Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
Skattur tekinn
af dagpeningum
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Rússneska samninganefhdin skoðar síldina
Einar Benediktsson aðstoðarframkvæmdasijóri Síldarútvegsneíhdar fór í gær ásamt rússnesku
samninganefndinni að skoða síldarsöltun hjá Hópsnesi hf. í Grindavík. Ánægjan leymr sér ekki
yfir gæðum sildarinnar.
Flugleiðir:
ÞAÐ VORU ekki margar krónurnar sem flugmenn Flugleiða fengu
í launaumslögum sínum um þessi mánaðamót. Tekin var af þeim stað-
greiðsla skatta af dagpeningum afturvirkt til síðustu áramóta eða
fyrir 10 mánaða timabil.
Már Gunnarsson starfsmanna-
stjóri Flugleiða segir að þetta hafí
verið gert í samræmi við fyrirmæli
frá ríkisskattstjóra. Flugleiðir hafa
að undanfomu átt í viðræðum við
skattstjóra um þetta mál þar sem
reglugerð um þessa skattheimtu lá
Kaupmannahöfn:
Kjarvalsmynd
var slegin á
hálfa milljón
Jónshúsi, Kaupmannahöfn.
ÞINGVALLAMYND eftir Kjar-
val var seld á nær 550 þúsund
krónur á upgboði í Kaupmanna-
höfii i gær. Onnur íslensk mynd
var á þessu sama uppboði eftir
Guðmund Einarsson frá Miðdal
og var hún slegin á tæpar 70
þúsund.
Kjarvalsmyndin var máluð 1937
á Þingvöllum. Sýnir hún hraun í
forgrunni en Botnssúlur og Ár-
mannsfell í baksýn. Fyrir uppboðið
var myndin metin á 60—70 þúsund
danskar krónur en var slegin á 80
þúsund á uppboðinu sem er nálægt
550 þúsund íslenskum krónum.
ekki skýrt fyrir að mati fyrirtækis-
ins. í síðasta mánuði barst svo frá
skattstjóra bréf með útskýringum
sem taka af öll tvímæli um þessa
skattheimtu.
„Lögin um staðgreiðsluna tóku
gildi um áramót og því urðum við
að taka af dagpeningum flugmanna
til þess tíma samkvæmt lögum,“
segir Már Gunnarsson.
Vilhjálmur A. Þórðarson for-
maður Félags íslenskra atvinnuflug-
manna segir að þetta hafí komið
flugmönnunum á óvart og sé félagið
nú að kanna hvað það geti gert til
að mæta þessu. „Við bjuggumst
ekki við að þurfa að greiða skatt
af þessum peningum. Málið er í at-
hugun hjá okkur og meira er ekki
hægt að segja um það nú,“ segir
Vilhjálmur A. Þórðarson.
Orðrómur um misferli við
útflutning á ísfiskinum
hver key^í myndmr kunnugtum Eftirlitsmaöur frá sjávarútvegsráðuneytinu fylgist með fisksölunni ytra
Myndin eftir Guðmund frá Mið-
dal er stórt olíumálverk málað 1934
og sýnir það fjöll í nálægð
Reykjavíkur með eldgos í bak-
grunni. Sjaldgæft er orðið að mái-
verk eftir Guðmund séu á upp-
boðum í Kaupmannahöfn og fór
þessi á 10 þúsund danskar eða
tæpar 70 þúsund krónur íslenskar.
Málverkauppboð þetta fór fram
hjá Brun Rasmussen í Bredegade
og er hið 516. í röðinni sem þetta
þekkta uppboðsfyrirtæki heldur.
- G.L.Ásg.
ÞRÁLÁTUR orðrómur er nú uppi um misferli við útflutning isfisks
í gámum. Gífúrleg ásókn hefiir verið í útflutning á þorski og ýsu,
langt umfram það, sem heppilegt hefiir verið talið að færi utan.
Umsóknir hafa því verið skornar niður, en við það hefiir útflutning-
ur á öðrum tegundum, sem ekki eru leyfisbundnar, aukizt verulega.
Grunur er því uppi um að annað fari utan en tekið er fram við
umsókn útflutningsley&. Eftirlitsmaður á vegum sjávarútvegsráðu-
neytisins er nú kominn á Humber-svæðið (Hull og Grimsby) til að
fylgjast með því að réttur útflutningur sé gefinn upp og kvótaskýrsl-
ur standist.
Stefán Gunnlaugsson, deildar-
stjóri utanríkisviðskipta í utanríkis-
ráðuneytinu, sagðist í samtali við
Morgunblaðið ekki geta staðfest
hvort orðrómur þessi ætti við rök
að styðjast. Það hlyti að koma í ljós
Fj órburafeeðingin gekk vel
Móður og flórum dætrum heilsast ágætlega
FJÓRBURAR fæddust á Fæð-
ingardeild Landspítalans í
gær. Það voru Qórar stúlkur
sem teknar voru með keisara-
skurði og tókst aðgerðin mjög
vel í alla staði. Systumar §ór-
ar fæddust sex vikum fyrir
tímann, en voru sprækar og
vógu þijár þeirra sjö merkur
en ein vóg sjö og hálfa mörk.
Foreldrar fjórburanna eru
Margrét Þóra Baldursdóttir
Stórkostleg upplifim
- segir Guðjón Sveinn Valgeirsson
faðir Qórburanna
„ÞETTA var stórkostleg upp-
lifun,“ sagði Guðjón Sveinn
Valgeirsson, faðir Qórburanna,
aðspurður hvernig honum
hefði liðið við fæðinguna. Guð-
jón Sveinn var viðstaddur þeg-
ar dæturnar fjórar komu í
heiminn og fylgdist með öllu.
„Þetta er upplifún sem fáir
hafa fengið að njóta og svo
sannarlega ógleymanleg, sér-
staklega þar sem allt gekk
svona vel,“ sagði Guðjón.
Þau Margrét Þóra Baldurs-
dóttir og Guðjón Sveinn áttu fyrir
einn son, fjórtán ára gamlan, og
var Guðjón spurður hvemig hon-
um litist á systumar. „Hann er
mjög hreykinn og glaður og ég
held honum lítist bara mjög vel á
þetta."
Guðjón sagði þau hjónin ekki
vera farin að gera neinar framtíð-
aráætlanir, þau hefðu viljað bíða
þar til allt væri afstaðið. Enda
gæfíst nægur tími til þess, þar
sem systumar yrðu að vera i súr-
efniskössum þar til þær væru
orðnar 2 kíló og það gæti tekið
nokkrar vikur.
Hann sagði líðan móðurinnar
vera góða, en hún hefði verið orð-
in mjög þreytt undir það síðasta.
„Það má segja að það sé þungu
fargi af henni létt, í bókstaflegum
skilningi," sagði Guðjón Sveinn
Valgeirsson að lokum.
og Guðjón Sveinn Valgeirsson,
tannlæknir. Þau áttu fyrir einn
14 ára gamlan son.
Að sögn Auðólfs Gunnarsson-
ar, fæðingarlæknis, var ákveðið
að taka bömin með keisaraskurði
þegar móðirin væri gengin með
34 vikur, bæði til að létta á henni
og eins sagði Auðólfur að vöxtur
fóstranna gæti stöðvast þegar
of þröngt væri orðið um þau í
leginu. Aðgerðin var framkvæmd
eftir að móðirin hafði fengið
mænurótardeyfingu og gekk, að
sögn Auðólfs, eins og best verður
á kosið.
Gunnar Biering, yfirlæknir
bamadeildar Landspítalans,
sagði að systrunum heilsaðist vel
eftir atvikum, engin vandkvæði
hefðu komið upp í sambandi við
öndun þeirra, en á því væri mest
hætta þegar fyrirburar ættu í
hlut þar sem lungun væru ekki
orðin nægilega þroskuð. Gunnar
sagði þetta vera aðra fjórbura-
fæðinguna hérlendis síðan skrán-
ing hófst árið 1881, fjórburar
hefðu einnig fæðst 1957.
Ekki fékkst leyfí til að ná tali
af móðurinni.
við eftirlit Þórðar Árelíussonar frá
sjávarútvegsráðuneytinu, sem nú
væri kominn út. Ásókn í útflutning
á þorski og ýsu væri með ólíkind-
um. Sótt hefði verið um útflutning
á 2.900 tonnum af þorski og ýsu í
gámum til sölu í næstu viku, þegar
ráðlagt væri að selja ekki meira en
1.200 tonn. 500 tonn með fiskiskip-
um væm þegar ákveðin og því
færi ekki meira en 800 í gámunum.
Hve mikið færi utan af öðram teg-
undum sagði Stefán ekki endanlega
ljóst fyrr en undir vikulokin, þegar
lestun skipanna lyki.
Til sölu í þessari viku fóru utan
í gámum 850 tonn af þorski og ýsu
og 550 tonn af öðrum tegundum,
en svo mikið af öðram tegundum
en þorski og ýsu hefur ekki farið
utan lengi. Það er meðal annars
þess vegna, sem orðrómur um mis-
ferli hefur komið upp. Vilhjálmur
Vilhjálmsson sér um skipulagningu
ísfísksölunnar hjá LÍÚ. Hann sagð-
ist í samtali við Morgunblaðið hafa
heyrt þennan orðróm en hvort hann
ætti við rök að styðjast vissi hann
ekki enn. Kristján Skarphéðinsson,
deildarstjóri í sjávarútvegsráðu-
neytinu, segir að vegna mikillar
ásóknar í útflutning á ísfiski hafi
ráðuneytið ákveðið að hafa mann
ytra lungann úr nóvembermánuði
til að fylgjast með því hvort kvóta-
skýrslur stæðust.
Pétur Björnsson er aðaleigandi
fyrirtækisins ísbergs í Hull, en það
á mesta hlutdeild í ísfiskmarkaðn-
um ytra. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið, að til þessa hefði
ekki komið í ljós misræmi milli út-
flutningspappíra og innihalds gám-
anna, sem fyrirtækið hefði selt úr.
Á þeim pappíram, sem heim færu,
væri allur fískur kallaður réttum
nöfnum.
Lánsfjáráætlun fyrir næsta ár:
Heildarlánsfiárþörf
áætluð 28,9 milljarðar
Heildarlántökur opinberra aðila á næsta ári eru taldar verða 29,8
milljarðar króna, samkvæmt lánsfjáráætlun, en útlit er fyrir að í
ár nemi lántökur þessara aðila 31,7 milljörðum. Innlendar lántökur
eru áætlaðar 15,6 milljónir en erlendar lántökur 14,2 milljarðar.
Stærstur hluti innlenda lánsfjár- Áætlað er að taka lán erlendis
ins er frá lífeyrissjóðum, eða 9,4 að upphæð 14,2 milljarðar. Þar af
milljarðar, sem rennur nær allt til
húsbyggingarsjóðanna. Þá er stefnt
að því að afla 4,7 milljarða króna
með sölu spariskírteina á næsta ári
en jafnframt er geit ráð fyrir að
innleyst verði eldri skírteini fyrir
4,1 milljarð.
I lánsfjáráætlun segir að sam-
kvæmt þessu verði ekki lagðar
auknar byrðar á innlenda Iána-
markaðinn á næsta ári og líklegt
sé að áframhaldandi samdráttur
fjárfestinga dragi úr eftirspum eft-
ir lánsfé. Hins vegar bendi reynsla
ársins 1988 til vaxandi þarfar at-
vinnuveganna fyrir rekstrarfé, m.a.
vegna mikils fjármagnskostnaðar
af fjárfestingum undanfarinna ára.
taki opinberir aðilar 1,5 milljarða
að láni, opinberir lánasjóðir taki 4,4
milljarða og atvinnufyrirtæki 8,3
milljarða. Ekki er gert ráð fyrir áð
ríkissjóður sjálfur taki erlend lán á
árinu.
Samkvæmt lánsfjárlögum fyrir
þetta ár áttu erlend lán að nema
9,3 milljörðum króna, en horfur eru
á að lánin nemi 18 milljörðum.
Aukningin hefur orðið mest hjá
opinberum aðilum, eða úr 1,85
milljörðum samkvæmt áætlun í
5,75 milljarða. Áformað var að
ríkissjóður tæki 905 milljónir að
láni erlendis en hann mun taka 4,62
milljarða að láni á árinu.