegar afleiðingar. Rifa’i lét svo ummælt þegar ísraelar gengu að kjörborðinu eftir spenn- andi kosningabaráttu milli Yitzhaks Shamírs, forsætisráðherra ísraels og leiðtoga Likud-flokksins, og Shimons Peresar, utanríkis- ráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins. ástand" óhjákvæmilegt, en því hef- ur verið haldið fram að viðtalið hefði verið tekið að undirlagi að- stoðarmanna Peresar, leiðtoga Verkamannaflokksins. Peres er hlynntur því að haldinn verði al- þjóðleg ráðstefna um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Shamir er hins vegar algerlega mótfallinn siíkri ráðstefnu og telur að hún myndi leiða til þess að ísraelar þyrftu að yfírgefa hemumdu svæð- in. al þegna sinn „Hinn dýrðlegi stjóm- andi drekafólksins", hefði látið und- an óskum búddaklerkanna um að gera hjónabandið opinbert. Stjörnufræðingar konungs höfðu reiknað út upp á mínútu hvenær vígslan skyldi fara fram en hún var í Puakha, hinni fomu höfuðhorg Bhutans. Hefur verið fyrirskipuð þriggja daga hátíð í öllu landinu en konungurinn útnefndi einnig arftakann, elsta son sinn, sem er átta ára gamall. Eiginkonur Wangchucks eru af góðum ættum, komnar af Shabd- ung Nawang Namgyal, sem kom til landsins frá Tíbet árið 1660 og sameinaði það undir einni stjóm. Afkomendur Shabdungs ríktu síðan til ársins 1907 en því er trúað, að þeir hafi í raun verið hann endur- fæddur. Wangchuk-ættin hefur síðan verið við stjórnvölinn. í Bhut- an og raunar Nepal einnig er það siðvenja, að konungar kvænist systrum. Wangchuck konungur gerir sér mikið far um að hafa gott samband við þegna sína, 1,3 milljónir manna, og ferðast mikið um landið en þeim mun sjaldnar erlendis. „Ef Likud-flokkurinn ber sigur úr býtum í kosningunum og ný stjóm tekur upp yfírlýsta stefnu hans, lítur á hernumdu svæðin sem óaðskiljanlegan hluta ísraels og Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu sem útlendinga á landi ísraela, hefur það augljós- lega hörmulegar afleiðingar," sagði Rifa’i í samtali við fréttarit- ara Reuters „Þá verða engar frið- arviðræður og engar líkur á sam- komulagi," bætti hann við. „Þetta merkir þó ekki að friður komist strax á sigri Verkamanna- flokkurinn en hann er þó reiðubú- inn að fara eftir ályktun Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna um að ísraelar gefi landsvæði eftir til að hægt verði að semja um frið,“ hélt Rifa’i áfram. „Forystumenn Verkamannaflokksins hafa áttað sig á því að Vesturbakkinn og Gaza-svæðið em landsvæði Pal- estínumanna sem ísraelar hafa hemumið og jafnframt að Pa- lestínumenn sem búa þar em her- numin þjóð. Þar méð hefur skap- ast gmndvöllur fyrir því að viðræð- ur geti hafíst." I síðasta mánuði lýsti Hussein Jórdaníukonungur því yfír í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð að bæri Likud-flokkurinn sigur úr býtum væri „algert hörmungar- Noregur: Lögrégla drepur óðan byssumann Óaló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKIR lögreglumenn skutu 22 ára gamlan mann frá Drammen um síðustu helgi. Maðurinn lést af völdum skots er hann fékk í magann eftir að hann hafði vísað á bug hvatningum um að gefast upp að lokinni æsilegri eftirför lögreglubíla. Á meðan á henni stóð skaut maðurinn mörgum sinnum á lögreglumennina með haglabyssu. Lars Reidar Nordli, en svo hét Sérstök rannsóknamefnd komst maðurinn, skaut fyrst í kringum sig að þeirri niðurstöðu í gær að Nordli á allt sem hrærðist í miðbæ Dramm- en, stal síðan bíl og flýði undan vopnuðum lögreglunni. Að lokum tókst 11 lögreglumönnum að um- kringja hann við vegamót þar sem hann var beðinn að gefast upp og skotið var aðvörunarskotum. Nordli svaraði með því að skjóta á lög- reglumann en sá var í skotheldu vesti og slapp hann því ómeiddur. Því næst skutu lögreglumenn þrisv- ar með vélbyssu á Nordli af tíu metra færi; eitt skotanna lenti í maga hans. hefði verið drepinn af slysni og lög- reglumennimir hefðu farið að sett- um reglum. Þetta er í þriðja sinn á síðustu 12 árum að norskir lög- reglumenn drepa vopnaðan mann sem þeir reyna að handtaka. 1976 var fallið frá ákæru á hendur lög- reglumanni frá Ósló er hafði skotið 16 ára gamlan bílþjóf í bakið. 1985 var lögreglumaður frá Holmestrand dæmdur fyrir manndráp af gáleysi en hann hafði skotið drukkinn, nítján ára gamlan mann fyrir utan lögreglustöð bæjarins. Eini farþeginn í Júmbó- þotu frá Tókíó til London London. New York Times. ALLIR sem hafa mátt þola taf- ir á flugvöllum, flogið með full- setnum vélum og þurft að bíða i röð eftir að komast á snyrting- una og jafiivel verið boðið upp á kaldan málsverð um borð, þótt hann ætti að vera heitur, skulu lesa þessa litlu frásögn um ánægðan farþega um borð í Júmbóþotu British Airways á flugi 008. Ung japönsk kona var eini far- þeginn um borð í Boeing 747 þotu breska flugfélagsins sem nýlega flaug frá Tókíó til London. Flugið tók 13 klukkustundir og gat konan valið úr 353 sætum, horft á sex kvikmyndir og snætt og drukkið að vild meðan þotan brenndi um það bil 11.300 lítrum af eldsneyti á klukkustund. Tutt- ugu og ein flugfreyja og flugþjónn sáu til þess áð hana skorti ekkert og ekki þurfti hún að bíða í röð til þess að fara á salernið. Farþeginn, sem talsmenn flug- félagsins segja að heiti Yama- moto, fékk þjónustu sem aðeins þekkist í ævintýrum. Og til að kóróna allt hafði konan keypt miða á ódýrasta farrými. „Hún hefur gert bestu farmiða- kaup í sögu farþegaflugsins," sagði David Kyd, starfsmaður IATA, Alþjóðasamtaka flugfé- laga, í Genf. „Þetta er draumur hvers far- þega,“ sagði John Silver, talsmað- ur British Airways. Atburðurinn stríðir gegn stefnu allra flugfélaga. Skipulagning og aukin alþjóðleg samkeppni hefur Japönsk kona var eini farþeginn í Júmbó-þotu eins og þeirri, sem hér sést, frá Tókíó til London. leitt til þess að flugvélum er sjaldnar en nokkru sinni fyrr flog- ið með auð sæti. Að meðaltali eru farþegaiými flugvéla um víða ver- öld setin að þrem fjórðu hlutum. Forsaga málsins er sú að vegna vélarbilunar í London tafðist flug- ið frá Tókíó um 20 klukkustund- ir. 191 farþega sem hafði bókað sig í flug 008 var gerð grein fyr- ir töfínni og British Airways bauð þeim að fljúga með öðrum flugfé- lögum til London fyrr sama dag. 190 farþegar þáðu boðið, allir nema ungfrú Yamamoto. Henni var vísað á fyrsta far- fymi fremst í vélinni og henni boðið upp á drykki og málsverð sem var grafinn lax, snöggsteikt grísasteik, núðlur, ostur, kex og ávextir. Síðan horfði hún á kvik- myndina „Maður fyrir borð“, með Goldie Hawn í aðalhlutverki. Þá lagði hún sig og snæddi að lokum hádegisverð rétt fyrir lendingu á Heathrow-flugvelli. Flugstarfsmenn segja að þjón- usta sé óaðskiljanlegur þáttur áætlunarflugs, jafnvel þótt af þjónustunni leiði beint fjárhagstap fyrir flugfélagið. „Sumir halda að með áætlunar- leyfí sé hægt að raka saman pen- ingum, en það felur einnig í sér að flugfélagið skuldbindur sig til að halda uppi ferðum," sagði Kyd hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga. „Þetta er skólabókardæmi um það þegar flugfélag stendur við þá skuldbindingu." Hve miklu tapaði British Air- ways á fluginu? Talsmenn flugfé- lagsins gefa það ekki upp en segja að það hefði hvort eð er orðið að fljúga vélinni til London eins fljótt og kostur var. Þó er ekki fjarri lagi að áætla að tapið sé um 100.000 dalir eða sem samsvarar 4.6 milljónum ísl. króna. Farmiði á ódýrasta fanými frá Tókíó til London kostar tæpa 1.500 dali (69.000 kr.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.