Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTT1R MBEMKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
55
KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ
Njarðvíkingar
enn taplausir
„VIÐ töpuðum leiknum í byrjun.
Mínir menn báru allt of mikla
virðingu fyrir Njarðvíkingum
sem keyrðu þá í kaf þegar í
upphafi. Undir lokin fórum við
í gang, en það var of seint.
Þetta var lærdómsríkur leikur
og það verður gaman að taka
á móti Njarðvíkingum í Hafnar-
firði,“ sagði Einar Bollason
þjálfari Hauka eftir leikinn
gegn UMFJM í Njarðvík í gær-
kvöldi.
Njarðvíkingar náðu strax yfir-
höndinni enda fengu þeir litla
mótspymu frá Haukunum sem
náðu aldrei saman fyrr en undir lok
leiksins. Pálmar
Bjöm Sigurðsson var í
Blöndal strangri gæslu Isaks
skrifarfrá Tómassonar framan
NlaríMk af og náði Pálmar
ekki að skjóta fyrstu 12 mínútumar
og það liðu 13 mínútur þar til hann
náði að setja stig. Þetta átti við um
fleiri, Henning Henningsson skor-
aðir ekki fyrr en eftir 23 mínútur
og ívar Ásgrimsson ekki fyrr en í
síðari hálfleik.
í síðari hálfleik virtist ætla að
stefna í stórsigur hjá Njarðvíking-
um sem vom komnir með 17 stiga
forskot, 70:53, en þá fóm Haukam-
ir loks í gang, þeir Pálmar og ívar
skomðu hvert stigið á eftir öðm
og náðu að minnka muninn í 5 stig,
89:84 þegar 1 mínúta var til leiks-
loka, en Njarðvíkingar léku eins og
sá sem valdið hefur síðustu mínút-
una og Hreiðar Hreiðarsson innsi-
glaði sigurinn á lokasekúndunni.
„Eg var smeykur fyrir þennan
leik, því við lékum erfíðan leik gegn
Keflvíkingum á sunnudaginn. Við
áttum engan stórleik að þessu sinni,
en gerðum út um leikin í fyrri hálf-
leik. Eins og leikurinn þróaðist'und-
ir lokinn þegar Pálmar fór að hitta
var ég þeirrar stundu fegnastur
þegar dómaramir flautuðu til leiks-
loka,“ sagði Kris Fadness þjálfari
UMFN.
Mikil barátta á Sauðárkróki
Mikil barátta einkenndi viður-
eign Tindastóls og
Grindavíkur á Sauðárkróki. Mikill
hraði var í leiknum og lögðu bæði
gmjlHH lið sig mjög fram.
FráBimi Jafnræði var með
Bjömssyni liðunum í fyrri hálf-
áSauðárkróki leik en Grindvíking-
ar þó lengstum með
yfírhöndina. Bæði lið komu mjög
grimm til síðari hálfleiks, Tinda-
stóll náði forystunni er 7 mínútur
vom eftir og liðið leiddi allt þar til
um ein og hálf mín. var til leiksloka.
En leikmenn Tindastóls vom of
æstir á lokamínútunum. Þeir léku
ekki nógu yfírvegað, reyndu ótíma-
bær skot og misstu því af sigri.
Stigin tvö hefðu allt eins getað lent
í sarpi þeirra eins og Grindvíkinga
en það gerði gæfumuninn að gest-
imir léku af mun meiri skjmsemi í
lokin.
ÍR-ingar fóru illa að ráði sínu
rnr
IR-ingar fóm illa að ráði sínu er
þeir mættu Val í gærkvöldi. Þeir
töpuðu leiknum með níu stiga mun
en hefðu vel getað unnið ef þeir
hefðu einbeitt sér að
Skúli Unnar því að leika körfu-
Sveinsson bolta í stað þess að
skrifar láta allt og alla fara
í taugarnar á sér.
Breiðhyltingar byijuðu leikinn
vel. Vömin var sterk og þeir hittu
þokkalega. Eftir að Valsmenn náðu
yfirhöndinni byijuðu leikmenn ÍR
að tuða í dómumnum í tíma og
ótíma og það bitnaði á leik þeirra.
Hittnin fór niður úr öllu valdi og
vömin var slæm.
Valsmenn léku ágætlega á köfl-
um og þeirra bestir vom Tómas og
Hreinn. Tómas geysilega laginn
með knöttinn og Hreinn eins og
klettur í vörninni. Hjá ÍR skoraði
Jóhannes mest en hann hitti þó
ekki sérlega vel, sérstaklega nýtti
hann illa vítaskotin.
UMFN - Haukar
91 : 84
íþróttahúsið í Njarðvík, íslandsmótið í
körfuknattleik, þriðjudaginn 1. nóvem-
ber 1988.
Gangur leiksins: 2:0, 6:0, 6:3, 15:3,
19:7, 28:15, 37:19, 37:23, 40:30, 45:
35,51:40,55:44, 61:48, 66:50, 70:55,
74:63, 78:69, 82:73, 87:75, 89:84,
91:84.
Stig UMFN: Helgi Rafnsson 21, FVið-
rik Rúnarsson 16, ísak Tómasson 13,
Hreiðar Hreiðarsson 11, Kristinn Ein-
arsson 11, Teitur Örlygsson 11, Friðrik
Ragnarsson 8.
Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 26,
Jón Arnar Ingvarsson 19, Eyþór Áma-
son 12, ívar Ásgrímsson 11, Henning
Henningsson 6, Ingimar Jónsson 5,
Reynir Kristinsson 3.
Áhorfendur: 150.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Krist-
inn Albertsson og dæmdu vel.
Valur - ÍR
83 : 74
íþróttahús Vals að Hlíðarenda, íslands-
mótið í körfuknattieik, þriðjudaginn 1.
nóvember 1988.
Gangur leiksins: 2:0, 5:10, 13:13,
20:13, 32:22, 44:25, 50:32, 57:48,
65:50, 68:54, 72:61, 76:67, 80:74,
83:74.
Stig Vals: Hreinn Þorkelsson 25, Tóm-
as Holton 21, Matthías Matthíasson
12, Einar Ólafsson 12, Ragnar Þór
Jónsson 5, Þorvaldur Geirsson 4, Bjöm
Zoega 2, Hannes Haraldsson 2.
Stig ÍR: Jóhannes Sveinsson 31, Karl
Guðlaugsson 15, Jón Öm Guðmunds-
son 10, Bjöm Steffensen 8, Ragnar
Torfason 7, Sturla Örlygsson 3.
Áhorfendur: 60
Dómarar: Helgi Bragason og Kristján
Möller og komust þeir þokkalega frá
hörðum leik en dæmdu helst til mikið
ef eitthvað var.
Morgunblaöið/Einar Falur
Hreínn Þorkelsson lék mjög vel gegn ÍR gærkvöldi. Hann skoraði 4 þriggja
stiga körfur — 25 stig alls — auk þess sem hann stóð afbragðsvel í vörninni.
UMFT - UMFG
79 : 83
íþróttahúsið á Sauðárkróki, íslandsmó-
tið í körfuknattleik, þriðjudaginn 1.
nóvember 1988.
Gangur leiksins: 12:12, 19:20, 24:24,
30:36, 36:45, 46:53, 51:67, 58:65,
67:67, 70:67, 74:74, 79:83.
Stig Tindastóis: Eyjólfur Sverrisson
26, Valur Ingimundarson 25, Kári
Marísson 11, Haraldur Leifsson 9,
Bjöm Sigtryggsson 4, Guðbrandur
Stefánsson 2 og Sverrir Sverrisson 2.
Stig Grindvíkinga: Rúnar Ámason
19, Steinþór Helgason 14, Guðmundur
Bragason 12, Eyjólfur Guðlaugsson 10,
Jón Páll Haraldsson 9, Sveinbjöm Sig-
urðsson 6, Guðlaugur Jónsson 6, Ólaf-
ur Jóhannsson 4, Hjálmar Hallgríms-
son 3.
Áhorfendur: um 400.
Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Sig-
urður Valur Halldórsson og sluppu
sæmilega frá hörðum baráttuleik.
Tómas Holton og Hreinn Þor-
kelsson, báðir Val.
Helgi Rafnsson og ísak Tóm-
asson, UMFN, Pálmar Sig-
urðsson, Haukum, Jóhannes
Sveinsson, ÍR, Eyjólfur Sverr-
isson, Kári Marisson og Valur
Ingimundarson, allir Tinda-
stóli, Guðmundur Bragason
og Rúnar Ámason, Grindavík.
KNATTSPYRNA / BRETLAND
Dertoy steinlá gegn West Ham
Peter Shilton.
Peter Shilton, enski landsliðs-
markvörðurinn, mátti hirða
knöttinn fímm sinnum úr netinu
hjá sér í gærkvöldi er Derby steinlá,
0:5, á Upton Park í
FráBob London gegn West
Hennessy Ham. Leikurinn var
iEnglandi j 3 umferð deildar-
bikarkeppninnar,
eins og allir leikimir sem fram fóru
á Englandi í gær.
Þrátt fyrir þetta átti Shilton sér-
lega góðan leik og kom hann í veg
fyrir að West Ham skoraði 8-9
mörk! Alvin Martin, fyrirliði West
Ham, skoraði tvívegis með skalla
eftir aukaspymur, Ray Stewart
gerði mark úr vítaspyrnu, og Ros-
enoir og Kevin Keen gerðu einnig
sitt markið hvor. Er tíu mín. voru
eftir kom Liam Brady inn á hjá
West Ham, en hann hefur ekki leik-
ið í 9 mánuði vegna meiðsla.
Það gengur lítið hjá Tottenham
þessa dagana. Liðið gerði í gaer
markalaust jafntefli við Blackbum
á heimavelli og verða liðin að eig-
ast við á ný í Blackbum.
Bristol City vann Crystal Palace
4:1. Mörkin gerðu Carl Shutt, fyrr-
um leikmaður Wednesday, Ralph
Milne 2 og Alan Walsh — en mark
Palace gerði Pardew. Þess má geta
til gamans að stjóri Bristol City er
Joe Jordan, sem á sínum tíma leik
m.a. með Leeds, Man. Utd. og Sout-
hampton.
Ipswich vann Leyton Orient 2:0
með mörkum Jason Dozziell og
Nick Stockwell. Þá sigraði Tran-
mere Rovers lið Blackpool 1:0. Ell-
efu mín. fyrir leikslok skoraði Eddie
Bishop fyrir Tranmere með skalla
og liðið fer áfram í 4. umferð.
Tveir leikir voru í úrvalsdeildinni
í Skotlandi. Motherwell tapaði á
heimavelli fyrir St. Mirren, 1:2, og
Rangers sigraði Hearts 3:0 á
heimavelli. 36.000 áhorfendur sáu
Mark Walters eiga frábæran leik
fyrir Rangers; hann lagði upp mörk
fyrir Richard Gough og Andy Gray
og skoraði sjálfur i millitíðinni úr
vítaspyrnu.
ÍÞíénrn
FOLK
FráJóni
Halldóri
Garðarssynii
V-Þýskalandi
I UWE Rahn, landsliðsmaður
V-Þýskalands, hefur óskað eftir
að vera seldur frá Borussia
Mönchengladbach. Rahn, sem
hefur verið meiddur,
hefur ekki náð sér á
strik eftir að hann
fór að æfa aftur og
var hann tekinn af
leikvelli í fyrsta skipti á knatt-
spymuferli sínum sl. laugardaj
Rahn hefur lækkað mikið í verði
síðan hann var kjörinn knattspymu-
maður ársins 1987. Þá bauð hol-
lenska félagið Eindhoven andvirði
208 millj. ísl. króna í hann. Nú má
Gladbach vera heppið að fá 52
millj. kr. fyrir hann.
■ ATLETICO Madrid er tilbúið
að kaupa JUrgen Klinsmann,
markaskorara Stuttgart, á 182
millj. kr. Klinsmann gerði nýjan
samning við Stuttgart sl. keppn-
istímabil. I honum var ákvæði um
að hann gæti farið frá félaginu eft-
ir þetta keppnistímabil, þó að samn-
ingurinn hafi verið gerður til 1990.
Einnig var ákvæði um það að ef
hann fer þá geti Stuttgart ekki**»
farið fram á nema 98 millj. kr. fyr-
ir hann, þannig að Klinsmann
myndi frá mismuninn frá spænska
félaginu beint i sinn vasa, eða 84
millj. króna.
■ GERHARD Mayer-Vorfeld-
er, forseti Stuttgart og stjórnar-
maður í v-þýska knattspymusam-
bandinu, er tilbúinn að leggja fram
tillögu um að þeir leikmenn sem
fara frá V-Þýskalandi fái ekki að
leika með landsliði V-Þýskalands.
Menn telja að hann sé tilbúinn meé*
þessa tillögu til að halda í Klins-
mann.
■ RINUS Michels, fyrrum
landsliðsþjálfari Hollands, er ekki
vinsæll hjá áhangendum Bayer
Leverkusen þessa dagana. Þeir eru
ekki ánægðir með árangurinn undir
stjórn Michels. Áhangendur vilja
nú fá Erich Ribbecks, sem gerði
Leverkusen að UEFA-meisturum
sl. keppnistímabil, aftur. Hafa þeir
hrópað það á heimaleikjum
Leverkusen að undanfömu. Mic-
hels kippir sér ekkert upp við mót-
lætið og sagði að um leið og
Leverkusen færi að vinna leiki,
myndi andinn í kringum liðið brejd-
rsL
■ HAMBURGER er nú að leita
að markverði. Félagið hefur auga-
stað á Andreas Köpke, Niimberg
og Uwe Kamps, Mönchenglad-
bach.
■ STUTTGART tapaði í gær-
kvöldi í vestur-þýsku úrvalsdeild-
inni í knattspymu, 0:1, fyrir Boch-
um á útivelli. Þá voru fjórir leikir
í 2. umferð bikarkeppninnar: Saar-
brucken-Schalke 3:3, Dortmund-
Homburg 2:1, Nttmberg-
Karlsruhe 1:1, Köln-Mannheim
1:2.
■ SKÍÐKRAKKAR á ísafirði
sem stunda nám á skíðabraut
Menntaskólans á Isafirði hafa far-
ið inná nýstárlega braut til fjáröfl- ~
unar. Krakkamir ætla að fara í
æfíngaferð til Austurríkis á næst-
unni og hafa fjármagnað ferðalagið
m.a. með því að halda tískusýning-
ar á Isafirði. Að sögn kunnugra
hefur þetta mælst vel fyrir og gefið
góðan pening.
■ KEITH Burkinshaw skrifaði
undir samning sem stjóri 3. deildar
liðs Gillingham í gærkvöldi. Burk-
inshaw er þekktastur fyrir störf
sín hjá Spurs, en þar var hann í
átta ár og kejrpti m.a. Ossie Ardi-
les til félagsins.
■ DAVID Hay, fyrrum stjóri
Celtic, hefur fengið tilboð frá New-
castle um að gerast þjálfari félags-
ins.
■ PA UL Simpson var seldur frá
Manchester City í gær til Oxford
fyrir 200 þúsund pund.
■ SVERRIR Pétursson var um^.»
síðustu helgi kjörinn leikmaður
I Þróttar fyrir 1988.