Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 Tæplega 40 starfemönnum Dags og Dagsprents sagt upp störfum: Viljum minnka yfirvinnu og endurráða sem flesta - segir Valur Amþórsson stjómarformaður fyrirtækjanna Morgunblaðið/Rúnar Þór Blaðamennimir Margrét Þóra Þórsdóttir og Vilborg Gunnarsdóttir við vinnu sína á Degi í gær. Tæplega 40 starfsmönnum Dags og Dagsprents var sagt upp störfum sl. mánudag vegna end- urskipulagningar fyrirtækisins. Valur Amþórsson stjómarform- aður fyrirtækjanna sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þessi aðgerð væri hluti af hagræðing- arátaki og meiningin væri að endurráða flesta starfsmennina aftur, en þó með breyttum for- sendum. „Markmiðið með hagræðingu er að ná betri rekstri og laga sig að breytingum, sem orðnar eru í efna- hagskerfinu og þjóðfélaginu. Þær lýsa sér m.a. í því að útgjöld hafa vaxið meira en tekjur, sem er í samræmi við almenna reynslu at- vinnulífsins í dag. Þeirri efnahags- legu staðreynd þurfa Dagur og Dagsprent að laga sig að. Ég vil ekki beint segja að staða fyrirtækj- anna sé slæm, en vaxtakostnaður- inn í þjóðfélaginu er orðinn hrika- legur. Vegna þessa háa vaxtakostn- aðar, hafa áætlanir engan veginn staðist og þá er vissulega erfiðara að standa undir skuldum. Aðallega hefur tvennt farið verulega fram úr áætlunum, vaxtakostnaður og vinnulaunakostnaður, en ég vil taka það skýrt fram að þetta er ekkert annað en endurspeglun á þeim al- mennu erfiðleikum, sem eru í íslensku atvihnulífí. Þá hefur sam- dráttur í auglýsingatekjum orðið talsverður," sagði Valur. „Vafalaust verða flestir starfs- mannanna endurráðnir, en í því sambandi þurfa tvö sjónarmið að geta mæst, annars vegar sjónarmið fyrirtækjanna tveggja og hinsvegar viðkomandi starfsfólks. Það er m.a. óhjákvæmilegt að forsendur breyt- ist og þá er ég sérstaklega að tala um að draga úr yfirvinnu," sagði Valur. Nýlega flutti Dagur í nýtt húsnæði, sem verið hefur í bygg- ingu siðasta ár. Nýbyggingin er um 900 fermetrar og nemur kostnaður við hana um 40 millj. kr. Breyting- ar á útkomudögum Dags eru ekki fyrirhugaðar. Afram er stefnt að því að blaðið verði dagblað, en ný- lega var mánudagsútgáfu blaðsins hætt og í staðinn gefíð út helgar- blað á laugardögum. Blaðið kemur Ráðist á karl og konu RÁÐIST var á karl og konu í miðbæ Akureyrar um kl. 2.20 aðfaranótt laugardags. Munu þau hafa hlotið smá áverka og kærðu þau atburðinn þá strax um nóttina. Bakkus mun hafa verið í spilinu er atburðurinn átti sér stað. Umferðarslys varð um kl. 2.40 aðfaranótt sunnudags á Brekku- götu. Léttu bifhjóli var ekið á gang- andi vegfaranda. Vegfarandinn brotnaði á fæti og einhver höfuð- meiðsl voru að auki. Unnið var skemmdarverk á fólksbifreið kl. 21.35 á sunnudagskvöld. Reiðhjóli var hent ofan af húsi á bíl, sem stóð við þvottahúsið Mjöll, Kaup- vangsstræti. Hjólið er ónýtt og bfllinn er mikið skemmdur. Þak bflsins skemmdist, vélarlok, fram- bretti og hurð og framrúða brotn- aði. Þá voru tvær rúður brotnar á Akureyri um helgina, önnur í versl- uninni Garðshorni og hin í íbúðar- húsi. Þá var tilkynnt um innbrot í mannlausa íbúð í Glerárþorpi. Engu var þó stolið. Rótað hafði verið í skúffum og skápum, en einskis var saknað. Þrír árekstrar urðu á Akur- eyri um helgina án þess að meiðsl hafí orðið á fólki. Fimm ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur innanbæjar. Hættir rækjuvinnslan Dög- un á Sauðárkróki rekstri? ÖLLU starfsfólki rækjuvinnslunnar Dögunar á Sauðárkróki var sagt upp störfum um mánaðamótin september/október. Ástæða þessa eru erfiðleikar í hráefiiisöflun. Skip félagsins, Röst, sem staðið hefur undir hráefnisöflun til verksmiðjunnar, liggur nú bundið við bryggju með útrunnið haffærnisskírteini og ekki hefiir fengist heimild frá Fiskveiðisjóði til kaupa á nýju skipi eða til að láta endurbyggja Röstina. Garðar Sveinn Amason, fram- kvæmdastjóri Dögunar, sagði að búið hefði verið að ná samningum við hollenskt fyrirtæki um ot.iíði nýs skips nú þegar eftir áramótin, en heimild hefði ekki fengist frá Fiskveiðisjóði til þeirrar fram- kvæmdar. Þegarþessi synjun barst hefði verið brugðið á það ráð að leita eftir möguleika á því að end- urbyggja Röstina og leysa þannig vanda fyrirtækisins, en því hefði einnig verið hafnað. Sagði Garðar Sveinn að þessi ákvörðun Fiskveiðisjóðs hefði kom- ið sér og stjóm félagsins mjög á óvart og nú virtist sem fyrirtækið stæði á krossgötum, en aðalfundur félagsins, sem haldinn verður í byijun nóvember, myndi væntan- lega taka ákvörðun um hvað gert verður. Garðar Sveinn sagði Dögun bet- ur í stakk búna til að hætta rekstri en marga aðra aðila sem fást við rækjuvinnslu, því eiginfjárstaða fyrirtækisins væri góð, erfíðleik- amir sem nú steðjuðu að væru eingöngu vegna hráefnisöflunar. Þannig hefði Dögun skilað einnar milljón króna hagnaði á síðasta ári eftir að afskriftir hefðu numið sjö milljónum og greiddar fjórar millj- ónir í verðjöfnunarsjóð. Þessvegna væri möguleiki á að selja skip félagsins í því ástandi sem það nú er, með kvótanum sem því fylgir, gera upp skuldir fyrir- tækisins og eiga verksmiðjuna og sjá svo til hvort ekki rætist úr síðar eða fara þá leið að leita eftir kaup- um innanlands á öðm skipi í stað Rastar til þess að halda starfsem- inni gangandi. Augljóst væri sagði Garðar Sveinn að rækjuvinnsla eins og Dögun gæti ekki gengið nema eiga sitt eigið skip, svo sem rekstur fyrirtækisins á síðasta ári sýndi, því að ekki væri gerlegt að reka verksmiðjuna með tilfallandi kaup- um á hráefni, leigu á skipi með umtalsverðum kostnaði eða stöð- ugum yfirboðum í afla. Hjá rækjuvinnslunni Dögun voru í ágúst sl. 28 á launaskrá og launagreiðslur í þeim mánuði 3,5 milljónir króna þannig að augljóst er hversu alvarlegur hlutur það er ef fyrirtækið neyðist til að hætta rekstri, þó að marga aðra mánuði ársins séu færri starfandi og um- svif fyrirtækisins minni en um hásumarið. Dagur hefiir nýlega flutt í nýtt húsnæði og Dagsprent fékk allt gamla húsnæðið til afiiota. út fímm sinnum í viku. Sú breyting var fyrsti liðurinn í hagræðingará- takinu. Búist er við að gengið verði frá endurráðningu starfsfólksins í lok nóvember. Stefán Sæmundsson trúnaðar- maður blaðamanna á Degi sagði starfsfólkið hafa haft pata af rekstrarerfiðleikum fyrirtækjanna, en að það hefði vissulega komið á óvart er starfsmönnum voru afhent uppsagnarbréfin á fundi fulltrúa blaðstjórnar með fólkinu á mánu- dag. „Við vorum hálf-slegin á fund- inum. Það er mikið rætt og spáð. Annars er fólk að jafna sig á þess- um fréttum nú og heldur bara áfrain að vinna sín störf. Við eigum eftir að heyra hvaða hugmyndir eru uppi hjá blaðstjóm um breyttar for- sendur fyrir endurráðningu okkar. Hinsvegar gerum við okkur grein fyrir almennum rekstrarerfiðleikum í þjóðfélaginu og því skyldu þeir ekki bitna á okkur eins og öðmm þjóðfélagsþegnum? Ef til er hag- kvæmari leið í rekstri blaðsins, þá erum við auðvitað tilbúin til að fara þá leið. Sem betur fer er stutt þang- að til málin skýrast, en okkur skilst að þetta snúist að mestu um breytt vinnufyrirkomulag. Til dæmis hefur verið rætt um að blaðamaður á vakt taki jafnframt við prófarka- lestri eftir kl. 17.00 og annað í þeim dúr," sagði Stefán. Fjórir starfsmanna fyrirtækj- anna fengu ekki uppsagnabréf. Það eru Bragi Bergmann ritstjóri, Jó- hann Karl Sigurðsson fram- kvæmdastjóri, Kristján Kristjáns- son fréttastjóri og Guðjón Sigurðs- son prentsmiðjustjóri. Blaðstjóm hefur ákveðið að hafa þá til halds og trausts við endurskipulagningu og endurráðningu starfsmanna. Bragi Bergmann sagði í samtali við Morgunblaðið að halli fyrirtækisins miðað við 7 mánaða uppgjör væri ekki mikill, en nú væri beðið eftir tíu mánaða uppgjöri. „Þetta em ekki neinar bráðaaðgerðir. Við vit- um um að það em erfiðleikar í at- vinnulífínu og emm við farnir að fínna fyrir þeim eins og eflaust öll blöðin. Það er örlítið minna auglýs- ingamagn en verið hefur og sjáum við fram á að þetta samdráttar- skeið í þjóðfélaginu standi að minnsta kosti fram á mitt næsta ár. Það kom t.d. fram á Fiskiþingi nú í vikunni að þjóðartekjur okkar muni ekki aukast á næstu mánuð- um. Við emm eingöngu að reyna að aðlaga okkur þeim erfíðleikum, sem við sjáum fram á á næstu mánuðum. Mjög þýðingarmikið er að dregið verði úr yfirvinnu hjá fyrirtækjunum við svona aðstæður og heilmiklu er hægt að hagræða með því að breyta vaktafyrirkomu- lagi,“ sagði Bragi Bergmann. Stjóm Blaðamannafélags Islands ræddi þetta mál á fundi sínum í gær og mun hún fylgjast með fram- vindunni. Fagranes ÞH 123, sem keypt hefiir verið til Húsavíkur. Húsavík: Nýr bátur keyptur Húsavik. NÝR bátur bættist í bátaflota Húsvíkinga fyrir skömmu, Fagranes ÞH 124, sem Guðmundúr A. Hólmgeirsson útgerðarmaður hefúr keypt frá Þórshöfii. Báturinn hét áður Björg Jónsdóttir og var þá gerður út firá Húsavík. Þetta er 76 lesta eikarbátur, smíðaður 1959, en síðar endurbætt- ur, t.d. sett í hann ný vél og nýtt stýrishús. Fagranesið verður fyrst gert út á línu og verður eigandinn skipstjóri. Eigendaskipti hafa orðið á öðrum húsvískum bát, Fanney ÞH 130, sem bræðumir Ásþór og Ólafur Sigurðarsynir hafa keypt og verður hann áfram gerður út frá Húsavik. - Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.