Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 17 Brúðkaupsklæðín eftir dr. Jakob Jónsson Eg hefi víst sofíð svefni andvara- leysisins, þegar þau ræddust við í útvarpinu, síra Bemharður Guð- mundsson og Guðrún Helgadóttir alþingismaður. Veit því ekki, hvað þeim fór á milli. Þó vitnar Sigurjón Sigurbjömsson til þess, að þau hafi komið auga á bardaga, meiðingar og manndráp í guðspjalli dagsins. Og satt er það. „Það má sjá minna grand í mat sínum." En það, sem Siguijón nemur staðar við, er þó fyrst og fremst það furðulega at- riði, að konungurinn skuli ætlast til þess, að maður komi beint af götunni til veizlunnar og sé í brúð- kaupsklæðum. Hann minnist á skýringu Helga biskups Thordersen sem raunar er alkunn, en mörgum þykir þó vafasöm. Þess vegna er ekki úr vegi að taka fleiri skýringar til athugunar. Rabbíar gyðinga ræddu um allt milli himins og jarðar, m.a. um brúðkaupsklæði. Sumir þeirra héldu því fram að minnsta kosti, að menn væru gjaldgengir í brúðkaupsveizlu ef þeir væru hreinir í framan og um hendurnar. Sem sagt: Ekki sóð- ar. Til er dæmisaga, eignuð Zakkai, um konung, sem bauð til veizlu með góðum fyrirvara. Allir skyldu vera viðbúnir, þegar kallið kæmi. En þá voru sumir óhreinir og illa tilhafðir og var ekki hleypt inn. Sóðarnir þóttu ekki veizluhæfir. Dr. Jakob Jónsson. „Sumir, sem lesa guð- spjöllin virðast álíta, að allt, sem Jesús sagði, hafi verið tekið á segnl- band og síðan skrifað orðrétt og engu haggað síðan.“ Það er auðvitað aukaatriði, hvort konur eru nefndar sérstaklega. Ég get ekki fundið því stað, sem Sigur- jón heldur fram, að hjá gyðingum hafi konur ekki þótt veizluhæfar. í V er slunarrekstri hætt 1 Þykkvabæ Selfossi. t/ Selfossi. FRÁ og með mánaðamótunum, 1. nóvember, er engin -verslun starfrækt í Þykkvabæ. Tvær konur sem tóku hús og lager verslunar Friðriks Friðrikssonar hf. á leigu í júní hafa hætt starf- rækslu hennar. Laugarneskirkja „Þetta hefur gengið alveg ágæt- lega og batnað með hverri vikunni og ég held þetta hafi verið orðið þokkalegt undir lokin,“ sagði Hall- dóra Gunnarsdóttir sem ásamt Höllu Maríu Ámadóttur tók verslun Friðriks Friðrikssonar hf. á leigu í júní þegar fyrirtækið hætti starf- semi. Verslunin á sér langa sögu, hefur verið starfrækt í Þykkvabæ í hálfa öld. Þær Halldóra og Halla María unnu hjá Friðriki Friðrikssyni hf. og tóku verslun og lager á leigu. Halldóra sagði að þær ættu eftir að gera upp eftir tímabilið og kvaðst vona að þær væru réttu megin við núllið. Hún sagði að þar sem þetta var eina verslunin á staðnum þá væm þeir eðlilega óánægðir sem notuðu hana eingöngu. Um fram- haldið vildi hún engu spá en sagði að þær hefðu ekki lagt í að halda áfram og takast á herðar þær fjár- festingar sem þyrfti til að halda áfram svona rekstri. Þær hefðu tekið að sér að halda versluninni gangandi með þessum hætti í þijá mánuði en þeir væra nú orðnir fjór- ir. — Sig. Jóns. Laugarneskirkja: Námskeið um hjónabandið STUTT námskeið um málefni hjónabandsins verður haldið laugardaginn 5. nóvember. Nám- skeiðið verður haldið í Safnaðar- heimili Laugarneskirkju og stendur frá kl. 13.00—19.00. Leiðbeinendur verða sr. Þorvald- ur Karl Helgason, sr. Birgir Ás- geirsson og sr. Jón D. Hróbjarts- son. Námskeiðið er haldið í sam- vinnu við Reykjavíkurprófastsdæmi og er ætlað fólki, sem er í sambúð, guðspjöllunum er getið um konur í veizlum, svo sem Maríu móður Jesú, Maríu í Betaníu, Herodías og Salóme. Sagan um brúðkaup konungs- sonarins er í Matt. 22,1—14. Hún á sér nána hliðstæðu I dæmisög- unni um hina miklu kvöldmáltíð hjá Lúkasi 14, 15.—24. Þó er mikill munur á þessum tveim sögnum. Hjá Lúkasi er ekkert getið um refsiaðgerðir gegn þeim, sem ekki þýðast heimboðið. Áðeins sagt, að húsbóndinn hafi reiðst og snúið sér að öðram. Sagan virðist vera sögð til að lýsa því, hvemig tollheimtu- menn og syndarar vora hæfari til að fara úr boði Krists en fræðimenn og farísear. Dæmisagan um brúðkaup kon- ungssonarins hjá Mattheusi hefir allt annan blæ. Hann segir söguna á þá leið, að jafnan er auðfundið, hvemig hann heimfærir hana til einhvers sem honum er kunnugt um. Hann hefir ekki aðeins kenn- ingu Jesú í huga, heldur sögu fram- kristninnar. Tvisvar hefir konung- urinn sent út þjóna til að bjóða til brúðkaupsins. Fyrst spámennina, síðan Krist og postulana. En þeir, sem áttu að taka boðinu, smánuðu þá og drápu. En konungurinn brenndi borg þeirra í staðinn. Hér hefir Matteus í huga eyðingu Jerú- salemborgar, sem hann lítur á sem hegningu fyrir það, að Jerúsal- embúar höfðu „myrt" Jesúm. En að svo búnu er boðinu beint til heið- ingjanna, þangað til salurinn er fullur af veizlufólki. Þá skeði þetta óhapp með sóðann, sem fær heldur en ekki óblíða meðferð. Hann er bundinn á höndum og fótum og honum er hent út í myrkrið, þar sem hryggð og reiði fá útrás í gráti og gnlstran tanna. Það er engin furða, þótt mönnum blöskri aðfarimar I þessari sögu. En þar ber tvennt til. Matteus er ekki fyrst og fremst að segja sögu, heldur að útleggja sögu sem sann- arlega var blóði drifin. En í öðra lagi er sagan I stíl við dæmisögu sumra rabbíanna, sem alls ekki áttu að lýsa „sönnum“ atburðum, heldur draga upp myndir sterkra and- stæðna og dauðarefsing var sjálf- sögð refsing á illvirkjana. Þama kemur fram svipað einkenni og oss er kunnugt úr ævintýranum, sem íslenzk alþýða fékk frá Mið-Evrópu mörgum öldum síðar. Ég man ekki til þess, að sú elskulega bamakyn- slóð, sem ég sjálfur tilheyrði, tárað- ist yfir því, þó að tröllin eða vondu stjúpumar fengju fyrir ferðina. Það var bara „gott handa þeirn". — Svo var einnig um grát og gnístran tanna. Málið er ekki alveg afgreitt með því, sem hér hefir verið sagt. Sum- ir, sem lesa guðspjöllin virðast álíta, að allt, sem Jesús sagði, hafi verið tekið á segulband og síðan skrifað orðrétt og engu haggað síðan. Auð- vitað æfðu menn sig í að leggja mikið á minnið og utanaðlærdómur gerði frásagnir áreiðanlegri en ella. Samt hlutu sögur að breytazt í meðföram. Guðspjöllin era fyrst og fremst kennslubækur. Kennarar breyta og bæta inn í frásögnina til að gera hana skiljanlegri næstu kynslóð. Þannig virðisfmálið liggja fyrir hér. Jesús hefir sagt dæmi- sögu, sem átti sér að bakhjarli at- vik úr samkvæmislífi almennings. Hann notar stíl, sem er kunnur frá kennslu rabbíanna, er gjaman segja öfgafull ævintýri, sem ekki gerast í „alvöranni". Matteus endursegir söguna þannig, að hún verður myndræn lýsing á ofsóknartíma frumkirkjunnar. Það er ógemingur að gera sér nákvæmlega grein fyrir upphaflegu orðalagi Jesú. Kannski hafa þeir rétt fyrir sér, sem álíta, að tvær sögur hafi rannið saman í eina. En hitt ættu allir að geta fallizt á, að Nýja testamentið færir oss ekki aðeins boðskap meistarans, heldur einnig túlkun þeirra, sem fyrstir skrifuðu um hann. Það má líkja Jesú við ljós I marglitum vita, þar sem þeir lögðu til glerin, sem ljósið skín í gegnum, — Matteus, Mark- ús, Lúkas, Jóhannes, Pétur, Páll, Jakob og fleiri. Höfundur er doktor i guðlræði og fyrrverandi sóknarprestur. hjónabandi eða er að undirbúa sig undir hjúskap og vill auðga sam- skipti sín í milli, styrkja sambandið og efla sjálfsvitund sína og stöðu gagnvart maka sínum. Upplýsingar fást og skrásetning fer fram í Safnaðarheimili Laugar- neskirkju dagana 1.—4. nóvember milli kl. 15.00 og 17.00. Ennfremur má tala við einhvern leiðbeinand- ann. (Fréttatilkynning) CITROÉN TAKA HONDUM SAMAN OG EFLA VIÐGERÐAR ÞJÓNUSTUNA. 5% KYNNINGARAFSLÁTTUR TIL ÁRAMÓTA. Eitt fullkomnasta þjónustuverkstæði landsins hefur tekið til starfa. Við bjóðum af þessu tilefni 5% kynningar- afslátt á almennum viðgerðum og vara- hlutum tengdum þeim. Bjóðum einnig: - Reglubundnar kílómetraskoðanir á föstu og hagstæðu verði. - Vetrarskoðanir frá kr. 5000. Sértilboð: Varahlutaverslun okkar býður ýmsa auka- hluti í Citroén og Saab bifreiðar með góðum afslætti. Láttu reyna á nýja þjónustu. Við tökum vel á móti þér. G/obus? Lágmúla 5, Sími 681555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.