Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 Sovéskur ráðherra: Aðeins 11 pólitísk- ir fangar í landinu Moskvu. Reuter. BORIS Kravtsov, dómsmálaráðherra Sovétríkjanna, sagði á sunnu- dag að í Sovétríkjunum væru aðeins 11 manns sem sætu í fang- elsi fyrir að reka andsovéskan áróður, hallmæla rikisvaldinu eða bijóta gegn lögum um trúarbragðaiðkun. I sjónvarpsviðræðu milli fulltrúa í Æðsta ráði Sovétríkjanna og danskra þingmanna vísaði ráðherrann á bug tölum mannréttindasamtakanna Amnesty Inter- national er segja svonefnda samviskufanga eða pólitíska fanga vera 300. Ráðherrann ítrekaði loforð Sov- étstjórnarinnar þess efnis að þeim lögum er Vesturlandabúar telja oftast notuð gegn sovéskum and- ófsmönnum verði breytt er refsi- réttarlög landsins verði endurskoð- uð. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, var fyrir skömmu í opinberri heimsókn í Sovétríkjun- um og lét þá svo um mælt við fréttamenn að Sovétstjómin hefði ákveðið að láta alla samviskufanga lausa fyrir áramót. Ummælin Kohls hafa beint athygli umheims- ins mjög að örlögum fanganna. Mannréttindahópar bentu strax á vandann við að skilgreina hver væri í fangelsi vegna stjórnmála- skoðana sinna þar sem Sovét- stjómin notaði annan mælikvarða en gert væri á Vesturlöndum. Einkum hefur verið bent á að náða beri það fólk sem haldið er á geð- sjúkrahúsum gegn vilja sínum, í reynd vegna pólitískra skoðana þess. Ástralía: Sovétmönniim neitað um fiskveiðiheimild Canberra. Reuter. ÁSTRALIR hafa hafnað beiðni Sovétmanna um að sovéskum skipum verði heimilt að veiða innan landhelgi Ástralíu og allt að átta skip fái að stunda rann- sóknir við strendur landsins, að því er talsmaður áströlsku stjómarinnar sagði í gær. Sovétmenn lögðu nýlega fram beiðni um fiskveiðiheimild fyrir sovésk fiskiskip og fóm ennfremur fram á að sex til átta sovésk skip fengju að stunda rannsóknir við strendur Ástralíu. Ástralíustjóm hefur hafnað beiðninni um fisk- veiðiheimild vegna hættu á ofveiði og hún hefur einnig ákveðið að leyfa ekki fleiri en tvö sovésk rann- sóknaskip í einu innan landhelg- innar. Sovétmenn hafa einnig sóst eft- ir því að sovésk fiskiskip fengju að leggja við ástralskar hafnir vegna viðgerða og áhafnaskipta. Stjóm Verkamannaflokksins hefur átt í samningaviðræðum við Sovét- menn um þetta mál á árinu sem nú líður en hægrisinnar í stjórnar- andstöðu hafa haldið því fram að öryggi þjóðarinnar yrði stefnt í hættu fengju sovésku skipin að- Suður-Afríka: Frjálslynt dagblað bannað Jóhannesarborgf. Reuter. Suður-Afríkustjórn bannaði í gær dagblaðið The Weekly Mail í fjórar vikur, en blaðið hefur gagnrýnt stjórnina mjög fyrir kynþáttaaðskilnaðarstefhu hennar. Það var Stoffel Botha, innanrík- isráðherra Suður-Afriku, sem lagði bann við útgáfu blaðsins en það er aðallega lesið af fijálslyndum hvítum mönnum og hefur oftlega birt fréttir af grimmilegum aðgerð- um lögreglunnar og órétti sem blökkumenn eru beittir í landinu. The Weekly Mail er þriðja blað- ið sem Botha innanríkisráðherra hefur bannað. Áður hafði tíma- bundið bann verið lagt við útgáfu vikuritsins New Nation, sem er aðallega lesið af blökkumönnum, og tímaritsins South. gang að áströlskum höfnum. Sov- éskir stjómarerindrekar, sem tekið hafa þátt í samningaviðræðunum, hafa vísað því á bug að sovésk fiskiskip stundi njósnir. Tíbet: Reuter Fyrrum yfírmenn Argentínuhers dæmdir Þrír fyrrum félagar í herstjórn Argentínu, Leopaldo Galtieri hershöfðingi (efst á myndinni), Jorge Anaya flotaforingi (fyrir miðju) og Basilio Lami Dozo (neðst) hlýða á úrskurð dómara sem dæmdi þá í tólf ára fangelsi á mánudag fyrir vanrækslu og van- hæfi í Falklandseyjastríðinu, þar sem Argentínumenn biðu ósigur fyrir Bretum. Munkar sæta pynt- ingnm í fangelsum Dalai Lama vill viðræður við Kínverja Peking. Reuter. Economist. KÍNVERSKIR lögreglumenn hafa notað rafmagnskylfur til að beija tíbetska búddamunka og nunnur sem þeir hafa haft í haldi fyrir að mótmæla yfirráð- um Kínveija í Tíbet. Þetta er haft eftir áreiðanlegum vestræn- um heimildarmönnum í Lhasa, höfúðborg Tíbets, sem senda mannréttindasamtökum reglu- lega skýrslur um ástandið í Tíbet. í skýrslu, sem heimildar- mennirnir sendu mannréttinda- samtökum í gær, segir að það sé venja fangelsisyfírvalda að beija og pynta fanga meðan á yfir- heyrslu þeirra stendur. Af trúar- legum leiðtoga Tíbetbúa, Dalai Lama, sem er í útlegð á Ind- landi, er það að segja að í síðustu viku bauðst hann til að taka upp beinar viðræður við kinversk yfirvöld í Genf í janúar á næsta ári um framtíð landsins. Skýrsla heiníildarmannanna um misþyrmingar á föngum byggist á samtölum við 30 menn sem nú eru lausir úr prísund. „Fangar eru látn- ir vera naktir á meðan verið er að yfirheyra og beija þá,“ segir í skýrslunni. Kinverskir embættismenn hafa áður borið á móti því að pyntingum sé beitt í tíbetskum fangelsum en í hinu opinbera kínverska mál- gagni, Æskulýðsfréttir Kina, var í síðasta mánuði greint frá því að lögreglan í Henan-héraði í Tíbet hefði barið fangelsaðan mann í kynfærin með rafmagnskylfu og fanginn hefði beðið Ijörtjón. Að minnsta kosti 42 búddamunk- ar og þijár nunnur eru á meðal þeirra 100 Tíbetbúa sem enn eru í fangelsum, samkvæmt skýrslu heimildarmannanna. Vill beinar viðræður í síðustu viku bauðst hinn útlægi trúarleiðtogi Tíbetbúa, Dalai Lama, til að hefja beinar viðræður við kínversk stjórnvöld í Genf í byijun næsta árs. Talið er líklegt að Kínveijar þiggi boð hans því að í síðasta mánuði sögðust þeir vera tilbúnir til viðræðna hvenær og hvar sem Dalai Lama kysi. Þetta yrðu fyrstu beinu samskipti þessara aðila frá því að Kínveijar réðust inn í Tíbet fyrir 38 árum. Um 100.000 Tíbetbúar, sem eru í útlegð í Indlandi og Nepal, segja að sjálfstæði Tíbets sé eina raun- hæfa viðræðuefnið en Kínveijar segja að „tíbetska sjálfstjórnar- héraðið", sem stofnað var árið 1965, sé og verði um allan aldur hluti af Kínaveldi. Bretland: Kennarar jafii ófiróð- ir og aðrir St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbl&ðsins. KENNARAR eiga í erfiðleikum með að svara einföldum spurn- ingum um staðreyndir og leysa einföld reikningsdæmi, að því er kemur fram í niðurstöðum könnunar, sem birtist í The Sunday Times siðastliðinn sunnudag. Fyrir tveimur vikum birti blaðið niðurstöður könnunar á þekkingu almennings, þar sem í ljós kom, að einn af hveijum sex vissi ekki, hvar Bretland var á landakortinu. Yfir 300 kennarar í grunnskól- um og framhaldsskólum fengu 16 spurningar um málefni líðandi stundar, landafræði, réttritun, reikning, sögu og bókmenntir. Næstum allir gerðu mistök. Aðeins einn af hveijum fjórum stóðst próf- ið í réttritun og furðulega margir reikningskennarar gátu ekki leyst einfalt reikningsdæmi. „Hvað eru 15% af tíu pundum?" var ein spurninganna. 16% af heildinni gáfu rangt svar og 13% reikningskennara gerðu það líka. Einungis fjórðungur kennara gat stafað rétt öll þijú orðin, sem lögð voru fyrir þá. 13% þeirra gerðu villur í öllum þremur orðunum. Allir kennararnir nema fimm vissu, hver Kenneth Baker er, breski menntamálaráðherrann. 95% þeirra vissu, að Nelson Mand- ela er leiðtogi Afríska þjóðarráðs- ins. 20% kennaranna vissu ekki, að Varsjá er höfuðborg Póllands, 27% þeirra vissu ekki, að Bonn er höf- uðborg . Vestur-Þýskalands, né heldur vissu 47% þeirra, að Kabúl er höfuðborg Afganistans. 11% kennaranna gátu ekki sagt til um, hve margir millimetrar eru í metra, en 92% þeirra vissu, að sódíum klóríð er salt. Fimmtungur vissi ekki, að Jóhann konungur landlausi skrifaði undir Magna Charta, sem er með merkilegustu atburðum í breskri sögu. „Hroða- legt,“ sagði Peter Dawson, ritari eins kennarasambandsins. „Ef maður ætti bam, er hefði kennara, sem ekki gæti stafað þessi orð og gæti ekki svarað því, hvað 15% af tíu pundum séu, þá hefði maður fulla ástæðu til að ætla, að skóla- kerfið væri í rúst.“ Leiðtogar repúblikana í Bandaríkjunum: Margir þeirra telja sigurúin þegar í höfii James Baker sag’ður taka við stöðu utaiiríkisráðherra í næstu stjórn Washington. Daily Telegraph. REPÚBLIKANAR í Bandaríkjunum eru nú orðnir svo öruggir með sig vegna yfirburðastöðu forsetaframbjóðanda þeirra, George Bush, í skoðanakönnunum að þeir telja sigurinn í höfh. Sagt er að helstu ráðgjafar Bush séu farnir að skipa mönnum í valdastöður verðandi Bush-stjórnar. Enginn virðist efast um að valdamesti maðurinn að baki forsetanum verði hávaxinn, vingjarnlegur, 58 ára gamall Texas- búi sem hefúr ánægju af ruddalegum bröndurum, kúrekastígvélum og notar munntóbak - James A. Baker III. Gert er ráð fyrir að Baker taki hael Deaver - sem ekki hefur orðið við stöðu utanríkisráðherra af Ge- orge Shultz en jafnframt að hann muni hafa veruleg áhrif á ýmsum öðrum mikilvægum sviðum stjóm- sýslunnar sigri Bush hinn 8. nóvem- ber. Á fyrra kjörtímabili Ronalds Re- agans gegndi Baker stöðu starfs- mannastjóra í Hvíta húsinu og er sá eini úr hinni voldugu „þrístjór- aklíku" Reagan-stjómarinnar - hin- ir tveir voru Edwin Meese og Mic- að víkja vegna hneykslismála. Hann hefur reynst mikil snillingur í að meðhöndla fjölmiðlana og „leka“ í þá hæfilega greinargóðum upplýs- ingum þegar honum hefur hentað það. Baker er nú kosningastjóri Ge- orge Bush. Hann er sagður hafa komið sjálfur af stað þeim orðrómi að hann vildi fá Robert Dole sem varaforsetaefni repúblikana en mun í reynd hafa stutt Dan Quayle; hann óttaðist að sjálfur yrði hann valda- minni en ella ef Dole yrði varafor- seti. Baker var fjármálaráðherra Reagans áður en hann tók að sér stöðu kosningastjóra og náði þá í sínar hendur ýmsum valdataumum sem í reynd heyrðu til öðmm ráðu- neytum. Honum tókst að að nota völd sín til þess að „hrinda í fram- kvæmd ótrúlegri miðstýringar- stefnu í ríkisfjármálunum og tók upp hentistefnu sem betur hentaði raunverulegum aðstæðum en hag- fræðileg hreinlífisstefna Reagans," eins og stjómmálaskýrandinn Ro- bert Kuttner orðaði það. Hentistefna hans aflaði honum óvina í þeim hópi hugsjónamanna sem Reagan hafði safnað um sig í Hvíta húsinu er Baker gerðist þar starfsmannastjóri. Að sögn blaða- «?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.