Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 35
Þj óðarbókhlaðan: Gildistími laga um þjóðarátak lengdur? TIL athugunar er að framlengja gildistíma laga um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu, en samkvæmt þeim átti að leggja á sérstakan eignarskattsauka árin 1987-1989 sem rynni óskiptur til byggingarinnar. Gert er ráð fyrir að innheimta ársins 1989 nemi 240 milljónum en ákveðið er að veija ekki hærri fjár- hæð en 90 milljónum til byggingar- innar á því ári og er framlag úr ríkissjóði miðað við það. í fjárlagafrumvarpi ríkisstjómar- innar kemur fram að nokkur stór verkefni á sviði menningarmála séu óleyst en kalli á lausn fljótlega. Er þar nefnd Þjóðarbóklaða, endurnýj- un húsnæðis Þjóðleikhúss oig inn- rétting húsnæðis Þjóðskjalasafns, en sérstök byggingamefnd verður skipuð til að sjá um nýtingu og innréttingu nýkeypts húsnæðis fyrir safnið. Ríkisútvarpið: Gjaldskrá þarfaðhækka um 5-11% GJALDSkRÁ og auglýsingatekj- ur ríkisútvarpsins, hljóðvarps, verða að hækka um 5% eigi end- ar að nást saman í rekstri á næsta ári. Tekjur ríkissjónvarps- ins verða að aukast um 11% á næsta ári eigi tekjur að duga fyrir gjöldum. I fjárlagafrumvarpinu em heild- arútgjöld hljóðvarps talin verða 713 milljónir króna, eða um 15% hærri en síðustu fjárlög gerðu ráð fyrir. Tekjur em hins vegar taldar verða 597 milljónir að óbreyttu. Heildarútgjöld sjónvarps em tal- in verða 927 milljónir eða 14% hærri en í fjárlögum 1988. Gert er ráð fyrir að 35 milljónum verði var- ið til fjárfestingar í tækjum og af- borgun lána nemi 22,8 milljónum. Sala vamarliðseigna: Gert að skila 50 milljón- um í ríkissjóð - ella verði stofii- unin lögð niður SALA varnarliðseigna hefur ekki getað staðið við Qárlaga- áætlun undanfarin ár, og skil farið versnandi, að því er kemur fram í Qárlagafrumvarpi ríkis- sijórnarinnar fyrir árið 1989. Segir þar að nái fyrritækið ekki að skila þeim lágmarksarði sem krafist er á næsta ári, sé einsýnt að leggja verði starfsemina niður og færa verkefni hennar annað. Sölu vamarliðseigna er ætlað að skila 50 milljónum króna í ríkissjóð á næsta ári. Er það mun hærri tala en verið hefur í fjárlögum síðustu ára, og enn hærri en raunvemleg skil. I fjárlagafrumvarpinu segir hins vegar að áætlunin nú sem miðuð við lægstu viðunandi tölu, og sé hún byggð á því hvaða hrein- ar tekjur fengust af leigu húsnæðis stofnunarinnar og þeim hagnaði af sölu bifreiða sem gert er ráð fyrir að mætti ná, væm þær seldar af Innkaupastofnun ríkisins. Rekstargjöld Sölu varnarliðs- eigna em áætluð 72,7 milljónir sem er 8% hækkun frá fjárlögum síðasta árs. Tekjur em taldar nema 121,9 milljónum. Nýttlántil flugstöðvar GERT er ráð fyrir 350 milljón króna lántöku til nýbyggingar flugstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli á næsta ári. Á það að duga til að greiða útistandandi skammtimaskuldir við verktaka og bankastofhanir og Qármagna framkvæmdir á árinu 1989, en ekki er gert ráð fyrir öðrum framkvæmdum en þeim sem þeg- ar eru ákveðnar. Flugstöðinni er ætlað að standa undir eigin rekstrar- og fjármagns- kostnaði. Heildargjöld á næsta ári em talin verða 263 milljónir og þar af em vextir 183 milljónir. Þessu til viðbótar em afborganir af lánum taldar verða 7,7 milljónir en megn- ið af framkvæmdalánum stöðvar- innar hjá ríkissjóði hefur verið end- urlánaður á samræmdum kjömm þar sem greiðslu afborgana er dreift á 25 ára tímabil. Fyrstu af- borganir koma til greiðslu árið 1995. Heildartekjur flugstöðvarinnar em áætlaðar 271 milljón, þar af er húsaleiga 207 milljónir. Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli er ætlað að skila 218,4 milljónum í ríkissjóð á næsta ári. Framlög til lista hækka um 34% FRAMLÖG til listastarfsemi ýmisskonar hækka um 34% frá gildandi Qárlögum í fjárlaga- frumvarpi næsta árs. Alls nema þessi framlög 183,7 milljónum króna. Sex ný viðfangsefni em á lista yfir fjárveitingar samkvæmt fjár- lagafmmvarpinu. Þetta em ís- lenska hljómsveitin, sem fær 2 millj- ónir, Listasafn ASÍ sem fær 2 millj- ónir, Starfslaunasjóður myndlistar- manna sem fær 1 milljón, Lista- hátíð sem fær 1 milljón, Leikbrúðu- land sem fær 1,8 milljónir, og til samnórrænnar menningarkynning- ar verður varið 1 milljón. Mesta hækkun milli ára til ein- stakra aðila, er til Alþýðuleikhúss- ins, en framlag til þess hækkar úr 2,7 milljónum í 7 milljónir. Þá rúm- lega tvöfaldast framlag til Banda- lags íslenskra leikfélaga, úr 1,2 milljónum í 2,77 milljónir. Ríkissjóður: Halli í árs- lok áætl- aður 2,98 milljarðar Fjármálaráðuneytið áætlar að tekjur ríkissjóðs á þessu ári verði 1,65 milljörðum lægri en upp- reiknuð fjárlög gera ráð fyrir, en útgjöldin rúmlega 1,3 mill- jörðum hærri. Er þá búið að hækka upphaflegar tölur Qár- laga um 8% en það er hækkun verðlags og launa á þessu ári umfram áætlanir fjárlaga. Er gert ráð fyrir að halli á rekstri ríkissjóðs verði 2,98 milljarðar i árslok. I greinargerð með fjárlagafrum- varpinu kemur fram að fjárlög, á meðalverðlagi 1988, gerðu ráð fyrir 68,1 milljarða króna tekjum í ríkis- sjóð. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun verða tekjurnar 66,5 millj- arðar. Gjöld eru nú talin verða 69,5 milljarðar en fjárlög gerðu ráð fyrir 68,1 milljarða útgjöldum. Gert er ráð fyrir að beinir skatt- ar skili 10,5 milljörðum en fjárlög gerðu ráð fyrir 8,9 milljarða tekjum. Obeinir skattar eru taldir skila 52,5 milljörðum í tekjur, þar af sölu- skattur 30,5 milljörðum og tollar og fleira 7,5 milljörðum. Fjárlaga- frumvarpið gerði hins vegar ráð fyrir 55,7 milljarða tekjum af óbein- um sköttum, þar af 32,8 milljörðum af söluskatti og 8,4 milljörðum af tollum. Aðal útgjaldaaukinn er vextir, sem hækka um 1,3 milljarða um- fram áætlun, aðallega vegna versn- andi afkomu ríkíssjóðs og auknum yfirdrætti í Seðlabanka. Blaðastyrk- urínn hækk- ar um 7 0% STYRKUR til dagblaðaútgáfu hækkar um 70% frá síðasta ári, samkvæmt Qárlagafrumvarpinu fyrir árið 1989. Gert er ráð fyrir að 50 milljónum króna verði varið til að styrkja dag- blaðaútgáfu, en þessi upphæð var 29.5 milljónir á fjárlögum síðasta árs. Að auki er fjármálaráðherra heimilt að kaupa allt að 250 eintök af hveiju dagblaði, fyrir stofnanir ríkisins. Ráðstöf- unarfé LÍN eykstum 17% Ráðstöfunarfé Lánasjóðs íslenskra námsmanna mun auk- ast um 17% á næsta ári, frá fjár- lögum 1988, samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 1989. Er þetta nokkur raunaukning þar sem verðlag er talið hækka um 12% milli áranna. Ráðstöfunarfé sjóðsins mun nema 2.532 milljónum á næsta ári, þar af er fjárveiting 1.617 milljónir og lántaka 915 milljónir. Þá er gert ráð fyrir að afborganir og vext- ir nemi 250 milljónum. Áætlanir um lánveitingar á árinu 1989 gera ráð fyrir um 1% fækkun lánþega frá fyrra ári. Kostnaður 'við Alþingi 414 milljónir ÚTGJÖLD Alþingis eru áætluð 414 milljónir á næsta ári, sem er 13% aukning frá síðustu Qár- lögum. Launagjöld hækka um alls 14% en launagjöld þing- manna hækka um 7% á milli ár- anna, eða úr 122,6 milljónum í 131,3 milljónir. Skrifstofu- og alþingiskostnaður hækkar um 24% milli ára en stöðum á skrif- stofii Alþingis fjölgar um 44 fastar stöður en fækkar um 28 tímabundar stöður frá síðustu fjárlögum. Þeir liðir í rekstri Alþingis sem hækka mest milli ára, eru sérfræði- þjónusta við þingflokka, sem hækk- ar um 58% eða úr 11,4 milljónum í 18 milljónir. Þá hækkar rekstrar- kostnaður við embætti umboðs- manns Alþingis um 53% eða úr 6 milljónum í 9,2 milljónir. Þar er gert ráð fyrir einni fastri stöðu og tveimur tímabundnum stöðum. Framlag til ríkisstjórnar lækkar úr 44 milljónum í 39,7 milljónir milli áranna. Ráðherrum hefur fækkað úr 11 í 9 og sömuleiðis fækkar aðstoðarmönnum ráðherra úr 11 í 9. Aburðar- verðið hækk- ar um 26% ÁBURÐARVERÐ hækkar um 26% á næsta ári, samkvæmt §ár- lagaffumvarpinu og verður 18 þúsund krónur tonnið. Gert er ráð fyrir 3200 tonna samdrætti í áburðarframleiðslu á næsta ári miðað við yfirstandandi ár. Rekstrargjöld verksmiðjunnar eru áætluð 947 milljónir á næsta ári, eða 4% lægri en í fjárlögum 1988. Gert er ráð fyrir að íjárfest- ingaráform verksmiðjunnar á næsta ári skiptist á tvö ár, og á næsta ári verður 60 milljónum króna varið til framkvæmda, aðal- lega til endumýjunar rafgreina í vetnisverksmiðju og til endumýjun- ar ammoníaksgeymis sem talinn er hættulegur umhverfinu. Þjóðleikhúsið: 13 milljónir til viðgerða RÚMUM 13 milljónum króna verður varið til viðgerða og við- halds á Þjóðleikhúsinu, sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu. Gert er ráð fyrir að aðgöngu- miðaverð þurfi að hækka um 13% eigi endar að ná saman í rekstri hússins. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að heildarútgjöld Þjóðleik- hússins verði 292 milljónir króna, en heildartekjur verði 280 milljónir. Framlag ríkissjóðs verður 171 millj- ón og er gert ráð fyrir 12,5 milljóna tapi af rekstri Þjóðleikhússins mið- að við óbreytt miðaverð. Háskóli íslands: Fimm nýjar stöður á næsta ári FIMM stöðugildi bætast við í Háskóla íslands á næsta ári, sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu fyr- ir árið 1989 og verða stöður við Háskólann þá 347. Nýju stöðurnar eru í fyrsta lagi staða rússneskukennara í heim- spekideild, sem var heimiluð eftir afgreiðslu fjárlaga þessa árs. í öðru lagi er staða við upplýsingaþjónustu Háskólans en starfsemi upplýsinga- þjónustu Rannsóknarráðs hefur verið flutt undir skólann. i þriðja lagi er staða prófessors við hag- fræðiskor viðskipta- og hagfræði- deildar. í Ijórða lagi er staða lekt- ors í íslenskum þjóðfræðum við fé- lagsvísindadeild og í fimmta lagi staða lektors við námsbraut f sjúkraþjálfun. Almenn rekstrargjöld skólans hækka nokkuð að raungildi frá fyrra ári, vegna þess að nemendum hefur farið ijölgandi undanfarin ár, og boðið er upp á fjölbreyttara nám. Af þessu leiðir aukin almenn út- gjöld auk þess sem stærra húsnæði kallar á hærri rekstrargjöld. Póstur og sími: Gjaldskrá þarf að hækka inn 1,5% til að jafiia launaskuld GJALDSKRÁ Pósts- og síma- málastofnunar þyrfti að hækka um 1,5% ef stofhunin á að ná að jafiia launaskuld sína við fjár- " málaráðuneytið. Að öðrum kosti mun skuldin nema 150 milljónum um næstu áramót. í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að rekstrargjöld stofnunarinnar verði 5,3 milljarðar króna á næsta ári, og fjárfestingar verði 204 milljónir, sem er veruleg- ur samdráttur frá fyrra ári. Rekstr- artekjur eru áætlaðar 5,7 milljarðar á næsta ári. Breytaþarf24 lögum í kjölfkr flárlaga GERA þarf sjö lagabreytingar til að tekjuhlið fjáiiagafrum- varpsins standist og breyta þarf 17 lögum til að gjaldahliðin standist. Ólafur Ragnar Grímsson, flármálaráðherra, segist vera bjartsýnn á að þessi frumvörp nái í gegn þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki meiri- hluta í neðri deild Alþingis. Ólafur Ragnar sagði að tekjuöfl- unarfrumvörpin myndu líta dagsins ljós eitt af öðru á næstu mánuðum; þau fyrstu á allra næstu vikum og þau síðustu ekki fyrr en eftir ára- mót. Fjárveiting vegna gjald- þrota hækkuð Fjárveiting til ríkisábyrgðar á launum vegna gjaldþrota nemur ■ 35,5 milljónum í fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár, og hefur hún verið hækkuð verulega frá síðustu fjárlögum. Veittar voru 23 milljónir á síðustu fjárlögum til þessarar ríkis- ábyrgðar. Ljóst er að útgjöld á yfir- standandi ári munu verða þó nokkru hærri en erfitt er að áætla endan- lega fjárhæð þar sem óvist er hversu mikið af útgjöldum ríkis- sjóðs fæst endurgreitt úr þrotabú- um. Bjórinn á gefa nær milljarð í hagnað HAGNAÐUR Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins af bjórsölu er áætlaður 900-950 milljónir króna á næsta ári i fjárlagafrumvarp- inu fyrir 1989. Hagnaður ríkissjóðs af ÁTVR er áætlaður 5,6 milljarðar króna á næsta ári, sem er um 7,25% af heildartekjum ríkissjóðs. Sala bjórs mun væntanlega auka mikilvægi þessa skattstofns þrátt fyrir nokk- urn samdrátt í áfengis- og tóbaks- neyslu landsmanna. Á þessu ári er búist við að ÁTVR skili tæplega 4,3 milljörðum króna í ríkissjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.