Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 35
Þj óðarbókhlaðan:
Gildistími
laga um
þjóðarátak
lengdur?
TIL athugunar er að framlengja
gildistíma laga um þjóðarátak til
byggingar Þjóðarbókhlöðu, en
samkvæmt þeim átti að leggja á
sérstakan eignarskattsauka árin
1987-1989 sem rynni óskiptur til
byggingarinnar.
Gert er ráð fyrir að innheimta
ársins 1989 nemi 240 milljónum en
ákveðið er að veija ekki hærri fjár-
hæð en 90 milljónum til byggingar-
innar á því ári og er framlag úr
ríkissjóði miðað við það.
í fjárlagafrumvarpi ríkisstjómar-
innar kemur fram að nokkur stór
verkefni á sviði menningarmála séu
óleyst en kalli á lausn fljótlega. Er
þar nefnd Þjóðarbóklaða, endurnýj-
un húsnæðis Þjóðleikhúss oig inn-
rétting húsnæðis Þjóðskjalasafns,
en sérstök byggingamefnd verður
skipuð til að sjá um nýtingu og
innréttingu nýkeypts húsnæðis fyrir
safnið.
Ríkisútvarpið:
Gjaldskrá
þarfaðhækka
um 5-11%
GJALDSkRÁ og auglýsingatekj-
ur ríkisútvarpsins, hljóðvarps,
verða að hækka um 5% eigi end-
ar að nást saman í rekstri á
næsta ári. Tekjur ríkissjónvarps-
ins verða að aukast um 11% á
næsta ári eigi tekjur að duga
fyrir gjöldum.
I fjárlagafrumvarpinu em heild-
arútgjöld hljóðvarps talin verða 713
milljónir króna, eða um 15% hærri
en síðustu fjárlög gerðu ráð fyrir.
Tekjur em hins vegar taldar verða
597 milljónir að óbreyttu.
Heildarútgjöld sjónvarps em tal-
in verða 927 milljónir eða 14%
hærri en í fjárlögum 1988. Gert er
ráð fyrir að 35 milljónum verði var-
ið til fjárfestingar í tækjum og af-
borgun lána nemi 22,8 milljónum.
Sala vamarliðseigna:
Gert að skila
50 milljón-
um í ríkissjóð
- ella verði stofii-
unin lögð niður
SALA varnarliðseigna hefur
ekki getað staðið við Qárlaga-
áætlun undanfarin ár, og skil
farið versnandi, að því er kemur
fram í Qárlagafrumvarpi ríkis-
sijórnarinnar fyrir árið 1989.
Segir þar að nái fyrritækið ekki
að skila þeim lágmarksarði sem
krafist er á næsta ári, sé einsýnt
að leggja verði starfsemina niður
og færa verkefni hennar annað.
Sölu vamarliðseigna er ætlað að
skila 50 milljónum króna í ríkissjóð
á næsta ári. Er það mun hærri tala
en verið hefur í fjárlögum síðustu
ára, og enn hærri en raunvemleg
skil. I fjárlagafrumvarpinu segir
hins vegar að áætlunin nú sem
miðuð við lægstu viðunandi tölu,
og sé hún byggð á því hvaða hrein-
ar tekjur fengust af leigu húsnæðis
stofnunarinnar og þeim hagnaði af
sölu bifreiða sem gert er ráð fyrir
að mætti ná, væm þær seldar af
Innkaupastofnun ríkisins.
Rekstargjöld Sölu varnarliðs-
eigna em áætluð 72,7 milljónir sem
er 8% hækkun frá fjárlögum síðasta
árs. Tekjur em taldar nema 121,9
milljónum.
Nýttlántil
flugstöðvar
GERT er ráð fyrir 350 milljón
króna lántöku til nýbyggingar
flugstöðvarinnar á Keflavíkur-
flugvelli á næsta ári. Á það að
duga til að greiða útistandandi
skammtimaskuldir við verktaka
og bankastofhanir og Qármagna
framkvæmdir á árinu 1989, en
ekki er gert ráð fyrir öðrum
framkvæmdum en þeim sem þeg-
ar eru ákveðnar.
Flugstöðinni er ætlað að standa
undir eigin rekstrar- og fjármagns-
kostnaði. Heildargjöld á næsta ári
em talin verða 263 milljónir og þar
af em vextir 183 milljónir. Þessu
til viðbótar em afborganir af lánum
taldar verða 7,7 milljónir en megn-
ið af framkvæmdalánum stöðvar-
innar hjá ríkissjóði hefur verið end-
urlánaður á samræmdum kjömm
þar sem greiðslu afborgana er
dreift á 25 ára tímabil. Fyrstu af-
borganir koma til greiðslu árið
1995.
Heildartekjur flugstöðvarinnar
em áætlaðar 271 milljón, þar af
er húsaleiga 207 milljónir.
Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli
er ætlað að skila 218,4 milljónum
í ríkissjóð á næsta ári.
Framlög til
lista hækka
um 34%
FRAMLÖG til listastarfsemi
ýmisskonar hækka um 34% frá
gildandi Qárlögum í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs. Alls nema
þessi framlög 183,7 milljónum
króna.
Sex ný viðfangsefni em á lista
yfir fjárveitingar samkvæmt fjár-
lagafmmvarpinu. Þetta em ís-
lenska hljómsveitin, sem fær 2 millj-
ónir, Listasafn ASÍ sem fær 2 millj-
ónir, Starfslaunasjóður myndlistar-
manna sem fær 1 milljón, Lista-
hátíð sem fær 1 milljón, Leikbrúðu-
land sem fær 1,8 milljónir, og til
samnórrænnar menningarkynning-
ar verður varið 1 milljón.
Mesta hækkun milli ára til ein-
stakra aðila, er til Alþýðuleikhúss-
ins, en framlag til þess hækkar úr
2,7 milljónum í 7 milljónir. Þá rúm-
lega tvöfaldast framlag til Banda-
lags íslenskra leikfélaga, úr 1,2
milljónum í 2,77 milljónir.
Ríkissjóður:
Halli í árs-
lok áætl-
aður 2,98
milljarðar
Fjármálaráðuneytið áætlar að
tekjur ríkissjóðs á þessu ári verði
1,65 milljörðum lægri en upp-
reiknuð fjárlög gera ráð fyrir,
en útgjöldin rúmlega 1,3 mill-
jörðum hærri. Er þá búið að
hækka upphaflegar tölur Qár-
laga um 8% en það er hækkun
verðlags og launa á þessu ári
umfram áætlanir fjárlaga. Er
gert ráð fyrir að halli á rekstri
ríkissjóðs verði 2,98 milljarðar i
árslok.
I greinargerð með fjárlagafrum-
varpinu kemur fram að fjárlög, á
meðalverðlagi 1988, gerðu ráð fyrir
68,1 milljarða króna tekjum í ríkis-
sjóð. Samkvæmt endurskoðaðri
áætlun verða tekjurnar 66,5 millj-
arðar. Gjöld eru nú talin verða 69,5
milljarðar en fjárlög gerðu ráð fyrir
68,1 milljarða útgjöldum.
Gert er ráð fyrir að beinir skatt-
ar skili 10,5 milljörðum en fjárlög
gerðu ráð fyrir 8,9 milljarða tekjum.
Obeinir skattar eru taldir skila 52,5
milljörðum í tekjur, þar af sölu-
skattur 30,5 milljörðum og tollar
og fleira 7,5 milljörðum. Fjárlaga-
frumvarpið gerði hins vegar ráð
fyrir 55,7 milljarða tekjum af óbein-
um sköttum, þar af 32,8 milljörðum
af söluskatti og 8,4 milljörðum af
tollum.
Aðal útgjaldaaukinn er vextir,
sem hækka um 1,3 milljarða um-
fram áætlun, aðallega vegna versn-
andi afkomu ríkíssjóðs og auknum
yfirdrætti í Seðlabanka.
Blaðastyrk-
urínn hækk-
ar um 7 0%
STYRKUR til dagblaðaútgáfu
hækkar um 70% frá síðasta ári,
samkvæmt Qárlagafrumvarpinu
fyrir árið 1989.
Gert er ráð fyrir að 50 milljónum
króna verði varið til að styrkja dag-
blaðaútgáfu, en þessi upphæð var
29.5 milljónir á fjárlögum síðasta
árs.
Að auki er fjármálaráðherra
heimilt að kaupa allt að 250 eintök
af hveiju dagblaði, fyrir stofnanir
ríkisins.
Ráðstöf-
unarfé LÍN
eykstum 17%
Ráðstöfunarfé Lánasjóðs
íslenskra námsmanna mun auk-
ast um 17% á næsta ári, frá fjár-
lögum 1988, samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu fyrir árið 1989. Er
þetta nokkur raunaukning þar
sem verðlag er talið hækka um
12% milli áranna.
Ráðstöfunarfé sjóðsins mun
nema 2.532 milljónum á næsta ári,
þar af er fjárveiting 1.617 milljónir
og lántaka 915 milljónir. Þá er
gert ráð fyrir að afborganir og vext-
ir nemi 250 milljónum.
Áætlanir um lánveitingar á árinu
1989 gera ráð fyrir um 1% fækkun
lánþega frá fyrra ári.
Kostnaður
'við Alþingi
414 milljónir
ÚTGJÖLD Alþingis eru áætluð
414 milljónir á næsta ári, sem
er 13% aukning frá síðustu Qár-
lögum. Launagjöld hækka um
alls 14% en launagjöld þing-
manna hækka um 7% á milli ár-
anna, eða úr 122,6 milljónum í
131,3 milljónir. Skrifstofu- og
alþingiskostnaður hækkar um
24% milli ára en stöðum á skrif-
stofii Alþingis fjölgar um 44
fastar stöður en fækkar um 28
tímabundar stöður frá síðustu
fjárlögum.
Þeir liðir í rekstri Alþingis sem
hækka mest milli ára, eru sérfræði-
þjónusta við þingflokka, sem hækk-
ar um 58% eða úr 11,4 milljónum
í 18 milljónir. Þá hækkar rekstrar-
kostnaður við embætti umboðs-
manns Alþingis um 53% eða úr 6
milljónum í 9,2 milljónir. Þar er
gert ráð fyrir einni fastri stöðu og
tveimur tímabundnum stöðum.
Framlag til ríkisstjórnar lækkar
úr 44 milljónum í 39,7 milljónir
milli áranna. Ráðherrum hefur
fækkað úr 11 í 9 og sömuleiðis
fækkar aðstoðarmönnum ráðherra
úr 11 í 9.
Aburðar-
verðið hækk-
ar um 26%
ÁBURÐARVERÐ hækkar um
26% á næsta ári, samkvæmt §ár-
lagaffumvarpinu og verður 18
þúsund krónur tonnið. Gert er
ráð fyrir 3200 tonna samdrætti
í áburðarframleiðslu á næsta ári
miðað við yfirstandandi ár.
Rekstrargjöld verksmiðjunnar
eru áætluð 947 milljónir á næsta
ári, eða 4% lægri en í fjárlögum
1988. Gert er ráð fyrir að íjárfest-
ingaráform verksmiðjunnar á
næsta ári skiptist á tvö ár, og á
næsta ári verður 60 milljónum
króna varið til framkvæmda, aðal-
lega til endumýjunar rafgreina í
vetnisverksmiðju og til endumýjun-
ar ammoníaksgeymis sem talinn er
hættulegur umhverfinu.
Þjóðleikhúsið:
13 milljónir
til viðgerða
RÚMUM 13 milljónum króna
verður varið til viðgerða og við-
halds á Þjóðleikhúsinu, sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Gert er ráð fyrir að aðgöngu-
miðaverð þurfi að hækka um 13%
eigi endar að ná saman í rekstri
hússins.
í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir því að heildarútgjöld Þjóðleik-
hússins verði 292 milljónir króna,
en heildartekjur verði 280 milljónir.
Framlag ríkissjóðs verður 171 millj-
ón og er gert ráð fyrir 12,5 milljóna
tapi af rekstri Þjóðleikhússins mið-
að við óbreytt miðaverð.
Háskóli íslands:
Fimm nýjar
stöður á
næsta ári
FIMM stöðugildi bætast við í
Háskóla íslands á næsta ári, sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu fyr-
ir árið 1989 og verða stöður við
Háskólann þá 347.
Nýju stöðurnar eru í fyrsta lagi
staða rússneskukennara í heim-
spekideild, sem var heimiluð eftir
afgreiðslu fjárlaga þessa árs. í öðru
lagi er staða við upplýsingaþjónustu
Háskólans en starfsemi upplýsinga-
þjónustu Rannsóknarráðs hefur
verið flutt undir skólann. i þriðja
lagi er staða prófessors við hag-
fræðiskor viðskipta- og hagfræði-
deildar. í Ijórða lagi er staða lekt-
ors í íslenskum þjóðfræðum við fé-
lagsvísindadeild og í fimmta lagi
staða lektors við námsbraut f
sjúkraþjálfun.
Almenn rekstrargjöld skólans
hækka nokkuð að raungildi frá
fyrra ári, vegna þess að nemendum
hefur farið ijölgandi undanfarin ár,
og boðið er upp á fjölbreyttara nám.
Af þessu leiðir aukin almenn út-
gjöld auk þess sem stærra húsnæði
kallar á hærri rekstrargjöld.
Póstur og sími:
Gjaldskrá
þarf að hækka
inn 1,5%
til að jafiia
launaskuld
GJALDSKRÁ Pósts- og síma-
málastofnunar þyrfti að hækka
um 1,5% ef stofhunin á að ná að
jafiia launaskuld sína við fjár- "
málaráðuneytið. Að öðrum kosti
mun skuldin nema 150 milljónum
um næstu áramót.
í fjárlagafrumvarpi næsta árs er
gert ráð fyrir að rekstrargjöld
stofnunarinnar verði 5,3 milljarðar
króna á næsta ári, og fjárfestingar
verði 204 milljónir, sem er veruleg-
ur samdráttur frá fyrra ári. Rekstr-
artekjur eru áætlaðar 5,7 milljarðar
á næsta ári.
Breytaþarf24
lögum í kjölfkr
flárlaga
GERA þarf sjö lagabreytingar
til að tekjuhlið fjáiiagafrum-
varpsins standist og breyta þarf
17 lögum til að gjaldahliðin
standist. Ólafur Ragnar
Grímsson, flármálaráðherra,
segist vera bjartsýnn á að þessi
frumvörp nái í gegn þrátt fyrir
að ríkisstjórnin hafi ekki meiri-
hluta í neðri deild Alþingis.
Ólafur Ragnar sagði að tekjuöfl-
unarfrumvörpin myndu líta dagsins
ljós eitt af öðru á næstu mánuðum;
þau fyrstu á allra næstu vikum og
þau síðustu ekki fyrr en eftir ára-
mót.
Fjárveiting
vegna gjald-
þrota hækkuð
Fjárveiting til ríkisábyrgðar á
launum vegna gjaldþrota nemur ■
35,5 milljónum í fjárlagafrum-
varpi fyrir næsta ár, og hefur
hún verið hækkuð verulega frá
síðustu fjárlögum.
Veittar voru 23 milljónir á
síðustu fjárlögum til þessarar ríkis-
ábyrgðar. Ljóst er að útgjöld á yfir-
standandi ári munu verða þó nokkru
hærri en erfitt er að áætla endan-
lega fjárhæð þar sem óvist er
hversu mikið af útgjöldum ríkis-
sjóðs fæst endurgreitt úr þrotabú-
um.
Bjórinn
á gefa nær
milljarð
í hagnað
HAGNAÐUR Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins af bjórsölu er
áætlaður 900-950 milljónir króna
á næsta ári i fjárlagafrumvarp-
inu fyrir 1989.
Hagnaður ríkissjóðs af ÁTVR er
áætlaður 5,6 milljarðar króna á
næsta ári, sem er um 7,25% af
heildartekjum ríkissjóðs. Sala bjórs
mun væntanlega auka mikilvægi
þessa skattstofns þrátt fyrir nokk-
urn samdrátt í áfengis- og tóbaks-
neyslu landsmanna. Á þessu ári er
búist við að ÁTVR skili tæplega
4,3 milljörðum króna í ríkissjóð.